Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, að unnið verði að undirbúningi að því að fella land- svæði norðan Vatnajökuls inn í fram- tíðar Vatnajökulsþjóðgarð í samráði við heimamenn og aðra hagsmuna- aðila. Er ráðherra falið að vinna að framgangi málsins á grundvelli fyr- irliggjandi tillagna en gert er ráð fyrir því að Jökulsá á Fjöllum og Eyjabakkar verði hluti þjóðgarðsins. Að sögn Sigríðar Önnu er hér um mjög stórt mál að ræða og fagnar hún ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Vatnajökulsþjóðgarður verður langstærsti þjóðgarður Evrópu og innan svæðisins eru margar náttúru- perlur,“ segir hún. „Samþykkt rík- isstjórnarinnar liggur nú fyrir og ég mun vinna heildstæða tillögu í mál- inu og frumvarp í framhaldi þess. Ég hlakka mikið til að vinna áfram að málinu. Það eru margir sem eiga hagsmuna að gæta í þessu stóra máli, bæði heimamenn og aðrir. Það þarf að leggja mikla vinnu í málið en jafnframt verður skemmtilegt að takast á við það.“ Í nefndinni sem vann að tillögum um verndarsvæði eða þjóðgarð norð- an Vatnajökuls voru alþingismenn- irnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Magnús Stefánsson, Steingrímur J. Sigfús- son og Össur Skarphéðinsson ásamt Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytis- stjóra í umhverfisráðuneytinu, nefndarformanni. Samráð við heimamenn Nefndin var einhuga um tillögurn- ar sem voru unnar í nánu samráði við heimamenn og hlutaðeigandi aðila. Nefndin lagði til að stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs yrði gerð með sér- stökum lögum og aðild heimamanna að stjórn og rekstri þjóðgarðsins tryggð og með öðrum hætti en verið hefur í þeim þremur þjóðgörðum sem stofnaðir hafa verið og eru undir stjórn umhverfisráðherra. Lagt er til að svæðinu norðan Vatnajökuls ásamt tilheyrandi hluta jökulsins verði skipt í þrjú rekstrarsvæði þjóð- garðsvarða undir sameiginlegri yfir- stjórn en þar með talinn er núver- andi þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum. Nefndin taldi að með sömu nálgun á syðri hluta jökulsins væri rétt að gera ráð fyrir að Vatnajökulsþjóð- garði, sem næði til jökulsins og ann- arra helstu áhrifasvæða hans, væri skipt upp í sex rekstrarsvæði þjóð- garðsvarða og þar með væri talinn núverandi þjóðgarður í Skaftafelli. Slíkur þjóðgarður yrði að mati nefndarinnar einstakur í heiminum hvað varðar stærð og fjölbreytileika og myndi að mati kunnugra verða aufúsugestur á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um markverða staði í heiminum og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarð- fræði og landmótunar. Auknar gjaldeyristekjur af ferðamönnum Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar lagði mat á tillög- ur nefndarinnar og telur að verði farið að þeim megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5–2% aukningu ferða- manna hingað til lands en það gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2–1,5 milljarða króna á ári. Þar af megi ætla að um 700 milljónir komi inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur spáir fyrirtækið því að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbót- argjaldeyristekjur upp á um 4 millj- arða króna. Ríkisstjórnin samþykkir að hefja undirbúning að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs Svæði norð- an Vatnajök- uls felld inn í þjóðgarðinn Morgunblaðið/RAX                                    !     "  !  ! #$ !   %   &   ' &   '        !    "        ÁRNI Magnússon félagsmála- ráðherra kynnti nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga á fundi ríkisstjórnar í gær- morgun. Verður reglugerðin gefin út fljótlega en hún hefur verið í undirbúningi um tíma. Þar er m.a. gerð krafa um að heilbrigðisvottorð liggi fyrir við útgáfu atvinnuleyfis, auk krafna um ýmis starfstengd réttindi erlendra starfsmanna. Þá eru til skoðunar að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa verði á hendi einnar stofnunar. Að loknum ríkisstjórnar- fundi kynnti félagsmálaráð- herra þessi áform fyrir fulltrú- um ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í gær. Koma þau í kjölfar greinargerðar sem ASÍ sendi ráðherra vegna út- gáfu atvinnuleyfa til handa kín- verskum starfsmönnum Imp- regilo. Árni Magnússon segir í sam- óbundinna atvinnu- leyfa hafi aukist veru- lega hin síðari ár. Hafa slík leyfi gilt meðan útlendingar hafa haft lögheimili hér á landi. Vegna þessa er félags- málaráðuneytið með til skoðunar að hafa fleiri tegundir atvinnu- leyfa, einkum óendur- nýjanleg leyfi sem gilda vegna ákveðins verkefnis. Horfir ráðuneytið til Norðurlandanna með reynslu af þessu. Þá kom fram á fundi rík- isstjórnar að viðræður hefðu verið milli félagsmálaráðu- neytisins og dómsmálaráðu- neytisins um að hafa útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa undir einni hendi og í yfirstjórn eins ráðuneytis. Árni útilokar það ekki að útgáfa leyfanna verði alfarið hjá Útlendingastofnun, líkt og Norðmenn geri. hafi forgang að störf- um umfram þriðja rík- is borgara, þ.e. utan EES. Í minnisblaði fé- lagsmálaráðherra, sem lagt var fyrir ríkis- stjórn í gær, segir um þetta að ekki verði annað ráðið af EES- samningnum að hann feli í sér skuldbinding- ar af hálfu stjórnvalda til að veita launamönnum af EES forgang að störfum hér á landi. Skuldbindingin taki einnig til hinna tíu nýju ríkja innan ESB. Árni segir það vera í verka- hring Vinnumálastofnunar að ákveða með hvaða hætti þetta sé tryggt. EES-samningurinn komi þó ekki í veg fyrir að stjórnvöld veiti atvinnuleyfi til fólks utan Evrópu. Í minnisblaði ráðherra kem- ur fram að útgáfa svonefndra tali við Morgunblaðið að verið sé að skerpa á framkvæmd við útgáfu atvinnuleyfanna. Breyt- ingin geri m.a. ríkari kröfu til fyrirtækja að leita fyrst eftir starfskröftum á EES. Árni segir að til þessa hafi erlendir starfsmenn fengið heilbrigðisvottorð eftir útgáfu atvinnuleyfis en núna verði engin leyfi gefin út nema að í umsókn um þau fylgi vottorð frá lækni. Það verði sóttvarna- læknis að skera úr um vott- orðin. Þá segir Árni að reglugerðin taki á því að erlendir starfs- menn hafi tilskilin vinnuvéla- og ökuréttindi og réttindi til starfa innan lögverndaðra iðn- greina. Fólk af EES með forgang Ágreiningur hefur verið uppi um það hvort stjórnvöldum sé skylt að tryggja að fólk af EES Félagsmálaráðherra boðar nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga Skilyrði um heilbrigðisvott- orð og aukin starfsréttindi Árni Magnússon EFTIR nokkurt hlé byrjar Vinnumálastofnun að gefa út atvinnuleyfi fyrir útlendinga að nýju í dag. Gefið verður út 61 atvinnuleyfi, þar af fyrir 24 kínverska verkamenn hjá Impregilo og 19 Pólverja fyrir verk- takafyrirtækið Fosskraft, sem reisir stöðvar hús Kára- hnjúkavirkjunar. Fimm leyfi eru fyrir aðra verktaka á Austurlandi og 13 leyfi vegna starfa við fiskvinnslu, þjónustufyrirtæki og íþróttafélög. Vinnumálastofnun tók þá ákvörðun að takmarka út- gáfu atvinnuleyfanna um tíma, í ljósi þess að félags- málaráðuneytinu barst hinn 10. janúar sl. greinargerð frá ASÍ um atvinnuleyfisumsóknir Impregilo vegna stórra hópa erlendra starfsmanna, aðallega frá Kína en einnig frá Pakistan og Kólumbíu. Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun segir að henni hafi þótt eðlilegt að ráðuneytinu gæfist ráðrúm til að yfirfara og gaumgæfa þær athugasemdir sem komu fram í greinargerðinni. Viðbrögð ráðuneytisins liggi nú fyrir m.a. með útgáfu reglugerðar með lögunum um atvinnuréttindi útlendinga nú á næstu dögum og útgáfa hennar muni án vafa styrkja alla framkvæmd laganna. Vegna enn fleiri umsókna frá Impregilo fyrir kín- verska starfsmenn hefur það verklag verið ákveðið að starfsmenn Vinnumálastofnunar muni eiga reglu- bundna samráðsfundi með Impregilo til að yfirfara um- sóknir frá íslenskum atvinnuleitendum. Í kjölfar sam- ráðsfundanna mun Vinnumálastofnun ákvarða um útgáfu atvinnuleyfa til fyrirtækisins. Fyrsti samráðs- fundurinn verður á Egilsstöðum 2. febrúar nk. Impregilo fær 24 Kínverja og Foss- kraft 19 Pólverja Í TILKYNNINGU frá umhverf- isráðuneytinu kemur fram að Vatnajökulsþjóðgarður verði um 10% af stærð landsins og fjölbreyti- legur að náttúru. Vegna áhrifa jök- ulsins og samspils elds og ísa sé svæðið einstakt í veröldinni og hafi meiri sérstöðu en nokkurt annað hliðstætt svæði. Svæðið nær í vestri að Tungn- ársvæðinu og tekur yfir Von- arskarð, Tungnafellsjökul, meg- inhluta Ódáðahrauns, Öskju og Dyngjufjöll, Herðubreið og Jökulsá á Fjöllum ásamt helstu þverám eins og Kreppu, Kverká, Svartá og vatnasviði öllu eins og við verður komið, Vesturöræfi, Snæfell og Eyjabakkasvæðið að austan. Svæð- ið fellur nú undir stjórnsýslu sjö sveitarfélaga þ.e. Ásahrepps, Þing- eyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Kelduneshrepps, Öxarfjarð- arhrepps, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps. Myndin sýnir útsýnið til norðurs og austurs við eystri hluta þjóð- garðsins yfir Eyjabakkajökul og Eyjabakka. Snæfellið gnæfir vinstra megin. Þjóðgarðurinn er um 10% af stærð landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.