Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SPRINGUR VERÐBÓLAN? Verð á fasteignum á meginlandi Evrópu hefur hækkað mikið und- anfarin ár, rétt eins og á höfuðborg- arsvæðinu hér á Íslandi. Hefur verð á fasteignum t.a.m. tvöfaldast á ár- unum 1995 og 2003 í löndum eins og Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Írlandi og Hollandi. Er nú svo komið að menn hafa vaxandi áhyggjur af þróun mála í Evrópu og sumir óttast að verðbólan springi með tilheyrandi slæmum afleiðingum á fjárhag heim- ila og afkomu lánastofnana. Pyntingar stundaðar í Írak Mannréttindasamtökin Human Rights Watch halda því fram að íraskir öryggissveitarmenn pynti fanga sína með líkum hætti og gert var á stjórnarárum Saddams Huss- eins. Kemur fram í skýrslu þeirra að stundum séu rafvírar tengdir við kynfæri eða eyru manna, fólk sé brennt með sígarettum og bæði kon- ur og karlar hafi verið neydd til kyn- ferðislegra athafna. Garðabær gerir sérsamning Bæjaryfirvöld í Garðabæ vinna nú að því að gera sérsamning sem væntanlegir starfsmenn við hinn nýja Sjálandsskóla geta gengið inn í í stað þess að fara eftir samningi sem launanefnd sveitarfélaganna gerði við KÍ sl. haust. Samningurinn kveður á um að vinnutími verði eins og hjá háskólamenntuðum. Meiri tekjur í ríkissjóð Heildartekjur ríkissjóðs af stimp- ilgjöldum jukust um 2,7 milljarða kr. á síðasta ári. Þá námu gjöldin alls um 6,4 milljörðum kr. en voru 3,7 milljarðar árið 2003. Þetta kom fram í svari Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra við fyrirspurn Mar- grétar Frímannsdóttur þingmanns á Alþingi. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Umræðan 26 Viðskipti 12/13 Minningar 27/33 Erlent 14/15 Myndasögur 36 Akureyri 17 Dagbók 36/38 Höfuðborgin 18 Menning 39/41 Suðurnes 18 Fólk 42/45 Landið 19 Bíó 42/45 Listir 22 Ljósvakamiðlar 46 Forystugrein 24 Veður 47 Viðhorf 26 Staksteinar 47 * * *                                  ! " #           $         %&' ( )***                          HAGVÖXTUR á þessu ári verður 5,5% samkvæmt nýrri spá fjármála- ráðuneytisins, eða 0,5% meiri en haustspá ráðuneytisins gerði ráð fyr- ir. Árið 2006 er gert ráð fyrir að hag- vöxtur verði 4,7%, sem er 0,2% meira en í haustspánni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Úr þjóðarbúskapnum, sem kom út í gær. Í henni eru greinargerðir um efnahagsmál sem byggjast á endur- skoðaðri þjóðhagsspá. Hagvöxtur síðasta árs varð nokkru meiri en áætlað var. Nú er áætlað að hagvöxtur hafi verið 5,8% í fyrra eða um 0,3% meiri en spáð var á liðnu hausti. Þessi aukning er m.a. rakin til meiri einkaneyslu og fjárfestinga. Hagkerfið mun ekki ofhitna Meginþungi, eða 70%, stóriðju- framkvæmda á árabilinu 2003–2007 fellur til á þessu ári og því næsta. Að sögn Þorsteins Þorgeirssonar, skrif- stofustjóra efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, hefur Norðurál aukið stækkunaráform sín og þegar hafist handa við þá stækkun. Mun hún að miklu leyti verða unnin á þessu ári og því næsta. Þá var hluta stóriðjuframkvæmda, sem fram áttu að fara 2007, flýtt fram á árið í ár. Ár- ið 2007 fer að draga mjög úr stóriðju- framkvæmdum og viðskiptahalla. „Niðurstaða okkar er sú að hag- kerfið muni ekki ofhitna, jafnvel þó að það sé kröftugur hagvöxtur,“ sagði Þorsteinn. Það er rakið til tveggja meginþátta. Miklar skipulagsbreyt- ingar sem gerðar voru á íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug vega þyngst. Sveigjanleiki hagkerfisins hefur aukist mjög mikið þannig að hæfileikinn til að vinna úr misvægi er fyrir hendi. Þá hefur alþjóðavæðing hagkerfisins einnig aukist. Markað- irnir hér eru orðnir samþættari al- þjóðlegum mörkuðum. Þegar vantar vinnuafl eða aðföng er hægt að flytja það inn í stað þess að það þrýsti upp launum eða verði hér heima. Þor- steinn segir þetta sjást í stóriðjufram- kvæmdum þar sem allt að 60% að- fanga og vinnuafls séu erlend. Þá er efnahagsstjórnin í heild, bæði peninga- og ríkisfjármál, orðin mjög aðhaldssöm. Þorsteinn benti á að Seðlabankinn hefði þegar hækkað vexti um tæp þrjú prósentustig á síð- asta ári. Vextirnir eru nú komnir upp í 8,25%. Fjármálaráðuneytið spáir frekari vaxtahækkun á þessu ári, og að stýrivextir verði hæstir 9,5% um næstu áramót, en fari síðan lækkandi út árið 2006. Minnkandi atvinnuleysi Búist er við að atvinnuleysi, sem hlutfall af áætluðum mannafla, verði 2,8% á þessu ári og 2,2% árið 2006. Verðbólga mun líklega minnka eitt- hvað á þessu ári, en verðvísitala mun ekki hækka meira en um 3,2% miðað við árið í fyrra. Horfur eru á að gengið fari að veikjast í lok þessa árs og byrj- un næsta árs. Það mun ýta á verð- bólgu og er spáð 3,5% verðbólgu á næsta ári, að sögn Þorsteins. Einnig er vikið að hækkun fast- eignaverðs og fasteignamarkaðinum í skýrslunni. „Við sjáum ekki áfram- hald á sömu hækkun í ár og verið hef- ur,“ sagði Þorsteinn. Það byggist að- allega á mjög auknu framboði á íbúðarhúsnæði á þessu ári. Reiknað er með 10% aukningu, sem jafngildir 3.000 íbúðum, en íbúðaþörf vegna fólksfjölgunar hefur verið metin um 1.800 íbúðir á ári. Fjármálaráðuneytið telur að einka- neyslan í þessari uppsveiflu, frá 2003– 2006, muni vaxa svipað og hún gerði í síðustu uppsveiflu frá 1996–1999. „Við teljum að það séu minni líkur en meiri á að einkaneysla vaxi eitthvað meira núna en hún gerði þá. Á þeim grund- velli metum við að hagvöxtur verði um 5,5% í ár og tæp 5% á næsta ári en að verðbólgan verði innan efri þol- marka verðbólgumarkmiðs, það er undir 4%, en lækki síðan eftir þennan framkvæmdakúf nær 2,5% markmiði langtímaspárinnar.“ Hagvöxtur á árinu yfir áætlunum                                ! "# !  $ TENGLAR ..................................................... Sjá www.mbl.is/itarefni ÍSLENSKUR skötuselur er eitt af undirstöðuhráefnunum í Bocuse d’Or-matreiðslukeppninni í Lyon í Frakklandi, sem hófst í gær. Tutt- ugu og fjórar þjóðir hafa rétt til þátttöku í keppninni. Fulltrúi Íslands er Ragnar Óm- arsson, rekstraraðili Leikhúskjall- arans, en þetta er í fjórða sinn sem Íslendingar senda fulltrúa í keppn- ina. Bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson, 3. sæti, árið 2001. Að sögn Gissurar Guðmundssonar, for- seta Klúbbs matreiðslumeistara á Ís- landi, liggur þriggja til fjögurra ára undirbúningur að baki því að koma íslenska skötuselnum að sem hráefni í keppni á borð við þessa. Það hafi tekist með stuðningi sjávarútvegs- ráðuneytisins. Eldað er úr kálfakjöti frá Dan- mörku auk íslenska skötuselsins og hafa keppendur frjálsar hendur við eldun. Tólf þjóðir kepptu í gær en ís- lenski keppandinn keppir í dag. Úr- slit liggja fyrir síðdegis í dag og verðlaunaafhending er í kvöld. Á annað hundrað Íslendingar fylgjast með keppninni í Lyon, þar af flugu um hundrað manns í beinu leiguflugi til að vera viðstaddir og er Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra í þeim hópi. Fiskútflutningsfyrirtækið Tros sá um að senda skötuselinn til Frakk- lands. Að sögn Gissurar var fisk- urinn veiddur á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku og flogið með hann út á sunnudag. Í tengslum við keppnina fer einnig fram vörusýning matvælaiðnaðarins og eru Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Útflutningsráð Íslands með kynningarbása á sýningunni. Að sögn Gissurar er markmið Ís- lendinga að halda sig í fyrstu tíu sætunum í keppninni. Meginbakhjarlar Klúbbs mat- reiðslumeistara í keppninni eru sjáv- arútvegsráðuneytið, Útflutningsráð Íslands, SH, SÍF og Flugleiðir. Eldað úr íslenskum skötusel Morgunblaðið/Jón Svavarsson Heimsmeistarakeppni matreiðslumeistara stendur nú yfir í Lyon í Frakklandi. Á myndinni eru frá vinstri Þor- varður Óskarsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ingvar Sigurðsson, Árni Mathiesen, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Gunnar Svavarsson, Magnús Scheving Thorsteinsson, Pascal Giraud og Bjarki Hilmarsson. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan mann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun á kannabis- plöntum í gamalli kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Þegar lögreglan í Reykjavík upprætti ræktunina voru 178 plöntur komnar vel á legg í geymslunni. Tólf til viðbótar fundust við húsleit heima hjá manninum í ágúst 2003. Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð vegna fimm mánaða fangels- isdóms sem hann hlaut vegna lík- amsárásar árið 2000. Skilorðsdóm- urinn var því tekinn upp og refsing ákvörðuð í einu lagi. Í dómnum segir að þar sem langt sé um liðið síðan maðurinn framdi brot sín og máls- meðferð hafi dregist hjá ákæruvaldi sé rétt að fresta fullnustu refsingar skilorðsbundið í þrjú ár. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Sveinn Andri Sveinsson hrl. var verjandi og Daði Kristjánsson sótti málið f.h. lögreglustjórans í Reykjavík. Kannabisrækt- andi hlaut skil- orðsbundinn dóm BENEDIKTA Danaprinsessa mun útnefna þau Vigdísi Finnbogadóttur og Einar Má Guðmundsson sérstaka H.C. Andersen-sendiherra við hátíð- lega athöfn í Reykjavík á fimmtudag. Útnefningarnar byggjast m.a. á þátttöku Vigdísar og Einars Más í verkefninu H.C. Andersen 2005 á Ís- landi auk tengsla þeirra við Dan- mörku, en bæði hafa búið þar. Vigdís verður gerð að sérstökum heiðurs- sendiherra, þar sem hún er fyrrver- andi þjóðarleiðtogi. Meðal þeirra sem hafa hlotið útnefningu sem H.C. Andersen-sendi- herrar eru stjórn- málamenn, lista- menn, blaðamenn og íþróttamenn um heim allan. Í ár eru 200 ár frá fæðingu danska rithöfund- arins H.C. Ander- sens og var sér- stakur sjóður stofnaður sl. sumar, sem nefnist H.C. Andersen 2005, í tilefni þess. Sjóðnum verður m.a. gert að standa straum af ýmsum uppákomum tengdum stórafmælinu. Með þessu er ætlað að auka þekkingu á H.C. Andersen og verkum hans. Meðal hlutverka sendiherranna er að vera viðstaddir þær uppákomur sem verða í tengslum við stórafmæl- ið. Þar á meðal er ballettsýning í Þjóðleikhúsinu í október þar sem konunglegi danski barnaballettinn mun stíga á svið. Söngleikur um litlu stúlkuna með eldspýturnar verður sömuleiðis settur upp. Danaprinsessa útnefnir íslenska H.C. Andersen-sendiherra Benedikta Danaprinsessa TÆPLEGA fimmtugur maður var í gær dæmdur í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að slá lögreglu- mann í andlitið með þeim afleið- ingum að hann bólgnaði á nefi og hlaut sár innanvert á efri vör. Árásin var framin á Kaffi Austurstræti í Reykjavík á vorjafndægrum í fyrra. Maðurinn hafði aldrei áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé og í því ljósi ákvað Héraðs- dómur Reykjavíkur að skilorðsbinda refsinguna. Dæmdur fyrir að slá lögreglumann RAFMAGNSLAUST varð frá Varmalandi að Bifröst í um 45 mín- útur um klukkan 19.30 í gær. Að sögn starfsmanns Rarik í Borg- arnesi hafði verktaki, sem vann að framkvæmdum við Stóruskóga skammt frá Borgarnesi, sprengt í sundur línu. Að sögn starfsmanns RARIK var mikið hringt og kvart- að, ekki síst vegna tímasetning- arinnar, sem mörgum þótti heldur afleit, en bein útsending stóð þá yfir á leik Íslands og Slóveníu á heims- meistaramótinu í handbolta í Túnis. Rafmagnslaust í Borgarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.