Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 23
RAÐ- AUGLÝSINGAR Atvinnuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Til leigu eru 220 m² og 310m² skrifstofu- húsnæði á góðum stað með útsýni yfir alla borgina. Gott húsnæði með góðum síma- og tölvulögnum. Hægt er að sameina bæði rým- in. Einnig er möguleiki á að gott 60-100 m² rými með góðri lofthæð og stórum innkeyrslu- dyrum geti fylgt húsnæðinu. Nánari uppl. í símum 892 3655 og 557 3059. Ýmislegt Álitlegir stjórnarhættir? Skiptir dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12.01. '05, sem ógilti umhverfismat vegna ál- vers í Reyðarfirði, ekki máli? Forsvarsmenn ál- versins telja framkvæmda- og starfsleyfi áfram gild en áfrýja dómnum engu að síður!!! Meint lögbrot gagnvart verkafólki við Kárahnjúkavirkj- un skulu rannsökuð af öllum ráðuneytisstjórum ríkisstjórnarflokkanna sem ákváðu framkvæmd- irnar! Upplýsingafulltrúi Virkjunarinnar, Sigurð- ur Arnalds, upplýsti í Sjónvarpi RUV 28.12. '04 að samningabætur vegna rangra upplýsinga um undirstöður aðalstíflu og vegna og þröngra hjáveituganga væru „viðskiptaleyndarmál“! Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Félagslíf  MÍMIR 6005012419 I  HEKLA 6005012419 IV/V  GIMLI 6005012419 III I.O.O.F. 19  18501248  M.T.W. I.O.O.F. 10  18501248  MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 23 DAGBÓK Kennsla í MA-námi í mannfræði þróun-ar hófst síðastliðið haust við HáskólaÍslands (HÍ), og er í undirbúningi aðbjóða upp á þverfaglegt nám í þróun- arfræðum næsta haust. Er ráðgert annars veg- ar að bjóða upp á diplómanám í þróunarfræðum til fimmtán eininga og hins vegar upp á MA- nám í þróunarfræðum til sextíu eininga. Jónína Einarsdóttir er lektor í mannfræði þróunar við mannfræði- og þróunarskor fé- lagsvísindadeildar Háskóla Íslands (HÍ); en Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) kostar stöðu hennar til þriggja ára. Hlutverk Jónínu verður meðal annars að byggja upp meist- aranám við HÍ á þessu sviði; en það verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt nám í ís- lenskum háskóla. Að mati skólayfirvalda er nauðsynlegt að koma til móts við þann mikla áhuga sem þróunarmálum hefur verið sýndur undanfarin ár og m.a. hefur birst í afar góðri aðsókn á opin málþing og ráðstefnur sem HÍ og ÞSSÍ hafa efnt til undanfarin misseri. Er mannfræðin í sókn hér á landi? „Það má svo sannarlega segja að greinin sé í sókn. Mannfræðifélag Íslands var stofnað vorið 2002 og stendur félagið m.a. fyrir spennandi málstofum mánaðarlega í Reykjavíkurakademí- unni þar sem mannfræðingar kynna rannsóknir sínar og öllum er opinn aðgangur. Fagið er vin- sælt meðal nemenda Háskóla Íslands og það er nú boðið uppá framhaldsnám, bæði MA-nám og doktorsnám, í mannfræði. Síðan í haust hefur nemendum t.d. gefist tækifæri á að hefja MA nám með mannfræði þróunar sem sérsvið og næsta haust er stefnt að því að hefja MA-nám (60e, samsvarar 2ja ára námi) og Diplómanám (15e) í þróunarfræðum innan mannfræðiskorar. Þetta nám er stutt af Þróunarsamvinnustofnun Íslands, sem veitir einnig nemendum styrki til slíks náms og aðstoð til að vinna rannsókn- arverkefni í samstarfslöndum stofnunarinnar eftir því sem við á.“ Hvaða snertifleti má nefna á milli mannfræði þróunar og íslensks samfélags? „Hugtakið þróun er margslungið og umdeilt. Í því felst gjarnan hugmynd um stöðugt betra líf fyrir tilstuðlan framfara, t.d. að nýta vísindin til að auka framleiðslugetu samfélagsins og nýta hagnaðinn til að bæta lífskjör fólks. Hér kemur til sögunnar samspil framleiðsluhátta, umhverfisáhrifa og gæða mannlegs lífs. Ekkert af þessu er íslensku samfélagi óviðkomandi. Það er nóg af spennandi verkefnum hérlendis. Eitt er t.d. saga okkar sem nýlenda Dana. Ann- að er byggðaþróun á Íslandi. Það væri t.d. spennandi að bera saman byggðastefnur og þróunaraðstoð til landa þriðja heimsins. Þá er fjöldi stofnana hérlendis, bæði fjölþjóðastofn- anir og frjáls félagasamtök, auk ÞSSÍ, sem vinna að þróunarverkefnum í hinum ýmsu lönd- um sem mætti skoða.“ Menntun | Háskóli Íslands undirbýr þverfaglegt nám í þróunarfræðum  Jónína Einarsdóttir er fædd árið 1954. Hún lauk BS-prófi í efna- fræði frá HÍ 1978 auk kennsluréttinda árið 1980. Hún lauk einnig eins árs námi um mál- efni þróunarlanda frá Uppsalaháskóla 1987, BA-námi í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla 1988 og doktorsprófi í mannfræði við sama skóla árið 2000. Jónína hefur starfað á fjölmörgum sviðum. m.a. á sviði rannsókna, þar á meðal á fyr- irburum. Síðan sumarið 2004 gegnir Jónína lektorsstöðu í mannfræði við HÍ. Jónína er gift Geir Gunnlaugssyni barnalækni og eiga þau þrjá syni. Fjölmörg rannsóknarefni framundan Nóatún með góða þjónustu MARGIR eldri borgarar komast ekki út þessa dagana vegna slæmrar færðar og vil ég benda því fólki á að Nóatún er með heimsending- arþjónustu sem kostar ekkert ef keypt er fyrir 3.000 kr. eða meira, annars þarf að borga 300 kr. Ég hef notað mér þessa ágætu þjónustu og þeir koma með vörurnar og bera inn á eldhúsborð hjá mér. Vil ég senda þeim hjá Nóatúni kveðjur og þakk- læti fyrir þessa góðu þjónustu. Eldri borgari. Hrós ÉG vil hrósa Íslenskri erfðagrein- ingu og SÁÁ fyrir að koma á fót erfðarannsóknum vegna áfeng- issýki. Þetta gæti hjálpað fólki til að takast á við áfengisvandamál. 260670-5819. Músla vantar heimili VEGNA sérstakra aðstæðna þurf- um við að finna nýtt heimili fyrir kis- ann okkar hann Músla. Hann er 4 ára gamall geltur fress. Hann er mikil félagsvera og mikið fyrir að láta klóra sér og kela. Er vanur börnum. Endilega hafið samband við Baldur í síma 661 6910 eða 587 0789. Hraðinn SÍÐASTLIÐINN sunnudag var út- varpað messu, að mig minnir frá Neskirkju. Það vakti hjá mér undr- un hvað búið er að hraða í flutningi ýmsum sálmalögum. Til að mynda var sálmurinn Ó þá náð að eiga Jesú, bara spilaður og sunginn í dans- lagastíl! Er þetta einhver nýr stíll eða stæll, eða eru flytjendurnir svona tímabundnir? Hvað segir söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, og hvað finnst ykkur hinum? Kveðja, Margrét. Rauðbleikt pils týndist RAUÐBLEIKT pils týndist úr far- angri við Flugstöðina á Keflavík- urflugvelli 30. desember sl. Skilvís finnandi skili pilsinu í tapað/fundið í flugstöðinni eða hafi samband í síma 669 1318. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Kirkjustarf Akureyrarkirkja | TTT-starf (5.–7. bekkur) kl. 15–16. Árbæjarkirkja. | Starf með sjö til níu ára börnum í Árbæjarkirkju kl. 15.35. Starf með 10–12 ára börnum í Ártúns- skóla kl. 15. Starf með 7–9 ára börnum á sama stað kl. 16. Allir velkomnir að koma og vera með. Söngur, leikir, ferðalög o.fl. Fella- og Hólakirkja | Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk alla mánudaga kl. 20– 22. Stelpustarf 6.–7. bekkur í kirkjunni alla mánudaga kl. 16.30–17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19. www.gospel.is. Laugarneskirkja | Kl. 18, Opinn 12 spora fundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. Á morgun, þriðjudag, er trú- fræðsla í gamla safnaðarheimilinu kl. 19.45 og kynning á 12 spora starfi hefst á kvöldsöng í kirkjuskipinu kl. 20.30. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Ath. vinningsupphæð ræðst af fjölda spila- gesta. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, smíði/ útskurður kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, línudans. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15– 12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16 samverustund með Guðnýju, kl. 15– 15.45 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, kl. 13–16. Spiladagur í boði sveitarfélagsins. Björgvin Már veitir tilsögn í bridge. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar tví- menning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Aðgangs- eyrir aðeins 200 kr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og kl. 11, bók- band kl. 10, pílukast og spilað í Garða- bergi kl. 12.30. Tölvur í Garðaskóla kl. 17. Skráning stendur yfir á námskeið, s. 820 8553. Þorrablót Kiwanis og Sina- wik verður 27. janúar í Kirkjuhvoli kl. 19. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. tréútskurður og almenn handavinna, kl. 10.30 sund og leikfimæfingar í Breiðholtslaug, frá há- degi spilasalur opinn vist, brids og skák, kl. 14.30 kóræfing. Allar upplýs- ingar á staðnum, s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 Postulínsmálun. keramik, perlusaumur, kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9. prjónastund, pútt kl. 10, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16, glermálun o.fl, jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska kl. 13–16, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Listasmiðja: framsögn og framkoma, betri stofa: frjálst með leið- beinanda, Landsbankinn kl. 10–10.30, félagsvist kl. 13.30. Hárgreiðslustofa s. 568–3139. Fótaaðgerðastofa s. 897– 9801. Upplýsingar um starfið í s. 568– 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á morgun, þriðjudag, kl. 9.30. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Leikfimi fyrir eldri borgara í dag kl. 12.15. Norðurbrún 1, | Kl. 9 fótaaðgerð kl. 9, smiði kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Brids í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, myndlist, morgunstund, hár- greiðsla, fótaaðgerðir og boccia fyrir hádegi. Handmennt, glerbræðsla og frjáls spil eftir hádegi. Staður og stund http://www.mbl.is/sos 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 dxc4 8. Bxc4 Rd5 9. Bd2 De7 10. O-O-O R7b6 11. Be2 Rxc3 12. Bxc3 Rd5 13. Bd2 a5 14. e4 Rb4 15. Db1 c5 16. a3 Rc6 17. e5 Bb8 18. Bg5 f6 19. exf6 gxf6 20. Be3 cxd4 21. Rxd4 Rxd4 22. Hxd4 Be5 23. Bb5+ Kf7 24. Hd2 b6 25. Hhd1 Dc7+ 26. Hc2 Db8 27. Hc4 Bxh2 Staðan kom á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkru í Ashdod í Ísrael. Viktor Mikhalevsky (2566) hafði hvítt gegn Gaby Livshits (2403). 28. Hd8! Kg7 svartur hefði orðið mát eftir 28... Hxd8 29. Dxh7+ Kf8 30. Bh6#. Eftir textaleikinn verður hvítur manni yfir en svartur var ekki á þeim buxunum að gefast strax upp. 29. Hcxc8 Dxc8+ 30. Hxc8 Haxc8+ 31. Kd2 Hhd8+ 32. Ke2 Hd6 33. De4 Hc7 34. Bd3 Kg8 35. Bh6 Hdc6 36. f4 Bg1 37. Bc4 Kf7 38. Dxh7+ Ke8 39. Dg8+ Ke7 40. Df8+ og svartur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Reykjavíkurmótið. Norður ♠D63 ♥105 S/NS ♦KG7432 ♣D6 Hvernig á að svara 15-17 punkta grandi með 8-10 punkta á móti? Það er viðfangsefnið þessa dagana. Þetta dæmi eru úr 2. umferð Reykjavíkurmótsins. Makker í suð- ur vekur og grandi og þitt er að svara – viltu passa, gefa grand- áskorun í geim, keyra í geim, eða reyna að stýra sögnum í tígulbút? Eitt er víst: þú hefur ekki hug- mynd um hvað spilið þolir. Það veltur allt á því hvernig grandopn- un makkers er löguð, og hugs- anlega á útspili. Reyndum spilurum hefur lærst að skjóta á þrjú grönd með svona spil, enda geimbónusinn feitur á hættunni. En það er líka dýrt að fara marga niður á hætt- unni: Norður ♠D63 ♥105 ♦KG7432 ♣D6 Vestur Austur ♠Á5 ♠G9842 ♥K9873 ♥ÁDG ♦95 ♦D108 ♣9872 ♣105 Suður ♠K107 ♥642 ♦Á6 ♣ÁKG43 Vestur spilar út hjarta og vörnin hámar í sig fyrstu sex slagina: tveir niður, 200 í AV þegar NS eiga heimt- ingu á 110 í þremur tíglum. Þannig fór spilið á 12 borðum af 18, en að- eins 4 pör spiluðu tígulbút og fengu töluna. Enn á ný er freistandi að leita eft- ir lærdómi, en hann lætur á sér standa. Líklega verað menn að búa við veikleika grandsins, eða breyta kerfinu. Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is BRIDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.