Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Þú flytur með okkur! Klettagarðar 1 // Sími: 553 5050 sendibilastodin.is SENDIBÍLASTÖÐIN H.F Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur. ÚTSALA - ÚTSALA TURN-FREE Verð frá 72.000.- Dýnusett frá kr. 59.000 Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR HLYNUR SF alhliða byggingastarfsemi Pétur J. Hjartarson húsasmíðameistari SÍMI 865 2300 EITT vínglas á dag er góður kostur fyrir eldri konur. Þær eiga þá 20% síður á hættu að fá elliglöp en þær sem ekkert vín drekka. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rann- sóknar sem birtar eru í New Eng- land Journal of Medicine og m.a. er greint frá í Dagens Nyheter. Rúmlega 11.000 bandarískir hjúkrunarfræðingar á aldrinum 70- 81 árs tóku þátt í rannsókninni en hún er hluti af stærri rannsókn á heilsufari bandarískra hjúkr- unarfræðinga við læknadeild Har- vard. Helstu niðurstöður í þessum hluta urðu þær að eitt glas af léttvíni eða bjór eða hámark 15 g af alkóhóli minnkar áhættuna á að fá elliglöp. Ef áfeng- isneyslan er hins vegar meiri eykst hættan á ellig- löpum og fleiri sjúkdómum. Hófleg neysla á léttvíni er hins vegar einnig talin forvörn gegn ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum. Með hækkandi lífaldri á Vest- urlöndum þjást æ fleiri af Alzheimer og öðrum elliglapasjúkdómum. Nið- urstöður rannsókna af þessu tagi auka von um að mögulegt sé að fyr- irbyggja slíka sjúkdóma. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni geng- ust undir minnispróf til að vís- indamennirnir gætu metið minni þeirra og hugsun. Niðurstöðurnar voru greinilega á þann hátt sem áður var getið. Vísindamennirnir telja að upp- götvun þeirra megi skýra með því að alkóhól getur aukið magn góðs kól- esteróls í blóði (HDL) og á sama tíma minnkað magn þess slæma (LDL). Alkóhólið eykur einnig blóð- streymi til heilans. En fleiri þættir geta komið til greina því þeir sem drekka í hófi hafa oft heilsusaman lífsstíl. Einnig getur menntun og félagsleg staða haft sitt að segja, eins og fram kem- ur í DN. Eitt glas á dag  HEILSA Bræðurnir Guðmundur ogSigfús Guðfinnssynir rekaí Efstalandi 26 Brauð-húsið í Grímsbæ. Í Brauð- húsinu er hráefnið lífrænt, brauðin aukaefnalaus og eggin koma úr hæn- um sem vappa um frjálsar. Frá klukkan fjögur á morgnana hræra bræðurnir í súrdeigi, hnoða gulróta- brauð, mala hýðishrísgrjón og senda brauð um alla borg. Brauðhúsið í Grímsbæ var hefð- bundið bakarí þangað til fyrir sex árum. Þá ákváðu Guðmundur og Sigfús að baka eingöngu úr lífrænt ræktuðu hráefni. Faðir Guðmundar og Sigfúsar, Guðfinnur Sigfússon, stofnaði bakaríið árið 1972. „Í dag bökum við mestmegnis úr spelti,“ útskýra bræðurnir. „Við not- um líka hörfræ, sólblómafræ, bygg, fjallagrös og annað. Þetta er allt líf- rænt ræktað – enginn tilbúinn áburður eða eiturefni eru notuð við ræktunina. Lífrænt ræktuð matvæli eru ekki einungis holl, heldur líka umhverfisvæn.“ Hollusta speltis Í Brauðhúsinu er sáralítið notað af hvítu hveiti – ólíkt því sem var fyrir breytinguna, þegar það var að- alhráefnið. „Hveiti er orðin hálfgerð bann- vara í dag. Og í hugum margra eru brauð það sömuleiðis. Það er miður því heilkornabrauð er einhver besta næring sem völ er á. Það er ekki hægt að bera saman hvítt og létt hveitibrauð og þétt súrdeigsbrauð úr lífrænt ræktuðu spelti,“ segja bræðurnir. Spelt er ævaforn korntegund, sem þrífst vel við erfiðar aðstæður og hentar því vel til lífrænnar rækt- unar. Spelt er hins vegar bæði dýrt og tímafrekt í framleiðslu. „Þegar menn tóku að kynbæta hveiti til að auka framleiðsluna þá virkaði það ekki á speltið. Speltið var því í raun skilið eftir og datt úr um- ferð,“ segir Guðmundur. „Margir þola ekki hveiti og þá get- ur spelt verið góður valkostur. Hveiti á fyllilega rétt á sér eins og aðrar korntegundir ef rétt er staðið að ræktun og annarri meðhöndlun. Við hveitiræktun er hins vegar oftar en ekki lögð áhersla á magn frekar en gæði. Speltið var endur- uppgötvað þegar farið var að leita að upprunalegum korntegundum,“ bætir Sigfús við. Bræðurnir segja spelt vera holl- ara en hveiti, því næringarefnin eru dreifð um mjölkjarnann en eru ekki fyrst og fremst í ysta laginu eins og í hveiti. Þar að auki er glúten í spelti talið auðmeltanlegra en hveitiglút- en. Sumir sem þola illa hveitiglúten geta borðað speltbrauð. Þeir sem alls ekki þola glúten geta borðað brauð sem til dæmis eru bökuð úr hýðishrísgrjónum. Slík brauð fást í Brauðhúsinu. Tímafrekur bakstur Brauðin sem bræðurnir baka – um 20 tegundir – eru nær öll úr súr- deigi, sem þarf að meðhöndla sér- staklega. „Rúgbrauð morgundagsins byrj- um við að vinna í dag. Þetta er sólar- hringsferli því meðhöndla þarf deig- ið í þremur áföngum áður en hægt er að hefja baksturinn,“ segir Guð- mundur og hrærir í stórri skál. Vegna þessa þarf að undirbúa fram- leiðslu mánudags á sunnudegi. Sigfús opnar ofn við einn vegginn. Þetta er steinofn og sum brauðin eru bökuð beint á steininum. „Á bak við brauðin er mikið hand- verk. Við notum eingöngu hrærivél og myllu, annars vinnum við þetta í höndunum hér á borðinu,“ segir Sig- fús og klappar yfir þrjátíu ára gam- alli hrærivél. Einungis fjórtán mánuðir eru á milli bræðranna og samvinnan góð. „Við vorum alltaf bestu vinir sem krakkar,“ viðurkenna þeir brosandi. Guðmundur hefur verið viðloðandi bakaríið allt frá stofnun þess, þá 13 ára gamall en Sigfús ákvað 25 ára að aldri að verða bakari. Í dag vinna bræðurnir ekki einungis hlið við hlið, heldur starfa eiginkonur beggja í bakaríinu. Meðvitaðari en áður En af hverju ákváðu þeir á sínum tíma að breyta bakaríinu og leggja áherslu á lífræna ræktun? „Það var til að byrja með fremur áhugi á umhverfismálum en hollum mat. Það er vitað að rangar áherslur í búskap og ræktun eru einhverjar alvarlegustu ógnir sem steðja að umhverfinu í dag. Landbúnaður sem stundaður er í samhljómi við lifandi náttúru er nauðsynlegur grundvöll- ur að heilbrigðu samfélagi. Holl og uppbyggjandi matvæli fylgja í kaup- bæti.“ Bræðurnir segjast sjá viðhorfs- breytingu hjá viðskiptavinum sínum síðan þeir byrjuðu með lífræna hrá- efnið – í dag sé fólk mun meðvit- aðara en áður.  MATUR| Í Brauðhúsinu í Grímsbæ eru brauðin bökuð úr lífrænu hráefni Sólarhringsferli að meðhöndla deigið Morgunblaðið/Golli Bakararnir og bræðurnir Sigfús og Guðmundur Guðfinnssynir. Allt að sólarhringsvinna er við undirbúning sumra brauðtegundanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.