Morgunblaðið - 28.01.2005, Side 22

Morgunblaðið - 28.01.2005, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGMINNSTAÐUR SUÐURNES Grindavík | Í Grindavík hefur ver- ið unnið hörðum höndum að því að koma á fót verksmiðju sem býr til efsta lagið í parketi, og er hrá- efni flutt inn og unnið í þynnur sem síðan eru fluttar út aftur þar sem þær eru notaðar sem efsta lagið í parketborðin eins og við þekkjum þau. Frumkvöðlar að stofnun fyr- irtækisins GeoPlank eru Stefán Jónsson iðnaðartæknifræðingur, Þórður H. Hilmarsson rekstr- arhagfræðingur og Ingi G. Inga- son viðskiptafræðingur. Að sögn þeirra Stefáns og Þórðar hefur viðskiptahugmyndin verið til skoðunar hjá þeim ásamt nokkr- um fjárfestum, undanfarin 3–4 ár. Að mörgu er að hyggja þegar farið er út í vinnslu af þessu tagi, en mikilvægast var að þeirra mati að tryggja sölu á afurðinni ann- ars vegar og aðgengi að hráefni hins vegar, áður en farið var út í fjárfestingar á vélum og tækjum. Þetta tókst þeim félögum og þá fyrst og fremst vegna þess að bæði hráefnisbirgjar og söluaðilar sáu kosti þess að setja upp vinnslu af þessu tagi hér á landi af samkeppnislegum ástæðum. Þá ber einnig að geta þess að bæj- aryfirvöld í Grindavík ásamt Hitaveitu Suðurnesja hafa með beinum og óbeinum hætti að- stoðað félagið við upphaf starf- seminnar. Fer á Evrópu- og Bandaríkjamarkað Þórður Hilmarsson er fram- kvæmdastjóri GeoPlank og er hann bjartsýnn fyrir hönd fyr- irtækisins. „Þetta er nýtt fyr- irtæki sem sérhæfir sig í vinnslu á amerískum harðvið fyrir gól- fefnaframleiðendur í Evrópu og Bandaríkjunum. Megin fram- leiðsla fyrirtækisins er iðnaðar- spónn sem er nýttur sem efsta lag í svokallað plankaparket sem sí- fellt er vinsælla á erlendum mörkuðum og hérlendis. Við er- um búnir að senda fyrstu pruf- urnar til kaupanda erlendis og það stóð ekki á svörun. Fyrsta pöntunin barst strax í byrjun jan- úar og við reiknum með að senda frá okkur fyrstu pöntun strax og vélarnar verða ræstar,“ sagði Þórður. Þessi verksmiðja ætti að veita fimm til sjö manns atvinnu og ef vel tekst til verður verksmiðjan stækkuð og þá gæti starfs- mannafjöldinn aukist verulega. Búið er að prufukeyra vélarnar og ætlunin að hefja framleiðslu í janúar. Eins og áður sagði bygg- ist vinnslan á framleiðslu yf- irborðsefna fyrir parketiðnaðinn í Evrópu og verður fyrst og fremst lögð áhersla á framleiðslu yf- irborðs fyrir svokallað plankap- arket sem er mjög að ryðja sér til rúms um þessar mundir erlendis og einnig hér innanlands. Planka- parket er parket þar sem hvert borð í parketinu er u.þ.b. 15–20 sentímetra breitt og frá 1,83–2,2 metrar á lengd og hvert borð lagt sérstaklega. Þetta er afurð í efra verðbili á parketi. „Byrjunin á einhverju meiru“ „Það var 16. júní í sumar að bæjarráð samþykkti 5 milljóna króna hlutafé í verkefnið og síðan þá hefur verið unnið að uppsetn- ingu verksmiðjunnar. Við Grind- víkingar væntum þess að þetta sé byrjunin á einhverju meiru. Þetta er nýjung í atvinnulífið og nýting á jarðhita í leiðinni,“ sagði Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri. Það sem gerir vinnsluna áhuga- verða og samkeppnishæfa hér á landi er m.a. sú staðreynd að bandarískur harðviður er mikið notaður í Evrópu og því er til- tölulega lítið úr leið að flytja hann í gegnum Ísland til frekari vinnslu. Vinnslunni fylgir einnig veruleg orkunotkun bæði af heitu vatni og rafmagni. Aðgengi að heitu vatni er lykilatriði og skap- ar félaginu talsverða sérstöðu þar sem erlendir framleiðendur þurfa að hita upp sitt vatn með afsagi, gasi, olíu og kolum. Staðsetning fyrirtækisins í Grindavík er á margan hátt mjög hentug. Stutt er í mjög heitt vatn frá Hitaveitu Suðurnesja, hús- næðið er hagkvæmt og vel horfir með ráðningu starfsmanna sem verða sex til átta talsins við fram- leiðsluna. Þá hefur félaginu verið tekið opnum örmum af bæjaryf- irvöldum og fjárfestum á svæð- inu. Áformað er að fyrsti gám- urinn fari til Evrópu um miðjan febrúar en heildarframleiðsla fé- lagsins er áætluð um 200 þúsund fermetrar eða sem nemur um tveimur til þremur gámum á mánuði allt árið um kring. Aðspurðir hvort fyrirtækið muni framleiða fyrir innanlands- markað svöruðu þeir félagar því til að í byrjun verður eingöngu selt á erlendan markað en stefnt að því að framleiða gegnheilt parket fyrir innanlandsmarkað. Boðið verður upp á allar helstu viðartegundir auk þess sem hægt verður að sérpanta. Morgunblaðið/Garðar Vignisson Vinna parket Til að byrja með verður eingöngu selt á erlendan markað, þótt stefnt sé að því að framleiða gegnheilt parket fyrir innanlandsmark- að, segja þeir Stefán Jónsson og Þórður Hilmarsson hjá GeoPlank. Sérhæfa sig í harðviðarvinnslu Ný verksmiðja vinnur efsta lagið í gólfparket til útflutnings ÍSLENSKU bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2004 voru afhent á Bessastöðum í gær. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin, en þau hlutu Auður Jónsdóttir fyrir skáldsöguna Fólkið í kjall- aranum sem kom út hjá Máli og menningu, í flokki fag- urbókmennta, og Halldór Guðmundsson fyrir verkið Halldór Laxness – ævisaga sem JPV-útgáfa gaf út, í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Geta tekið breytingum Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem stofnaði til verðlaunanna árið 1989, ávarpaði gesti og sagði það hreint með ólíkindum hve margar góðar og vandaðar bækur kæmu út á hinu litla málsvæði sem Ísland er. „Ég fyllist ævinlega stolti þegar ég skoða Bókatíðindin okkar,“ sagði hann. „Yfir því hvað breiddin er mikil, dirfskan ómetanleg og hvað margir leggja hart að sér við að koma hugverkum sínum á fram- færi.“ Hann gerði jólabókavertíðina að umtalsefni, og benti á að Íslensku bókmenntaverðlaunin væru hluti af því markaðsstarfi sem fram færi á þeim tíma. Umræður um verðlaunin hefðu alla tíð verið líflegar, og ættu raunar líka að vera það. Til væri fólk sem vildi gjarnan breyta áherslum í tengslum við verðlaunin og sjá þau færast í hendur annarra en þeirra sem til þeirra stofnuðu. „Stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda hefur fylgst grannt með þessari umræðu og vakir yfir þessu máli – enda held ég að engum þyki vænna um Íslensku bók- menntaverðlaunin en okkur. … Þetta eru lifandi verð- laun og þau geta svo sannarlega tekið breytingum,“ sagði Sigurður. Hann benti á að umræður um verðlaunin væru gjarnan miklar og ákafar, en sagði það ánægjuefni. „Tilgangur verðlaunanna er að auka umfjöllun um bók- menntir og hvetja til umræðna um bókmenntir,“ sagði hann. Allir hafa skoðun á Halldóri Halldór Guðmundsson vitnaði í söguhetju bókar sinn- ar, Halldór Laxness í upphafi ávarps síns og sagði: „Maður byrjar sem póet og endar sem farandsali.“ Ávarpið endaði hann hins vegar á því að segja að líklega væri rétt að segja að hann hefði sjálfur byrjað sem far- andsali, en endaði kannski sem póet. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann ekki hafa átt von á að vinna til verðlaunanna. „Satt að segja þekki ég svo vel til verðlaunanna hinum megin borðs, að ég veit að það er sama hvað menn segja í fjölmiðlum, það er aldrei hægt að spá fyrir um þau,“ sagði Halldór. Hann sagði verðlaun af þessu tagi efla þrótt og sjálfs- traust, í kjölfarið á snarpri en skemmtilegri törn við að koma bókinni saman. Aðspurður hvort verðlaunin væru lokahnykkurinn á henni svaraði Halldór að nú yrði gert smá hlé á sambúð þeirra nafna. „Hins vegar verð ég að játa að ég hef heyrt margar assgoti góðar sögur um hann eftir að ég kláraði bókina, því ég hef víða kynnt bókina og allir hafa einhverja skoðun á Halldóri,“ sagði hann. Auður Jónsdóttir sagðist í ávarpi sínu ekki hafa haft hugmynd um fyrir tveimur dögum að hún stæði á Bessa- stöðum nú. Í kjölfar skyndilegrar heimkomu hefðu fylgt ótal lygasögur um hvers vegna hún væri hingað komin til lands, en hún er búsett í Danmörku. „Það kom mér á óvart þegar ég fékk símtalið,“ sagði Auður aðspurð um verðlaunin, en þetta var í þriðja sinn sem hún var tilnefnd til þeirra. „En það er aldrei hægt að sjá svona fyrir þannig að auðvitað kemur þetta manni alltaf á óvart. Og mér fannst það mjög gaman, að fljúga heim og fá verðlaun.“ Gott að hafa eitthvað svona í höndunum þegar maður er að kynna bækurnar Hún sagðist ekki átta sig á hvaða þýðingu það hefði að vinna til verðlaunanna, enda væri þetta í fyrsta sinn sem hún hlyti þau. „Það getur verið gott að hafa eitthvað svona í höndunum þegar maður er að kynna bækurnar, sérstaklega fyrir nýjum hópum. En þau hafa engin áhrif á starfið sem slíkt,“ sagði hún. Auður sagðist ætla að gefa sér góðan tíma í næstu bók, og verðlaunaféð kæmi henni þar að góðum notum. „Það gefur manni tækifæri til að sitja og hugsa dálítið næsta mánuðinn,“ sagði hún að lokum. Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð Valgerði Bjarnadóttur, Margréti Eggertsdóttur og dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, sem gegndi starfi formanns, valdi verkin úr tíu bókum sem tilnefndar voru til verðlaunanna í byrj- un desember, fimm í flokki fagurbókmennta og fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Verðlaunahafar hlutu 750.000 krónur hvor í verðlaun, auk skrautritaðra verðlaunaskjala og verðlaunagripa eftir Jón Snorra Sig- urðsson. Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Guðmundsson og Auður Jónsdóttir hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2004. Bókmenntir | Halldór Guðmundsson og Auður Jónsdóttir hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2004 Tilgangurinn að hvetja til umræðna EINN áhrifamesti arkitekt 20. aldar, Bandaríkja- maðurinn Philip Johnson, lést á þriðjudaginn á heimili sínu í New Canaan í Connecticut – „glerhúsinu“ sem hann hannaði sjálfur og var eitt þekktasta verk hans. Hann var 98 ára. Byggingarnar sem Johnson hannaði voru allt frá hámódern- ískum gler- og stálkössum yfir í póstmódernísk kennileiti á borð við höfuðstöðvar AT&T í New York, sem helst líkist skraut- legri kommóðu. Daniel Libeskind, yfirhönnuður húsanna sem eiga að rísa þar sem World Trade Center stóð, sagði að Johnson hafi verið afburðamaður „sem skilgreindi list og starf arkitektsins á tuttugustu öldinni“. Johnson var fyrsti handhafi Pritzker-verð- launanna 1979. Philip Johnson arkitekt látinn Philip Johnson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.