Morgunblaðið - 26.01.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 26.01.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 41 MENNING Bílar á föstudögum Sérblaðið Bílar fylgir blaðinu á föstudögum. Meðal efnis næsta föstudag: Dísilbílar Reynsluakstur Formúla 1 Fyrstu vörubílarnir á Íslandi Hefur bensínverð áhrif á bílakaupin? Land Rover Discovery 3, Corvette, Audi Allroad, Skoda Octavia, Opel Vectra Sértilboð til áskrifenda á bílaauglýs- ingum 995 kr. með mynd - Mættu til okkar í Kringluna 1 og við tökum myndina frítt - Einfalt, ódýrt og þægilegt auglýsingar 569 1111 Auglýsingar: Sandra - 569 1140 og Ragnheiður -569 1275 Nýkomin falleg og vel skipulögð 86,3 fm íbúð á efri hæð í litlu fjölb. rétt við mjög góða þjónustu í Spönginni. Sér- inngangur. Góðar svalir. Fráb. stað- setning. Góðar innréttingar. Íbúðin get- ur losnað 15. feb. 2005. V. 15,3 m. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Grænakinn - Hafnarfirði Vorum að fá góða vel staðsetta 132,5 fm hæð á tveimur hæðum í góðu tví- býlishúsi á mjög góðum stað. Fjögur svefnherbergi. Parket og flísar á flest- um gólfum. Laus fljótlega. V. 21,9 m. Laufengi - Laus fljótlega HALLVEIG Thorlacius hefur rekið brúðuleikhús sitt Sögusvuntuna í tuttugu ár. Hún hefur sýnt í skól- um og leikskólum um land allt en einnig farið víða um heim. Í leik- skrá segir Hallveig tilgang leik- hússins vera að matreiða gamlar sögur sem hún gleypti í sig með hafragrautnum í eldhúsi ömmu sinnar. Til þess að segja sögurnar eru notaðar brúður og leikmyndir sýninganna eru einfaldar og þægi- legar að ferðast með. Talað er til áhorfenda og þeir jafnvel látnir hjálpa til á ýmsan hátt. Brúðurnar eru í seilingarfjarlægð frá börn- unum og heilla þau inn í heim sagn- anna. Í þetta sinn er það hinn ódæli Egill Skallagrímsson sem lifnar á leiksviðinu. Listin að koma hinum forna bók- mennta- og menningararfi okkar í einfaldri mynd til barnanna hefur vaxið og dafnað margvíslega síð- ustu árin. En hvað getur verið áhrifaríkara en að segja söguna beint með hjálp hins aldagamla brúðuleikhúss sem þó er ekki svo gamalt hér á landi? Sögusvuntunni tekst mjög vel að segja Egilssögu eftir að hafa „látið hann bíða lengi í dyragættinni“ eins og segir í leik- skrá en það var ekki fyrr en „sögu- maðurinn“ setti upp rauða nefið og fór að skoða þessa blóðugu vík- ingasögu með hreinum huga trúðs- ins sem aldrei dæmir – hvorki sjálf- an sig né aðra – sem sagan lifnaði. Trúðaleikur er vandasöm listgrein í leikhúsinu og ekki á allra færi. Hallveigu tekst ágætlega að búa til trúverðuga og saklausa stelpukonu sem segir söguna með sínu nefi. Hún er lífsglöð og fyndin þegar hún kynnir söguna og brúðurnar, leggur út af og spjallar við áhorf- endur. Það er skýrt hvar samúðin liggur og eins kemst ágætlega til skila hvað trúðurinn er hissa á hvað Egill var ofbeldisfullur en dæmir hann þó ekki heldur vorkennir hon- um frekar. Ramminn í leikstjórn og leikgerð er skýr; trúðurinn kemur með töskuna sína til að segja sög- una og kemur helstu og frægustu atriðum Egilssögu til skila þó að áherslan sé mest á mótun Egils í bernsku. Brúðurnar eru stórsnið- ugar; raunverulegar, lifandi og fjöl- breytilegar að stærð og gerð. Egill sjálfur er einstaklega stór og gróf- ur með annað augað uppi í hár- sverðinum en aðrar persónur fín- legri. Sniðugt er líka að nota puttabrúður til að sýna Egil lítinn í slagsmálum við jafnaldra sinn og áhrifamikið hvernig hann heggur af honum höfuðið. Sagan lifnar við hjá Hallveigu og listafólkinu sem leggur henni lið þegar Egla er sögð í þessum nýja spegli; með augum trúðsins með brúðurnar. Í ljósi þess hvað brúðu- leikhús er þakklátt og lifandi form er í rauninni einkennilegt hvað fáir hafa stundað þessa listgrein hér á landi. Þar hafa aðstandendur þess- arar sýningar verið með þeim fremstu um langa hríð og er fram- lag þeirra þakkarvert. Egill með augum trúðsins LEIKLIST Sögusvuntan Leikgerð: Hallveig Thorlacius og Þórhall- ur Sigurðsson. Leikstjórn: Þórhallur Sig- urðsson. Leikmynd og brúður: Helga Arn- alds. Leikari og brúðustjórnandi: Hallveig Thorlacius. Frumsýning 22. janúar 2005. Egla í nýjum spegli Brúðuleikur um Egil Skallagrímsson „Sagan lifnar við hjá Hallveigu og listafólkinu sem leggur henni lið þegar Egla er sögð í þessum nýja spegli; með augum trúðsins með brúðurnar.“ Hrund Ólafsdóttir FRÆGÐ í listum segir vart mikið um gæði, en netmiðilinn Artfacts- .net, þar sem myndlistarmönnum er raðað niður eftir vinsældum, fær daglega heimsóknir þúsunda manna sem vilja forvitnast um nýjustu hreyfingar á listanum. Vinsældirnar byggjast ekki á sölu verka eða dóm- um sérfræðinga, heldur fjölda sýn- inga og því hversu hátt sýning- arstaðirnir, þar sem verk lista- mannanna eru sýnd, eru metnir af miðlinum. Mannanna hendur koma ekki að röðuninni á listann, heldur reiknar tölva út einskonar vinsælda- vísitölu útfrá þeirri athygli sem listamennirnir njóta; þeir 100 fræg- ustu komast á úrvalslistann. Ólafur Elíasson í 17. sæti Á listanum eru nöfn um 16.000 samtímalistamanna og reiknað er útfrá upplýsingum á þriðja þúsund sýningarsala, listasafna og lista- messa. Listamennirnir verða að starfa á alþjóðlegum vettvangi, þ.e. starfa með galleríum eða sýna reglu- lega í a.m.k. þremur löndum. Síðan Artnet.net byrjaði árið 1999 að gefa út upplýsingar um vinsældir lista- manna, hefur Pablo Picasso einokað toppsætið og Andy Warhol fylgt honum fast eftir. En eins og sjá má á grafi um hvern einstaka listamann, sem hægt er að kalla upp á vefnum, hafa vinsældir flestra annarra verið sveiflukenndar. Ólafur Elíasson sit- ur nú í 17. sæti listans og tveir aðrir myndlistarmenn sem hafa átt frjó tengsl við Ísland í verkum sínum, Dieter Roth og Roni Horn, eru í 38. og 66. sæti á lista yfir 100 vinsælustu myndlistarmennina. Þá má geta þess að þýska myndlistarkonan Rosemarie Trockel, sem sýnir þessa dagana í Gerðubergi, er í 39. sæti. Myndlist | Listi yfir vinsælustu myndlistar- mennina endurnýjaður daglega á Netinu Picasso og Warhol vinsælastir              !"   #!$ !"!&"' ( "# ()!* %! + ,!)'  - '' -#!  .!/ 0 !!," )!12'' 2 "!% !# '1 3 4!5 0 / &-"'' (44  + % , - . / +0 1 +% %% ++ +- & 2 +& +. +1 ,% .+ %, +&&+3+2/, +2%&3+2&/ +&/23+2.0 +2.+3 +2,%3 +2%+3+2&- +&2,3+2&, +2.+3 +&-23+21. +2%&3 +2++3 +20.3+2&2 +2-%3 +2-03 +21.3 +2,&3 +2-/3 +2.%3 +2%,3+22/ +2.-3              %00,  ! Reuters Þetta verk eftir Pablo Picasso, Skyttan með pípuna, frá 1968, var selt á uppboði hjá Christie’s í fyrra. Hann var vinsælasti listamaður ársins 2004.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.