Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 15 UMRÆÐAN ÓLÍKAR tegundir gæludýra hafa mismunandi þarfir og er mikilvægt að þeir sem halda gæludýr búi yfir þekkingu á eðli og eiginleikum við- komandi tegunda til þess að velferð þeirra sé tryggð. Í dýravernd- arlögum er að finna almenn ákvæði um meðferð dýra, en hingað til hefur vantað reglur sem sérstaklega taka til aðbúnaðar og meðferðar gælu- dýra, hvort sem þau eru haldin í at- vinnuskyni eða ekki. Nýverið tók gildi reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni. Reglugerðin er sett samkvæmt heim- ild í 5., 11. og 12 gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd. Þar er að finna al- menn ákvæði um hvernig ber að búa að gæludýrum með tilliti til umhirðu, undaneldis, sölu, flutninga o.fl. Um hverja gæludýrategund eða hóp teg- unda gilda einnig sérákvæði sem eru nauðsynleg til að tryggja rétta með- höndlun og velferð viðkomandi gælu- dýra óháð því í hvaða tilgangi þau eru haldin. Að auki inniheldur reglugerð- in sérkafla um kröfur sem gerðar eru til starfsemi þar sem dýr eru haldin í atvinnuskyni, s.s. við ræktun, versl- un, þjálfun, auk dýrasýninga, notkun dýra við gerð fjölmiðlaefnis o.fl. Um- hverfisstofnun hefur yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar og sér um leyfisveitingar vegna hvers konar starfsemi með dýr í atvinnuskyni sem ekki fellur undir búfjárhald. Ýtarlegar reglur sem gilda um mis- munandi dýrategundir, dýrahópa og starfsemi með dýr má finna á heima- síðu Umhverfisstofnunnar, www.- ust.is KARL KARLSSON, dýralæknir á stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Aðbúnaður og umhirða gælu- dýra og dýrahald í atvinnuskyni Frá Karli Karlssyni dýralækni á stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hug- sjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víð- tæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar AÐALBJÖRN Þorsteinsson svæfingalæknir býður upp á athygl- isverðan orðaleik í grein í Morg- unblaðinu fimmtudag- inn 20. janúar síðastliðinn. Kveikjan var greinar sem ég skrifaði um mænurót- ardeyfingu í tímaritið Uppeldi og Morg- unblaðið. Í fyrri grein- inni, þeirri er birtist í Uppeldi, tók ég fram að deyfing sú sem í ná- grannalöndum okkar er víðast nefnd epid- ural, hefur oftast verið kölluð mænurótardeyf- ing á íslensku. Þannig er til dæmis vísað til hennar á vef ljósmæðrafélags Ís- lands, www.ljosmodir.is og í umfjöll- un um notkun mænurótardeyfingar í fæðingu á vefnum www.doktor.is skrifar Björn Tryggvason svæf- ingalæknir: „Mænurótardeyfing (epidural) er bakdeyfing sem notuð er í læknisfræði við ýmiss konar verkjameðferð“. Aðalbjörn Þor- steinsson vill hins vegar nota annað orð, utanbastsdeyfing, og eyðir miklu púðri í að rökstyðja það val sitt. Málverndaráhugi Aðalbjörns er vissulega góðra gjalda verður en í þessu tilviki hefði hann fyrst og fremst þurft að kynna hann fyrir samstarfsmönnum sínum. Honum til hugarhægðar er ég hins vegar fús til að nota erlenda orðið epidural og vonandi fyrirbyggir það frekari út- úrsnúning. Tilgangur minn með umfjöllun um epidural var að benda á að ýtarlegar upplýsingar um þessa flóknu lækn- isaðgerð sem svo margir þiggja liggja ekki á lausu á Íslandi í dag. Þar erum við eftirbátar nágranna- þjóða okkar þar sem víðast er talið sjálfsagt að útlista bæði kosti og galla aðgerðarinnar í upplýsingum til verðandi foreldra og annarra sem málið varðar. Ég hef lagt áherslu á að epidural-deyfing hefur ýmsa kosti, en þar sem gallarnir eru líka margir og sumir hverjir þó nokkuð alvarlegir verða upplýsingar um hvoru tveggja að vera aðgengilegar. Einn af þeim vanköntum epidural sem ég hef áður fjallað um er að deyfingin get- ur dregið úr sóttinni, sem kann meðal ann- ars að leiða til fleiri inngripa í fæðinguna en þegar epidural kem- ur ekki við sögu. Að- albjörn segist telja „sennilegt“ að aðgerð- in, eins og hún er fram- kvæmd á Landspít- alanum, auki ekki tíðni keisaraskurða eða sog- klukku/tangarfæðinga. Fróðlegt væri að sjá gögn sem styðja þessa skoðun. Í fræðsluefni fyrir starfsfólk Landspítala – háskólasjúkrahúss kemur meðal annars fram að við lagningu epidural, sem þar er nefnd utanbastsdeyfing, aukist notkun ox- ytosins sem er hríðaörvandi lyf (sjá útgefið gæðaskjal númer FKV-08131-002 17.02.01 Útg.dagur 16.01.2003). Þetta bendir til þess að deyfingin hafi svipuð áhrif á Land- spítalanum og annars staðar. Í sama fræðsluefni eru taldar upp ýmsar af þeim aukaverkunum deyf- ingarinnar sem ég hef áður minnst á, svo sem höfuðverkur, bakverkur og meiri verkur í baki eftir á, þvag- teppa, kláði og hitahækkun svo nokkuð sé nefnt. Þar er einnig tekið fram að „við allar aukaverkanir sé mikilvægt að hafa samband við svæfingalækni“ og að „allar auka- verkanir beri að skrá í sjúkraskrá og atvikaskráningu LSH það sem við á“. En ef kona sem þiggur epidural- deyfingu í fæðingu er ekki upplýst um mögulegar aukaverkanir eru minni líkur á að hún átti sig á að um aukaverkun er að ræða ef svo ber undir. Ef hún veit ekki að kvillinn sem þjakar hana gæti stafað af deyf- ingunni er afar ólíklegt að hún til- kynni hann. Þó að Aðalbjörn segist fús til að veita upplýsingar um epidural- deyfingu er ekki að sjá af skrifum hans að hann sé tilbúinn til að fjalla um hana frá fleiri en einni hlið. Víð- ast hvar á Vesturlöndum er talið bæði nauðsynlegt og sanngjarnt að upplýsa þungaðar konur um galla deyfingarinnar jafnt sem kosti hennar áður en að fæðingu kemur og treyst á dómgreind þeirra til að velja sjálfar eða hafna. Aðalbjörn virðist hins vegar telja nauðsynlegt að vernda konur fyrir sannleik- anum, þar sem hann fullyrðir að skrif mín um deyfingar geti „hrætt konur sem virkilega þurfa á verkja- stillingu í fæðingu frá því að fá hana“ og að konur hafi „fyllst áhyggjum“ vegna skrifa minna og þeirrar umræðu sem fylgt hefur í kjölfarið. Ég vil nota tækifærið til að fullvissa Aðalbjörn og aðra sem þessi orð lesa um að íslenskar konur eru fyllilega jafn greindar og kyn- systur þeirra í nágrannalöndum okkar. Það sem hugsanlega gæti hrætt þær eða fyllt áhyggjum í framhaldi af umræðunni um epid- ural-deyfingu er einkum tvennt. Annars vegar skorturinn á aðgengi- legum og ýtarlegum upplýsingum og hins vegar einstrengingslegt yf- irlæti þeirra sem einhverra hluta vegna kjósa að eigna sér málið, horfa á það aðeins frá einni hlið og kalla „vitleysu“ að leita eftir víðara sjónarhorni. Heilbrigðiskerfið er ekki hafið yf- ir gagnrýni frekar en aðrar stofn- anir samfélagsins. Vonandi geta fulltrúar þess tekið gagnrýni og nýtt hana til að byggja upp enn betra kerfi. Enn um mænurótardeyfingu Helga Dís Sigurðardóttir svarar Aðalbirni Þorsteinssyni ’Heilbrigðiskerfið erekki hafið yfir gagnrýni frekar en aðrar stofn- anir samfélagsins.‘ Helga Dís Sigurðardóttir Höfundur hefur BA-gráðu í mannfræði. ÍSLENSK umferðarmenning ber merki lítillar virðingar fyrir umferð- armerkingum sem þó eru ein að- alstoðin í hinni miklu umferð hér á landi. Umferðarmerk- ingar í höfuðborginni eru oft rangar, vantar merkingar og bráða- birgðamerkingar vegna framkvæmda eru oft út í hött, sumar fram- kvæmdir eru óskiljan- legar. Úti á þjóðveg- unum er því miður sama sagan. Svo hefur verið um áratugaskeið og lögregla ræður lítið við slík mál. Þessi staða kennir fólki að taka lítið mark á umferðarmerk- ingum. Það er engin reglugerð til um notkun umferðarmerkja vegna framkvæmda eða bráðabirgðamerk- inga þannig að heimatilbúnar reglur hjá gatnamálastjórum eða Vegagerð halda ekki fyrir dómi og gefa ekki lögreglu sektarheimild. Útlendingar segjast vera hræddir í íslenskri um- ferð, það eru ekki gefin stefnuljós í tíma og aksturinn er óljós og vill- andi. Skortur á merkingum á þjóð- vegunum er talinn eiga þátt í mikl- um óhöppum útlendinga við akstur hér. Þátturinn Amazing Race tekinn upp hérlendis sýndi þetta ótvírætt í sýningu á Stöð 2 og ennfremur um- mæli útlendinga varðandi umferðina í þættinum How do you like Iceland sem sýndur var nýlega í Ríkissjón- varpinu. Dæmi um óreiðu Sem dæmi má nefna að á Sæbraut er skyndilega komið að lokun á annarri akrein götunnar með litlum fyr- irvara og umferðin er í uppnámi. Er- lendis mundi slíkt ekki eiga sér stað. Í Hafnarstræti við Lækjargötu er umferð meinað að fara áfram austur Hverfisgötu, en með þvílíkum merk- ingum að fólk tekur ekki mark á þeim eða misskilur og þeir fara áfram sem ætla sér. Á Skeið- arvogi/Gnoðarvogi var tekið brott hringtorg og umferðarljós sett í staðinn. Síðan eru langar biðraðir á um- ferðartímum og munu nemendur í Mennta- skóla við Sund hafa ætlað að mótmæla vegna ástandsins. Á sama tíma var hindruð aðkoma að tveggja ak- reina hringtorgi við Skeiðarvog Suðurlandsbraut, með því að fækka akreinum að torginu í eina. Á Kambsvegi/Dyngjuvegi hafa gatnamót verið þrengd svo að vart er hægt að mætast. Göngustígar eru lagðir úr íbúðahverfum að götum án nokkurrar viðvörunar eða merkinga. Einhverra hluta vegna voru mislæg gatnamót á Miklubraut/Kringlu- mýrarbraut tekin út af aðalskipulagi 1997. Er einhverjum í borgarkerfinu illa við fólk í bílum? – Fyrir nokkrum árum var sett hringtorg á Vest- urlandsveg við Skarhólabraut/ Baugshlíð í Mosfellsbæ. Í hjáleið var komið fyrir akbrautarsteinum, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Merk- ingar voru af skornum skammti og þarna urðu nokkur umferðaróhöpp. Sama gerðist nú sl. haust þegar framkvæmdir hófust við tvöföldun Vesturlandsvegar, þar sem nú er mjög ábótavant varðandi merkingar. Hjáleið með akbrautarsteinum var komið fyrir, léleg viðvörunarlýsing í myrkri og bílar skemmdust í óhöpp- um á þessum óvæntu vegriðum. Oft nota einnig verktakar gömul og lítil umferðarmerki, sem eru lágt yfir jörð, skítug og sjást illa og nánast merkja eins og þeim dettur í hug. Vegagerðin ber ábyrgð á þessu ástandi sem veghaldari. Það þarf reglugerð undirritaða af ráðherra sem felur í sér fullkomnar reglur um notkun umferðarmerkja, bæði á hefðbundnum akbrautum og ekki síður vegna breytinga og nýfram- kvæmda, með sektarákvæðum fyrir lögreglu. Til er reglugerð um gerð og lögun umferðarmerkja. Í henni kemur fram m.a. ákveðið umferð- armerki (A07.31) Hættuleg vegamót þar sem umferð af hliðarvegi víkur. Merkið hefur verið notað hér innan þéttbýlis og ekki á aðalbrautum, enda nánast einskisverð uppfinning. Merkið hefur verið kynnt með þess- um hætti við ökukennslu. Um Evr- ópu er þetta merki hins vegar notað á aðalbrautum (stofnbrautum) utan þéttbýlis, til að vara við umferð af aðliggjandi vegum. Nú mun orðalagi hafa verið breytt í reglugerð hér- lendis að merkið „megi nota á að- albrautum“, en hverjum hafa verið kynntar slíkar breytingar? Hér- lendis höfum við mikið af hring- torgum, ýmist með tveimur akrein- um og síðan einfaldri akrein. Það væri veruleg bót ef hringtorgin yrðu merkt með viðvörun hvort væri ein eða tvær akreinar í torginu. Slíkt er mjög einfalt í umferðarmerkingu. Þessi dæmi hér að framan eru tæp- ast toppurinn á ísjakanum. Dýrkeyptur sparnaður Það hefur verið iðkað bæði hjá Vegagerð og Reykjavíkurborg að spara umferðarmerkingar um há- markshraða á götum borgarinnar og þjóðvegum landsins. Þetta hefur kostað að ökumenn átta sig síður á hámarkshraða hverju sinni og virð- ing fyrir hraðatakmörkunum dvínar. Útlendingar átta sig illa á þessum aðstæðum og eru undrandi yfir þeim, enda allt önnur staða almennt í nágrannalöndum okkar hvað þetta varðar. Nú hefur verið sparað svo í umferðarlögreglunni að þar eru eftir örfáir lögreglumenn, sem eru að drukkna í þeirri gífurlegu umferð sem þeir starfa við, umferðin hefur aukist margfalt meðan þeim fækkar. Lögreglan hefur sjálf skýrt frá því að upplýstum umferðarlagabrotum hafi fækkað um mörg þúsund frá því sem áður var og er dagljóst hvers vegna svo er. Yfirstjórn lögregl- unnar í Reykjavík hefur sjálf skipað svo málum að umferðardeild lög- reglunnar er ekki svipur hjá sjón og það er ábyrgðarhlutur gagnvart okkur almennum borgurum og öku- mönnum. Margra áratuga virðing- arleysi fyrir þessum málaflokki sem umferðarmálin eru, þýðir skeyting- arleysi almennings sem kostar sitt. Það þarf að hreinsa til í þessari um- ferðaróreiðu sem við búum við hér á Íslandi og senda okkar fólk sem sinna á þessum málefnum í kynn- ingu og námskeið erlendis fyrr en síðar, yfirfara síðan okkar reglu- gerðir og fara síðan eftir þeim við umferðarmerkingar og hafa viðurlög við brotum verktaka og annarra, en um áratugi hefur lögreglan ekkert haft á bak við sig í þessum efnum. Einvígið á akbrautinni Gylfi Guðjónsson skrifar um öryggismál og umferð Gylfi Guðjónsson ’Það hefur verið iðkaðbæði hjá Vegagerð og Reykjavíkurborg að spara umferðarmerk- ingar um hámarkshraða á götum borgarinnar og þjóðvegum landsins.‘ Höfundur er ökukennari og fyrrv. lögreglumaður. Einvígið á akbrautinni Þessi ljósmynd er tekin nýlega á Vesturlandsvegi, þar sem ökumaður hef- ur lent í ógöngum og hafnað uppi á svonefndum akbrautarsteinum sem settir eru á akbraut til að aðskilja akstursleiðir í hjáleiðum. Mörg óhöpp hafa orðið af þessu tagi. Þessi ökumaður mun hafa ekið á löglegum hraða skv. upplýsingum lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.