Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 15 ÚR VERINU Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 71 14 0 1/ 20 05 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 71 14 0 1/ 20 05 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal um framboð til bankaráðs eigi síðar en 31. janúar 2005. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fela í sér hækkun á heimild bankaráðs til hækkunar hlutafjár. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Nordica hótel, laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. 410 4000 | landsbanki.is GERT er ráð fyrir því að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hafi verið ríflega 6% á síðasta ári og verði svip- aður á þessu. Það er nokkur lækkun frá árunum 2002 og 2003 en þá var hreinn hagnaður um 10%. Fjár- málaráðuneytið hefur birt samhliða þjóðhagsspá mat á afkomuhorfum í sjávarútvegi í undanförnum skýrslum og kemur þetta fram þar. Afkomumatið byggist á framreikn- ingi á rekstri greinarinnar frá 2003 sem er ný samantekt frá Hagstofu Íslands. Afkoma sjávarútvegs á árinu 2003 var töluvert betri en framreikningur ráðuneytisins gaf til kynna. Þessi útkoma virðist sýna að greinin getur aðlagast með skjótum hætti þegar rekstrarskilyrði versna, en þess ber að geta að gengi íslensku krónunnar hækkaði um 6%, erlent verð sjávarafurða lækkaði um 5% og framleiðslan dróst saman um ½% árið 2003. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar var vergur hagnaður (EBITDA) um 21% af tekjum í stað tæplega 16% eins og ráðuneytið hafði áætlað með hliðsjón meðal annars af framangreindum rekstr- arskilyrðum. Munurinn er enn meiri þegar um er að ræða hreinan hagn- að fyrir beina skatta en þar munar miklu um nýtt mat Hagstofunnar á svonefndri árgreiðslu sem lækkar um 2 ma. kr. milli 2002 og 2003. Útvegurinn stendur af sér öldurótið   ! " # $ % $ $ $ &'()  $* *          + , -. /0.- 1. -. -.0  --.- 00. .' -. --.  --'.1 /'.' .- -.1 1. -. -. -.-  -. 1./      +$ 2    3   4 *$ $  *5 6 78   9     : ; $  ; 1.( .( <.( <.( .( -.( .(   !" # $%& .( .( .1( <-.( .( <.( .( ÞORSK í Breiðafirði skortir æti að mati Jóns Kristjánssonar, fiskifræð- ings. Félag smábátaeigenda á Snæ- fellsnesi efndi til fundar í Ólafsvík fyrir skömmu undir yfirskrift- inni Hvað er að gerast í sjónum? Þar greindi Jón frá niðurstöðum af rannsóknum sínum á vexti þorsks á Breiða- firði. Meginniður- staða Jóns er sú að vöxtur þorsks sé eðlilegur og nokkuð góður fyrstu þrjú ár ævinnar eða þar til hann nær 1–1½ kg þyngd en þá hægi verulega á vextinum og hann nánast stöðvist. Telur Jón að það megi rekja til skorts á æti hjá þorskinum. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Jóhann Sigurjónsson, og fleiri sér- fræðingar frá Hafró andmæltu þess- um niðurstöðum Jóns og töldu að rannsaka þyrfti þetta betur. Í lok fundar lýsti þó forstjórinn því yfir að sú vinnuregla yrði tekin upp hjá stofnuninni að ekki yrði lögð til reglugerðarlokun fyrir línu á grunn- slóð nema að undangenginni aldurs- greiningu. Ein meginástæða þessa fundar var megn óánægja meðal smábátaeig- enda með lokun innanverðs Breiða- fjarðar fyrir línuveiðum stóran hluta síðustu haustvertíðar. Fundurinn samþykkti ályktun sem er eftirfar- andi: Átelja vinnubrögðin „Opinn fundur Snæfells – félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi hald- inn í Ólafsvík 26. janúar 2005 – átelur vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar sem viðhöfð voru við ákvörðun um reglugerðarlokun á sunnanverðum Breiðafirði 6. nóvember sl. Stofnunin sagði of hátt hlutfall ungþorsks vera í afla línubáta og því hefði hún lagt til við sjávarútvegsráðherra að hann lokaði veiðisvæðinu. Forsenda til- lagna stofnunarinnar til ráðherra voru lengdarmælingar sem reiknað- ar voru til aldurs. Snæfell mótmælti ákvörðun sjávarútvegsráðherra harðlega og benti á að þó fiskur væri undir viðmiðunarmörkum Hafrann- sóknastofnunar væri hér um að ræða fisk sem orðinn væri kynþroska og eldri en 4 ára. Hann ætti því að veiða en ekki friða. Snæfell ákvað að ráða til sín óháð- an vísindamann til að gera rannsókn- ir á þorski smærri en 55 cm. Nið- urstöður liggja nú fyrir. Á veiðisvæðinu er hægvaxta kynþroska fiskur undir viðmiðunarmörkum. Fundurinn harmar að röng ráðgjöf hafi orðið til þess að hamla atvinnu fjölda manns á Snæfellsnesi í einn og hálfan mánuð. Fundurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands láti fara fram heildarendurskoðun á reglum sem gilda um lokun veiðisvæða og að framkvæmt verði mat óháðra aðila á friðunarstefnu Hafrannsóknastofn- unar á smáþorski og árangri hennar við uppbyggingu þorskstofnsins. Þar til niðurstaða liggur fyrir verði sjáv- arútvegsráðherra óheimilt að beita reglugerðarlokunum á grunnslóð nema fyrir liggi aldursgreining á grundvelli rannsóknar af kvörnum eða af hreistri.“ Þorskinn í Breiða- firði vantar æti Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson Breiðafjörður Smábátasjómenn og aðrir áhugamenn voru fjölmennir á fundinum sem haldinn var í Klifi í Ólafsvík. Jón Kristjánsson TILRAUNIR norska athafna- mannsins Kjells Inge Rökke til að sameinast íslenzkum fyrirtækjum hafa farið út um þúfur. Rökke reyndi að fá bæði Samherja og HB Granda til samstarfs við sjávarútvegsfyrir- tæki sitt Aker Seafood með það í huga að komast inn í sölukerfi Ís- lendinga. Frá þessu er greint í norskum fjöl- miðlum, meðal annars Dagens Nær- ingsliv og á fréttavefnum Intrafish. Þar segir að viðræður hafi staðið yfir vikum saman en nú sé ljóst að ekkert verði úr sameiningu. Aker Seafood er með útgerð og fiskverkun í Noregi og Danmörku og er mjög stórt í snið- um eða svipað og íslenzku fyrirtækin. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir það ekki rétt að rætt hafi verið um sameiningu eða gagnkvæma eignaraðild við Aker Seafood. Hins vegar hafi eigendur Samherja og Aker Seafood, rætt um hugsanlega samvinnu á mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Sturlaugur Sturlaugsson, forstjóri HB Granda, vildi ekkert tjá sig um þetta mál. Rökke hafnað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.