Morgunblaðið - 28.01.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.01.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Taktu smá útskot í Suðurey í leiðinni, Árni minn, það er ekki forsvaranlegt í dag að geta ekki sinnt skyldum sínum vegna samgönguerfiðleika. Innheimtan vegna söfn-unarinnar Neyðar-hjálp úr norðri geng- ur afar vel að sögn Elínar Þorsteinsdóttur, verkefn- isstjóra söfnunarinnar. Nú þegar hafa um 73 milljónir af þeim 110 milljónum sem söfnuðust í verkefninu skil- að sér, þar af eru 25 millj- ónir fyrirframgreiddar frá Símanum. Elín á von á því að heildaruppgjöri verði að mestu lokið snemma í næsta mánuði, en þá eigi reyndar enn eftir að inn- heimta þá fjárhæð sem skuldfærð var á símreikn- inga því reikningarnir verða ekki greiddir fyrr en í marsmánuði. Að sögn Elínar skiptist söfnunarféð þannig milli félaganna fimm, sem að söfnuninni stóðu, að Rauði kross Íslands fær 40% og hin samtökin fjögur fá hvert 15%. Mun fjármagnið skila sér til félaganna fimm á næstu vik- um. Aðspurður segir Jónas Þ. Þór- isson, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar, ekki búið að ráð- stafa því fjármagni sem Hjálparstarfið á von á úr lands- söfnuninni, enda fremur erfitt að taka formlegar ákvarðanir þegar fjármagnið er enn ekki í höfn. Hjálparstarfið sendi strax hinn 27. desember sl. út fjórar milljónir sem hafa fyrst og fremst verið nýttar af samstarfsaðilum Hjálp- arstarfsins á Indlandi. Hvað fram- haldið varðar segir Jónas að lík- lega verði farið í verkefni með fiskimönnum á Sri Lanka, auk verkefna í Taílandi og á Súmötru. Segir Jónas að síðan verði skoðað hvar helst vanti fé, því oft sé það svo að ákveðin svæði verði útund- an. Á vegum Rauða kross Íslands eru nú átta sendifulltrúar við hjálparstörf á hamfarasvæðunum í Asíu og tveir til viðbótar fara utan á næstu dögum. Hafa þeir aðallega farið til starfa í Indónesíu og Sri Lanka. Af þeim 150 milljónum sem Rauði krossinn safnaði hér á landi hefur fimmtíu milljónum þegar verið ráðstafað. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, er kostnaður við sendifulltrúa áætlaður 20 millj- ónir í ár. Að auki hefur RKÍ skuld- bundið sig til að leggja þrjátíu milljónir til hjálparstarfsins á svæðinu en þeir fjármunir hafa ekki verið eyrnamerktir sérstök- um verkefnum. „Þá eigum við eftir um það bil 100 milljónir og við er- um að bíða eftir að fá nánari áætl- un [Alþjóða Rauða krossins] um verkefni og þá munum við taka af- stöðu til þess hvernig og yfir hvað langan tíma við verjum því fé,“ segir Sigrún. Neyðaraðstoðin að þróast í langvarandi aðstoð Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF Ísland, segir mikilvægt þegar neyðartil- felli koma upp að eyrnamerkja ekki um of fyrsta fjármagnið sem sent er á staðinn til þess að það geti nýst sem best, enda eru sér- fræðingar á staðnum sem betur geta metið þörfina. Segir hann að fyrsta fjármagnið sem UNICEF Ísland sendi út muni því ekki vera eyrnamerkt, en að fjármagnið sem sent verði síðar á árinu verði eyrnamerkt Sri Lanka. Stefán seg- ir UNICEF hafa lagt sérstaka áherslu á þau héruð sem verst urðu úti á Sri Lanka og í Indónes- íu. Meðal þeirra verkefna sem UNICEF Ísland kemur að má nefna uppbyggingu heilsugæslu, að tryggja íbúum hreint vatn og salernisaðstöðu til þess m.a. að fyr- irbyggja útbreiðslu kóleru. Auk þess fór nýverið af stað stór her- ferð þar sem rúm hálf milljón barna í Indónesíu verður bólusett gegn mislingum. Að sögn Kristínar Jónasdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children brugðust sam- tökin skjótt við til að koma börnum og fjölskyldum þeirra sem urðu illa úti í hamförunum í Suðaustur-Asíu til hjálpar. Neyðarsjóður samtak- anna erlendis var nýttur til að bregðast við sem allra fyrst með því að dreifa m.a. fjölskyldupökk- um með helstu nauðsynjum s.s. mat, hreinlætisvörum og tjöldum. Kristín segir enn ekki búið að ráð- stafa því fjármagni sem von er á úr landssöfnuninni. „Í þessum efnum er best að flýta sér hægt. Neyð- araðstoðin er að þróast yfir í lang- varandi aðstoð og við leggjum áherslu á að ræða hver eigi að vera næstu skref í uppbyggingunni og meta hvar mesta þörfin er til þess að fjármagnið nýtist sem best.“ Að sögn Bryndísar Valdemars- dóttur, upplýsingafulltrúa SOS- barnaþorpa, hefur íslenska deildin enn sem komið er ekki sent neitt fjármagn út en búið sé að tilkynna móðursamtökunum að von sé á fjármagni úr landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri þegar söfn- unarféð hefur verið innheimt. Auk þess er búið að ráðstafa um hálfri annarri milljón til Asíu sem safnast hafði í frjálsum framlögum áður en landssöfnunin fór af stað. Bryndís segir að á næstu vikum sé ráðgert að opna tuttugu nýjar daggæslu- stöðvar fyrir börn á Indlandi, auk þess sem stjórnvöld hafa lagt fram beiðni um að SOS-barnaþorpin stofnsetji nýja skóla, heilsugæslu- stöðvar og barnaheimili í þeim hér- uðum sem verst urðu úti. Fréttaskýring | Innheimtu fjár úr söfn- uninni Neyðarhjálp úr norðri miðar vel Féð á eftir að nýtast víða 50 milljónum þegar ráðstafað til hjálp- arstarfsins á vegum Rauða krossins Sending hjálpargagna til Aceh undirbúin. Ekki heppilegt að eyrna- merkja um of fjármagnið  Féð sem safnaðist í landssöfn- uninni Neyðarhjálp úr norðri er þessa dagana að skila sér. Í sam- tali við forsvarsmenn hjálp- arsamtakanna fimm, sem að söfnuninni stóðu, kemur fram að ekki er enn búið að ráðstafa nema litlum hluta fjármagnsins, enda segja þeir best að flýta sér hægt í þessum efnum og meta vel hvar mesta þörfin er til þess að fjármagnið nýtist sem best. silja@mbl.is, sunna@mbl.is STJÓRNARFORMAÐUR Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fagnar þeim áformum stjórnvalda að stækka eigi Vatnajök- ulsþjóðgarð til norðurs. Hann segist hafa í ræðu og riti bent á það innan og utan orkugeir- ans að skynsamlegt sé að fella Jökulsá á Fjöll- um inn í þjóðgarðinn. Hagsmunir virkjunar- og náttúruverndarmanna fari vel saman í þessu máli og nú sé tækifæri fyrir þessa aðila að taka höndum saman um þjóðgarðsverkefnið. Jóhannes Geir bendir á að í samningi Lands- virkjunar við Alcoa um sölu á raforku til ál- versins sé yfirlýsing um aðkomu þessara aðila að þjóðgarði á áhrifasvæði virkjunarfram- kvæmda. Þar hafi þó skýrt verið tekið fram að allt frumkvæði í málinu verði að koma frá stjórnvöldum og heimamönnum. Mikilvægt sé að heimamenn hafi öfluga aðkomu strax frá upphafi verkefnisins. „Það er mín skoðun að menn verði að horfa á báða pólana, nýtingu og verndun náttúrunnar, að þeir geti vel farið saman,“ segir Jóhannes Geir og bendir á reynslu Bandaríkjamanna af þjóðgarðinum í Miklagljúfri. Í jaðri garðsins séu Hoover-stíflan og lónið einhverjir fjölsótt- ustu ferðamannastaðirnir þar vestan hafs. Innri uppbygging fyrir hendi vegna virkjunarframkvæmda Hann segir að í Vatnajökulsþjóðgarði þurfi ýmislegt að vera fyrir hendi, m.a. innri upp- bygging eins og gott vegasamband, rafmagn og fjarskipti. Þessir þættir séu þar vegna virkjunarframkvæmdanna. Einnig þurfi að vera til þekking á náttúrufari svæðisins og rannsóknir Landsvirkjunar hafi þar mikið gildi. „Síðan verða aðilar báðum megin borðsins að hafa kjark til að taka höndum saman um málefnið. Líklega er það stærsti þröskuld- urinn.“ Vatnajökulsþjóðgarður mun þekja 10% af stærð Íslands og bendir Jóhannes Geir á að þetta sé hátt hlutfall miðað við mörg önnur lönd. Þannig fari um 4% alls lands í Bandaríkj- unum undir þjóðgarða og verndarsvæði. „Út frá þessu sjá menn að við höfum öll tækifæri til þess að virkja innan skynsamlegra marka en taka samt frá hlutfallslega stærri landsvæði en aðrar þjóðar hafa getað eða gert,“ segir Jóhannes Geir. Stjórnarformaður Landsvirkj- unar um Vatnajökulsþjóðgarðinn Skynsamlegt að taka Jökulsá á Fjöllum með ÞEGAR óhreinindi hafa lengi fengið að safnast óáreitt fyrir á gluggum er stundum engu líkara en að útsýnið sé komið úr fókus og veröldin fyrir utan verði skrumskæld og hálf grámygluleg. Eina ráðið við því er að fá menn til að þrífa gluggana, a.m.k. fyr- ir þá sem búa í blokk, og kannski spássera um hverfið á meðan. Morgunblaðið/Þorkell Útsýnið sett í fókus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.