Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 16
Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Læra stuttmyndagerð | Nærri þrjátíu unglingar í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi eru nú langt komnir með grunnnám í stuttmyndagerð en það starf er metið til einkunna í valgreinum Grunnskóla Borgarness í samstarfi við félagsmiðstöð- ina. Fram kemur á vef Borgarbyggðar að um er að ræða grunnnámskeið í meðferð upptöku- og klippitækja ásamt því að læra lögmál myndbyggingar. Nú er komið að verklegum þáttum og í vikunni var hafist handa við að gera handrit af mörgum stutt- myndum til að skila sem prófverkefnum. Fimm af þessum unglingum eru í fram- haldsnámskeiði en það er eingöngu verkleg vinna við upptökur og klippingar. Meðal verkefna er meðal annars að taka upp körfuboltaleiki í vetur og marga viðburði í félagslífinu í Óðali og aðra menningar- samkomur í bæjarfélaginu. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Nýr snjóblásari | Hreppsnefnd Keldu- neshrepps hefur fest kaup á snjóblásara, „enda höfum við Keldhverfingar verið illi- lega minntir á hvar við erum staðsettir á hnettinum, en margir höfðu gleymt því í hinum mildu vetrum undanfarið“, segir í frétt á vefnum kelduhverfi.is. Snjóblásarinn er með tveim láréttum sniglum og kasthjóli í miðjunni sem blæs snjónum út. Sniglarnir sjá um að brjóta snjóinn niður og flytja hann inn að kast- hjólinu. Hann á að ráða við allar sortir af snjó og búið er að prófa að blása bæði blautum og hörðum sköflum og gengur vel. Samið hefur verið við Einar Ó. Björns- son í Lóni að sjá um rekstur snjóblásarans árið 2005, og geta Keldhverfingar því hringt í hann ef snjóþyngsli fara að verða mikil. Sæluvikan ákveðin | Sæluvikan á Sauð- árkróki mun hefjast sunnudaginn 24. apríl og ljúka sunnudaginn 1. maí. Hefðbundnir þættir í þessari árlegu menningar- og listahátíð Skagfirðinga verða á sínum stað s.s. leiksýningar Leikfélags Sauðárkróks, Dægurlagakeppni sem verður föstudaginn 29. apríl og kóramót í Miðgarði laugardag- inn 30. apríl. Kemur þetta fram á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Saumaklúbbar í Ár-neshreppi eru tald-ir dáldið sérstakir vegna þess að körlum er boðið í þá líka og hefur það tíðkast til margra ára að því er fram kemur á vefn- um strandir.is. „Konur eru við hannyrðir, en karl- menn taka í spil og spila þá bridds eða vist og jafn- vel er teflt ef þannig stendur á með menn í spil- in. Klúbbarnir eru haldnir á flestum bæjum og taka flestir hreppsbúar þátt í þeim, oftast eru klúbbarn- ir haldnir á hálfsmánaðar- fresti,“ segir í fréttinni. Fram kemur einnig að fyrsti klúbbur vetrarins hafi verið haldinn af Mar- gréti Jónsdóttur og Gunn- steini Gíslasyni á Bergs- tanga í Norðurfirði, þar sem konur voru við hann- yrðir og karlmenn spiluðu vist eða bridds á þrem borðum. „Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit til að koma saman.“ Karlar í klúbb Gríðarstór borgarísjaki hefur verið að lóna innHúnaflóann síðustu vikur og hefur strandað viðbæinn Hvalsá við mynni Steingrímsfjarðar. Nokkrir tugir metra eru ofan sjávarmáls svo ekki er um smáflikki að ræða. Sjaldgæft er að borgarísjaki sjá- ist hér um slóðir á þessum tíma árs. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsd Ísjaki strandar á Ströndum Friðrik Stein-grímsson úr Mý-vatnssveit leit inn á Leirinn, póstlista hagyrðinga, og sá að firnin öll af vísum voru í pósthólfinu: Leirinn hér og leirinn þar látlaust eru menn að ríma; þetta er meira en mokað var úr Mývatni á sínum tíma. Hreiðar Karlsson hjó eftir því að Gylfi Arn- björnsson lýsti bæði stuðningi sínum og ann- arra við Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur í for- mannsslag hennar og Össurar Skarphéð- inssonar í Samfylking- unni. Hreiðar orti: Verður enn á vegsemd töf, veltur það á mörgu. Býsna djúpa grefur gröf Gylfi Ingibjörgu. Hjálmar Freysteinsson á Akureyri lagði einnig út af formannsslag Sam- fylkingarinnar: Bróðerni gleymt í bili, bítast nú eins og fól. Enginn er annars svili í orrustu um formannsstól. Af formannsslag pebl@mbl.is Flúðir | „Allt er hey í harð- indum“, gæti hann verið að hugsa þessi vetrarlegi hestur þar sem hann hámaði í sig valda bita úr heyrúllu á dögunum, í girðingu rétt vestan við Flúðir. Hann skorti ekki fæðið, þó klár- lega væri heyið í miðju rúll- unnar bragðbetra en það sem utar var. Þá er gott að hafa stór- an haus og troða sér djúpt í rúll- una eftir tuggunni. Ekki gat hesturinn heldur kvartað yfir útsýninu með snæviþakin Bisk- upstungnafjöll í fjarska. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Ber sig eftir björginni Harðindi Akranes | Bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar hefur ákveðið að fella niður fasteigna- skatt og holræsagjald á árinu 2005, allt að um 41 þúsund krónum, hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum sem ekki hafa hærri tekjur en lágmarkstekjur almannatrygginga fyrir hjón og einstaklinga, sem búa í því húsnæði sem lækkunin nær til. Á árinu 2004 felldi bærinn niður fast- eignagjöld til þessara einstaklinga sem nemur 3.108 kr. á hvern íbúa bæjarins. Til samanburðar er niðurgreiðslan á hvern íbúa í Reykjavík 1.375 kr., í Hafnarfirði 1.388 kr., í Reykjanesbæ 1.824 kr. Áber- andi minnsta niðurfellingin er í Mosfellsbæ þar sem hún er 199 kr. á hvern íbúa, að því er fram kemur á vef Akraneskaupstaðar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að álagningarhlutfall fasteignaskatts hafi haldist óbreytt undanfarin ár og sé nú 0,431% af íbúðarhúsnæði einstaklinga. Heildarálagning fasteignagjalda á árinu 2005 er um 340 milljónir króna, sem er um 12,9 % hækkun frá álagningu fyrra árs. Fasteignamat sérbýlis hækkar um 20% milli ára á Akranesi, en í fjölbýli um 13%. Fjölgun eigna á milli ára er hins vegar um 3,9%, og er það í samræmi við mikla þenslu á byggingarmarkaðnum á Akranesi undanfarin ár. Fella niður fasteigna- gjöld aldraðra Raufarhöfn | Sveitarstjórn Raufarhafnar- hrepps fjallaði á fundi nýlega um fram- kvæmdaáætlun Vegagerðarinnar um Norðausturveg og kom þar fram að hún er ósátt við áætlunina. Ástæða þess er að ekki er gert ráð fyrir að tenging til Raufarhafn- ar komi fyrr en í fyrsta lagi eftir níu ár. Einnig að fjármunir hafa ekki verið tryggðir í verkið. „Sveitarstjórn krefst þess að leggurinn til Raufarhafnar komi í beinu framhaldi af fyrsta áfanga“, segir í bókun hennar og jafnframt er farið fram á fund með þing- mönnum kjördæmisins um málið. Ósátt við áætl- un um Norð- austurveg ♦♦♦ H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS af fingrum framHANASTÉLSBOÐ      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.