Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Budget bílaleiga: 2 verð einfalt val. Tíminn er dýrmætur, ekki flækja málin. Fólksbílar 3.900 krónur á dag frá Toyota Yaris upp í Kia Magentis. Jeppar 6.900 krónur á dag frá Toyota Rav4 upp í Toyota Land Cruiser. Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging. Budget bílaleiga, Sími 562 6060, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík, www.budget.is Budget bílaleiga er á eftirfarandi stöðum á landinu: Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum, Þórshöfn, Þorlákshöfn og Bakka. Ákvarðanir eru erfiðar. Þær eru auðveldari þegar möguleikarnir eru bara 2. C o nc ep t MÖRGUM er í fersku minni þegar sex mönnum, þar af fjórum mönn- um úr kajakleiðangri Blindra- félagsins var bjargað um borð í þyrlu af danska eftirlitsskipinu Tríton, eftir að þeir lentu í miklum sjávarháska við Grænland 15. september sl. Í gær hittu tveir leiðangursmanna skipstjórann á Tríton og færðu áhöfn skipsins þakkarvott. Sjóslysið varð þegar vélbátur var að flytja leiðangursmenn og allan búnað þeirra til byggða, en leiðangursmenn höfðu þá róið um 930 km með strönd Austur- Grænlands en sökum viðvarandi illviðris urðu þeir að hætta við að róa síðasta legginn. Vél bátsins drap á sér og rak hann stjórnlaust í átt að skerjum þegar þyrlan hífði mennina um borð. Allir sluppu mennirnir ómeiddir en búnaður leiðangursins, þ.á m. filmur, virtist að eilífu glataður. Megnið af hon- um kom þó í leitirnar um síðir og fyrir nokkru bárust töskur með myndum til landsins. Baldvin Kristjánsson leiðang- ursstjóri segir að þar með hafi þrautagöngunni þó ekki verið lokið því töskurnar týndust á leiðinni. Á næstunni munu leiðangursmenn halda myndasýningar frá leiðangr- inum og rekja ferðasöguna. Myndasýningarnar eru liður í fjár- öflun fyrir leiðangurinn en Baldvin segir að saga leiðangursins sé gott dæmi um hverju megi áorka ef menn standi saman. Heildarstuðn- ingur við verkefnið fram að þessu nemur á þriðju milljón króna. Félagar í kajakleiðangri Blindrafélagsins við Grænland í fyrra minnast björgunar sinnar Þökkuðu áhöfn Tríton björgunina Morgunblaðið/Kristinn Fulltrúar leiðangursins frá sl. sumri veittu áhöfn Tríton viðurkenningarskjal fyrir björgun leiðangursmanna við Grænland. Sjóslysið varð þegar vélbátur var að flytja leiðangursmenn og búnað til byggða. STURLA Böðvarsson samgönguráðherra átti í gær fund með Jacques Barrot, varaforseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og framkvæmdastjóra samgöngumála, í Brussel. Í tilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu segir að fundurinn hafi snúist um samningaviðræður ESB og Bandaríkjanna um loft- ferðasamninga, svonefndar Open Skies samningavið- ræður, og hagsmuni Íslands í þeim efnum. Þá hafi ver- ið rætt um mögulega aðild Íslands að sameiginlegu loftrými Evrópu, þ.e. Single European Sky, auk þess sem rætt var um umferðaröryggismál. Samgönguráðherra átti fund með fulltrúa ESB Ræddu um loft- ferðasamninga Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ásamt Jacques Barrot (fyrir miðju). Með þeim á myndinni eru Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands í Brussel, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Jakob Falur Garð- arsson, starfsmaður samgönguráðuneytisins í Brussel. kaupa vörur af Fjölsmíð út uppsagn- artímann. Þá lá fyrir að 100 líkkistur voru fluttar inn á vegum útfararstof- unnar með Dettifossi sem kom til landsins 2. apríl 2002 og afhending- arheimild tollyfirvalds dagsett 23. október 2003. Þá sagði héraðsdómur að útfararstofan væri í verulegum vanskilum við Fjölsmíð og enda þótt hún hefði fengið afslátt þar til að áminningarbréfi lögmanns Fjöl- smíðar frá 5. desember 2002 kom, gæti hún ekki borið það fyrir sig nú að hún nyti þeirra kjara hér. Kæmi þar til að augljós forsenda afslátt- arins að útfararstofan stæði í skilum með greiðslur sínar en það hefði hún ekki gert. Hefði hún í engu hlítt samningsskyldum sínum meðan á uppsagnarfresti stóð auk þess að stórfelld kaup hennar á líkkistum frá Lettlandi bentu til þess að hún hefði engan vilja til að eiga frekari viðskipti við Fjölsmíð eftir að til sambærilegan samning við Fjölsmíð en sömu aðilar munu standa að út- fararstofunum báðum. Samkvæmt samningunum gaf Fjölsmíð útfarar- stofunum 10% afslátt frá útgefnum verðlista. Í október 2002 sagði Fjöl- smíð upp báðum samningum með 3 mánaða fyrirvara og áttu þeir að falla niður í janúarlok 2003. Auk þess var Útfararstofu Íslands til- kynnt að hún fengi ekki frekari vörur afhentar nema gegn stað- greiðslu. Þá var skorað á hana að greiða eða semja um greiðslu á þeirri skuld sem væri í vanskilum. Flutti inn 100 líkkistur frá Lettlandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Útfararstofa Íslands hafi engin viðskipti átt við Fjölsmíð eftir uppsögn samningsins enda þótt samningurinn væri enn í gildi og Út- fararstofa Íslands skuldbundin til að HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Út- fararstofu Íslands til að greiða lík- kistuvinnustofunni Fjölsmíð 3,1 milljóna króna skuld fyrir 54 líkkist- ur frá Fjölsmíð auk fylgibúnaðar s.s. sængurfata, klúta, líkflutninga, krossa og fleira. Upphafleg krafa Fjölsmíðar var rúmar 4 milljónir króna og dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur útfarar- stofuna til að greiða 3,6 milljónir kr. Hæstiréttur lækkaði kröfuna niður í 3,1 milljón og tók kröfuna til greina með þeirri breytingu að draga ætti 10% afslátt frá höfuðstól kröfu Fjöl- smíðar. Fjölsmíð og Útfararstofa Íslands gerðu fimm ára samning árið 2000 um að útfararstofan keypti allar lík- kistur sem hún þyrfti í rekstri sínum hjá Fjölsmíð og fengi auk þess að- stoð við útfararþjónustu eftir þörf- um. Samhliða þessu gerði Útfarar- stofa Hafnarfjarðar einnig uppsagnar kom. Undir þessum kringumstæðum gæti útfararstofan ekki borið fyrir sig að hún ætti að njóta afsláttar þess sem hún áður naut. Útfararstofan bar fyrir sig að hún hefði greitt Fjölsmíð hærri fjárhæð- ir en tekið væri tillit til við máls- sóknina. Héraðsdómur benti á að þar væri um að ræða greiðslur frá Útfararstofu Hafnarfjarðar sem væri ekki aðili málsins. Hæstiréttur var á sama máli en taldi að samningurinn hefði ekki heimilað Fjölsmíð að fella niður af- sláttarkjörin í áminningarbréfinu fyrrnefnda. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason. Steinar Þór Guðgeirsson hrl. flutti málið fyrir Útfararstofu Íslands og og Björn L. Bergsson hrl. fyrir Fjöl- smíð. Útfararstofan hlítti í engu samn- ingsskyldum við líkkistusmiði MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands krefst þess að raunveruleg skref verði stigin í þá átt að samræma lífeyrisrétt allra landsmanna jafn- framt sem því er fagnað að vilji sé til endurskoðunar laga um eftirlaun al- þingismanna og æðstu embættis- manna ríkisins. „.Miðstjórn ASÍ áréttar, að þorri launafólks á Íslandi stendur nú frammi fyrir þeirri staðreynd að vegna aukinnar tíðni örorku og hærri lífaldurs þarf að endurskoða lífeyris- réttindi, þrátt fyrir að mótframlag at- vinnurekenda í lífeyrissjóð hafi verið hækkað í síðustu samningum. Á sama tíma búa ráðherrar, alþingismenn og aðrir opinberir starfsmenn við ríkis- tryggð lífeyrisréttindi. Ljóst er að mikill meirihluti landsmanna er þeirr- ar skoðunar að samræma beri lífeyr- isrétt allra landsmanna. Því leggur miðstjórn ASÍ til, að sett verði af stað raunveruleg vinna, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, við að jafna lífeyr- isréttindin, líkt og gert hefur verið í nágrannalöndunum,“ segir ASÍ. Fram kemur að markmið slíkrar vinnu verði, að allir landsmenn búi við sambærileg lífeyrisréttindi sem grundvallist á sjálfbæru lífeyriskerfi. „Alþýðusambandið lýsti andstöðu við samþykkt laganna um eftirlaun æðstu embættismanna og sú litla reynsla sem fengist hefur af þeim sýnir svo ekki verður um villst að þau eru ósanngjörn og óeðlileg í alla staði. Þess vegna ber að fella þau úr gildi í heild, “ segir í ályktun ASÍ. Ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands Landsmenn búi við sam- bærileg lífeyrisréttindi STARFSMENN Vegagerðarinnar urðu varir við að mikið rof við þjóð- veginn um Óshlíð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Hefur það átt sér stað aðfaranótt miðvikudags. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, má ætla að sjór hafi rofið um 8000 rúmmetra og er sjórinn farinn að ganga óþægilega nærri veginum. Lögreglan í Bolungarvík var um tíma í gær við eftirlit á svæðinu og bað ökumenn stærri bíla að aka ekki of nærri vegbrún. Allt efnið sem rennur úr Óshlíð á hverju ári er notað sem sjóvörn við veginn sem að öðru leyti hefur lítt eða ekki verið sjóvarinn. Ekki eru mörg dæmi um að sjór hafi gengið svo nærri veginum á seinni árum. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa þegar hafist handa við viðgerðir. Rof vegna sjávargangs við veginn um Óshlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.