Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR VARÐSKIPIÐ Óðinn, sem sigldi fyrst í Reykjavíkurhöfn 27. janúar 1960, hefur 197 sinnum dregið skip til lands eða í var vegna bil- unar, eldsvoða eða veiðarfæra í skrúfu. Fyrsti skipherra var Eiríkur Kristófersson og var skipinu vel fagnað, fánar blöktu við hún og helstu ráðamenn þjóðarinnar voru viðstaddir komu þessa nýja flaggskips Landhelgisgæzl- unnar. Óðinn var smíðaður í Álaborg í Dan- mörku og þegar skipið kom til Íslands var það talið eitt fullkomnasta björgunarskip á norð- urslóðum með tvær aðalvélar og 18 sjómílna ganghraða. Halldór Nellett, skipherra á varðskipinu Ægi, hefur tekið saman sögu Óðins, sam- kvæmt skýrslum skipsins, frá janúar 1960 til janúar 2005, og er stiklað á stóru í þeirri sam- antekt. Leiðangrar af ýmsu tagi Óðinn hefur 197 sinnum dregið skip til lands eða í landvar og 14 sinnum hefur Óðinn dregið flutninga- og fiskiskip úr strandi. Þá hefur áhöfn Óðins þrisvar sinnum bjargað áhöfnum strandaðra skipa og tvisvar sinnum bjargað áhöfnum sökkvandi skipa. Óðinn hefur stundum verið sendur á fjölsótt mið, m.a. í þeim tilgangi að veita áhöfnum fiskiskipa læknishjálp enda læknir þá í áhöfn skipsins. Árið 1968 sigldi Óðinn með flotanum á síldarmiðin norður við Svalbarða og árin 1994, 1995 og 1996 var Óðinn til aðstoðar ís- lenskum togurum í Barentshafi, svokallaðri Smugu. Óðinn hefur og stundað sjúkraflutninga og var m.a. sendur til Grænlands árið 1962 til að sækja sjúkling. Um borð var þyrla sem notuð var til að fljúga frá ísröndinni til lands að sækja sjúklinginn. Síðan sigldi Óðinn með sjúklinginn til Reykjavíkur. Þrjú þorskastríð Óðinn tók þátt í þremur þorskastríðum. Fyrsta stríðið hófst vegna útfærslu lögsög- unnar úr 4 sjómílum í 12 árið 1958. Því lauk ekki fyrr en árið 1961 þegar Óðinn hafði verið í rekstri í rúmt ár. Næsta þorskastríð hófst vegna úrfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjó- mílur árið 1972 og lauk því í lok ársins 1973. Síðasta þorskastríðið hófst 1975 þegar fisk- veiðilögsagan var færð úr 50 sjómílum í 200 sjómílur og lauk því í júní 1976. Hafísveturinn 1967–1968 teppti hafís sigl- ingar til Norður- og Austurlands. Það er til marks um ástandið að 18 þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum lögðu fram þingsályktun- artillögu um að kjósa skyldi fimm manna nefnd til að koma í veg fyrir að skortur yrði á brýnustu nauðsynjavörum, einkum kjarnfóðri og olíu, í þeim landshlutum þar sem hafíshætta var mest. Óðinn tók mikinn þátt í að brjóta flutninga- og fiskiskipum leið gegnum ísinn og aðstoðaði alls 17 skip. Þá flutti Óðinn um 55 tonn af vörum og dældi 151 tonni af olíu í land á Aust- fjarðahöfnum. Í febrúar 1968 geisaði fárviðri um mest allt land. Verst var veðrið á Vestfjörðum, ofsa- veður með mikilli ísingu, Óðinn var þá við gæslustörf á Ísafjarðardjúpi. Í þessu fárviðri fórust þrjú skip í Djúpinu með miklum mann- sköðum. Fiskiskipið Heiðrún frá Bolungarvík fórst með allri áhöfn. Breski togarinn Ross Cleve- land sökk þar einnig. Af Ross Cleveland fórust allir utan einn sem komst í land á gúmbát við illan leik. Bæði skipin eru talin hafa farist vegna ísingar. Breski togarinn Notts County strandaði við Snæfjallaströnd og tókst áhöfn Óðins að bjarga áhöfn togarans. Einn úr áhöfninni var þegar látinn þegar varðskipsmönnum tókst að komast um borð. Í góðu standi miðað við aldur Óðinn hefur lítið verið gerður út undanfarið. Skipið er þó enn í nokkuð góðu ásigkomulagi miðað við aldur en hlutverk skipsins hefur ver- ið að fylla skarð varðskipanna Týs og Ægis þegar þeirra nýtur ekki við. Ráðgert er að Óðinn verði gerður út a.m.k. næstu tvö sumur, í fjóra til fimm mánuði, en þá er fyrirhugað að gera miklar endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi. Ægir verður 37 ára á þessu ári og Týr orðinn 30 ára. Brýr skip- anna og allar íbúðir skipverja verða endurnýj- aðar, ný dráttarspil sett um borð og miklar endurbætur gerðar í vélarrúmum. Þess má geta að öll varðskipin, þ.m.t. Óðinn, eru með upprunalegar aðalvélar. 45 ár liðin frá komu varðskipsins Óðins sem sinnt hefur margs konar björgunarstörfum Óðinn hefur marg- oft komið til hjálpar Varðskipið Óðinn kom með norska loðnuskipið Österbris H-127-AV til hafnar á Akureyri í apr- íl 2001. Íslensku varðskipin eru ekki mjög stór samanborið við nútíma fiskveiðiskip. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eiríkur Kristófersson, skipherra um áratuga skeið, var fyrsti skipherrann á Óðni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Varðskipið Óðinn tók þátt í þremur þorska- stríðum. Myndin, sem birtist fyrst í Mbl. 3. jan 1973, sýnir skemmdir sem Óðinn varð fyrir er breski togarinn Brucella sigldi á hann. SVEIN E. Kristiansen, verkefnis- stjóri jarðgangagerðar sænska verk- takafyrirtækisins NCC í Noregi, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að í skýrslu, sem hann gerði fyrir Árna Johnsen um hugsanlegan kostnað við jarðgöng milli Vest- mannaeyja og lands, felist ekki skuldbindandi tilboð. Árni Johnsen sagði á borgara- fundi í Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld, að ekki væri um að ræða til- boð frá NCC og ekki lægju fyrir formlegar áætlanir um verkið. Kristiansen, sem er staðsettur í Færeyjum, segist einvörðungu hafa gert Árna grein fyrir mögulegum kostnaði í stuttri skýrslu vegna framkvæmdanna eftir að Árni hefði leitað til sín. Þetta byggist á reynslu NCC af gerð þrennra jarðganga. Tvennra í Færeyjum, sem liggi und- ir sjó, og lengstu bílajarðganga í heimi, Lærdalsganganna í Noregi, sem eru 24,5 km á lengd. Kristiansen vann að gerð skýrsl- unnar ásamt Sverre Barlindhaug, jarðverkfræðingi hjá Multiconsult. Í skýrslunni kemur fram að aðeins sé um athugun og kostnaðaráætlun að ræða. „Skýrslan er grunnupplýsing sem sýnir að þetta er spennandi verð og lægra verð en hefur þekkst á Ís- landi,“ segir Árni. Hittust í Kaupmannahöfn Að sögn Kristiansens hitti hann Árna á stuttum fundi í Kaupmanna- höfn í nóvember þar sem þeir ræddu möguleika á jarðgangagerð milli lands og Eyja. Aðspurður segist Kristiansen aðeins hafa sett saman skýrsluna þar sem hann tilgreinir mögu- legan kostnað og að- ferðir við jarðganga- framkvæmdir hérlend- is. Hann bætir því við að NCC hafi áhuga á að halda verkefninu áfram ef áhugi er fyrir því hérlendis. Hugsanleg göng milli lands og Eyja yrðu um 20 km löng. Samkvæmt skýrslu Kristiansens gæti kostnaður orðið um 1.450 milljónir danskra króna, um 16 milljarðar íslenskra króna án virðisauka- skatts. Kristiansen, sem vann að gerð jarðganganna tvennra í Færeyjum segir Árna hafa leitað til sín til þess að fá upplýsingar um verð, hvaða að- ferðum fyrirtækið beitti við slíkar framkvæmdir o.s.frv. „Við áttum ánægjulegar samræður í Kaup- mannahöfn og hann afhenti mér skýrslu sem Vegagerðin á Íslandi hafði unnið árið 2000 þar sem fram komu niðurstöður allra jarðfræði- rannsókna sem höfðu verið fram- kvæmdar,“ segir Kristiansen. Hann segist hafa rætt við Barlindhaug, sem er jarðverkfræðingur, og saman hefðu þeir unnið að gerð skýrslu þar sem þeir hefðu nýtt þær rannsókn- arniðurstöður sem Árni hafði látið þeim í té. Í skýrslunni væri tilgreind- ur mögulegur kostnaður vegna rann- sókna, hvað þyrfti að gera áður en lagst væri í framkvæmdir auk þess sem Barlindhaug hefði stungið upp á öðrum möguleikum. Skýrslan að mest- um hluta jarð- fræðiathugun Í skýrslunni, sem er rúmar tvær blaðsíður, kemur fram að aðeins sé um athugun og kostnaðaráætlun að ræða. Mestur hluti hennar fer í að fjalla um jarðfræði svæðis- ins sem um ræðir. Í lok skýrslunnar er minnst á að kostnaðaráætlun sé byggð á reynslu NCC af ofangreindum jarðgöngum. Þar segir: „Átján kílómetra löng göng sem eru boruð og sprengd munu kosta um það bil 1.150 millj- ónir danskra króna, og 600 metra löng göng í „Jetgrouted“ sandi fóðr- uð með steypu munu kosta um það bil 300 milljónir danskra króna, sem gerir heildarkostnað um það bil 1.450 milljónir danskra kr. Fyrir sambærilegan pening er mögulegt að byggja 23 km löng göng sem bor- uð eru og sprengd þannig að betri rannsókn á berglögunum nær meg- inlandinu gæti reynst góð fjárfest- ing. Í þessari kostnaðaráætlun er allur kostnaður innifalinn utan kostnaðar við kaup á landi og flutningar á jarð- vegi frá jarðgangagerðinni.“ Kristiansen segir að kostnaðar- áætlunin fyrir jarðgöng milli lands og Eyja verði um 25% hærri en í Færeyjum. Það væri vegna þess að göngin milli lands og Eyja væru lengri, en þau í Færeyjum, og því þyrfti stærra lofræstikerfi. Auk þess væri þörf á meiri styrkingu því þótt bergið sé svipað hér og í Færeyjum þá væri það mun mýkra á Íslandi. „NCC hefur gert lengstu veggöng í heimi þannig að við vitum hvað á að gera. Við vitum hver kostnaðurinn vegna loftræstikerfis er og við höfum búnað til þess að búa til göng af þess- ari stærðargráðu,“ segir Kristiansen og bætir því við að NCC leggi mikla áherslu á að halda öllum kostnaði í lágmarki. Göng í Evrópu séu að jafn- aði tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en í Noregi, enda um mjög ólíkar að- ferðir að ræða. Ekki öllum hnútum kunnugur Aðspurður segir Kristiansen það ekki vera skrítið að Öyvind Kvaal, talsmaður NCC í Svíþjóð, skuli ekki hafa vitað af þeirri áætlun sem hann hafi unnið og sent Árna. Það heyri undir sig og yfirmann sinn, Knut Liavaag, sem er yfirmaður jarð- gangadeildar NCC í Noregi, að ákveða að vinna skýrslur af þessum toga. Hann bendir jafnframt á að NCC í Noregi sjái alfarið um jarð- gangaframkvæmdir fyrirtækisins hvarvetna í heiminum. Hann segir Kvaal vera háttsettan innan NCC í Svíþjóð en honum sé hins vegar ekki ávallt kunnugt um allt sem sé í gangi innan fyrirtæk- isins, enda starfi 35.000 starfsmenn innan fyrirtækisins sem nær yfir öll Norðurlöndin og að auki til Þýska- lands og Póllands. Skýrsla verktakafyrirtækisins NCC um kostnað við göng milli lands og Eyja Ekki skuldbindandi tilboð Árni Johnsen í ræðustól RÍKISSAKSÓKNARI gaf í fyrra út 99 áfrýjunarstefnur vegna refsimála sem er rúm- lega 50% fjölgun frá árinu 2003 þegar 60 málum var áfrýjað. Um 80% af málunum var áfrýj- að að frumkvæði sakborninga, að sögn Braga Steinarssonar vararíkissaksóknara. Þegar sakborningar áfrýja dómum til Hæstaréttar er regl- an sú að ríkissaksóknari áfrýj- ar einnig. Það heyrir frekar til undantekninga að ríkissak- sóknari áfrýji málum að eigin frumkvæði. Fjöldi áfrýjaðra mála í fyrra var mun meiri en verið hefur undanfarin áratug en Bragi Steinarsson segir að fyrir árið 1994 hafi fjöldi áfrýjaðra mála farið upp í 120. Það ár hafi lög um meðferð opinberra mála breyst þannig að ekki var hægt að áfrýja vægum sektardómum nema með sérstöku leyfi Hæstaréttar. Við breytinguna hafi málafjöldi fallið niður í um 60 og hafi haldist á því bili und- anfarin ár. Bragi telur líklegt að fjöldi áfrýjaðra mála muni aftur dragast saman á þessu ári. Fjölgunin í fyrra skýrist bæði af því að fleiri sakborn- ingar áfrýja dómum og vegna þess að ríkissaksóknari áfrýj- aði fleiri dómum að eigin frum- kvæði en áður. Áfrýjuðum refsimál- um fjölgar úr 60 í 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.