Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR borgarráði og gegnt embætti forseta borg- arstjórnar. Hann sagðist ekki hafa verið í sér- stöku framboði til formanns en ekki skorast undan því þegar til hans var leitað. Á opnum fundi eftir aðalfund Varðar var fjallað um bættan hag heimilanna. Magnús sagði fólk meta afkomu sína með allt öðrum hætti nú en fyrir tíu til fimmtán árum. „Fólk sem býr við lökust kjör horfir nú til þess að peningaflæðið í þjóðfélaginu er miklu meira en áður. Það sér að þorri fólks getur látið miklu meira eftir sér en áður og því ber vissulega að fagna. Skilin á milli þess og þeirra sem lökust hafa kjörin og lítið geta lát- ið eftir sér verða þess vegna skarpari en áður enda þótt kjör hinna lægst launuðu hafa batn- að á síðustu árum meira en nokkru sinni fyrr,“ sagði Magnús. Hann nefndi nokkrar tölur úr viðskiptalíf- „LÁTUM fólk í landinu vita og finna fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á, að jafnframt því að við stuðlum að sjálfstæði ein- staklingsins og hver og einn verði sjálfum sér nógur eftir því sem aðstæður leyfa, þá viljum við tryggja að samhjálpin sé ætíð til staðar fyrir þá sem stuðnings þurfa við vegna óvið- ráðanlegra aðstæðna, sem fylgir öllum þjóð- félögum. Góðir fundarmenn, hugum að sam- hjálpinni í víðustu merkingu þess orðs,“ sagði Magnús L. Sveinsson nýkjörinn formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, eftir aðalfund ráðsins á laug- ardaginn. Magnús tók við formennsku í full- trúaráðinu af Margeiri Péturssyni, stjórn- arformanni MP fjárfestingabanka, sem hætt- ir vegna starfa sinna. Magnús hefur lengi starfað innan Sjálfstæðisflokksins; setið í inu síðustu mánuði og sagði upphæðir hafa margfaldast á nokkrum árum. Hugarfarið hefði breyst og fólk legði allt annað mat á fjárhæðir og peningaumsýslu. Viðhorfið til afkomu heimilanna yrði því allt annað. Finnum til samkenndar „Bættur hagur heimilanna felst í því að sköpuð séu á hverjum tíma sem best skilyrði svo allir samfélagsþættir þjóðfélagsins – heil- brigðismál, húsnæðismál, fræðslumálin, at- vinnumálin, fjölskyldumálin í víðri merkingu þess orðs – þróist með þeim hætti að allir fái að búa við sem best kjör, búa við sem mest ör- yggi, búa við sem mesta samhjálp þar sem hennar er þörf, að við finnum til sem mestrar samkenndar hvert með öðru og látum okkur varða ef einhver þarf aðstoð við hvar sem hann býr á landinu,“ sagði Magnús. Magnús L. Sveinsson var kjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Samhjálpin verði ætíð til staðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús L. Sveinsson var í mörg ár borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. áhuga á slíkum þáttum, endurreisn- arstarfi og friðargæslu, en það sagði hann einmitt skýra vandamálin sem þeir stæðu nú frammi fyrir í Írak. „Í raun má fullyrða – þó að það sé ekkert markmið íslenskra stjórn- valda – að Ísland sé nú þegar á fyrsta stiginu í þróun til öryggis- samfélags við Evrópu,“ sagði Valur síðan. Ísland hefði brugðist við sam- runaferlinu í Evrópu með stofn- anatengslum, s.s. EES-samningnum og Schengen-samstarfinu, en að ís- lensk stjórnvöld hefðu einnig tamið sér þau gildi sem liggja Evrópusam- starfinu til grundvallar. Hér væri því um að ræða ákveðið aðlög- unarferli sem þó hefði ekki leitt til aðildar að ESB. Ekkert hernaðarlegt gagn af herstöðinni Valur sagði varðandi viðræður um framtíð herstöðvarinnar í Keflavík að ýmsir embættismenn í banda- ríska stjórnkerfinu hefðu ekki fyr- irgefið Íslendingum það að þeir skyldu hafa farið beint til George W. Bush forseta með málið og þannig grafið undan embættismönnunum. Vægi Evrópu hvað íslensköryggismál varðar hefuraukist undanfarin ár. Súþróun hefur ekki verið markmið íslenskra stjórnvalda en fullyrða má að Ísland sé nú þegar á fyrsta stigi þróunar í átt að öryggis- samfélagi með Evrópu; en hér er um að ræða fræðilegt hugtak sem notað er yfir alþjóðlegt og þverþjóðlegt samfélag sem tileinkar sér svipuð gildi þegar tvö eða fleiri ríki tengj- ast nánum böndum. Þetta kom fram í máli Vals Ingimundarsonar, dós- ents í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, á málþingi sem framtíð- arhópur Samfylkingarinnar hélt á laugardag. Valur fjallaði í erindi sínu um varnarsamstarf Íslands og Banda- ríkjanna en sem kunnugt er vilja bandarísk stjórnvöld draga úr við- búnaði í varnarstöðinni í Keflavík. Sagði Valur að færa mætti rök fyrir því að breyttar aðstæður yllu því að það öryggissamfélag Íslands og Bandaríkjanna sem stofnað var til á kaldastríðstímanum væri á upp- lausnarstigi. „Þær ríkisstjórnir sem hér hafa verið við völd hafa ekki haft það á stefnuskrá sinni að fjarlægjast Bandaríkin en vegna þrýstings NATO um að leggja eitthvað af mörkum til bandalagsins og vegna óska um þátttöku í verkefnum á vegum alþjóðastofnana hafa þau í auknum mæli tekið upp þau gildi og viðmiðanir sem Evrópuríki hafa haft að leiðarljósi, þ.e. uppbyggingu eftir stríðsátök,“ sagði Valur og benti á að Bandaríkjamenn hefðu engan „Davíð Oddsson [utanrík- isráðherra] gengur greinilega út frá því að persónuleg tengsl hans við Bush skipti sköpum í þessu máli. Slík persónupólitík getur auðvitað skilað árangri en hún kann að veikja enn frekar stofnanaþáttinn [varn- arsamstarfsins],“ sagði Valur. „Og með pólitískum breytingum eða stjórnarskiptum geta aðstæður í samskiptum ríkjanna breyst á mjög skömmum tíma eins og dæmið um stjórnarskiptin á Spáni sýna. Annað sem skiptir máli er að á sama tíma og íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á persónuleg sambönd er Pentagon [bandaríska varn- armálaráðuneytið] að grafa kerf- isbundið undan málatilbúnaði þeirra með því að hafa orrustuþoturnar óvopnaðar og með því að auka við- bragðstíma þeirra. Þetta þýðir að það er vonlaust í raun og veru að fljúga til móts við hugsanlegar óvinaflugvélar nema með löngum fyrirvara. Og það sem meira er, ef Ísland verður fyrir árás þá verður ekki stuðst við þau hergögn og mannafla sem eru í Keflavík heldur sendar hersveitir og vopn annars staðar frá. Þannig líta Bandaríkja- menn svo á að ekkert hernaðarlegt gagn sé raunverulega í herstöðinni.“ Mannöryggi mikilvægt Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi, ræddi í sínu erindi á laugardag um hugtakið mannöryggi en það felur í grundvallaratriðum í sér þá hugsun að öryggi fólks sé að minnsta kosti jafn mikilvægt öryggi ríkja; en hið síðarnefnda hefur mjög ráðið stefnu í alþjóðamálum. Sagði Birnu að til að mæta skelfingarverkum samtím- ans, sem alþjóðasamfélagið hefði oft staðið úrræðalaust frammi fyrir, þyrfti einmitt að endurskilgreina hugtakið öryggi. Leggja þyrfti aukna áherslu á mikilvægi þess að öryggi fólks og þjóða væri tryggt og viðurkenna yrði vankanta ríkismið- aðrar áherslu á öryggismál. Birna vék sérstaklega að hlut- skipti kvenna, hún sagði þær gjarn- an meðal helstu fórnarlamba ofbeld- is í stríði en rödd þeirra hefði hins vegar ekki fengið að heyrast „á vett- vangi sem ávallt hefur verið undir forsjá karla og því mótast algerlega af karllægum gildum og viðmiðum“. „Samfélög manna eru byggð af bæði körlum og konum,“ sagði Birna síðan. „Til að tryggja langvarandi frið, lýðræði og réttlæti þarf að líta jafnt á aðstöðu beggja kynja. Því verður einungis náð með því að hleypa konum að friðarborðinu og veita þeim fullan þátt í uppbyggingu samfélaga sinna.“ Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í sögu Mið-Austur- landa, ræddi um stöðuna í Írak og Íran. Hann gagnrýndi þá orðræðu sem viðhöfð væri á Vesturlöndum um ríkin í Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu en hann sagði hana ein- kennast af því að við teldum vá stafa frá þessum heimshluta sem bregð- ast þyrfti við. Þessi sýn okkar á heimshlutann hefði vitaskuld áhrif á viðmót fólks þar gagnvart okkur og gagnvart sjálfu sér. Spurning væri hvenær fólk færi að haga sér í samræmi við væntingar okkar, þ.e. þær að það sé hættulegt og að af því stafi ógn. Hervæðing í Bandaríkjunum Magnús vék að fregnum þess efn- is, að Bandaríkjamenn kynnu að hafa í bígerð árás á Íran. Sagði hann alla vita að áætlanir þar að lútandi væru sannarlega til. Allir vissu líka að það stafaði miklu meiri ógn af Ír- an heldur en Írak í tíð Saddams Hussein, m.a. vegna þess að Íranar væru betur vopnum búnir en Írakar, þeir væru hugsanlega búnir að koma sér upp kjarnorkusprengju og ættu fjórfalt stærri her en Írakar. „Þeir eru tilbúnir. Þeir munu verja sig,“ sagði Magnús. Sökum þeirra vandræða sem Bandaríkjamenn væru síðan komnir í í Írak væru þeir illa í stakk búnir til að heyja annað stríð – í Íran – sam- tímis. Sagði Magnús að þetta þýddi að framundan væri hervæðing í Bandaríkjunum, menn skynjuðu að Bandaríkjaher væri ekki nógu sterkur til að ráðast inn í Íran og myndu vilja bregðast við því. Lítil ríki þurfa skýra stefnu Thorvald Stoltenberg, fyrrver- andi utanríkisráðherra Noregs, var heiðursgestur fundarins á laugardag og talaði síðastur. Stoltenberg ræddi um það hversu heimurinn hefði skroppið saman, það hefði sést í hamförunum í Suðaustur-Asíu ný- verið þar sem fórust fjölmargir Norðurlandabúar. „Það sem gerist langt í burtu skiptir okkur strax máli í dag. Þetta þýðir bókstaflega að heimurinn er minni en hann var áður,“ sagði hann. Stoltenberg ræddi einnig um fá- tækt í heiminum, hún hefði að vísu alltaf verið til staðar en upplýs- ingabyltingin gerði það hins vegar að verkum að við vissum betur en áður hversu slæmt sumir aðrir jarð- arbúar hefðu það. Og það sem meira máli skipti, þeir vissu vel að við hefð- um það betra en þeir; upplýs- ingabyltingin, sjónvarpið sæi til þess. Þetta ylli því að andúð í okkar garð yxi. Andúð sem skýrði að hluta til hryðjuverkaöldu samtímans. „Þetta er ástæða þess að ég álít stefnu í efnahags- og félagsmálum mikilvægan hluta afstöðu okkar til öryggismála,“ sagði hann. Stoltenberg sagði að því minna sem ríki væri því skýrari utanrík- isstefnu þyrfti það að hafa. Stærri ríki hefðu þann kost að beita her- valdi, það ætti ekki við um minni ríki. Þau ættu því að fylkja sér á bakvið alþjóðastofnanir og nefndi hann SÞ, ESB og NATO í því sam- hengi. Ísland þróast í átt að örygg- issamfélagi með Evrópu Morgunblaðið/Árni Sæberg Thorvald Stoltenberg var einn framsögumanna á málfundinum á laugardag. david@mbl.is Framtíðarhópur Sam- fylkingarinnar hélt málþing í Reykjavík á laugardag um utan- ríkis- og öryggismál og hlutskipti smáþjóð- ar í þeim efnum. Dav- íð Logi Sigurðsson sat fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.