Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 23 UMRÆÐAN HELJARGREIPAR milliliða á grænmetis- og blómamarkaði eru ástæða okurverðlagningar hér á landi en ekki verndartollar. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar um grænmetisverð hér á landi er verið að segja hálfsannleikann eina ferð- ina enn. Grænmeti og ávextir eru lúxusvara á Íslandi! Reynsla fjölmiðla- fólks af að spyrja smá- salann út í verðlagn- ingu matvæla hér á landi er slæm. Eftir- minnilegast er frægt viðtal Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur í Íslandi í bítið við Jóhannes í Bónus um stjarnfæði- lega álagningu á an- anas í dós innfluttum frá fyrirtæki Jóns Ger- alds Sullenbergers í Flórída. Álagningin á umræddum an- anasdósum var 30% frá dreifing- arfyrirtækinu Aðföngum og að meðaltali 50% ofan á það til verslana keðjunnar. Baugsmenn höfðu lofað ríkisstjórninni að stuðla að sam- eiginlegu átaki um viðnám gegn verðbólgu. Hin svokölluðu rauðu strik þeirra hafa aldrei verið annað en blekkingar við okkur neytendur. Jóhannes brást illa við fyrirspurn Jóhönnu og var haft í hótunum um að draga auglýsingasamning Baugs við stöðina til baka. Nú sjá þeir til þess að fjölmiðlar spyrji þá réttra spurninga. Jón Björnsson, forstjóri Baugs, nú Haga, gaf loforð um að opna bæk- ur fyrirtækisins en enginn fjölmiðill hefur rýnt í þær bækur enda senni- lega allar hjá ríkislögreglustjóra eða skattayfirvöldum. Því virðist augljóst að þeir fáu fjölmiðlar á Íslandi sem ekki eru í eigu smásalans sjálfs þora ekki í þann ómerkilega slag að leita sann- leikans um álagningu á ananas í dós! Hvað þá á grænmeti, blómum og ávöxtum! Milljarðagróði grænmetisheildsalans Ef rýnt er í köngurlóarvef viðskipta- samsteypunnar sem hvað mest selur og flytur inn grænmeti, ávexti og blóm þá eru tengsl Öskjuhlíðar- Pálma við Baugsmenn ekki bara í Högum, Big Food, Skeljungi, Ice- land Express og fjölmiðlarisa Og Vodafone, heldur einnig og ekki minni í grænmetis-, ávaxta- og blómaheildsölum þessara manna á Íslandi. Þeir kjósa sjálfir að kalla sig ekki heildsala en eru í raun og veru allt þrennt á blóma- og grænmetismark- aði: framleiðendur, heildsalar og smásalar. Var ekki talað um að hið svokallaða dreif- ingarfyrirtæki „Að- föng“ væri leið til þess að losa neytandann undan oki milliliða og heildsala? Var ekki bú- ið að lofa okkur betra vöruverði? Ef lögð eru 80% ofan á ananas í dós hvað er þá lagt ofan á þann sem er ferskur? Hin raunverulega álagning á grænmeti, ávöxtum og blómum er falin þar sem Pálmi Haraldsson og Baugs- menn hafa tögl og hagldir í heildsöl- unni sem og smásölunni. Pálmi Haraldsson virðist hafa komið ár sinni vel fyrir borð í þessu milliliðakerfi á meðan garð- yrkjubændur veslast upp og okrað er á neytendum. Hann hefur t.d. verið framkvæmdastjóri í Eignar- haldsfélaginu Feng, prókúruhafi í Banönum og grænu, stjórnar- formaður í Ágæti, í Banönum og grænum markaði. Stjórnarmaður í Fasteignafélaginu Kastala, Flug- félagi Íslands (Air Iceland), Flug- leiðum, AcoTæknivali, Áburðarsöl- unni Ísafold (Icelandic Fertilizer Inc. sem var dótturfélag Kaupfélags Árnesinga og er reyndar farið á hausinn), líka í Hollu og góðu, Vest- urförum og Íslenska birgðafélaginu, sem er heildsölufyrirtæki, svo við tölum ekki um síðustu landvinn- ingana í Skeljungi, Og Vodafone og Iceland Express. Það er því greinilega hægt að hagnast milljarðatugi á grænmetis- heildsölunni á Íslandi! Sannleikurinn er að milliliðirnir eru að selja sjálfum sér með mikilli álagningu sem neytendur greiða svo fyrir að lokum. Garðyrkjubændur hafa verið ofur- seldir þessum smásölum um langa hríð og eru nú að flosna upp gjald- þrota í hrönnum. Þannig eru 8 af 18 garðyrkjubændum í Hveragerði að hætta eða hættir. Bændur eru oft þvingaðir til að selja vörur sínar undir framleiðsluverði. „Grænn markaður“ Grænn markaður, fyrirtækið þar sem Pálmi Haraldsson hefur haldið um stjórnartaumana, hefur undan- farin ár verið með um eða yfir 80% af blómasölumarkaði hérlendis. Eft- ir nokkru er að slægjast, því sam- kvæmt hagtölum má áætla að heim- ilin í landinu eyði yfir einum og hálfum milljarði króna til blóma- kaupa á ári. Blómabændur leggja inn vörur hjá Grænum markaði sem keypti húsnæði Blómasölunnar á Rétt- arhálsi 2 í Reykjavík síðla árs 2000. Þar með var Grænn markaður orð- inn nær einráður á markaði, en hann er að stærstum hluta í eigu Pálma, Sigurðar Moritzsonar og eignar- haldsfélagsins Fengs, sem er í eigu Baugsmanna og Pálma. Fyrir þjón- ustuna greiða blómabændur 18,75% í þóknun, en Grænn markaður sér um pökkun, markaðsmál og dreif- ingu. Dreifingu í blómaverslanir sem flestar eru í eigu þeirra sjálfra. Bændur fá því ríflega hundraðkall fyrir rós sem kostar um 600 krónur út úr búð. Þar með er ekki öll sagan sögð. Blómaheildsalinn tjáði bænd- um að afföll hefðu verið á sölunni og henda hefði þurft hluta framleiðsl- unnar. Þessu tóku bændur þegjandi þótt þeim væru aldrei sýnd blómin sem átti að henda. Þannig voru 18 til 20% til viðbótar dregin af þeim. Þá vildi annar milliliður, Grænt, sem var stofnað af Baugi Group og Eignarhaldsfélaginu Feng árið 2002 og með Pálma í stjórn og sem pró- kúruhafa, líka fá sinn skerf af kök- unni eða 13%. Það er því deginum ljósara að bændur og neytendur hafa verið blóðmjólkaðir skipulega af fyrirtækjum milliliða sem eru í eigu sömu aðila og eiga mestallan smásölumarkað á Íslandi. Í heljargreipum milliliða Jónína Benediktsdóttir fjallar um viðskipti ’Það er því deginumljósara að bændur og neytendur hafa verið blóðmjólkaðir skipulega af fyrirtækjum milliliða sem eru í eigu sömu að- ila og eiga mestallan smásölumarkað á Ís- landi. ‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er íþróttafræðingur. SAMRÆÐAN um stöðu kirkj- unnar í fjölmenningarsamfélagi á ekki aðeins að eiga sér stað á milli mismunandi trúarbragða heldur er það einnig mikilvægt að kristnar kirkjur víðs í heim- inum ræði saman og eigi samskipti byggð á kristilegum hug- myndum. Ólíkt umhverfi kirkna Ég heimsótti Japan, heimaland mitt, í fyrsta sinn um jólin í 13 ár og vakti heim- sóknin mig til um- hugsunar um stöðu kirkjunnar annars vegar í Japan og hins vegar á Íslandi. Kristnir menn eru minnihlutahópur í Japan og aðeins eitt prósent af íbúafjölda landsins. Umhverfi japönsku kirkjunnar er gjörólíkt þeirrar ís- lensku. Sem dæmi um það má nefna að allur þorri japönsku þjóð- arinnar heldur hvorki jól né páska hátíðleg, og kristnu hátíðirnar eru þar aðeins venju- legir vinnudagar. Þá fær kirkjan heldur ekki styrk til starf- semi sinnar frá ríkinu og hvílir rekstur hennar því algjörlega á söfnuðinum. Það þykir sérstakt að vera krist- inn maður í Japan og sjálfsmynd hins trúaða er oftar en ekki skýr og sterk. Söfnuðirnir eru flestir litlir og sem dæmi má nefna að lútherski söfnuðurinn sem ég tilheyri í Japan telur aðeins 40-50 manns. Hver og einn leggur til safnarins um tíund af tekjum sínum til reksturs safn- aðarins og þrátt fyrir að uppskera oft fyrirlitningu eða kaldhæðið við- horf þá eru japanskir, kristnir menn óhræddir við að boða trú sína. Samræða við önnur trúarbrögð er hins vegar, ef til vill af ofan- greindum ástæðum, ekki ofarlega á baugi í japanskri kirkju og lítt vin- sælt ræðuefni. Ég þarf ekki að lýsa umhverfi ís- lensku kirkjunnar þar sem flestum eru það kunnugt en með þessum samanburði er ég alls ekki að segja að önnur kirkjan sé eða hafi það betra en hin, heldur trúi ég því að þær geti lært af aðstæðum hvor annarrar. Ábyrgð þjóðkirkjunnar Ég bjó sem kristinn maður í Japan í 14 ár og hef nú verið það í önnur 13 ár á Íslandi. Mér finnst að mörgu leyti erfiðara að halda úti kirkjustarfi í Japan en á Íslandi en hins vegar þykir mér auðveldara að halda við og iðka kristna trú í Jap- an en á Íslandi. En hvers vegna skyldi það vera? Það eru forréttindi að tilheyra trú sem mikill meirihluti þjóð- arinnar játar en ábyrgð íslensku þjóðkirkjunnar er einmitt þess vegna mikil. Í Japan er trú hvers og eins fyrst og fremst einkamál einstaklingsins sem getur þá túlkað líf sitt og heiminn samkvæmt trúarlegu við- horfi sínu, hvert sem það er. Kirkjan á Íslandi ber meiri sam- félagslega ábyrgð og hefur meiri áhrif vegna þess hversu fjölmenn hún er og einmitt vegna þess þarf hún að fara vel með vald sitt og áhrif. Hún þarf t.d. þegar hún boðar fagnaðarerindið að huga að þeirri staðreynd að aðrir trúarhópar eru í miklum minnihluta í íslensku sam- félagi. Það að boða ein- göngu fagnarerindið getur verið ógnun við þá hópa og þess vegna tel ég að skilja verði á milli „trúboðs“ sem er þá samræða á milli trúarbragða og kær- leiksþjónustu kirkj- unnar, þ.e. sú köllun að þjóna fólki án tillits til þess hvort það sé krist- ið eða þurfi að verða kristið. Hin mikla útbreiðsla kristninnar á Íslandi leggur einnig þá ábyrgð á herðar kirkj- unni að fylgjast vel með þróun samfélags- ins og bregðast á við- eigandi þátt við nýjum verkefnum nútímalífs, eins og breyttu fjöl- skyldumynstri, op- inberun samkyn- hneigðar eða umhverfisvernd. Kirkj- an á að velta öllum málum fyrir sér og segja frá viðhorfi sínu. Hin japanska kirkja ber að sjálfssögðu sömu ábyrgð en ekki eins ríka þar sem hún er í miklum minnihluta. Framtíðarsýn kirkjunnar Eins og fyrr greinir frá, þá er til- gangur minn í þessari hugleiðingu hvorki sá að hrósa þjóðkirkjunni né gagnrýna heldur einfaldlega að reyna að skýra stöðu hennar í sam- anburði við aðrar kristnar kirkjur, t.d. þá sem ég þekki best, í Japan. Ég trúi því að kirkjurnar geti lært ýmislegt hvor af annarri. Með því að skoða kristni í Japan getur íslenska kirkjan velt fyrir sér hver sé hinn raunverulegi auður kristinnar trúar. Þjóðkirkjan hér á djúpar rætur og saga hennar er samofin þúsund ára sögu landsins en getur verið að það gleymist stundum hversu dýr- mæt trúin á Jesú Krist er í raun og veru? Trúin á hann getur eytt fá- visku manna og fordómum og óskynsamlegum, menningar- og samfélagshefðum. Hún gefur frelsi til þess að trúa á það sem getur víkkað sjóndeild- arhring manna og nálgast frum- mynd manneskjunnar sem Guðs börn. Þetta er kraftmikið frelsi og togar okkur í sífellu til nýrrar þró- unar og framtíðar. Trúin á Krist er vissulega tengd sögu mannkyns en hún á ekki að vera bundin við fortíð heldur miklu fremur framtíð, sem sagt von og trú á komu Guðs ríki. ,,Ég fæðist á ný á hverjum morgni“ er tilfinning sem japanskt, kristið fólk finnur til. Eigum við þjóðkirkjufólk ekki að rifja upp þessa tilfinningu og halda aðeins meira á lofti en við gerum nú? Þjóðkirkjan hugsar ekki ein- göngu um að verja og vernda sögu- lega menningu Íslands og gildi. Hún á líka að horfa til framtíðar, og að taka þar tillit til allra, líka þeirra sem ekki voru áður inni í myndinni í íslensku samfélagi og kirkjunni. Hugleiðing um stöðu kirkjunnar í fjölmenningar- samfélagi Toshiki Toma fjallar um trúmál Toshiki Toma ’Með því aðskoða kristni í Japan getur íslenska kirkjan velt fyrir sér hver sé hinn raun- verulegi auður kristinnar trúar. ‘ Höfundur er prestur innflytjenda. Í KJÖLFAR mikilla meininga framsóknarmanna í Reykjavík Norð- ur um borgarfulltrúa Framsóknar hjá R-listanum, eru vangaveltur um fram- hald listans komnar á dagskrá eina ferðina enn. Fólk tjáir sig nú sem aldrei fyrr. Össur kominn á dekk biðlandi til Frjálslyndra, Stefán Jón í Silfri vill leiðtoga- prófkjör. Við slíkar að- stæður er sem innihald- ið fari fyrir ofan garð og neðan. Athygli manna beinist helst að umbúð- unum, forminu. Hvern- ig á að bjóða fram? Hverjir verða saman? Hver á að leiða listann? Spurningar af þessu tagi verða alls- ráðandi og kjarni málsins hverfur í umræðunni. Saga R-listans er merkileg fyrir margra hluta sakir en þó sérstaklega fyrir þá að þar kom saman fólk innan og utan flokka sem vildi koma Reykja- víkuríhaldinu frá. Pólitík sérhags- muna var skoruð á hólm og Reykvík- ingum var boðin önnur framtíð. Fyrir tíu árum gerðist það að Reykvíkingar tóku ákvörðun um að taka höndum saman um að leggja upp í þann leið- angur. Tími R-listans hefur einkennst af mikilli uppbyggingu á sviðum menntunar, umhverfis og menningar. Leikskólar fyrir öll börn, grunnskól- inn metnaðarfullur og einsetinn, frí- stundaheimili, menningarnótt og eru þá aðeins örfá atriði tal- in. Vissulega hefur líka gengið á ýmsu en þó hefur þar mest borið á skakkaföllum kringum einstaklinga fremur en málefni. En Reykjavík- urlistanum tókst það mikilvægasta; að verja Reykjavíkurborg fyrir frjálshyggjunni sem æddi eins og logi yfir ak- ur í öllum löndum og borgum undanfarin 10 ár, stundum undir nafni hægri flokka en stund- um undir nafni jafnaðarmannaflokka eins og í Bretlandi. Á sama tíma ríktu oftast – ekki alltaf – félagsleg viðhorf í ráðhúsi Reykjavíkur. Minnumst þess núna og alltaf að R- listinn er einskis nýtur ef hann snýst bara um að halda völdum. Við verðum að skerpa á málefnunum með reglu- legu millibili og rifja upp að við erum í þessu fyrir pólitíkina, stefnuna. Nú þegar nálgast kosningar til borgar- stjórnar þarf enn að huga að því hvort ástæða sé til að halda í R-lista leið- angur einu sinni enn. Forsendur eru breyttar, sumir óháðir hafa orðið háð- ir, Framsókn er tvístígandi, sumir vilja leiðtogaprófkjör. Þá er brýnast að hafa í huga stefnuna, málefnin og markmiðin með R-listanum í upphafi. Er R-listinn besta leiðin til að nálgast þau markmið eða má líta á aðra kosti? R-listinn er ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að færa Reykjavíkur- borg enn nær því að vera borg fyrir börn, borg fyrir fólk, borg fyrir um- hverfið, borg fyrir framtíðina. Vinstri hreyfingin grænt framboð er nú aðili að Reykjavíkurlistanum í fyrsta sinn. Við erum ánægð með samstarfið. Það gengur vel, en við þurfum samt að skoða áttavitann og fara yfir það hvert við eigum að halda næst. Einu sinni enn? Svandís Svavarsdóttir fjallar um áherslur R-listans ’Við verðum að skerpaá málefnunum með reglulegu millibili og rifja upp að við erum í þessu fyrir pólitíkina, stefnuna.‘ Svandís Svavarsdóttir Höfundur er formaður VG í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.