Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Veður hefur verið gott og sólin að byrja að sýna sig í fjallaskörðum í Fáskrúðsfirði, en hún breiðir sig yfir bæinn í dag, verði veður bjart. Mjög mikil svella- lög eru um þessar mundir bæði á vegum, á láglendi og túnum. Börn og fullorðnir hafa leikið sér á skautum og þotum á knatt- spyrnuvellinum á Fáskrúðsfirði í góða veðrinu, en á vellinum er ágætt skautasvell þessa dagana þó eitthvað sé það að bráðna í hlýind- unum. Sólin kemur í bæinn „VERÐI starf- semi Samherja hér hætt getum ég og hugs- anlega fleiri leit- að eftir vinnu á næstu firði, en eldri konur og konur með börn, svo dæmi sé tek- ið, geta átt erfitt með að sækja vinnu út fyrir plássið,“ segir Margeir Margeirsson, starfsmaður Samherja á Stöðvarfirði. Hann hefur starfað í vinnslunni í yfir tuttugu ár; fyrst hjá Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar síðar Snæfelli og nú Samherja. Hann ber fyrirtækinu góða sögu og segir að mjög gott sé að vinna hjá Sam- herjamönnum. Margeir er jafnframt sveitarstjórnarmaður í sveitarfé- laginu Austurbyggð. „Ég tel að það verði að finna vinnu á staðnum fyrir það fólk sem ekki er í aðstöðu til að sækja hana í önnur pláss,“ segir Margeir. „Fiskvinnsla með því sniði sem nú er verður ekki áfram, en það væri hægt að reka hér saltfiskvinnslu og það hlýtur að verða skoðað.“ Hann telur að þar gætu unnið um 10 til 12 manns og að það væri kostur fyrir þá sem ekki ættu kost á því að fara burtu af staðnum. Margeir varpar því einnig fram að þar sem Búðahreppur og Stöðv- arhreppur eru eitt sveitarfélag gæti það komið að málum með ein- hverjum hætti, svo sem með því að bjóða upp á áætlunarferðir á milli staðanna til að gera fólki kleift að fara á milli fyrirtækja til vinnu. Mar- geir tekur fram að Samherji hafi haldið úti fullri vinnu í húsinu á Stöðvarfirði síðan þeir tóku við rekstri þess og að mjög góður starfs- andi ríki þar. Verður að finna vinnu á staðnum Margeir Margeirsson Laugardalur | Bygging íþrótta- og sýningarhallar í Laugardal gengur vel, uppsteypu er lokið og verið að setja þak á bygginguna og loka henni fyrir veðri og vindum. Gunnar Steingrímsson, byggingarstjóri hjá Eykt, segir að verkið sé svo til á áætlun og stefnt sé að því að ljúka framkvæmdum við bygginguna í júní. Þá tekur við uppsetning á íþróttagólfi og tækjum áður en hægt verður að taka höllina í notkun. Framkvæmdir við íþróttahöll á áætlun Morgunblaðið/Þorkell Reykjavík | Framkvæmdir við nýja bensín- og þjónustustöð Olíufélags- ins ESSO í Fossvogi eru nú hafnar, og verður stöðin færð nær Kringlu- mýrarbrautinni og stækkuð mikið. Gamla stöðin, sem tekin var í notkun árið 1957, verður rifin og er reiknað með því að nýja stöðin verði tekin í notkun í júní í sumar. Fullbyggð verður stöðin tæplega 400 fermetrar, og segir Heimir Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Neyt- endasviðs Olíufélagsins ehf., að hún verði um mjög margt lík nýjustu ESSO-stöðinni í Háholti í Mos- fellsbæ. Byggingarefni er þau sömu; burðarvirki úr stáli og veggklæðn- ingar úr áli og flísum, en það var arkitektastofan Ask sem teiknaði stöðina. Auk þess að selja eldsneyti verður Nesti til húsa í stöðinni, ásamt Burg- er King, og verða bílalúgur fyrir þá sem ekki kjósa að setjast inn. Heim- ir segir að að- og fráreinar að stöð- inni verði bættar samhliða end- urbótunum. Bak við stöðina verður útivistarsvæði eða torg þar sem gos- brunnurinn, sem verið hefur ein- kennandi fyrir stöðina, fær að njóta sín. Heimir segir mikla möguleika fylgja þessari uppbyggingu. „Þetta er stöð sem hefur verið þarna mjög lengi, og stendur við mjög fjölfarna leið. Það fara trúlega um ein milljón bíla framhjá í þessa áttina á hverju ári. Við værum ekki að þessu nema vegna þess að við sjáum þarna mikil tækifæri.“ Milljón bifreiðar aka framhjá á hverju ári Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdir hafnar Færa á ESSO-stöðina í Fossvogi nær Kringlumýr- arbraut og stækka. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki með sumrinu. Ný þjónustustöð ESSO í Fossvogi HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.