Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I IÍSLANDSBANKI VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r     Frá leikstjóra About Schmidt kemur ein athyglisverða mynd ársins r l i stj r i r i t y lisv r y rsi s Tilnefnd til 7 Golden Globe verðlauna il f til l l v r l Vann Golden Globe verðlaunin sem besta myndin og fyrir besta handrit l l r l i t i f rir t rit SV Mbl.  MMJ kvikmyndir.com SIDEWAYS Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.  Ó.Ö.H. DV kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Á yfir 350 topp tíu listum ársins i í li i Birth Nicole Kidman Sýnd kl. 8 og 10.15. „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“  MMJ kvikmyndir.com  Ó.Ö.H. DV SV Mbl. Sýnd kl. 3.35 og 5.45. Frá þeim sem færðu okkur X-Men kemur fyrsta stórmynd ársins Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Fædd til að berjast Þjálfuð til að drepa Áður en hún FRUMSÝND Sendu SMS skeytið JA EBIO á númerið 1900 og þú gætir unnið miða og varning á myndina. 9. hver vinnur. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið EFTIR 4 DAGA „skylduáhorf fyrir bíófólk, ekki spurning!“ T.V. Kvikmyndir.is Vann Golden globe verðlaunin sem besta myndin og fyrir besta handrit l l r l i t i f rir t rit Tilnefnd til 7 Golden Globe verðlauna il f til l l v r l WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 8 og 10. Þ að getur eins komið fyrir bíófólk og annað fólk að sjá vonda mynd. Það er viss kúnst að taka því, ekki endilega eins og hverju öðru hundsbiti, heldur staulast út ef myndin hressist ekki eftir fyrsta hálftímann. Nú eða þá sitja og reyna að hafa skömm og gaman af ósköpunum. Vond mynd er ekki síður upp- spretta umræðuefna en góð mynd, en ég vil í lengstu lög skrifa um góðar. Við áramótin ætlaði ég að gleðja lesendur með því að skrifa um mynd sem átti að vera fyrir alla fjölskylduna. En myndin um Beaudelaire-tvíburana og ævintýri þeirra, sem mér hafði sýnst for- vitnilegt, er að ég held ekki fyrir neinn. Hún er helst forvitnileg fyr- ir það hvað miklu af auðlindum er sóað í að gera hana, bæði fé og hæfileikum. Jim Carrey, grínleik- arinn hæfileikaríki, segir frá því í viðtölum að hann eigi við þung- lyndi að stríða. Ekki hefur leik- urinn í umræddri mynd orðið til þess að létta þá kröm. Það er viss leyndardómur hvað gerir mynd lélega, en mun skemmtilegra er að tala um leynd- ardóma góðrar myndar. Hvað ger- ir hana góða? Og þar á það sama við og um önnur listaverk. Gall- arnir, ef einhverjir eru, eru ekki það sem skiptir máli, heldur það hvað gerir listaverkið að listaverki. Það eru líka til bíómyndir sem eru hvorki vondar né góðar en er hnýsilegt að sjá, eins og Le Sil- ence, Þögnin, ný mynd frá Kors- íku. Ég er forvitin um þessa villtu fjallaeyju sem ég hef aldrei komið til þótt hún sé alveg innan seil- ingar. Þögnin gefur góða mynd af eynni, sérstaklega þó af landslag- inu, en einnig af grimmilegu lífinu, þar sem mannsmorð eru tíð og launungin og þögnin eru boðorð. Áhrifamiklar senur í myndinni eru af villisvínaveiðum, sér- staklega sú þar sem skepnan deyr. Mér þótti þetta viðbjóðslegur dauðdagi og hefði verið rökrétt að hætta öllu kjötáti upp frá því og gerast grænmetisæta. En bíógestir eru óforbetranlegir eins og annað fólk og farið beint á veitingastað við stóra torgið, þar sem ekkert er að borða nema kjöt, þ.e.a.s. naut. Staðurinn heitir L’entrecote og er hluti af gam- algróinni keðju í öllum helstu borgum Frakklands, þar sem boð- ið er upp á sama matseðil. Í París er einn fallegur Entrecote í grennd við Champs Elysées, og þeir eru fleiri í borginni. Það er mikið öryggi í því að ganga inn á stað þar sem maður þarf ekki að velja neitt annað en hvort nautið á að vera lítið eða mikið steikt. Fyrst kemur salat, svo kemur nautið í góðu sósunni og franskar kartöflur. Boðið upp á ábót. Þetta kostar 15 evrur. Mjög gott úrval af eftirréttum sem kosta 5 evrur og súkkulaðikakan hnoss- gæti. Með þetta fór bíófólkiðánægt út á fagurlegaskreytt stórtorgið íMontpellier, undir stjörnunum. Veitingahúsgestir voru farnir inn, en um hádaginn í sól er torgið þétt setið kringum nýtt ár. Stjörnurnar yfir torginu kveiktu hins vegar hugsunina um eina af þeim bíómyndum sem eru raun- verulega fjölskyldumyndir, þ.e. E.T. eftir Steven Spielberg. Þessi mynd um börnin og geimveruna góðu er nýkomin á mynddisk, end- urbætt, og hún er enn eins dásam- leg og þegar ég sá hana með dótt- ur minni hér um árið. B í ó k v ö l d í M o n t p e l l i e r Kúnstin að sjá vonda mynd Eftir Steinunni Sigurðardóttur HRAÐSKREIÐASTI pítsusendill New York borgar, Belle (Queen Latifah), er að skipta um starf og gerast leigubílstjóri þegar hún verður fyrir tilviljun á vegi lögg- unnar og hrakfallabálksins Wash- burnes (Fallon). Hann er að eltast við bíræfið gengi bankaræningja þegar hann stútar lögreglubílnum og Belle er nærstödd. Bíllinn henn- ar er enginn venjulegur leigubíll heldur upptjúnað tryllitæki með ýmsum aukabúnaði sem kemur sér vel þegar hún ákveður að liðsinna löggugarminum. Bandarísk endurgerð franskrar hasarmyndar og eru báðar ættaðar úr smiðju Lucs Besson. Sú franska sló þokkalega í gegn víða um Evr- ópu og nú átti að taka Bandaríkin með því að skella hinni hressu og reffilegu Queen Latifah í ekils- sætið. Það er nánast eini brand- arinn sem virkar og lítið út á hana að setja en Fellon er yfirmáta vit- laus, þó ekki jafn kolruglaður og handritið sem er óvenju heiladautt, jafnvel af rútínu-hasarmynd að vera. Myndin hrapar niður fyrir öll velsæmismörk um leið og einhver opnar munninn en á meðan aðeins heyrist malið í 8 strokkum Fords- ins er Taxi bærileg skemmtun fyrir augað og mörg aksturs- og átaka- atriðin óneitanlega miklum mun betri en myndin í heild. Hálf-dapurlegt að sjá gömlu kyn- bombuna, hana Ann-Margret, í þessum litlausa félagsskap. Löggublók á leigubíl KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Tim Story. Aðalleikendur: Queen Latifah, Jimmy Fallon, Gisele Bundchen, Ann-Margret, Magali Amadei, Edward Conna, Gelbert Coloma, Jennifer Esposito. 96 mín. Bandaríkin. 2004. Taxi  Sæbjörn Valdimarsson Þrátt fyrir að töggur sé í Queen Latifah nær hún ekki að bjarga Taxi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.