Morgunblaðið - 26.01.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.01.2005, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN M aður ætti að eiga íslenskan karl- mann. Stelpur, farið út að leita! … Nei, stopp. Þetta eru ekki mín orð. Ég er að vitna í sænsku blaðakonuna Lindu Skugge, sem skrifaði fyr- ir ekki svo löngu pistil um ís- lenska karlmenn í blaðið Ex- pressen. Eftir fyrrgreind inngangsorð skrifaði hún: „Þeir (íslensku karlmennirnir) eru flottir, heita fallegum nöfnum og virðast kúl.“ Hvorki meira né minna! Hún beinir síðan sjónum að íslensku fæðingarorlofslögunum, sem kveða m.a. á um að karlar hafi þriggja mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs, en þann rétt má ekki, eins og kunnugt er, framselja til móð- urinnar. „Milli áttatíu og níu- tíu prósent af íslenskum feðrum taka út sína þrjá pabbamánuði,“ seg- ir sænska blaðakonan, að því er virðist nokkuð uppnumin. Hún mælist að minnsta kosti til þess að konur eignist börn með ís- lenskum mönnum; þeir séu mjúkir menn sem flykkjast í fæðingarorlof! Ég dreg þessa grein hér fram til að sýna að íslenskar konur fá ekki bara umfjöllun – neikvæða og/eða jákvæða, eftir því hvern- ig á það er litið – í erlendum fjölmiðlum, heldur einnig ís- lenskir karlmenn. (Ég tek fram að umfjöllun sænsku blaðakon- unnar er mjög jákvæð, að mínu mati, fyrir íslenska karlmenn – svo það fari ekki á milli mála.) Það er sennilega löngu kom- inn tími til að erlendir blaða- menn veiti körlunum íslensku verðskuldaða athygli. Upphefðin kemur jú að utan. Eða hvað? Kunningi minn kvartaði yfir því á dögunum hve slæma ein- kunn íslenskir karlmenn hefðu fengið hjá erlendum viðmæl- endum í heimildamyndinni How do you like Iceland, eftir Krist- ínu Ólafsdóttur, sem nýlega var sýnd í Ríkissjónvarpinu. (Sjálf hef ég ekki séð myndina og get því ekki dæmt um það.) Íslensk- um konum hefði í hnotskurn verið lýst sem „fallegum og gáf- uðum heimskonum“ en íslensk- um körlum sem „púkalegum, óframfærnum sveitalubbum“. Einhver viðmælendanna hefði síðan sagt (eða gefið í skyn) að íslenskir karlmenn ættu varla svona flottar konur skilið! Kunningi minn var að vonum ekki par ánægður með þetta sjónarmið og benti á að það þyrfti jú tvo, þ.e. „meintan ís- lenskan sveitalubba“ og „meinta íslenska fegurðardís“ til að búa til svona „fallegar og gáfaðar heimskonur“. (Hann telur feg- urð íslenskra kvenna, umfram aðrar konur, vera goðsögn eina. En það er annað mál.) Já, sennilega hafa ekki bara íslenskir karlmenn, heldur allir hvítir karlmenn, átt undir högg að sækja, á vissum sviðum, síð- asta áratuginn og ef til vill leng- ur. Þeir hafa að vísu komið ár sinni vel fyrir borð. Þeir eru í öllum helstu sjáanlegu valda- stöðum þjóðfélagsins. En með völdum sínum hafa þeir kannski gefið ákveðið skotleyfi á sig. Fyrir rúmum tveimur árum skrifaði ég viðhorfspistil um norræna karlmennsku. Í pistl- inum gerði ég smávægilegt grín að karlmennskunni og hvernig hún birtist mér. Stuttu síðar átti ég hins vegar samtal við karlkyns lesanda sem var ekki skemmt. Hann taldi að „allt hefði orðið brjálað“ ef gert hefði verið grín að konum með sama hætti og ég gerði grín að körl- unum. Femínistar hefðu risið upp og mótmælt kröftuglega. Ég andmælti þessum fullyrð- ingum ekki enda taldi ég að hann hefði hitt naglann á höf- uðið. Það er með öðrum orðum „heimilt“ að tala um karlmenn á ákveðinn hátt, en ekki „heimilt“ að tala um konur með sama hætti. Hinn svokallaði pólitíski rétttrúnaður, sem er alltumlykj- andi, gefur út þessa „heimild“. Ég er til dæmis viss um að ég hefði heyrt meira en „eitt kvabb úti í horni“ ef íslenskum konum hefði í fyrrgreindum sjónvarps- þætti verið lýst sem „ófram- færnum og hallærislegum sveitakerlingum“. Hvað þá ef því hefði verið lýst yfir að þær ættu varla skilið hina „fallegu og vel gefnu íslensku karl- menn“! En hvaðan kemur þessi heim- ild? Eða öllu heldur: hvernig verður hún til? Að hluta til gæti hún verið sprottin af þeirri hug- mynd eða ómeðvituðu „sam- þykkt“ samfélagsins að það megi gera grín og hlæja að þeim sem eru sterkir, þ.e. þeim sem hafa völdin í sínum hönd- um. Það megi að sama skapi ekki gera grín að þeim sem ekki hafa völdin (lesist sem: hin sjá- anlegu völd) og tilheyra þar með minnihlutahópum í ákveðnum skilningi, eins og til dæmis konum. Ekki má þó gleyma í þessari umræðu að ýmislegt er sagt og gert við konur sem sjaldan eða aldrei er gert við við karlmenn. Hæfileikar kvenna eru t.d. ekki fullnýttir á vinnumarkaðnum og þær eru að meðaltali með lægri laun, skv. könnunum, en karlar. En ekki er ætlunin að fara út í þá sálma hér. Ég ætla að halda mig við karlana, íslensku karlana. Sænska blaðakonan dáðist að þátttöku þeirra í fæðingarorlof- inu. Sagði þá komna lengra en sænsku karlana. Ég get tekið undir það. Íslenskir karlar eru að þróast frá sveitalubbanum yfir í nútímann. Með þátttöku þeirra í fæðingarorlofinu er til dæmis orðið æ algengara að sjá þá ýta á undan sér barnavagn- inum. Og þeir nota ekki bara aðra höndina til að ýta vagn- inum, eins og áður fyrr, heldur báðar. Þeir ýta ekki með hálfum huga, nei, þeir ýta af einbeit- ingu og af ákveðni – já með báðum höndum. (Hvenær ætli síðast hafi verið skrifað svona fallega um íslenska karlmenn?) Já, þeir eru á réttri leið … Eða það ætla ég að vona! Íslenskir karlmenn „Og þeir nota ekki bara aðra höndina til að ýta vagninum, svo þeir virðist „kúl“, heldur báðar …“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is LOKSINS hefur RÚV tekið að sér að auka textun íslensks sjónvarps- efnis. Spaugstofan alltaf á laug- ardögum á síðu 888 er með texta, ýmsar sjónvarpsmyndir og end- ursýndir þættir. Þula sjónvarpsins er dugleg að minna á þessa textun og merking við dagskrár í dag- blöðum auglýsa þetta fyrir almenn- ing. Þetta er góð framför en stöldr- um þó aðeins við í þessum lofsöng og stillum á síðu 888. Hvað kemur í ljós? Það sem sést er vægast sagt óvönduð vinnubrögð. Orð hverfa af skjánum þó leikendur séu að tala saman og þar með missir samtalið marks. Þessi orð sem falla út geta verið allt að heilu málsgreinarnar svo sá sem reynir að fylgja samtal- inu eftir er í lausu lofti. Er þetta það sem við viljum að peningar til text- unar eru nýttir í eða viljum við að þetta sé gert almennilega? Þegar þessi orð eru skrifuð er Spaugstofan í gangi 22. janúar. Fyrsti hlutinn var textaður en með texta frá síðasta þætti eða 15. janúar. Ekki mikil skemmtun þar í gangi. Seinni hlut- inn var ekki með neinum texta að undanskildu 888 merkinu efst í hægra horninu. Það versta sem und- irritaður verður þó vitni að í þessu fúski er þegar sá sem textar efnið breytir samtölunum að eigin geð- þótta. Þeir sem hafa horft með mér og heyra talmálið hafa oft orðið vitni að öðrum texta en því sem sagt er. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Gott dæmi um þetta var þeg- ar Egill Ólafsson, Stuðmaður með meiru, var í viðtali hjá Jóni Ólafssyni í þættinum Af fingrum fram. Mjög gaman að sá þáttur var textaður en talsmáti þessara manna var ekki sá hinn sami og textinn á skjánum. Er- lendar slettur voru meðal annars þýddar yfir á íslensku og setningar einfaldaðar eins og gert er fyrir börn. Með þessu tapast karakterinn sem mennirnir búa yfir og viðtalið verður innihaldsrýrara. Ég ásamt þeim þúsundum landsmanna sem nýtir sér, eða réttara sagt reynir að nýta sér, íslenskan texta eigum betra skilið. Hvað myndu aðrir borg- arar gera ef enskar myndir væru textaðar með sambærilegum hætti? Þeir myndu ekki láta bjóða sér þetta og það geri ég ekki heldur! Hysjið nú upp um ykkur brækurnar og vandið textun íslensks sjónvarps- efnis svo hann komist til skila. Handritshöfundar, viðmælendur og notendur textans eiga það inni hjá ykkur. Í lokin vil ég skora á almenn- ing landsins að prufa að stilla texta- varpið á síðu 888 og sjá þetta með eigin augum. ÞÓRÐUR ÖRN KRISTJÁNSSON, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík. Er síða 888 í lamasessi? Frá Þórði Erni Kristjánssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hug- sjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víð- tæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÁTT stefnir í óheyrilega of- fjárfestingu í háhraðavæðingu ís- lenskra heimila, ef fram heldur sem horf- ir. Tvö fyrirtæki, Sím- inn og Orkuveita Reykjavíkur, hafa nú um nokkurt skeið hvort unnið að upp- byggingu síns ljósleið- anets á höfuðborg- arsvæðinu. Nú stefnir Orkuveitan að því að ljósleiðaravæða heilu bæjarfélögin og hefur meðal annars gert samning við Seltjarn- arnesbæ þar að lút- andi sem er fram- kvæmd upp á rúmar 300 milljónir króna í rúmlega 5.000 manna bæj- arfélagi. Tækniþróun undanfarinna ára hefur dregið verulega úr þörfinni fyrir ljósleiðara og nú er staðan sú að engin þörf er á því að grafa upp heilu hverfin eða bæjarfélögin til þess eins að leggja ljósleiðara. Nú- verandi lagnir anna þörfum nú- tímans og munu gera það í talsvert langan tíma til viðbótar. Þann tíma er hægt að nota til að byggja upp fullkomið ljósleiðaranet á afar hag- kvæman hátt og spara þannig millj- arða króna sem annars eru sóttir í vasa neytenda með einum eða öðr- um hætti. Síminn hefur í um áratug lagt ljósleiðara með öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitu- stofnana og sveitarfélaga. Þannig hefur ljósleiðara, eða rörum fyrir ljósleiðara verið komið í nánast öll hús sem byggð hafa verið hérlendis síðustu árin, auk fjölda eldri húsa sem tengst hafa ljósleiðarakerfinu þegar aðrar framkvæmdir hafa kall- að á að grafa hafi þurft fyrir lögnum að húsunum. Síminn mun halda áfram að byggja ljósleiðarakerfi sitt upp með þessum hætti. Kostar hátt í 20 milljarða Í framtíðarsýn Símans frá árinu 1997 var litið á ljósleiðarann sem framtíðarlausn og áhersla lögð á að hraða ljósleiðaravæðingunni. Sím- inn hefur horfið frá því að hraða uppbyggingu ljósleiðarakerfisins því ómældur kostnaður og óþarfa rask fylgir því að grafa upp götur gagngert til þess eins að leggja ljós- leiðara því engin aðkallandi þörf er fyrir þessa lausn sem áætlað er að kosti, þegar upp er staðið, allt að 20 milljarða, fyrir alla þéttbýlisstaði á landinu. Þessi gríðarlegi kostnaður mun ávallt lenda á notendunum sjálfum. Allt of margir kjörnir fulltrúar al- mennings halda að ljósleiðarakerfið eitt og sér leysi há- hraðavæðinguna, en svo er ekki. Þess má einnig geta að búnaðurinn sem þarf til að koma gögn- um úr ljósleiðarakerf- inu heim til notenda er ennþá mjög dýr og jafnvel dýrari en bún- aðurinn sem þarf til að veita sambærilega þjónustu með þeim símalínum sem nú eru fyrir hendi. Stefna Símans er svipuð og hjá sambærilegum fyrirtækjum erlend- is, að nýta nýjustu tækni og núver- andi lagnir til gagnaflutninga. Sím- inn mun einnig áfram leggja ljósleiðara á sama hagkvæma hátt og áður, í samvinnu við veitustofn- anir og sveitarfélög, enda kostn- aðurinn við þá aðferð ekki nema lít- ið brot af því sem hér að ofan greinir. Það er mun hagkvæmari leið sem sparar um leið útgjöld neytenda um allt land. Sjónvarpsefni um hefðbundnar símalínur Á liðnum árum hefur áherslan í fjarskiptamálum beinst að því að þjappa gögnum og minnka þar með þá bandbreidd sem áður þurfti til gagnaflutninga. Nú er svo komið að auðveldlega er unnt að senda sjón- varpsefni á mjög hagkvæman hátt í gegnum hefðbundnar símalínur. Þessi þjónusta hefur þegar verið tekin upp á 10 þéttbýlisstöðum á landinu og skilar hún mjög góðri sjónvarpsmynd án nokkurra vand- kvæða þar sem notast er við ljós- leiðarakerfi Símans að símstöð við- komandi þéttbýlisstaðar. Þaðan er sjónvarpsefnið sent til íbúanna um hefðbundna símalínu. Á mörgum þessara staða nýtir um helmingur íbúanna þessa þjónustu. Síminn mun halda áfram uppbyggingu þessa kerfis og strax nú í vor mun hún standa íbúum höfuðborg- arsvæðisins til boða. Tvö ljósleiðarakerfi óþörf Það er skylda forráðamanna sveit- arfélaga og annarra sem koma að ákvörðunum um þessi mál að þessu tagi að gæta ávallt hagsmuna sveit- arfélagsins og íbúanna. Það er ekk- ert vit í því að byggja upp tvö ljós- leiðarakerfi með tilheyrandi raski og kostnaði þegar fyllilega er unnt að mæta þörfum fólks um gagna- flutninga á annan og verulega ódýr- ari hátt. Sveitarstjórnarmönnum ber að fara varlega í þessum efnum. Tækniframfarir hafa dregið verulega úr þörf fyrir ljósleiðara í hvert hús Bergþór Halldórsson fjallar um gagnaflutninga ’Núverandi lagnir anna þörfum nútímans og munu gera það í talsvert langan tíma til viðbótar.‘ Bergþór Halldórsson Höfundur er framkvæmdastjóri fjarskiptanets Símans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.