Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 3
Mánudagur 14. sept. 1953 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Þórður kakali safriaði liði snemma um vorið 1246 og fór vestur til Skagafjarðar gegn Brandi Kolbeinssyni. Varð þá Haugsnessbardagi, mann- skæðasta orrusta, sem háð hefur verið á Islandi, en þar lágu um 100 manns eftir í valnum. Sigur Þórðar byggð- ist á harðfylgi hans og manna hans og öruggri herstjórn. En Þórður tók einnig í þjónustu sína sálrænar baráttuaðferð- ir, sem minna á hernað 20. aldar. Það voru ekki þeir Franco og Hitler, sem fundu upp fimmtu herdeildina. I Haugsnessbardaga hafði Þórður komið sínum mönnum fyrir í liði andstæðinganna. Var það Einar auðmaður í Vík í Skagafirði, sem kvænt- ur var frænku Þórðar og son- ur hans. Þessir menn flýðu úr liði Brands Kolbeinssonar, þegar bardaginn stóð sem hæst, og hafði flótti þeirra þau áhrif, að margir flýðu á eftir. Hafa Skagfirðingar síð- ur varazt svik Einars, þar sem (hann virðist áður hafa verið tryggur fylgiSmaður Brands Kblbeinssonar. Hafði Einar verið með Brandi að vígi Þór- ólfs Bjarnasonar á Óslandi, er Brandur hefndi tengda- foður síns, Kálfs Guttorms- sonar, en það víg bakaði þeim uih hríð reiði Kolbeins Unga. ÞÍrður valdi því ólíklegan mánn til svikanna. Ólaíur Hansson, meoifðskólðkennari: 4. GREIN FLUGUMYRARBRENNA - alda minning Á Haugsnessfundi komnir í lið Þórðar kakala tveir menn, er áður höfðu fýlgt Kolbeini unga. Báðir þessir menn, Eyjólfur Þor- stleinsson og Hrani Koðráns- son, komu síðar mjög við sögu Flugumýrarbrennu. — Eýjólfur var sonur Þorsteins Jónssonar í Hvammi í Vatns- dal, eins ágætasta höfðingja á fyrri hluta 13. aldar. Þor- steinn var tryggur fylgismað- drepa tengdason Þorsteins, Mörð sterka Eiríksson, sem var hinn mesti kappi og háfði gengið manna bezt fram í liði Kolbeins uriga á Örlygsstöð- lun. Eftir þetta höfðu þeir Hvammverjar sig ekki í frammi gegn Þórði. Einn var þó sá maður i ætt þeirra, sem var áfram svarinn fjandmað- ur Sturlunga, en náinn vin- ur Kolbeins unga. Það var bróðir Þorsteins í Hvammi, Éinar, sem kallaður var lang- ur eða langadjákn. Einar virð ist hafa verið mjög óskaplík- ur Þorsteini bróður sínum, hann var hinn mesti ribbaldi og ofsamaður, einn hinna harðsnúnustu og grimmustu manna í liði Kolbeins, sem gaf foringja sínum ekkert eftir. Einar var oft og tíðum hægri hönd Kolbeins í baráttu hans við Þórð kakala, svo sem í Flóabardaga. Eftir lát Koi- beins gekk Einar í flokk Eyjólfs, margir litu nú á Þói'ð sem upprennandi stjörnu. Auk þess hefur harka Þórðar verið Eyjólfi meir að skapi en friðsemd Brands Kolbeins- sonar. En aldrei munum við fá að vita með neinni vissu, hvað olli snúningi Eyjólfs, er hann gekk úr flokki Ásbirn- inga yfir í Sturlungaflokkinn. Eftir Haugsnessfund voru böndin milli þeirra Þórðar og Eyjólfs treyst enn fastar. Eyjólfur kvæntist bróðurdótt ur Þórðar, Þuríði, laundóttur Sturlu Sighvatssonar, en Kol- finna, systir Eyjólfs, gerðist fylgikona Þórðar. Eyjólfur Þorsteinsson virð- ist um margt hafa verið líkur Sturlu Sighvatssyni, tengda- föður sínum. Hann var glæsi- menni hið mesta, ástsæll af sínum mönnum, en harður og grimmur óvinum sínum. Hann var athafnamaður og baráttumaður, hin eldsnögga að hann hafi verið neyddur til að fylgja Kolbeini. Þegar eftir lát Kolbeins er hann kominn aftur í flokk Þórðar og var einn af vöskustu föru- nautum hans, en sennilega hefur hann spillt fyrir Þórði með hrottaskap sínum. Ekki var að furða, þótt slíkur mað- ur sem Hrani óttaðist um sálarheill sína, enda hann á dauðastundinni: má mjög ugga, að eigi sé vís gistingin, sú er mér gegndi.“ Brands Kolbeinssonar og árás var honum að skapi. En barðist með honum í Haugs- ’fljótfær vriðist Eyjólfur hafa voru nesi. Var hann þar haridtek- verið og ekki djúpskyggn. inn og hefði vafalaust verið Það varð honum til happs, að drepinn, ef Eyjólfur bróður- sonur háns hefði ekki bjarg- hann var löngum bandamaður sér vitrari manna, fyrst Þórð að honum. Fáum mönnum jar kakala, síðar Hrafns Odds- átti Þórður kakali grárra að sonar. Eyjólfur Þorsteinsson gjalda en Einari lang. Eftir þetta hverfur Einar úr sög- unni um hríð, og hefur hann sennilega dvalizt langdvölum í Noregi, því að síðar er þess getið, að hann hafi verið grá- munkur í Tötruklaustri í ur Kolbeins unga, en reyndi Þrændalögum. Ösköp er hætt stundum að halda aftur af honum og sefa heift hans, svo sem á fundinum í Flatatungu 1234. Eyjólfur, sonur Þor- steins, var í æsku mjög hand- génginn Kolbeini unga og var löngum með honum á Flugu mýri. Örlögin geta verið und- arlég. Fundum þeirra Þórðar kakala og Eyólfs Þorsteins- sónar, sem áttu eftir að verða nánir vinir og samherjar, bar fyrst saman sumarið 1243. Þá reið Þórður með flokk manna í Hvamm, og er svo að sjá, að hann hafi í fyrstu ætlað sér að drepa þá feðga, Þorstein og Eyjólf, er voru í fremstu röð fylgismanna Kolbeins unga í HÍúnaþingi. Eyjólfur komst undan um bakdyr og reið þeg ar norður í Skagafjörð til Kolbeins unga. Þorsteinn var aftur á móti handtekinn, en margir urðu til að biðja hon- um griða, því að hann var manna vinsælastur. Fór svo, að Þórður gaf honum grið, en vinna varð Þorsteinn honum trúnaðareiða. -Hins vegar 'lét Þóröur raðið nokkru : um við, að þessum ribbalda og grimmdarsegg hafi gengið erfiðlega að tileinka sér kær- leiksboðorð Frans frá Assisi, regluföður síns. Síðast er get- ið um Einar sem heimamann Heinreks biskups Kárssonar á Hólum. Eftir atburðina í Hvammi hverfur Eyjólfur Þorsteins- sjónum okkar í nærri þrjú ár. Við sjáum hann, þar sem hann ríður í morgunskímunni á fund Kolbeins unga vinar síns og síðan ekki fyrr en í Haugsnesi. Þá er hann orðinn einn af fyrirliðunum í flokki Þórðar kakala og berst gegn sínum gömlu vinum og sam- herjum. Hvergi fæst nein skýring á þessum snarsnún- ingi Eyjólfs. Ótrúlegt er, að Eyjólfur hafi talið sig í slíkri þakkarskuld við Þórð fyrir að hann þyrmdi lífi föður hans í Hvammi, að hann hafi þessvegna gengið honum á hönd. Hann átti á hinn bóg- inn mágs síns að hefna. Ekki er ólíklegt, að framgimi hafi sagði ,-Mig var oft nefndur Eyjólfur ofsi, og hefur hann að líkindum. fengið það nafn eftir Flugu- mýrarbrennu. Annars kemur þetta viðurnefni hvergi fyrir í Sturlungu, en hins vegar í sögu Árna biskups Þorláks- sonar. Sennilega hafa annað- hvort Árnesingar eða Skag- firðingar gefið honum þetta nafn í fyrstu, en 1 þeim hér- uðum var hann ákaflega hat- aður eftir brennuna, og þó líklega meir í Árnessýslu. Hrani Koðránsson var æv- intýramaður og lukkuriddari, harðskeyttur og hrottalegur. Laus var Hrana liöndin, hann barði Austmann í Vestmanna eyjum, og síðar laust hann hinn ættstóra höfðingja Filippus Sæmundsson í Odda keyrishögg. Þessi ribb- borin vel sagan alls staðar í aldi var ekki að víla fyrir Sturlungu, nema í skamma- sér, hvar í flokki hann stæði, vísu, sem kerling í Sælings- Eftir Haugsnessbardaga lét Þórður kakali höggva Brand Kolbeinsson á Róðugrund. Hefur hann talið pólitíska nauðsyn að ryðja úr vegi for- ustumanni Ásbirniriga, svo að þeir yrðu sem höfuðlaus her. Synir Brands voru þá enn ungir, en faðir hans, Kolbeinn kaldaljós, gamall maður og ihrumur orðinn. Páll, bróðir Brands, var friðsemdarmaður og ekki fallinn til stórræða. Svo fór og, að með dauða Brands var blómaskeið Ás- birninga á enda, þeir báru ekki sitt barr eftir þetta. Upp frá þessu höfðu þeir ekki einu sinni forustu í Skagafirði, hvað þá annars staðar. Að vísu voru þeir Þórður kakali og Þorgils skarði, er báðir réðu Skagafirði um hríð eftir þetta, Ásbirningar í móður- ætt, en hinn forni karlleggur Ásbirninga var lamaður upp frá þessu. I stað þess að vera valdamiðstöð mikillar ættar, er sótti á nágrannahéruðin, varð Skagafjörður nú póli- tískt tómrúm — vacuum, er höfðingjar úr öðrum lands- hlutum sóttu á og börðust um. Brands Kolbeinssonar var sárt saknað af Skagfirðingum og jafnvel líka af mönnum í flokki andstæðinga hans. Ingjaldur Geirmundarson skáld, einn tryggasti flokks- maður Sturlunga, yrkir um hann fögúr eftirmæli í Brands flokki. Yfirleitt er Brandi hann skipti oft um húsbænd- ur. Fyrst er hans getið sem fylgdarmanns Þórðar kakala í Noregi, en síðar gerðist hann maður Snorra Sturlu- sonar og fór með honum út til íslands 1239. Ekki hélt þó Hrani lengi /tryggð við Sturlunga í það sinn, enda var það ekki vænlegt til frama á þeim árum. 1 Flóabardaga er Hrani einn af skipstjórum Kolbeins imga gegn Þórði formrini sínum. Vera má þó, dalstungu orti um Skagfirð- inga, er þeir rændu þar, „Beinir Brandur til rána“. En á slíkum skáldskap í hita bar- áttúnnar er lítið mark tak- andi. Brandur og Páll bróðir hans voru um flest ólíkir Ás- birningum, en svipaði um flest til Oddaverja, móðurfrænda sinna. Örlög Brands eru harm leikur, sagan um friðsaman mann og góðgjarnan, sem var skipað í fýlkingarbrjóst í baráttu, sem var honum ekki að skapi og reyndist honum um megn. Ekki brá Gissur Þorvalds- son nógu fljótt við til að verða Brandi að liði á Haugsness- fundi. Hafði þó Brandur sent honum bréf skömmu áður og tjáð honum vandræði sin. Er þetta bréf birt orðrétt í Þórð- ar sögu kakala, hvernig seni á því stendur, að slíkt einka- plagg úr fórum Gissurar hef- ur komizt í ihendur þess, er þá. sögu ritáði. Menn geta látið sér detta í hug ýmsar skýr- ingar á þessu, þó allt sé raur,- ar í óvissu um það. Björn M. Ólsen sýndi fram á það, að Svarthöfði Dufgusson hlyti að vera einn helzti heimildar- maður Þórðar sögu kakaia, en hann var einn fremsti mað- urinn í flokki Þórðar. Senni- legt er, að sumir kaflar Þórð- ar sögu séu ritaðir eftir frá- sögn Svarthöfða á efri árurn hans. Sonur Svarthöfða hét Björn. Hann lét son sinn heita Gissur, og er það tekið fram, að hann hafi verið heitinn, eftir Gissuri Þorvaldssynt. Þessi sveinn, Gissur Bjarnar- son galli í Víðidalstungu, varð seinna höfðingi mikill og varð 101 árs gamall. Það má teljast furðulegt, að sonur Svarthöfða Dufgussonar skyldi láta son sinn heita eftir Gissuri Þorvaldssyni, svo mik- il óvild sem verið hafði með þeim Dufgussonum og Giss - uri, að minnsta kosti er á leið. Hefur mönnum dottið í hug, að kona Bjarnar Svarthöfða- sonar hafi verið Ingibjörg Gunnarsdóttir frá Geita- skarði, sem verið hafði frilla Gissurar jarls mörg síðustu ár hans. Gæti þetta skýrt bæðt nafn Gissurar galla og eins hitt, að plögg Gissurar jarls skyldu komast í hendur höf- undar Þórðar sögu, sem að líkindum hefur staðið í nánu. sambandi við þá feðga, Svart- höfða og Björn. Annars er líka hugsanlegt, að bréfið hafi verið í fórum Þórðar Narfa- sonar, sem margir telja, að hafi skeytt Sturlungu samati í heild. Þórður var systurdótt- ursonur Gissurar jarls, og vel getur verið að plögg Gissurar hafi komizt í hendur þessa ættingja hans, því að hann átti engin hörn á lífi, svo að vitað sé. Engin ástæða er til að ætla, að Gissur hafi af ásettú ráði dregið að koma Brandi til hjálpar. Hann hlaut að vita, að sigur Þórðar gat orðið hon- um stórhættulegur. Eftir Haugsnesfund náði.ríki Þórð- ar og bandamanna hans ýfir hálft Island, norðan úr Þing- eyjarsýslu og vestur um land til Borgarf jarðar, þó að hann væri að visu enn ekki búinu að treysta veldi sitt í Skaga- firði. En þeir báðir Gissur óg Þórður hikuðu við að láta sverfa til stáls, enda óvist, hvernig þeir leikar hefðu far- ið. Þeir sættust á, að báðir Framhald á-7. Síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.