Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisvaldið yrði að koma til sög- unnar til að draga úr þeim hækk- unum sem orðið hefðu í kjölfar gildistöku nýrra raforkulaga og sérstaklega bitnuðu á þeim heim- ilum sem búa við rafhitun. Meðal þess sem lagt hefði verið til í þeim efnum væri aukið framlag ríkis- sjóðs til niðurgreiðslu húshitunar um allt að 135 milljónir króna. Þar með væri heildargreiðsla ríkissjóðs til niðurgreiðslu á rafhitun og ann- arra tengdra aðgerða rúmlega einn milljarður á ári. Umræður um raforkumál stóðu yfir á Alþingi síðdegis í gær, eftir að iðnaðarráðherra flutti skýrslu um árif nýrra raforkulaga sem samþykkt voru á haustþingi, með atkvæðum þingmanna ríkisstjórn- arflokkanna og Samfylkingarinnar. Einn þingmaður Samfylkingarinn- ar sat hjá, Helgi Hjörvar, sem og þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins. Fram kom í umræðunum í gær að þingmenn, hvar í flokki sem þeir stóðu, höfðu áhyggjur af þeim hækkunum, einkum hækkunum á raforku til húshitunar, sem orðið hefðu í kjölfar gildistöku raforku- laganna. Í máli ráðherra kom m.a. fram að rafmagnsreikningar til húshit- unar á Vestfjörðum hækkuðu um fimm til tíu prósent í þéttbýli en um 30 til 40 prósent í dreifbýli, vegna nýju laganna. Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks í Norðvesturkjördæmi, sagði m.a. að mörgum hefði brugðið þeg- ar orkufyrirtækin fóru að kynna nýjar gjaldskrár sínar. „Það sjá allir,“ sagði hann, „að þetta gengur ekki.[...]Við hljótum að bregðast við þessum hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum.“ Hann minnti þó á að iðnaðarráð- herra hefði kunngert að pólitískur vilji væri til þess að snúa þessari þróun við. Kvaðst hann fagna því. Nokkrir byrjunarörðugleikar Iðnaðarráðherra sagði m.a. í upphafi ræðu sinnar að gjörbreyt- ing á skipulagi raforkumála lands- ins hefði verið í undirbúningi í mörg ár. Alþingi hefði síðan sam- þykkt lög um þau mál og um ára- mótin hefði fyrst reynt á fram- kvæmd þeirra. Hún sagðist trúa því og treysta að þær breytingar sem nú gengju yfir raforkugeirann yrðu til góðs. Byrjunarörðugleikar hefðu þó verið nokkrir; flestir fyr- irsjáanlegir en aðrir ekki. Raforku- verð hefði víða lækkað en það hefði einnig hækkað. „Ástæðurnar eru bersýnilega þær að orkufyrirtækin eru að nota tækifærið til að bæta hag sinn, enda hefur afkoma þeirra margra verið fremur bágborin. Þetta hafa þau m.a. gert með því að fella niður ýmsar sérívilnanir sem veittar hafa verið einstökum hópum notenda. Þetta eru breyt- ingar sem að óbreyttum raforku- lögum hefðu verið gerðar hvort eð er,“ sagði hún. Ráðherra minnti á að skv. nýju lögunum hefðu sérleyfisfyrirtækin nokkuð skerta möguleika til að taka tillit til húshitunar. Annað gilti þó um orkusalana, þ.e. þá sem framseldu raforkuna frá framleið- endum. „Ekki verður séð annað en þeim sé heimilt að laða að sér góða kaupendur með sérstökum rafhit- unarkjörum, nokkuð sem þeir virð- ast ekki hafa gert. En með þeirri samkeppni sem vonandi verður má ætla að þessi notendahópur hefði allsterka stöðu til að ná góðum kjörum,“ sagði hún. „Meðan fyr- irtækin gera ekki betur er ljóst að ríkisvaldið verður að koma til sög- unnar til að draga úr þeim hækk- unum sem sérstaklega bitna á þeim heimilum sem búa við rafhit- un. Að því hefur verið unnið á síð- ustu vikum í samstarfi iðnaðar- ráðuneytis, Orkustofnunar og dreififyrirtækja. Meðal tillagna sem hafa verið til skoðunar og kynntar voru í ríkisstjórn sl. þriðjudag eru þær að lækka þak á niðurgreiddri hámarksnotkun úr 50.000 kWst á ári niður í 35.000 kWst á ári og nota það fjármagn er þannig sparaðist til aukinnar nið- urgreiðslu á heimilishitun einkum þar sem hækkun hitunarkostnaðar er mest. Að auki hefur verið lagt til að hækka framlag til niður- greiðslu húshitunar úr ríkissjóði þannig að hækkun á rafmagns- kostnaði þessara heimila verði ekki hærri en 5 til 8% í þéttbýli og mest um 10% í strjálbýli. Þetta myndi þýða að auka þarf niðurgreiðslur til rafhitunar um allt að 135 millj- ónir króna og nema þá heildarnið- urgreiðslur til rafhitunar um ein- um milljarði króna.“ Sýni byggðrmálum virðingu Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, minnti á, eins og fleiri þingmenn, að lögin hefðu einnig komið illa niður á garð- yrkjubændum og fiskeldisfyrir- tækjum og Jón Bjarnason, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði hækkanirn- ar fyrstu afleiðinguna af þeim „af- káralega gjörningi að innleiða hér á landi raforkutilskipun Evrópu- sambandsins í allri sinni dýrð,“ eins og hann orðaði það. „Við horf- um nú fram á stóraukinn misrétt atvinnugreina í landinu,“ sagði hann. „Grænmetisframleiðendur og fiskeldisfyrirtæki verða enn verr sett en áður í samkeppni sinni við niðurgreidda starfsemi í öðrum löndum.“ Kvaðst hann vonast til þess að ríkisstjórnin hefði pólitískt þrek til að taka á þeim göllum sem fylgdu löggjöfinni. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að við værum ekki að ræða þetta mál ef frumvarp Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna, um frestun gild- istöku laganna um eitt ár, hefði verið samþykkt. „Þá hefðum við haft tíma til að sjá vandamálin í staðinn fyrir að standa hér í miðju vandamálinu.“ Hann sagði að um- rædd lög væru ekki til þess fallin að jafna lífskjör og afkomumögu- leika fólks milli byggðarlaga. Sagði hann tíma til kominn að ríkis- stjórnin sýndi byggðamálunum meiri virðingu en hún hefði hingað til gert. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ræddi um margs konar áhrif nýrra raforkulaga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ný raforkulög voru til umræðu á Alþingi í gær og var ekki síst gagnrýnd hækkun á orkuverði. Niðurgreiðslur vegna rafhitun- ar verði auknar ÞAÐ er vissulega rétt að það er áhyggjuefni ef það reynist rétt að starfandi útlendingum hér á landi séu ekki greidd laun í samræmi við kjara- samninga,“ sagði Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Ég vil engu að síður ítreka að það er enginn vafi í mínum huga að lög nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda, eiga að tryggja að kjarasamningar sem sam- tök aðila vinnumarkaðarins hafa gert gildi sem lágmarkskjör fyrir launa- menn hér á landi. Þetta ákvæði gildir óháð þjóðerni manna.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hann sagði að nú væri að færast ört í vöxt að erlendar starfsmannaleigur byðu vinnuafl á kjörum sem væru undir því sem við Íslendingar teldum boðlegt. Össur sagði síðan. „Þannig hefur Morgunblaðið upplýst að hér á landi sé nú nægilegt framboð af ódýru og ólöglegu vinnuafli. Það kemur líka fram í úttekt blaðsins að það séu sjaldnast greiddir skattar eða launa- tengd gjöld af slíku vinnuafli. Það búi líka við verulega skert öryggi og fái t.d. ekki það sem við teljum sjálfsagt eins og veikindarétt. Ástæðan að mínu mati er ekki síst sú að íslensk stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Þau hafa ekki sinnt ítrekuðum kröfum stjórnarandstöðu og verkalýðshreyf- ingar um að setja lög og reglur um starfsmannaleigur. Þau hafa ekki tryggt með raunhæfum hætti að hægt sé að beita fyrirtæki nægilega ströngum viðurlögum ef þau brjóta lögin, kjarasamninga, eða það sem færist líka í vöxt virða ekki starfsrétt- indi. Stjórnvöld hafa heldur ekki tryggt að lögum um iðnréttindi sé framfylgt við Kárahnjúka þar sem ófaglærðir starfsmenn ganga í störf iðnaðarmanna svo hundruðum hefur skipt á síðustu árum og missirum. Síðast en ekki síst er ekki enn búið að tryggja að skattskylda sé hér á landi.“ Félagsmálaráðherra svaraði því m.a. til að hann væri þeirrar skoð- unar að við ættum að virða það vinnu- markaðskerfi sem við hefðum verið að byggja upp á síðustu áratugum í náinni samvinnu stjórnvalda og sam- taka aðila vinnumarkaðarins. Hann fór yfir þetta kerfi og spurði hvort menn vildu varpa því fyrir róða vegna grunsemda um ætluð brot einstakra fyrirtækja á starfsmönnum sínum. „Er ekki ráð að láta reyna á málin til þrautar innan þess kerfis sem við þegar höfum? Það að ætla að koma á opinberu eftirliti með launakjörum eins og ég hef sífellt oftar heyrt nefnt í umræðunni þýðir líka, hæstvirtur forseti, að opinberir eftirlitsmenn fari að túlka kjarasamninga í störfum sín- um. Ég leyfi mér að stórefast um að það sé það sem menn vilji.“ Með þessu væri hann þó ekki að segja að ekkert þyrfti að aðhafast. Minnti hann á að ASÍ hefði á dög- unum afhent sér greinargerð, þar sem m.a. væri fjallað um veitingu at- vinnuleyfa til þriðja ríkis borgara, og að hann hefði tekið málið alvarlega og rætt það í ríkisstjórn. Menn hefðu m.a. orðið sammála um að finna raun- hæfa lausn á tilteknum atriðum varð- andi útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa. Ræddu um „undirboð á vinnumarkaði“ Össur segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ, þjóðkirkjan og Velferðarsjóður barna hafa tekið höndum saman um átak í uppeldismálum sem ber heit- ið „Verndum bernskuna“. Samstarfsyfirlýsing um átaksverkefnið var undirrituð af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra, Karli Sig- urbjörnssyni, biskupi Íslands, og Valgerði Ólafsdóttur, þroskasálfræðingi frá Vel- ferðasjóði barna, á blaðamannafundi í gær. Halldór segir átakið vera einn lið í því að bæta stöðu barna í samfélaginu og styrkja for- eldra og forráðamenn í uppeldishlutverkinu, og bætir því við að hann geri miklar væntingar til þess. „Það er alltaf brýnt að sinna börn- unum og umræða um þessi mál og börnin okk- ar getur aldrei verið nema til góðs,“ segir Hall- dór og bætir því við að átakinu verði hleypt af stokkunum næsta haust með margvíslegum viðburðum og útgáfu kynningarefnis. Þar má nefna málþing um barnið og bernskuna í ís- lensku samfélagi, kynningarherferð í fjöl- miðlum, svo og kynningarfundi meðal foreldra og forráðamanna í skólum, kirkju-, íþrótta- og félagsstarfi. Það efni sem stuðst verður við í átakinu er almenns eðlis og ekki sérstaklega bundið við trúarleg gildi segir í tilkynningu. Valgerður segir átakinu ætlað að vekja um- ræður í þjóðfélaginu um mikilvægi uppeldis- hlutverksins. Hún segir að það styrki fjöl- skylduna að skoða uppeldismál útfrá ýmsum sjónarhornum. Ekki bara frá trúarlegu sjón- arhorni heldur líka út frá siðferðis- og sam- félagslegu sjónarhorni. Karl segir verkefnið fjalla um grundvall- argildi, grundvallarskyldur og ábyrgð for- eldra. „Þjóðkirkjan mun vera framkvæmdar- aðili verksins og halda utan um það. Þetta er átak sem ætlað er að ná inn á öll heimili í land- inu og kirkjan mun nýta sitt samskiptanet til hins ýtrasta til þess að svo megi verða.“ Samstarfsverkefni þriggja aðila um átak í uppeldismálum hleypt af stokkunum í gær Átak sem ætlað er að ná inn á öll heimili í landinu Morgunblaðið/ÞÖK Samstarfsyfirlýsingin var undirrituð að viðstöddum börnunum í leikskólanum Grænuborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.