Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Stöðvarfjörður | Um helgina halda forsvarsmenn Austurbyggð- ar fund með forstjóra og stjórn- endum Samherja vegna hugsan- legrar lokunar vinnslu fyrirtækisins á Stöðvarfirði. Samherjamenn hafa sagt að hugsanlega verði vinnslu hætt á Stöðvarfirði í haust og að rekstur landvinnslunnar sé best tryggður með því að beina henni sem mest til Dalvíkur. Að auki liggi þeir val- kostir fyrir að fara í samstarf við heimamenn um að selja eða leigja frystihúsið, eða að breyta vinnsl- unni í saltfiskverkun með umtals- verðri fækkun starfsfólks. 35 stöðugildi eru við landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði og lætur nærri að sjötti hver Stöðfirðingur missi vinnuna ef af lokun verður. Í samtölum við fólk sem vinnur í frystihúsi Samherja á Stöðvarfirði kemur fram kvíði fyrir því að vinnslu í húsinu verði hætt. Sam- herjamenn segja ástæðuna erfið- leika í rekstrarumhverfi fisk- vinnslu í landinu. Viðmælendur Morgunblaðsins höfðu á því skiln- ing og báru raunar lof á stjórn- endur Samherja sem vinnuveit- endur, en sögðu jafnframt að þeir sveitarstjórnarmenn sem á sínum tíma seldu allan reksturinn til Snæfells (KEA) bæru þunga ábyrgð á því hvernig komið er. Stöðfirðingar uggandi vegna lokunar frystihúss Sveitarstjórnarmenn bera þunga ábyrgð Morgunblaðið/Albert Kemp Örlög frystihúss til umræðu Heimamenn og Samherji funda um hugsanlega lokun frystihúss um helgina. Morgunblaðið/Albert Kemp Stöðvarfjörður Sjötti hver Stöðfirðingur gæti misst vinnuna. „ÞAÐ vekur umhugsun hversu þau sveitarfélög eru veik sem ekki ráða yfir kvóta og hefur það víða komið fram á landinu,“ seg- ir Albert Geirs- son, fyrrverandi sveitarstjóri á Stöðvarfirði. „Lokun á frystihúsinu hefur gríðarleg áhrif, svo sem flestir munu sjá, þar sem um sjötti hver íbúi hefur nú vinnu við fyrirtækið. Margir erlendir verkamenn vinna hjá fyrirtækinu og hafa sumir þeirra keypt sér hús á staðnum og þannig fest sig hér með þeirri vissu að þeir hefðu vinnu í fram- tíðinni. Þeirra staða getur orðið erfið.“ Albert segir að þegar kvótinn var seldur til KEA hafi það verið gert í því augnamiði að tryggja nýtingu hans á Stöðvarfirði. „Það sem lá að baki þessu var að auka styrk beggja fyrirtækjanna; þ.e.a.s. Gunnarstinds á Stöðv- arfirði og Snæfells á Dalvík, með því að setja þau saman í eitt, en það leið ekki langur tími frá þeirri sameiningu uns Samherji var kominn með bæði fyrirtækin. Þeg- ar svo er komið er hætta á að gróðasjónarmið ráði eingöngu.“ Albert gefur ekki mikið fyrir hugmyndina um að heimamenn taki við. „Það er fjarlægur draum- ur þegar ekki er til kvóti til að veiða fyrir reksturinn. Ef Sam- herji getur ekki rekið húsið með öllum sínum kvóta þá geta heima- menn ekki rekið það kvótalaust.“ Albert segist telja að breyting yfir í saltfiskverkun sé að sjálf- sögðu kostur í stöðunni og hljóti að vera auðveld, en það eina sem geti raunverulega bjargað staðn- um sé að frystihúsið sé rekið af krafti eins og gert hefur verið. „Fyrirtæki sem fengið hafa allan kvóta byggðarlags í hendur bera siðferðilega ábyrgð á staðnum og fólkið sem staðinn byggir á að geta treyst því að kvótinn verði ekki frá því tekinn.“ Albert Geirsson Heimamenn geta ekki rekið húsið kvótalaust Fréttir á SMS PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24 Lutein eyes Öflugt bætiefni fyrir sjónina Miðborgin | Víða við Laugaveginn og götur í ná- grenninu eru reitir þar sem skipulagsyfirvöld gera ráð fyrir uppbyggingu, og heimild gefin til þess að rífa þau hús sem nú eru á reitunum, eða stækka þau að tilteknum mörkum. Vinnu við deiliskipulag er nú að segja má lokið, aðeins á eftir að ljúka deiliskipulagi á svokölluðum stjórnarráðsreit við Lækjargötu. Einn af þeim sem sér mikla möguleika á upp- byggingu við Laugaveginn er Ágúst Frið- geirsson, byggingarmeistari og eigandi ÁF- húsa. Hann er með áætlanir um uppbyggingu á Laugaveg og Vatnsstíg, og hefur undanfarið ver- ið að kaupa lóðir með það að markmiði að byggja verslunarhúsnæði með íbúðir á efri hæðum. „Nýjar og góðar íbúðir í miðbænum eru eft- irsóknarverðar, og fara fyrir hærri verð en íbúð- ir í úthverfunum,“ segir Ágúst. Hann segir ekki mikið af nýjum húsum á þessu svæði, einna helst Skuggahverfið, og ljóst að þær íbúðir séu mjög eftirsóknarverðar og ágætis verð til að miða við. Hann segir ýmsa reiti við Laugaveg og þver- götur hans áhugaverða, þó menn verði að kunna sér takmörk í því sem þeir færast í fang. Ekki er komið á hreint hvað verður gert á þeim reit sem ÁF-hús eru að kaupa, og ekki ljóst hvenær fram- kvæmdir gætu hafist.              !    " #  $ $ % &       ' (       $  )  * !  +  ,  *    -! $  $ -! *% ,  ,         .    (    "  !  * ! %   '    ( %  !     !       /  %   !+  0    " -  1      + ! (    / % ( ! )  $     &    "  2  * ! %   ( ! & $  (       %  !     +$ $;$$ $8 =$ > ! =$;$$ $, ?  8 @  @ !    !  $ Mikill áhugi á uppbyggingu við Laugaveg Reykjavík | Tæplega 200 þúsund gestir komu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík á árinu 2004, en þetta var fyrsta heila starfsár miðstöðvarinnar í nýjum húsakynnum í Ingólfsnausti við Að- alstræti eftir að hafa haft aðstöðu í Bankastræti. Þetta er mesta að- sókn í miðstöðina frá upphafi, og 43% aukning frá árinu 2003. Ferðamenn virðast í auknum mæli skipuleggja ferðalög sín sjálf- ir í stað þess að láta ferðaskrifstof- um það eftir. Leika þar aukin við- skipti almennings á Netinu stórt hlutverk, og ljóst að margir nýta sér lág fargjöld af vefsíðum flug- félagana, að því er segir í frétt frá miðstöðinni. Einnig bendi fjölgun í dagsferðir frá borginni og útleiga bílaleigubíla til aukins sjálfstæðis erlendra ferðamanna, sem eykur þörf þeirra fyrir upplýsingamið- stöðina. Sundlaugar og dagsferðir vinsælastar Langflestir þeirra sem leita til upplýsingamiðstöðvarinnar, um 93%, eru ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá, samkvæmt könnunum sem unnar voru sl. vor og sumar. Reynsla ferðamanna af Reykjavík er jákvæð, og sýna niðurstöður kannana að þegar kemur að vali á afþreyingu fá sundlaugar og mögu- leikar til heilsuræktar hæstu ein- kunn og dagsferðir frá Reykjavík fá einnig háa einkunn. Verslanir komu hins vegar lakar út úr þeirri könn- un, og kvarta ferðamenn gjarnan yfir verðlagi fremur en gæðum. Metaðsókn í upplýsinga- miðstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.