Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 9 FRÉTTIR Frábær útsölutilboð Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14 Lokasprengja Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun Komið og gerið dúndurkaup Rýmum fyrir nýjum glæsilegum vörum Stórútsala á frábærum vörum 50 - 70% afsláttur Glæsibæ, sími 588 4848 tískuvöruverslun Útsalan heldur áfram – Verð frá kr. 500 Nýjar vörur komnar – Ótrúlega gott verð Komið og sannfærist HUNDURINN Fantur líður enga yfirgangssemi og læt- ur í sér heyra ef honum finnst að sér vegið. Fantur og Kata tókust hressilega á og voru með hundakúnstir í snjónum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið fram hjá þeim. Allt fór þó vel að lokum en ljóst er að enginn angrar Fant án þess að fá það óþvegið. Morgunblaðið/Ingó Hundakúnstir í snjónum TVEIR sendiherrar í íslensku ut- anríkisþjónustunni hafa ákveðið að hætta að eigin ósk, að því er fram kemur á vefsíðu utanríkisráðu- neytisins. Þetta eru þeir Ingimundur B. Sigfússon og Björn Dagbjartsson. Ingimundur B. Sigfússon hættir um næstu mánaðamót. Hann var fyrsti sendiherra Íslands með að- setur í Japan en starfaði áður sem sendiherra í Þýskalandi, fyrst í Bonn og síðar í Berlín. Áður en hann hóf störf í utanríkisþjónust- unni í ársbyrjun 1995 var hann forstjóri Heklu. Björn Dagbjartsson er hættur sendiherrastörfum. Hann var skip- aður sendiherra í Mósamík árið 2001 og var fyrsti sendiherra Ís- lands sem búsettur var í Afríku. Áður var hann framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands, alþingismaður og forstjóri Rannsóknarstofnunar sjávarút- vegsins. Tveir sendi- herrar hætta Ingimundur B. Sigfússon Björn Dagbjartsson SIGURÐUR Böðvarsson, lyf- og krabbameinslæknir á lyf- lækningadeild krabbameina Landspítala – háskólasjúkra- húsi, hefur sent frá sér eftirfar- andi athugasemd vegna fréttar- innar „Lyfjameðferð samfara skurðaðgerð eykur lífslíkur“ sem birtist á bls. 4 í Morgun- blaðinu 23. janúar sl.: „Í Morgunblaðinu 23. janúar sl. birtist viðtal við Bengt Berg- mann, lungnalækni frá Gauta- borg í Svíþjóð. Í fréttinni kemur fram að bæta megi bata- og lífs- líkur sjúklinga sem greinast með algenga tegund lungna- krabbameins sé krabbameins- lyfjameðferð gefin í kjölfar skurðaðgerðar. Í lok fréttarinnar er að finna eftirfarandi tilvitnun: „Íslenskir læknar hafa ekki komist að niður stöðu varðandi það hvort mæla eigi með þessari aðferð við alla eða einstaka sjúklinga.“ Hið rétta í málinu er að við lyflækningadeild krabbameina á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hefur krabbameinslyfjameðferð verið gefin í kjölfar skurðað- gerðar vegna lungnakrabba- meins í viðeigandi tilfellum frá því í október 2002.“ Athugasemd vegna fréttar um krabbameinsmeðferð SKIPULAGSSTOFNUN stendur fyrir málþingi laugardaginn 29. janúar, á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 9–13 um samráð við skipulags- gerð og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Til málþingsins er boðið þeim sem hafa áhuga á sam- ráði, s.s. almenningi, sveitarstjórn- armönnum og fagaðilum til að ræða núverandi stöðu mála og hvernig gera má betur til að samráð sé virkt og skili sem bestum árangri. Um- hverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, ávarpar málþingið og síðan verða allmargir sérfræðingar með framsögu. Óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt á skipulag- @skipulag.is fyrir 28. janúar 2005. Málþing um skipulagsmál KB BANKI hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur þar sem krafist er að Mjólkurfélag Reykjavíkur greiði bankanum samtals 443 milljónir króna vegna taps sem bankinn varð fyrir vegna kaupa á Fóðurblöndunni árið 2001. Málavextir eru þeir að Búnaðarbanki Íslands keypti árið 2001 fyrirtækið Fóðurblönduna, en fyrirtækið átti á þeim tíma Reykjagarð, annan stærsta kjúklingaframleið- anda landsins. Frumkvæði að kaupunum höfðu stjórn- endur Mjólkurfélags Reykjavíkur, en hugmyndin var að MR keypti síðan Fóðurblönduna af bankanum. Kaup- samningur milli MR og bankans var gerður sumarið 2001. Fyrir lá að óvíst væri hvort samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja kaupin og þess vegna var sett inn í kaupsamninginn svokallað skaðleysisákvæði þar sem sagði að ef MR yrði bannað að kaupa hlutafé Fóður- blöndunnar skuldbindi MR sig „til að gera bankann eins settan og ef kaupin og framsal hlutafjár hefði gengið eft- ir. Þannig skal MR greiða bankanum allt það tap eða tjón sem bankinn kann að verða fyrir vegna þess.“ Ábyrgðin ekki borin undir stjórn Um haustið bannaði Samkeppnisstofnun kaup MR á Fóðurblöndunni og í framhaldinu seldi Búnaðarbankinn Fóðurblönduna með umtalsverðu tapi. Í ársbyrjun 2003 var skipt um framkvæmdastjóra hjá Fóðurblöndunni að kröfu Búnaðarbankans. Fyrrverandi stjórnendur MR töldu að með þessari ráðstöfun hefði skaðleysisábyrgð MR fallið niður. Þessu hafnaði bank- inn. MR hefur auk þess haldið því fram að skaðleysis- ábyrgðin, sem var undirrituð af stjórnarformanni og framkvæmdastjóra MR, hefði aldrei verið borin undir stjórn félagsins. Þar sem ábyrgðin hafi aldrei formlega verið borin undir stjórnina geti MR ekki borið ábyrgð á tjóninu sem bankinn varð fyrir vegna viðskiptanna. Krefst 443 milljóna króna vegna taps HÆTTUR á hafsbotni er yfirskrift málþings sem Háskóli Íslands efnir til í dag um jarðfræði hamfaranna í Asíu 26. desember sl. og hættu á flóðbylgjum við Ísland. Málþingið er haldið í Öskju kl. 16–18. Verður þar fjallað um eðli og orsakir at- burðanna sem þá urðu, viðvaranir við náttúruvá, og hættu á slíkum at- burðum við Ísland. Erindi halda Páll Einarsson, Bryndís Brands- dóttir, Steinunn Jakobsdóttir, Frey- steinn Sigmundsson og Ármann Höskuldsson. Fundarstjóri er Ágúst Gunnar Gylfason, almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra. Málþing um hætt- ur á hafsbotni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.