Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Ásdís Vongóðir Hagvöxtur og vaxandi kaupmáttur auka bjartsýni neytenda. VÆNTINGAR íslenskra neytenda jukust verulega á milli desember og janúar samkvæmt því sem fram kemur í væntingavísitölu Gallup fyrir janúar. Eftir að hafa lækkað lítillega á undanförnum mánuðum hækkaði vísitalan nú um nær 18 stig og mældist 128,9 stig í janúar. Hefur hún ekki áður mælst þetta há í janúarmánuði. Allir undirliðir vísitölunnar hækkuðu, að því er segir í Vegvísi Landsbanka Íslands. Mest hækkaði mat einstaklinga á efnahagsástandinu en tiltrú á at- vinnuástandi hækkaði minnst. Auknar væntingar komu fram meðal neytenda án tillits til kyns, búsetu, menntunar eða aldurs, að aldursflokknum 45–54 ára und- anskildum en þar voru lítils háttar minni væntingar. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að mikil bjartsýni einkenni hagkerfið um þessar mundir og erfitt sé að benda á tiltekna skýr- ingu fyrir hækkun vísitölunnar í janúar. Gengi krónunnar sé hátt, kaupmáttur vaxandi og hagvöxtur góður. Atvinnuleysi sé minnkandi og aldrei hafi verið auðveldara að fá lán til húsnæðiskaupa. Hugs- anlegt sé að auðsáhrif vegna hækkandi fasteignaverðs séu til staðar um þessar mundir og auki því bjartsýni neytenda og einka- neyslu. Landsbankinn tekur í sama streng og bendir á að hagvöxtur hafi verið mikill hérlendis að und- anförnu en hagvöxtur fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs hafi mælst 5,8%. Stórauknar vænting- ar íslenskra neytenda MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Á FYRSTU tíu mánuðum ársins 2004 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 56,3 milljarðar króna en var 57,5 milljarðar króna á sama tímabili 2003. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 2% á milli ára eða rúmlega 1,2 milljarða króna, á verðlagi hvors árs fyrir sig. Verðmæti botnfiskaflans var 38,9 milljarðar króna og er það aukning um 760 milljónir króna (2%) á milli ára. Verðmæti þorsks hefur á þessu tímabili aukist um 1,5 milljarða króna (6,7%) og verðmæti ýsuaflans um 1,3 milljarða (28,6%) en karfaafli hefur dregist saman um 1,1 milljarð króna (-26,9%) og úthafskarfaaflinn um tæpar 600 milljónir króna (-17,8%). Verðmæti flatfisktegunda er 150 milljónum meira í ár (2,9%) en á sama tímabili 2003 en verðmæti uppsjávartegunda hefur dregist saman um rúmar 900 milljónir króna (-8,9%) og munar þar mest um afla- verðmæti loðnu. Verðmæti skel- og krabbadýraaflans hefur einnig dreg- ist saman um 1,1 milljarð króna (-32,4%) og er það að stærstum hluta vegna rækju. Mikið flutt óunnið utan Á tímabilinu hefur mikil hlutfalls- leg aukning orðið í útflutningi á ferskum fiski í gámum (53,8%) og þannig nam verðmæti þessa afla 5,2 milljörðum króna. Einnig hefur orð- ið mikil aukning í verðmæti þess afla sem keyptur er á innlendum fisk- mörkuðum en er fluttur óunninn á erlenda markaði í gámum (65%). Í krónum talið hefur verðmæti afla í þessum löndunarflokkum vaxið um 2,1 milljarð frá árinu 2003. Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslu- stöðva var 25 milljarðar króna sam- anborið við 26,8 milljarða króna á sama tímabili 2003 og er það sam- dráttur um 1,8 milljarða króna (-6,6%). Verðmæti afla sem seldur var á fiskmörkuðum til fiskvinnslu innanlands var 7,9 milljarðar króna og dróst saman um tæpar 250 millj- ónir króna (-3%). Verðmæti sjófrysts afla var 16,4 milljarðar króna en var 16,8 milljarðar króna á árinu 2003 og er það samdráttur um tæpan hálfan milljarð króna (2,9%). Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 9,5 milljarðar króna og er það aukning um 460 milljónir króna á milli ára eða 5%. Annars staðar á landinu var samdráttur á milli ára. Mestur var samdráttur á Austur- landi en þar var unnið úr afla að verðmæti 7 milljarðar króna sem er 1 milljarði króna minna (-13,5%) en á sama tímabili á árinu 2003. Aflaverðmætið 56,3 milljarðar króna og dregst saman um 2% 2$ %"     '        3    4'  5 $ 6 $ '%  $ !+  7 2  $ 89:;4<0*2==! />? ? - @ />/ / .   @ @ ?  > @- / > ?. -   @ @>  A  +    / -/. - @ @ - - @.- > . - . @? . > / >? @ //  > .  @  > > / @. . .                  „LEIÐIN inn í kerfið er greið með góðri aðstoð. Það hefur sýnt sig að menn geta gert þetta og við erum mjög bjartsýnir á framhaldið,“ segir Arnar Þór Ragnarsson, en hann hef- ur keypt 29 tonna bát ásamt Árna Birgissyni. Þeir félagar eru um þrí- tugt og frá Ólafsvík og hófu róðra á nýja bátnum sínum, Guðlaugu SH, fyrr í mánuðinum. Morgunblaðið/Alfons Greið leið inn í kerfið MJÖLVERKSMIÐJUR Síldar- vinnslunnar hf. tóku á móti ríf- lega 400 þúsund tonnum af loðnu, kolmunna og síld á árinu 2004. Verksmiðjan á Seyðisfirði tók á móti mestu hráefni allra verksmiðja á landinu og verk- smiðjan í Neskaupstað varð í öðru sæti. Á Seyðisfirði var samtals tekið á móti 173.749 tonnum. Þar af voru 55.922 tonn loðna, 116.800 tonn kolmunni og 1.027 tonn síld. Verksmiðjan í Neskaupstað tók samtals á móti 163.184 tonnum. Þar af voru 56.492 tonn loðna, 81.093 tonn kolmunni og 25.599 tonn síld. Á Siglufirði komu sam- tals 32.981 tonn á land. Þar af voru 29.624 tonn loðna og 3.357 tonn kolmunni. Í Helguvík komu samtals 17.267 tonn á land. Þar af voru 17.131 tonn loðna og 136 tonn kolmunni. Á Raufarhöfn var tekið á móti 13.629 tonnum af loðnu. Samtals tóku verksmiðjur Síld- arvinnslunnar því á móti 400.810 tonnum af uppsjávarafla á síð- asta ári. Skiptingin á milli teg- unda er þannig að tekið var á móti 172.798 tonnum af loðnu, 201.386 af kolmunna og 26.626 tonnum af síld. 400.000 tonn til bræðslu hjá SVN HOLLENDINGAR eru að auka útflutning sinn á fiski og fisk- afurðum. Fyrstu níu mánuði síð- asta árs fluttu þeir út afurðir að verðmæti 122 milljarðar króna. Það er 7,7% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Innflutn- ingur var nánast sá sami mælt í verðmætum, jókst um 0,5%. Allir helztu markaðir Hollend- inga voru sterkir á umræddu tímabili, en mest fór til Belgíu og Lúxemborgar, sem teljast eitt markaðssvæði, afurðir að verð- mæti um 23 milljarðar króna. Það er aukning um 9,2%. Þjóðverjar juku fiskkaup af Hollendingum um 20% og keyptu fyrir alls um 22 milljarða króna. Einnig var tals- verð aukning á útflutningi til Frakklands, en 6% samdráttur í sölu til Ítalíu. Hollendingar gera mikið af því að flytja inn fisk til vinnslu og endurútflutnings. Þannig jókst innflutningur Hollendinga á fiski frá Belgíu um 25% og nam alls um 12 milljörðum króna. Innflutn- ingur frá Þýzkalandi var 14 millj- arðar og frá Danmörku 8,5 millj- arðar. Alls fluttu Hollendingar inn fisk og fiskafurðir fyrir 72 millj- arða króna. Þá fluttu Hollendingar út fryst- an fisk fyrir um 55 milljarða króna, en meðalverð á afurðunum lækkaði milli tímabila. Þá jókst út- flutningur á ferskum og lifandi fiski um 17%. Hollend- ingar flytja meira út ÚR VERINU unarleiðangur og festi kaup á fyrirtækjum. Greint er frá því að Baugur hafi eignast bresku verslun- arkeðjuna Big Food Group, en hluthafar í fé- laginu sam- þykktu í síð- ustu viku yfirtökutilboð Baugs. Politiken segir að margir JÓN Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, er sagður einn af mikilvægustu mönnunum í smásöluversluninni í Bretlandi í grein í danska blaðinu Politik- en. Þar kemur einnig fram að hann hafi orðið frægur í Dan- mörku eftir kaup Baugs, í sam- starfi við fleiri Íslendinga, á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Í greininni segir að milljarðar danskra króna skipti um hendur þegar Jón Ásgeir fari í versl- spyrji sig hvort fjárfestingar Jóns Ásgeirs gangi upp með hliðsjón af því hve miklar og á hve mörgum sviðum þær eru og vegna þess hve áhættan er mikil. Þá segir í greininni að ekki sé auðvelt að sjá hvaðan allir millj- arðarnir til kaupanna komi. Baugur og fjölskylda Jóns Ás- geirs séu reyndar í nánu sam- bandi við aðrar auðugar íslensk- ar fjölskyldur, sem eigi góða varasjóði. Kannski sé það hluti skýringarinnar. Jón Ásgeir Jóhannesson Hvaðan koma milljarðarnir? ACTAVIS hefur ekki ekki greint frá fyrirætlunum um kaup á fyr- irtækjum í Evrópu eða Bandaríkj- unum að sögn Halldórs Kristmanns- sonar, forstöðumanns innri og ytri samskipta fyrirtækisins. Hann segir að frétt í breska blaðinu Financial Times í fyrradag þessa efnis séu al- farið vangaveltur blaðamanns FT. „Rétt er að ítreka það sem áður hefur komið fram að það er hluti af kjarnastarfsemi Actavis að leita nýrra tækifæra og skoða áhuga- verða fjárfestingakosti,“ segir Hall- dór. „Það liggja hins vegar ekki fyr- ir ákvarðanir um önnur kaup en þegar hafa verið tilkynnt. Verði af frekari fjárfestingum mun það til- kynnt í kauphöll þegar ákvarðanir hafa verið teknar þar að lútandi.“ Í frétt FT var einnig greint frá því að Actavis hefði ráðið tvo er- lenda fjárfestingarbanka til að verða félaginu til ráðgjafar vegna væntanlegrar skráningar í Kaup- höllinni í London. „Það hefur legið fyrir í langan tíma að félagið hafi ráðið erlenda ráðgjafa til að kanna möguleika á skráningu félagins er- lendis, þannig að um gamlar fréttir er að ræða. Engar ákvarðanir liggja fyrir um skráningu félagsins erlend- is. Varðandi umfjöllun í Financial Times er rétt að taka fram að þær upplýsingar sem þar koma fram um skráningu félagsins eru ekki komn- ar frá félaginu sjálfu og eru ein- ungis vangaveltur blaðamanns,“ segir Halldór. Gengi hlutabréfa Actavis hækkaði um 4,1% í Kauphöll Íslands í gær. Fjárfestingar hluti af kjarnastarfsemi Actavis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.