Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 31 MINNINGAR ✝ Skarphéðinn Jó-hannsson húsa- smíðameistari fædd- ist á Leikskálum í Haukadal í Dala- sýslu 5. nóvember 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 18. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldóra Ólafsdóttir frá Vatni í Haukadal og Jóhann B. Jens- son hreppstjóri frá Harastöðum á Fells- strönd. Skarphéðinn var yngstur af tíu systkinum, sem nú eru öll látin. Hin voru 1) Krist- ján bóndi á Efri-Múla í Saurbæ, 2) Jens Elís bóndi í Sælingsdal í Hvammssveit, 3) Þorsteinn versl- unarmaður í Reykjavík, 4) Ólafur bóndi á Skarfsstöðum í Hvamms- sveit, 5) Guðbjartur bóndi í Miklagarði í Saurbæ, 6) Lára húsfreyja í Reykjavík, 7) Ingdór (dó barnungur), 8) Jens Ingvi í Keflavík og 9) Soffía húsmóðir í Reykjavík. Skarphéðinn kvæntist 27. júlí 1942 Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Snartarstöðum í Lundar- reykjadal, d. 27. febrúar 1983. Börn þeirra eru: 1) Þórdís hús- freyja, f. 20.11. 1942, maður hennar var Guðmundur Guð- mundsson, f. 15.4. 1941, d. 27.3. 2002. Börn þeirra eru: a) Svein- björn, verkstjóri á Keflavíkur- flugvelli, kvæntur Kristbjörgu Pálsdóttur, dóttir hans Rakel Sif, hún á Elenu Margréti. b) Guðrún Guðmundsdóttir kennari, í sam- búð með Fausto Bianchi, hún á tvo syni, Dag og Guðmund Þór. c) Drengur andvana fæddur. 2) Álfheið- ur húsfreyja, f. 22.1. 1945, gift Ólafi E. Þórðarsyni, f. 4.15. 1943. Synir þeirra eru: a) Skarphéðinn Rúnar lögreglumað- ur, látinn, b) Þórður Jörgen landfræð- ingur í Bandaríkj- unum, kvæntur Kimberly Ann, þau eiga börnin Sævar og Ólöfu Rún, c) Björn Árni við- skiptafræðingur, kvæntur Kristbjörgu M. Jóns- dóttur, dóttir þeirra Marta Líf, d) Ástmar vélstjóranemi, látinn. 3) Stúlka, fædd og dáin 9.3. 1953. 4) Jensa Sólveig húsfreyja í Þýska- landi, f. 13.1. 1955, gift Wolfgang Quellmann, f. 17.5. 1944, dóttir þeirra er Ragna grunnskólanemi. Skarphéðinn útskrifaðist með sveinspróf í trésmíði 18. septem- ber 1946 og með meistarapróf hinn 20. mars 1949. Hann starf- aði allan sinn starfsaldur við smíðar. Hann var yfirsmiður við Þjóðminjasafnið og byggði m.a. Stapann og Íþróttamiðstöð Njarðvíkur og mörg íbúðarhús í Njarðvík og Keflavík. Skarphéð- inn átti víða heima í Dalasýslu sem barn, lengst af þó á Hlíð- arenda. Hóf hann búskap sinn og Guðrúnar í Reykjavík en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Njarð- víkur 1948 og bjó þar fram til ársins 1983, þá fluttist hann að Vesturgötu 4 í Keflavík. Útför Skarphéðins fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því hve auðug æska mín var. Ég hafði greiðan aðgang að hópi fólks sem mér þótti vænt um og sýndi mér hlýju. Í þessum stóra hópi voru Skarphéðinn afi minn og Guð- rún amma mín. Við frændsystkin komum alltaf að opnu húsi þegar við heimsóttum ömmu og afa á Holtsgöt- una. Á þessum árum var afi aðeins utan seilingar, vegna mikillar vinnu og voru samskiptin ekki mikil. En síðar eftir að amma dó kynntist ég honum betur þegar hann bauð mér og eldri syni mínum til Kanarí. Ég var illa haldin af psoriasis og sá hann aumur á mér þar sem ég gat ekki fjármagnað ferðina sjálf. Þarna sýndi hann á sér nýja hlið. Hann var hagmæltur og fékk ég nú að njóta þess, einnig bjó hann yfir kímnigáfu sem mér hafði áður dulist. Okkur fannst gaman að koma á Holtsgötuna, amma átti alltaf eitt- hvað gott að gauka að okkur, en það sem laðaði okkur þó fyrst og fremst að var hlýja hennar og gæska. Amma var ekki bara blíðlynd við okkur börnin, hún var einnig mikill dýra- vinur. Hún átti alltaf kisur og sá aumur á villiköttum nágrennisins og bar m.a. út æti fyrir þá. Við krakk- arnir kunnum vel að meta þessa gæsku, en afi var ekki eins hrifinn og fannst óþarflega mikið af köttum í kringum húsið. Afi vann mikið á þessum árum og þurfti þar af leið- andi að hvíla sig þegar hann var heima. Amma minnti okkur krakk- ana á að hafa hljótt því afi væri að leggja sig. Við lærðum snemma að hjá afa og ömmu væri gengið hljóð- lega um og tillit tekið til annarra. Á aðfangadagskvöld hittust fjöl- skyldurnar heima hjá þeim í kaffi og heitt súkkulaði. Loftkökurnar sem amma bakaði stóðu þar upp úr. Þeg- ar ég var lasin kom amma í heimsókn til mín og spilaði við mig marías eða bara spjallaði. Þegar eitthvað bjátaði á var hún til staðar, henni fylgdi allt- af ró og hlýja. Þegar amma veiktist kom það í hlut systranna og afa að hugsa um hana. Hún var aðeins um sextugt þegar hún varð að lúta í lægra haldi fyrir Alzheimersjúk- dómnum. Þessi veikindi sýndu svo ekki var um villst hve vænt afa þótti um ömmu. Hann hætti að vinna til að geta verið heima að hugsa um hana. Nú þegar þau eru bæði látin og ég hugsa til baka er margs að minnast. Það sem þó stendur upp úr eru róleg- heit og hlýjan sem frá ömmu stafaði og dugnaður afa og ferskeytlurnar sem frá honum komu við hin ýmsu tækifæri. Vil ég ljúka þessari minn- ingu með ljóðum sem þau sömdu hvort til annars í tilhugalífinu. Þau kynntust þegar afi var við smíðar í Lundarreykjadalnum. Afi var dug- legur að senda ömmu ljóð og átti hún það til að svara í sömu mynt. Hér er eitt frá henni til hans: Þökk fyrir litlu ljóðin ljúfi vinur minn. Þau svífa eins og sólskin í sál mína inn. Þetta samdi afi eftir margra ára sambúð með sinni heittelskuðu. Hún var alltaf svo hæglát og hljóð og hlýleg í viðmóti og fasi. Reyndist mér alltaf svo indæl og góð og aldrei hún stóð neitt í þrasi. Kæru afi og amma, bestu þakkir fyrir þessar góðu stundir og minn- ingar. Guðrún Guðmundsdóttir. Skarphéðinn afi gat verið nokkuð strangur, nánast grimmur, við okkur krakkana þegar við vorum yngri. En hann gat líka verið blíður sem barn en átti erfiðara með að sýna þá hlið. Afi fór líka sérstaklega vel með alla sína hluti og fjármuni. Ég man eftir atviki frá því að ég var 4–5 ára gamall. Nýir leigjendur fluttu inn í húsið hans á Hæðargöt- unni í Njarðvík og skildu eftir stóran pappakassa við ruslatunnuna. Kass- inn var um það bil tvær barnshæðir, eða um einn og hálfur metri á hæð, ég dró kassann inn á blett hjá afa og ætlaði að búa til mína eigin brennu. Ég fékk „lánaðar“ eldspýtur hjá pabba og reyndi að kveikja í kass- anum. Mér gekk erfiðlega að kveikja eld og endaði með því að ég gafst upp og fór að leika við kisu í staðinn. Þolinmæði mín brást aðeins of fljótt því skömmu síðar fuðraði kassinn upp í góðri brennu. Um kvöldmatar- leytið fór ég svo til ömmu og afa í mat. Um leið og ég labbaði inn kallaði afi „Drumbur“; „sestu hér hjá afa þínum, við þurfum að ræða saman. Það var einhver sem kveikti eld á blettinum á Hæðargötunni, veist þú hver gerði það?“ „Ekki ég! Ekki ég! Ég sá kassann og fór inn í hann og reyndi að kveikja eld en …“ Afi gat ekki haldið aftur hlátri, hann hafði fengið útskýringu á brennunni. Ég átti skilið að fá skammir en hann gat ekki annað en hlegið að uppátæki unga drengsins. Um páskaleyti tuttugu árum síðar vorum ég og afi við Langá í Borg- arfirði að smíða pall við hjólhýsi sem hann hafði keypt fyrir fjölskylduna. Við vorum búnir að smíða allan dag- inn og tilbúnir að snæða kvöldmat. Afi hafði smurt samlokur svo við þyrftum ekki að keyra í Borgarnes og eyða peningum á veitingastað. Ég bjóst ekki við neinum veislumat því afi átti það til að borða vikugamalt brauð því það væri alger sóun að henda því. Brauðið var reyndar mjög gott en svo kom að því að skola brauðinu niður með gosdrykknum sem afi kom með að sunnan. Afi náði í plastpela sem hafði innihaldið „full- orðinsdrykk“ og hellti í glas fyrir mig. Mér leist ekkert á blikuna, afi var mikill bindindismaður þannig að ég velti því fyrir mér hvar hann hafði fengið pelann. Ég tók eftir því að afi hætti að borða og horfði á mig þegar ég lyfti glasinu og gerði mig kláran að taka sopa af gosinu. Þetta var versti gosdrykkur sem ég hafði smakkað en vildi ekki særa afa og lét mig hafa það að klára úr glasinu. Þegar við vorum búnir að borða spurði afi, hvernig var gosdrykkur- inn? Ég vildi ekki skrökva og sagði honum að drykkurinn hafi verið gos- laus og frekar vondur. Já, sagði afi, Sveinbjörn frændi þinn kom til mín um jólin og ég gaf honum kók úr 2 lítra flösku og hann sagði mer þá að drykkurinn væri goslaus. Ég hélt að þetta væri bara vitleysa í honum Sveinbirni svo ég setti restina í þenn- an plastpela til að sjá hvað þér fynd- ist. Svona var hann afi nytsamur, það mátti engu henda, ekki einu sinni gosi sem hafði staðið í opinni flösku í marga mánuði. En ég gat ekki haldið aftur hlátri. Afi átti það skilið að ég hellti mér yfir hann fyrir að gefa mér þennan óþverra en ég gat ekki annað en hlegið að uppátæki gamla manns- ins. Þórður Jörgen Ólafsson. Afi minn Skarphéðinn Jóhannsson húsasmíðameistari var á margan hátt sérkennilegur maður. Hann fór ekki hefðbundnar leiðir í lífinu. Þeg- ar ég hugsa til baka og minnist þess er við áttum samleið með, þá er ýmis- legt sem tínist til. Það voru tímabil sem ég átti ekki auðvelt með að skilja hann afa minn. Hann var markaður af hörku síðustu aldar, hafði kynnst mikilli fátækt og lært af því nægju- semi. Skarphéðinn afi minn hafði á sér tvær hliðar í daglega lífinu. Hann var búinn mikilli kímnigáfu og átti það til að kasta fram hverju gullkorn- inu á eftir öðru. Mér er það alveg sér- staklega minnisstætt þegar hann tók mig og frænda minn Skarphéðin á eintal. Umræðuefnið var samskipti kvenna og karla. Við frændurnir vor- um á unglingsárum og átti þetta vel við. Afi okkar sagði í örfáum setn- ingum allt sem ungir menn þurfa að vita um þennan málaflokk. Hann gerði það á góðri íslensku og var ekki með neitt óþarfa skraut. Boðskapur- inn komst vel til skila. Eftir því sem ég eldist þá sé ég æ betur hvað hann komst vel að orði, hann afi minn. Ég man fyrst eftir afa mínum sem vinnandi manni. Hann var sístarf- andi meðan hann hafði þrek til. Hon- um búnaðist vel og fór vel með það sem hann aflaði. Oftar en ekki var hann með mar á fingrum og skadd- aðar neglur. Vinnuklæddur með rauðan þykkan blýant. Í fyrstu vorum við fjögur barna- börnin. Fjölskyldurnar bjuggu nán- ast allar á sama blettinum og sam- neytið var mikið. Það var víst Skarphéðinn afi minn sem kom föður mínum af stað í húsbyggingu um það leyti er ég var á bleiualdri. Seinna meir var farið af stað í stækkun á íbúðarhúsi fjölskyldunnar. Ég man það glöggt er ég sá nokkra karla koma gangandi eftir Borgarvegin- um, með stóran stofuglugga. Þar var afi minn á ferð ásamt öðrum. Hann lagði sínu fólki lið á einn eða annan hátt. Fyrir allmörgum árum áttum við gott samtal. Hann var að ræða við mig um lífið, tilveruna og dauðann. Sagði mér meðal annars að hann myndi lifa áfram í gegnum okkur af- komendur sína. Hann taldi sig ríkan mann og lét mig vita af því að honum þætti vænt um okkur. Að sjálfsögðu gerði hann það á sinn hátt. Ég skildi það ekki þá, en í dag horfir lífið öðru- vísi við. Það hefur kvarnast úr fjöl- skyldunni á umliðnum árum. En allt- af var Skarphéðinn afi á sínum stað. Hann verður það áfram á sinn hátt. Sveinbjörn Guðmundsson. Hann Skarphéðinn afi minn er nú dáinn, hann lifði í rúm 85 ár. Ég ætla ekki að fara yfir ævi hans heldur kveðja hann með nokkrum orðum. Ég veit að þegar við barnabörnin hugsum til Skarpa afa dettur okkur fyrst sparsemi í hug og kannski ákveðnin. En þegar öllu er á botninn hvolft erum það við sem skuldum honum, það var jú hann og amma sem gáfu okkur það sem við höfum. Við Ástmar bróðir gerðum oft grín að uppruna okkar, við erum nefni- lega úr Dölunum eins og Skarpi afi. Skarpi afi var stífur og oft þver, þeg- ar við bræðurnir sýndum álíka takta var það vegna Dala-gena að mati eina fjölskylduaðilans sem ekki stát- ar af Dala-genum (aumingja pabbi Dalagenalausi). Við snerum að- finnslum í spaug og stolt, við vorum alltaf stoltir af okkar Dala-genum og stöndum þétt við okkar þverleika, þrjósku og stífni, löngu áður en nokkur fann upp á orðatiltækinu „Dalirnir heilla“, það vissum við fyrir áratug síðan. Þótt hann Skarpi afi væri stífur var hann hjálpsamur, ég minnist þess þegar hann sótti mig til Reykja- víkur eftir að ég hafði legið á sjúkra- húsi, hann sótti mig það haustið oft í Fjölbrautaskólann og skutlaði mér heim. Þá átti ég erfitt með gang eftir aðgerð og hann mátti ekki til þess hugsa að strákurinn sinn væri að brölta þetta að vetri til. Eins og hann sagði: „Ég get alveg skutlað þér, ég hef hvort eð er ekkert að gera.“ Oft hugsaði ég til þessara orða hans þeg- ar ég sá hann gangandi milli Vestur- götunnar og Kaskó lágvöruverðs- búðarinnar, gangandi framhjá tveim ef ekki þrem klukkubúðum. Ég bauð honum alltaf far þegar ég sá hann og fór að versla með honum, mínir út- reikningar gáfu til kynna að hann hefði sparað sér u.þ.b. 150 krónur á þessari klukkutíma gönguferð, reyndar með því að koma með sína eigin innkaupapoka. Ég sá Skarpa afa minn oft á göngu, hann gekk ekki við staf, hann gekk við pútter golfkylfu, til hvers að kaupa staf þegar pútterinn er ónot- aður í forstofunni? Því miður hringdi hann ekki, hann vildi ekki trufla aðra og því gafst mér allt of fá tækifæri til að endurgjalda greiðana. Í raun man ég bara eftir að hann hafi einu sinni beðið mig um greiða. Það var að keyra til Grindavíkur og ná í hjól- hýsi, bíllinn minn var nefnilega með svo fínan krók. Sjaldan hef ég verið hræddari í umferðinni, við vorum á Reykjanesbrautinni, ég nýkominn með bílpróf á gamalli Lödu með enn eldra hjólhýsi í eftirdragi og gamlan mann við hliðina sem stanslaust hafði augun á hraðamælinum. Þessi litla samantekt lýsir afa eins og ég sá hann, hjálpsamur þrátt fyrir að vera stundum harður, sparsamur þó ég sjálfur sæi ekki alltaf sparnaðinn og gerði ekki kröfur til annarra. Fyrir hönd okkar yngri bræðr- anna þakka ég afa fyrir allt, þú varst frábær þrátt fyrir þína sérvisku. Við eigum þér allt að þakka, takk fyrir Dalagenin, takk fyrir lífið. Björn Árni Ólafsson. SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON Fjölskylda HALLDÓRU G. MAGNÚSDÓTTUR, Hávarðarkoti, Þykkvabæ, þakkar af alhug öllum þeim, sem heiðruðu minningu hennar með nærveru sinni við út- förina, minningargjöfum og blómum. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuðust hana síðustu vikurnar. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gæfu og gleði á nýju ári. Gíslína Sigurbjartsdóttir, Hafsteinn Einarsson, Hjördís Sigurbjartsdóttir, Páll Guðbrandsson, Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, Guðrún Barbara Tryggvadóttir og fjölskyldur. Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, afasystur og mágkonu, ELÍNBORGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Ísafirði, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi. Guð blessi ykkur öll. Einar Ingi Sigurðsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Ísak Jón Sigurðsson, Arna Viktoría Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar móður okkar, ÞÓRUNNAR SVEINSDÓTTUR, Fljótakróki, Skaftárhreppi. Hlýjar kveðjur til starfsfólks Klausturhóla. Magnhildur Ólafsdóttir, Hávarður Ólafsson, Margrét Ólafsdóttir, Guðlaug Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.