Morgunblaðið - 26.01.2005, Page 33

Morgunblaðið - 26.01.2005, Page 33
Ég veit að líf þitt var ekki alltaf dans á rósum, en þú gast alltaf fundið eitthvað til að hlæja að, þú varst manneskja sem gast fengið mann til að líta á lífið frá öðru sjón- arhorni en venja er. Við urðum góðar vinkonur og átt- um sameiginlegt aðhlátursefni sem aldrei var leiðigjarnt. Eftir lát þitt náði ég í myndirnar sem ég tók í síðustu heimsókn minni til þín í Rif. Þar situr þú í fallega blómaskál- anum þínum, með blómstrandi rósir allt í kringum þig, og þannig mun ég ætíð minnast þín. Ég bið Guð á himnum að blessa Bjarna eiginmann þinn og börn. Vertu sæl frænka mín. Elín Sigurðardóttir, Stykkishólmi. Nú samvist þinni ég sviptur er; – ég sé þig aldrei meir! Ástvinirnir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt, og sömu leið ég fer. Já, sömu leið! En hvert fer þú? Þig hylja sé ég gröf; þar mun ég eitt sinn eiga bú, um ævi svifinn höf. En er þín sála sigri kætt Og sæla búin þér? Ég veit það ekki – sofðu sætt! – En sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson fjallaskáld.) Góða ferð, elsku vinkona mín. Megi guð og góðir englar vernda þig og taka vel á móti þér í nýjum heimi. Elsku Bembi, Rúna Lísa, Helgi og Bjarki, innilegar samúðarkveðj- ur frá okkur. Guðbjörg Þórdís og John Cassidy. Elsku Ella Kata. Við þökkum þér allar skemmti- legu stundirnar á liðnum árum. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Elsku Bembi, börn og fjölskylda, megi Guð veita ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Ykkar vinir, Sigrún og Sigfús. Elsku Ella Kata. Við þökkum þér fyrir allt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kæri Bembi og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Hafdís Berg og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 33 MINNINGAR Tilboð/Útboð Ýmislegt Útboð Stækkun Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í stækkun skólahúss í Reykholti, Bláskóga- byggð. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum. Samanlagður grunnflötur er 312 m2 og rúmmál 1.118 m3. Verkið tekur til jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðarfrá- gangs að utan og innan ásamt innrétting- um. Verklok verði 20. desember 2005. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 10.000 á skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu og á Teiknistofu Magga Jóns- sonar, arkitekts, Ásvallagötu 6, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 18. janú- ar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Blá- skógabyggðar eigi síðar en 8. febrúar 2005 kl. 16.00. Oddviti Bláskógabyggðar. Auglýsing um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverja- hrepps 2004-2016. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðal- skipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Aðalskipulagstillagan, ásamt greinargerð og athugasemdum, mun liggja frammi til sýnis á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi frá og með 26. janúar 2005 til og með 23. febrúar 2005. Ennfremur verður tillagan til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna og skal þeim skilað til Skeiða- og Gnúpverjahrepps eigi síðar en 9. mars 2005 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan ofangreinds frests, teljast samþykkja hana. Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Elsku amma mín, nú þegar þú ert farin frá okkur langar mig að segja að ég sakna þín mikið Ég trúi því varla ennþá að þú sért farin frá okkur þar sem mér fannst gjör- samlega fáránleg tilhugsun að þú myndir nokkurn tíma fara frá okkur, en svona er gangur lífsins sagði ein- hver. Þú hefur alltaf verið hress og góð kona og auðvitað góð amma. Ég tel mig hafa verið mjög heppinn að hafa átt þig fyrir ömmu. Amma, ég vil bara þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og hversu vel þú hefur reynst mér. Það eru margir hlutir sem ég hef lært frá þér, eins og þú sagðir mér þegar hann afi lést að maður á ekki að gráta þegar ástvinur deyr því þá líð- ur honum illa. Ég veit ekki hvað er til í því, en ég ætla ekki að láta þér líða illa núna loksins þegar þú ert komin á nýjan stað og líður vonandi vel. En að lokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og ég bið guð að varðveita þig á nýjum stað. Þinn Rúnar. Mig langar til að minnast elsku- legrar ömmu minnar, Guðrúnar Brynjólfsdóttur, nú þegar hún er fallin frá. Það var friðsæl stund á Sjúkrahúsi Akraness síðastliðinn sunnudag, þegar amma hvarf á braut, eftir að heilsu hennar hafði hrakað undanfarnar vikur og síðan mikið aðfaranótt laugardags. Það er léttir í því fólginn að hafa vissu fyrir að hún hafi fengið að fara eins og hún vildi fara og ég er sannfærður um að hún kveið ekki þeirri vegferð sem fyrir höndum var. Á stundum sem þessum rifjast upp ánægjulegar minningar frá fyrri tíð, allt frá því amma handleggs- brotnaði þegar hún var að spila fót- bolta við mig, fimm ára gamlan, í Borgarnesi, þar sem foreldrar mínir bjuggu á þeim tíma, til samveru- stunda sem við áttum á dvalarheim- ilinu Höfða þar sem við spjölluðum um heima og geima. Afi Bergþór og amma Guðrún fluttust á Höfða árið 1998, eftir að hafa búið svo til allan sinn búskap að Skólabraut 31 á Akranesi, þar sem þau reistu sér hús á lóð sem afi Bergþórs, Bergþór á Bergþórshvoli, gaf þeim hjónunum í brúðargjöf. Minningar um laxveiðitúrana í Flekkudalsá eru mér kærar, en þangað fór fjölskyldan í það minsta einu sinni á sumri frá því ég var í vöggu og fram eftir unglingsárun- um. Þar stóðu þær mæðgurnar, amma og mamma, ásamt Salóme tengdadóttur ömmu og dekruðu við okkur karlana þegar við skiluðum okkur í hús. Amma hafði mikinn áhuga og ánægju af ferðalögum, á GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR ✝ Guðrún Brynj-ólfsdóttir fædd- ist á Akranesi 1. apr- íl 1918. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness 16. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 21. janúar. okkar tíma mælikvarða voru ferðirnar kannski ekki margar, en á þeirra tíma mæli- kvarða voru þær það og minningar frá ferða- lögum innanlands og erlendis urðu henni kærari eftir því sem aldurinn færðist yfir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá ömmu og afa á Skólabrautinni á meðan ég stundaði nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Minningar um veturna sem ég dvaldi hjá þeim, í góðu yfirlæti, oft of góðu, mun ég geyma ævilangt. Ávallt voru vinir mínir velkomnir í eldhúsið til ömmu þar sem hún bauð upp á eitthvað gott í gogginn og hressilegt spjall. Það þroskar og bætir að fá að læra um það umhverfi sem foreldrar og foreldrar þeirra hafa alist upp í. Þær voru ófáar stundirnar sem við amma sátum við eldhúsborðið á Skólabrautinni, spilandi marías, kana, olsen olsen eða hvert það spil sem fangaði hugann, oft á tíðum á meðan afi var á sjó, enda þekkti amma ekki annað en líf sjómanns- konunnar þar sem miklar fjarverur maka frá heimili eru einkennandi. Söngáhugi ömmu var mikill og barst oft á tíðum söngur úr eldhúsinu þar sem hún æfði sig fyrir kóræfingu dagsins en hún var um árabil félagi í kór eldri borgara á Akranesi, það var svo hlutverk afa heitins að aka henni á æfingu. Amma var einstaklega skemmti- lega kona að tala við og það um- ræðuefni var ekki til sem hún gat ekki spjallað um. Hún var heilsteypt og góð kona. Talaði vel um sam- ferðamenn sína og kunni því illa þegar hún varð vör við baktal og tvö- feldni í fari fólks. Nú eru þau bæði fallin frá hjónin, Bergþór Guðjónsson, afi minn, skip- stjóri og útgerðarmaður og amma mín Guðrún Brynjólfsdóttir. Inn í mína framtíð held ég og tekst von- andi að tileinka mér gildi sem þau hjónin hafa kennt mér og uppálagt. Frá afa held ég áfram með setningu er hann sagði við mig er hann birtist mér í draumi, þegar mér þótti halla á mig í einhverju verkefni; ,,hættu þessu væli og farðu að vinna“, frá ömmu held ég áfram með það hug- fast að vera náunganum góður og láta fólk njóta sannmælis. Ömmu minni þakka ég fyrir þau tæplega þrjátíu ár sem ég fékk að eiga með henni og óska henni góðrar ferðar. Bergþór Ólason. Við fráfall Guðrúnar leita minn- ingarnar aftur til bernskuáranna. Hún og fjölskylda hennar voru hluti af minni bernsku, hún var gift föður- bróður mínum Bergþóri Guðjóns- syni og áttu fjölskyldurnar heima hlið við hlið í rúm fjörutíu ár. Gunna eins og hún var jafnan köll- uð var hress og kát kona og alltaf stutt í brosið og man ég hvað oft var gaman í eldhúsinu heima á Skóla- brautinni þegar mamma og Gunna voru að spjalla saman, þá var nú oft slegið á létta strengi. Gunna var heimavinnadi húsmóðir eins og flest- ar konur á þessum árum þegar ég var að alast upp, hún hugsaði vel um sitt fólk og eins og hún sagði oft að köllunum hennar liði vel og fengju nóg að borða. Það var gott að koma til hennar og man ég aldrei eftir henni nema í góðu skapi. Ömmu minni Herdísi sem bjó heima hjá okkur og flutti hingað suður orðin fullorðin kona reyndist Gunna sem besta vinkona og sátu þær oft og spjölluðu og spáði amma í bolla fyrir hana en það þótti Gunnu gaman. Ég man vel eftir þegar sjónvarpið kom fyrst hér á Skagann, þá var það hjá Gunnu og Begga og hvað mér fannst gaman að fara og horfa á sjónvarpið sem þá náði útsendingum frá Kefla- víkurflugvelli, en það var fyrir daga íslenska sjónvarpsins. Alltaf man ég eftir Guðjóni bróður þegar hann rölti yfir til Gunnu og fékk að horfa á Bonanza og fleiri þætti. Guðjón sat oft tímunum saman hjá henni enda hefur Gunna átt mikið í honum síðan og verið kært þeirra á milli. Margar voru veiðiferðirnar sem farnar voru vestur í Dali í Flekku og Fáskrúð og í minningunni man ég helst eftir veiðiferðunum í Fáskrúð. Þá voru Bergþór og pabbi að veiða og var fjölskyldan alltaf tekin með í þessar veiðiferðir, fengum við krakkarnir að taka þátt í þessu öllu með þeim. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana. Þau hjónin urðu fyrir þeirri miklu sorg að sonur þeirra Guðjón lést á besta aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein og varð það þeim þungur harmur en aldrei heyrði maður hana kvarta. Árið 1998 fluttu þau hjónin á Dvalarheimilið Höfða og eftir lát Bergþórs fann maður hvað hún þráði að hitta hann og Jonna son sinn að nýju. Guðrún var trúuð kona og hefur alla tíð verið viss um að annað líf tæki við að loknu þessu og hafði fengið sönnun þess á margan hátt. Hún var tilbúin til brottfarar og var unun á að hlusta hvað hún var yfirveguð og sátt við lífið. Að leiðarlokum vil ég þakka Gunnu fyrir hvað hún var mér góð alla tíð og okkar fjölskyldu. Megi góður guð blessa minningu hennar. Herdís Þórðardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.