Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 26. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Íslenska bráðavaktin Mánudagar annasamastir á slysa- og bráðadeildinni | Daglegt líf 26 Bílar | Suzuki Ignis er lítill en knár fjórhjóladrifsbíll  Ódýr og vel búinn Chevrolet Lacetti Íþróttir | Ætlum að sigra Rússa Fjölnir lagði KR í körfuknattleik OPINBERUM stofnunum, s.s. sýslumannsembættum og dómstólum, var um áramót gert að hækka ýmis gjöld samkvæmt breytingum á lögum um aukatekjur ríkis- sjóðs, nr. 88/1991, sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir jól. Að jafnaði hækkuðu gjöldin um 10% en dæmi eru um enn meiri hækkanir. Þannig hækkaði ljósritunargjald um 50%, fór úr 100 kr. fyrir hverja blaðsíðu í 150 krónur, og gjald fyrir skráningu erlendra félaga hækkaði um 230%, úr 50 þúsund kr. í 165 þúsund. Eiga þessar hækkanir að skila alls 200 milljóna króna tekjuauka í ríkissjóð. Í greinargerð með frumvarpinu segir að flest gjöldin hafi haldist óbreytt að krónutölu frá árinu 1997 eða lengur. Til samanburðar er nefnt að vísitala neyslu- verðs hafi frá 1997 hækkað um 34%. Er hækkun að jafnaði upp á 10% sögð vera í takt við forsendur í tekju- áætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005. Þessi opinberu gjöld eru af ýmsum toga, alls vel á annað hundraðið ef allt er talið. Má þar nefna gjöld sem dómstólar innheimta, gjöld fyrir fullnustuaðgerðir og búskipti fyrir sýslumanni, þinglýsingagjöld, gjöld fyrir atvinnustarfsemi og veitingu atvinnuréttinda, skrán- ingargjöld margs konar, gjöld fyrir vottorð og ýmis leyfi og áðurnefnd ljósritunargjöld. Ríkið á að sýna gott fordæmi Formaður Félags fasteignasala, Björn Þorri Vikt- orsson, gagnrýnir þessar hækkanir en fasteignasalar og íbúðakaupendur þurfa að inna af hendi ýmis gjöld vegna fasteignaviðskipta. Auk hækkunar á ljósritunar- gjaldi bendir hann á að þinglýsingargjald og veðbók- arvottorð hafi hækkað um 12,5%. Hverri sölu fylgi margs konar kostnaður vegna skjala og vottorða. „Það er svolítið merkilegt þegar ríkið gengur fram fyrir skjöldu í því ástandi sem er núna, allt er við rauðu strikin samkvæmt kjarasamningunum og verðbólgan í efri mörkum, og kemur með 50% hækkun á einu bretti, sér í lagi á gjöldum sem mönnum þóttu býsna há fyrir.“ Tekjuauki af hækkunum gjalda ríkisins 200 milljónir Ljósritunargjald hækkar um 50% og skráning erlendra félaga um 230% NÝ vísindarannsókn bendir til að gömul kenning um að konur kunni einfaldlega ekki að leggja bíl í stæði eigi hugsanlega við nokkur rök að styðjast. Í grein þýskra vísinda- manna í Intelligence er því haldið fram að margar konur fái lítið af hormóninu testósteróni í móð- urkviði og þetta kunni að skýra hvers vegna rúmskynjun þeirra sé ekki jafnnæm og karla. Frá þessu greinir fréttavefur BBC. Vísindamennirnir könnuðu rúm-, talna- og tungumálsskyn 40 sjálfboðaliða. Einnig var borin sam- an lengd vísifingurs og baugfingurs á hverjum sjálfboðaliða fyrir sig, en vísindamennirnir segja að tengsl séu á milli lítils magns testósteróns og tiltölulega stutts baugfingurs. Hjá konum eru þessir fingur yf- irleitt jafnlangir, en hjá körlum er baugfingurinn yfirleitt mun lengri en vísifingurinn. Körlum gekk í flestum tilvikum betur en konum þegar rúmskynjun var prófuð, en konur sem voru með baugfingur lengri en vísifingur náðu betri árangri en konur með fingurna nokkurn veginn jafn- langa. Dr. Petra Kempel, sem stjórnaði rannsókninni, segir að munurinn á milli einstaklinga inn- an hópsins, sem rannsakaður var, hafi reynst „merkilegur“. Vís- indamennirnir taka þó fram að nið- urstöðum verði að taka með fyr- irvara vegna þess að aðeins hafi verið tekið eitt munnvatnssýni úr hverjum þátttakanda og ekki tekið tillit til tíðahrings kvennanna sem haft geti áhrif á hormónamagn. Aksturslag kvenna gert skiljanlegt? ALGENGT er að fasteignasalar þurfi að fá eigna- skiptasamning í fjölbýli ljósritaðan hjá embætti sýslumanns. Björn Þorri, formaður fasteignasala, bendir á að fyrir hækkun hafi 60 síðna samningur fyrir stórt fjölbýlishús kostað 6.000 krónur í ljósritun en nú kosti hann 9.000 krónur. Fyrir áramót hafi mönnum þótt nóg um, hvað þá eftir 50% hækkun á ljósritunargjaldi. Skiptasamn- ingur fyrir þennan pening sé farinn að jafnast á við vandaða bók út úr búð, t.d. íslenska orðabók. Hækk- unin ein sé jafnvirði einnar skáldsögu. Á við vandaða bók ÞESSIR Alsír-búar brugðu sér í snjókast í Algeirsborg í gær en það er ekki oft sem þeim gefst tækifæri til þess, raunar hefur ekki fallið jafnmikill snjór í Algeirsborg í meira en fimmtíu ár. Olli snjókoman því að bílaumferð fór mjög úr skorðum í borg- inni. Það hefur snjóað víðar í N-Afríku og fimbulkuldi hefur sömuleiðis verið í mörg- um löndum Mið- og Austur-Evrópu. Reuters Mesti snjór í Alsír í meira en hálfa öld ARIEL Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði í gærkvöldi að aðstæður væru að skapast fyrir miklum og jákvæðum tíð- indum í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Notaði Sharon orðalagið „söguleg umskipti“ í þessu sambandi. Fyrr um dag- inn hafði hann hrósað Mahmoud Abbas, nýjum forseta Palest- ínumanna, fyrir viðleitni hans til að stöðva ofbeldisverk palest- ínskra öfgahópa á ísraelskri grundu en Abbas hefur talið Hamas-samtökin og Al-Aqsa- herdeildirnar á að halda að sér höndum í þeim efnum. Abbas og Ahmed Qurei, for- sætisráðherra Palestínumanna, hafa lýst því yfir að þeir vilji binda enda á „vopnaðan glund- roða“ sem ríki í borgum Vestur- bakkans og Gaza-svæðisins. Gaf Qurei í gær út tilskipun sem þyk- ir miða að þessu en með henni er bann lagt við því að óbreyttir borgarar beri vopn. Friðarviðræður af stað? Hamas og Al-Aqsa hafa lýst sig reiðubúin til að lýsa formlega yfir vopnahléi en krefjast þess á móti að Ísraelar byrji að láta lausa um 8.000 Palestínumenn sem sitja í fangaklefum í Ísrael. Og Abbas fór í gær fram á að Ísraelar lýstu einnig yfir vopna- hléi á hernumdu svæðunum. Sharon flutti ræðu í Jerú- salem í gærkvöldi og sagði þá mjög jákvætt hvernig ný yfir- völd í Palestínu hefðu beitt sér að undanförnu og sagði mögu- leika fyrir hendi að ró kæmist á, hægt yrði að tryggja öryggi ísr- aelskra borgara og síðan semja um friðinn „sem við óskum svo heitt og sem við eigum rétt á“. Sagðist Sharon reiðubúinn til að mæta Palestínumönnum á miðri leið í þessari vegferð þó að ekki kæmi til greina að gefa neitt eftir að því er varðaði ör- yggi ísraelskra borgara. „Ég tel að söguleg umskipti séu mögu- leg í samskiptum okkar við Pal- estínumenn,“ sagði Sharon. Söguleg umskipti? Jerúsalem, Ramallah. AFP, AP. Sharon telur „söguleg um- skipti“ möguleg í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.  Ummæli Ariels Sharons glæða vonir um frið í Mið-Austurlöndum Bílar og Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.