Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VONIR GLÆÐAST UM FRIÐ Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að „söguleg um- skipti“ væru möguleg í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Ummæli hans glæða vonir um frið í heims- hlutanum en Sharon fór í gær afar jákvæðum orðum um Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu- manna, og hrósaði hann honum fyrir aðgerðir hans sem miðað hafa að því að koma í veg fyrir ofbeldisverk pal- estínskra öfgahópa í Ísrael. Miklar hækkanir Gjaldahækkanir ýmissa opinberra stofnana, s.s. sýslumannsembætta og dómstóla, sem tóku gildi um ára- mót skila sér í 200 milljóna króna tekjuauka fyrir ríkissjóð. Að jafnaði hækkuðu gjöldin um 10% en dæmi eru um enn meiri hækkanir. Þannig hækkaði ljósritunargjald um 50% og skráning erlendra félaga um 230%, hækkaði úr 50 þúsund kr. í 165 þús- und kr. Sagði starfi sínu lausu Róbert Marshall, fréttamaður á Stöð 2, sagði starfi sínu lausu í gær eftir gagnrýni forsætisráðuneytisins á fréttaflutning Stöðvar 2 um Íraks- málið í fyrrakvöld. Fram kom í frétt- um að Ísland hefð verið á lista hinna viljugu þjóða fyrir ríkisstjórnarfund 18. mars 2003 þegar svo reyndist ekki vera. Helförin gleymist ekki Þess var minnst víða um heim í gær að sextíu ár eru liðin frá því að sovéskir hermenn frelsuðu fanga í útrýmingarbúðum nasista í Ausch- witz. Leiðtogar fjölda ríkja voru samankomnir í Auschwitz í gær í til- efni þessara tímamóta og var því lýst yfir við þetta tækifæri að það sem þar gerðist mætti aldrei end- urtaka sig. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Viðskipti 14 Bréf 33 Úr verinu 15 Minningar 34/43 Erlent 16/17 Brids 45 Minn staður 18 Myndasögur 46 Akureyri 19 Dagbók 46 Höfuðborgin 20 Víkverji 46 Austurland 20/21 Staður og stund 47 Landið 21 Leikhús 50 Suðurnes 22 Bíó 54/57 Listir 22/24, 49/57 Ljósvakamiðlar 58 Daglegt líf 26/27 Veður 59 Umræðan 28/33 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                 ! " #     $     %&' ( )***           FRÁ og með árinu 2001 hefur fóst- ureyðingum meðal stúlkna undir tvítugu farið fækkandi. Fæðingar- tíðni hefur einnig farið lækkandi í sama aldurshópi og á sama tíma hefur sala á neyðargetnaðarvörn aukist. Þetta kemur m.a. fram í skýrsl- unni Fóstureyðingar 2003, sem komin er út hjá landlæknisembætt- inu. Er skýrslan byggð á skrá emb- ættisins um fóstureyðingar á Ís- landi þar sem færðar eru upplýsingar um tiltekin ópersónu- greinanleg skráningaratriði. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að árið 2003 var framkvæmd 951 fóstureyðing hjá konum með lögheimili á Íslandi. Sé miðað við fjölda kvenna á barneignaraldri 2001–2003 voru framkvæmdar að meðaltali 14,8 fóstureyðingar á ári fyrir hverjar 1000 konur. Þessi tala hefur verið svipuð frá árinu 1996. Meðalfjöldi fóstureyðinga á sama tímabili fyrir hverja 1000 lifandi fædda var 229,4. Í skýrslunni er gerður saman- burður á tíðni fóstureyðinga á Norðurlöndum. Ef borin er saman aldursbundin tíðni fóstureyðinga er hún hærri á Íslandi meðal kvenna undir tvítugu en á öðrum Norður- löndum miðað við fjölda kvenna á barneignaraldri. Sé hins vegar tek- ið tillit til hærri fæðingartíðni á Ís- landi en á öðrum Norðurlöndum er fjöldi fóstureyðinga miðað við 1000 lifandi fædda lægri á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Aukin sala neyð- argetnaðarvarna Meira á mbl.is/itarefni HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Reykjavíkurborg til að greiða konu, sem slasaðist þegar skyggni féll á hana við Ingólfstorg á Hinsegin dögum í ágúst 2002, 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Í Héraðs- dómi hafði borgin verið sýknuð af kröfum kon- unnar sem og Gay Pride – Hinsegin dagar. Sýkna Gay Pride var hins vegar staðfest í Hæstarétti. Málavextir voru þeir að Gay Pride hafði fengið leyfi lögreglu til að halda tónleika á Ingólfstorgi og leyfi Reykjavíkurborgar fyrir afnot af torginu. Þegar slysið varð höfðu unglingar klifrað upp á skyggnið með þeim afleiðingum að það féll á þá sem voru fyrir neðan. Konan var meðal margra sem urðu fyrir því og fékk höfuðhögg og meiddist á hálsi og baki. Hæstiréttur taldi að Reykjavík- urborg bæri skaðabótaábyrgð á tjóni konunnar. Hæstiréttur taldi að við gerð mannvirkja og annarrar aðstöðu sem sérstaklega væri útbúin fyrir hvers kyns fjöldasamkomur yrði að hafa í huga tilhneigingu barna og ungmenna til að kom- ast eins nærri flytjendum og kostur væri og koma sér fyrir þar sem vel sæist til þeirra. Auðvelt hefði verið að komast upp á skyggnið og í ljósi aðstæðna hefi verið varhugavert að hafa skyggnið uppi á umræddum tíma þegar sviðið undir því var ekki notað við skemmtihald, heldur annað eða önnur svið. Unnt hefði verið að taka skyggnið niður með óverulegri fyrirhöfn og hefði verið til þess full ástæða í þeim fáu tilvikum þar sem dagskrá á mjög fjölmennum samkomum var flutt af öðru sviði en því sem var undir skyggninu. Með því að fjarlægja ekki skyggnið hefði aðstaðan verið hættuleg og hefði sú hætta ekki verið ófyrirsjáan- leg. Hefði öryggi manna því ekki verið tryggt nægilega. Þótt kenna mætti ungmennum sem sátu á skyggninu um tjón konunnar taldi Hæstiréttur að borgin bæri skaðabótaábyrgð vegna gáleysis. Málið dæmdu Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnlaugur Claessen. Stefán Geir Þórisson hrl. flutti málið fyrir konuna, Hákon Árnason hrl. fyrir Gay Pride og Ólafur Haralds- son hrl. fyrir Reykjavíkurborg. Kona fær 2,5 milljónir frá borginni í skaðabætur fyrir slys á Hinsegin dögum Reykjavíkurborg hefði átt að taka skyggnið niður Morgunblaðið/Ingibjög ATLANTSOLÍA áformar að opna þriðju sjálfsafgreiðslustöð fyr- irtækisins við Sprengisand (við Bú- staðaveg) í byrjun næsta mánaðar. Að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðs- og kynningarfulltrúa Atl- antsolíu, miðar framkvæmdum við bensínstöðina vel og er verkið á undan áætlun. Í gær var hafist handa við að steypa gólf stöðv- arinnar. „Það var eins og að fá happ- drættisvinning að fá þessi hlýindi sem komu núna. Við vorum að berj- ast við frostið, en með þessum hlý- indakafla höfum við skotist fram úr verkáætlun og erum núna komnir mjög vel á veg,“ segir Hugi. Að hans sögn eru dælur tilbúnar og er unnið að því að þrýstiprófa þær. Tvöfaldar leiðslur séu í öllum kerf- um. Stefnt er að því að opna tvær næstu sjálfsafgreiðslustöðvar Atl- antsolíu í Njarðvík og á Dalvegi í Kópavogi. Ný bensínstöð Atlants- olíu opnuð í febrúar HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að VSÓ ráðgjöf greiði Um- hverfisrannsóknum ehf. 1 milljón króna vegna vinnu við matsskýrslu um umhverfisáhrif við Norðlinga- ölduveitu á árinu 2002. Þess í stað dæmdi Hæstiréttur Umhverfisrann- sóknir til að greiða VSÓ 134 þúsund krónur. Deilan stóð um skyldu VSÓ til greiðslu á fimm reikningum Um- hverfisrannsókna vegna vinnu við að fara yfir og endurbæta texta ein- stakra kafla í matsskýrslu um um- hverfisáhrif Norðlingaölduveitu. Umhverfisrannsóknir gerðu kröfu um 5 þúsund kr. tímagjald fyrir vinnu í 415,5 klst. auk greiðslu fyrir akstur. VSÓ hélt því fram að Um- hverfisrannsóknir krefðust greiðslu fyrir óeðlilega marga tíma og að fjár- hæð tímagjaldsins væri of há. Kröfur VSÓ voru reistar á niðurstöðum matsmanns sem dómkvaddur var að beiðni þess. Í málinu lá fyrir að að- ilar höfðu samið um endurgjald að fjárhæð 3.300 kr. á klst. og gert með sér drög að verksamningi vegna vinnu í tengslum við matsskýrsluna. Samningurinn var aldrei undirritað- ur en aðilar voru sammála um að sá texti hefði að öðru leyti en varðandi höfundarrétt að geyma efni þess munnlega samnings sem komst á. Í Hæstarétti var talið með vísan til þeirra gagna sem fyrir lágu að VSÓ hefði borið að greiða Umhverfis- rannsóknum 3.500 kr. á tímann fyrir fyrrnefnda vinnu í 27,5 klst og 4.500 kr. á tímann í 227 klst. auk 11.492 kr. í greiðslu fyrir akstur eða samtals 1.405.906 kr. Þar sem VSÓ hafði þegar greitt 1.540.000 kr. með fyr- irvara var Umhverfisrannsóknum gert að greiða VSÓ 134.094 kr. að frádregnum dráttarvöxtum. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Erla S. Árnadóttir hrl. flutti málið fyrir VSÓ og Ragnar Að- alsteinsson hrl. fyrir Umhverfis- rannsóknir. Dómi í vinnulaunadeilu vegna umhverf- ismatsskýrslu snúið við í Hæstarétti Tímakaupið of hátt að mati VSÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.