Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Afi er dáinn. Strax í haust varð kveðjan að- eins innilegri, faðmlag- ið aðeins fastara. Hann vissi hvað verða vildi og var reiðubúinn. Hann var orðinn 86 ára og dó eftir stutta legu á spítala. Ævistarfinu var lokið, um það vitna sex börn, mörg barnabörn og barnabarnabörn og langt og farsælt hjónaband. Hans er sárt saknað. GÍSLI BRYNJÓLFSSON ✝ Gísli Brynjólfs-son fæddist á Króki í Norðurárdal 3. nóvember 1918. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 15. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 25. janúar. Hann var traustur og yfir honum einhver stóísk ró. Gísli og Oddný voru alltaf góð við mig og ég var strax boðinn vel- kominn þegar við Signý fórum að draga okkur saman á ferm- ingarárinu. Ég kveð gamlan vin með sökn- uði en þakka fyrir góðu stundirnar, minn- ingarnar og allt það góða sem hann og Oddný gerðu fyrir okkur. Gísli var mikill veiðimaður og hann kom þeirri arf- leifð áfram til okkar og barnanna. Hjá honum var veiðiskapurinn ekki bara dægrastytting eða sport. Upp- eldið í Norðurárdal þar sem veiði- skapurinn snerist um að draga björg í bú og vinna á vargi gerði veiðimennsku að lífsnauðsyn. Alltaf þegar við komum í sælureitinn á Þingvöllum var farið niður að vatni. Þar lærðu krakkarnir mínir að veiða og miklu meira. Mér er efst í huga göngutúrarnir sem ég átti með Gísla síðastliðin sumur um landareignina. Með mikl- um dugnaði hafði þeim Oddnýju tekist að rækta blómlegan garð og gott árferði skilaði ótrúlegum vexti. Líklega er það lífseigasta lífspekin að maður eigi að rækta garðinn sinn og það gerði Gísli svo sannarlega. Hugur minn er hjá Oddnýju, það er erfitt að kveðja lífsförunautinn og tómarúmið er stórt. En eftir vetur kemur vor og svo sumar og við höldum göngunni okkar áfram. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Ingvar Á. Þórisson. KRISTBJÖRG LUKKA JÓNSDÓTTIR ✝ KristbjörgLukka Jónsdótt- ir fæddist í Hóla- landshjáleigu í Borgarfirði eystra 8. mars 1925. Hún lést í Neskaupstað 26. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Eg- ilsstaðakirkju 6. jan- úar. mér að það væri í síðasta sinn sem þú myndir gera það. Þú ætlaðir að vera hjá okkur fram í miðjan jan- úar og ég hélt því að ég ætti eftir að bjóða þér góða nótt í mörg skipti og eyða mörgum góðum stundum með þér en þá slokknaði ljósið þitt. Ó, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verður þá sælan vís með sjálfum þér í paradís. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku besta amma mín. Þegar ég lít til baka koma upp í Elsku besta amma mín. Mig langar til að minnast þín í nokkrum línum. Á jóladagskvöld þegar þú bauðst mér góða nótt hefði ekki hvarflað að huga mér allar góðu minningarnar um þig og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst ávallt með spil í hendi og kenndir mér nánast alltaf nýtt spil eða nýjan kapal þegar ég kom til þín í Faxatröðina. Þegar við gistum hjá þér var vani að spjalla fram á nótt og stundum fékk maður að vaka lengur, svo voru Doddabókin og doppótti svefnpokinn sótt og farið í bólið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Elsku besta amma mín. Það eru svo margar góðar stundir sem við áttum saman sem eru mér efst í huga á þessum erfiða tíma. Allar stundirnar á Faxatröðinni, þegar ég var að koma austur í heimsókn, okkar síðustu jól saman, allt spjallið okkar og svo ótal margt sem ég geymi með sjálfri mér og varðveiti vel í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku besta amma mín. Ég vil kveðja þig með þessum lín- um og mun ljós þitt lýsa mér um alla framtíð, þín er sárt saknað. Þín ömmustelpa, Ásdís Fjóla. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar systur minnar, HELGU STEFÁNSDÓTTUR frá Litla-Hvammi í Mýrdal. Sérstakar þakkir fær hjúkrunarforstjóri og starfsfólk á Hjallatúni, dvalarheimili aldraðra í Vík. F.h. fjölskyldunnar, Vilborg Stefánsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRSÆLL MAGNÚSSON fyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi, Lindasíðu 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 28. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu, FSA eða Hjarta- heill. Guðrún Óskarsdóttir, Ósk Ársælsdóttir, Kjartan Heiðberg, Þorbjörg Ársælsdóttir, Valdimar Sigurjónsson, Vigdís Sigrún Ársælsdóttir, Kristján Ármannsson, Magnús Ársælsson, Elísabet Arnoddsdóttir, Hreggviður Ársælsson, Rut Ingólfsdóttir, Svandís Gunnarsdóttir, Jón Einar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI JÓNATANSSON, Litla Hamri, verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju föstu- daginn 28. janúar kl. 13.30. Anna Helga Tryggvadóttir, Húni Zóphoníasson, Jónatan S. Tryggvason, Ásta Reynisdóttir, Rósa María Tryggvadóttir, Óskar Kristjánsson, Gylfi K. Matthíasson, Kristín Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR KRISTJÁNSSON húsasmíðameistari, Bröttuhlíð 17, Hveragerði, sem lést miðvikudaginn 19. janúar, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju fimmtu- daginn 27. janúar kl. 15:00. Jórunn G. Gottskálksdóttir, Kristján J. Friðgeirsson, Guðbjörg Thoroddsen, Gottskálk Friðgeirsson, Edda S. Sverrisdóttir, Gróa Friðgeirsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Rúnar J. Friðgeirsson, Össur E. Friðgeirsson, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir. Ástkær faðir okkar, BOGI BRYNJAR JÓNSSON, Ljósheimum 20, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 23. janúar. Jón Brynjar Bogason, Elísabet Bogadóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, GUÐJÓN SKARPHÉÐINSSON, Eiríksbakka, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 28. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á að leyfa SEM-samtökunum að njóta þess. Bankareikningur SEM-samtakanna er 526-26-20545 og sími 588 7470. Ágústa Guðjónsdóttir, Danfríður Kristín Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Hafliði Benediktsson, Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir, Magnús Kristinsson, Kristján Skarphéðinsson, Guðrún Björk Einarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Álfaborgum 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 24. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Umhyggju, samtök langveikra barna, kt. 690186-1199, banki 0101-15-371646. Fyrir hönd aðstandenda, Sigþór Guðjónsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.