Morgunblaðið - 28.01.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.01.2005, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þeir voru ófáir gestirnir semlögðu leið sína í Hafn-arhúsið við Tryggvagötu,þar sem Listasafn Reykja- víkur hefur meginbækistöðvar sín- ar, á þessum tíma árs í fyrra. Þá hafði safnið nýopnað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem er ein allra vinsælasta myndlistarsýn- ing sem haldin hefur verið hérlendis en um 40.000 gestir heimsóttu hana. Sú sýning skýrir að hluta til þá stað- reynd að met var slegið í aðsókn hjá Listasafni Reykjavíkur í fyrra, en þá heimsóttu tæplega 160.000 manns safnið. Sú tala er hin hæsta sem sést hefur í aðsóknartölum safnsins frá stofnun þess, en und- anfarin ár hefur aðsókn farið vax- andi og verið mjög góð. Eiríkur Þorláksson, for- stöðumaður Listasafns Reykjavík- ur, er að vonum ánægður með þær góðu aðsóknartölur sem safnið get- ur státað af og segir margar ólíkar ástæður liggja fyrir þeim. „Árið 2000 var aðsókn í safnið til dæmis mjög góð, raunar betri en árið 2001, og skýrðist það meðal annars af þeirri staðreynd að Reykjavík var ein af menningarborgum Evrópu það ár,“ segir hann. Milli áranna 2002 og 2003 óx aðsóknin um rúm 30.000, eða 25%. Á sama tíma fjölg- aði sýningum svo um munaði, úr 23 í 34 og segir Eiríkur þetta aðra skýr- ingu á aðsóknaraukningunni. „Eins og á öllum öðrum sviðum, til dæmis í tónlist og leikhúsi, er ákveðinn hópur sem sér allt og fer á eins mik- ið og hann getur. Þegar fleiri við- burðir eru, koma þeir sömu oftar, sem hækkar auðvitað aðsókn- artölur,“ segir hann, en bendir líka á að stærri og öðruvísi viðburðir dragi ef til vill nýtt og fleira fólk inn í safnið. „Það er eitthvað sambland af þessu tvennu sem veldur aukinni að- sókn, en því miður höfum við ekki haft tíma til þess að leggjast yfir að rannsaka og greina aðsóknina eins mikið og við vildum gera.“ Aðrir atburðir en myndlist Önnur notkun húsanna í eigu Listasafns Reykjavíkur hækkar líka aðsóknartölurnar, því Eiríkur segir það fara fjarri að húsin hýsi ein- ungis listsýningar. „Árið 2003 var til dæmis stórmót í skák á Kjarvals- stöðum og það ár var líka norræn frímerkjasýning á sama stað, sem fékk ágæta aðsókn,“ útskýrir hann. Þetta táknar að allir gestir sem koma inn í húsið teljast gestir í safn- inu, sama af hvaða ástæðum þeir sækja þangað, enda erfitt að leggja mat á hvað það nákvæmlega er sem fólk sér eða upplifir þegar það kem- ur í safnið. „Það er erfitt að meta hvort fólk sér eina eða þrjár sýn- ingar þegar það kemur, eða hvort það lítur inn á sýningu þó að það ætli bara í kaffiteríuna,“ bætir Ei- ríkur við. Hann bendir enn fremur á að árið 2003 hafi útskriftarsýning Listahá- skóla Íslands verið haldin í fyrsta sinn í Hafnarhúsinu, en sú sýning vekur alla jafna mikla athygli og dregur að sér marga gesti. Í fyrra, metárið mikla, voru síðan margs konar atburðir hýstir í safninu, auk hinnar vinsælu sýningar Ólafs Elí- assonar, sem juku mjög aðsókn, eins og Icelandic Airwaves. „Það er því margt sem spilar saman, bæði myndlistarsýningar og annars kon- ar atburðir, sem gerir það að verk- um að húsin verða að lifandi sam- komustað fyrir menningarlíf af öllu tagi.“ Skiptir máli Að mati Eiríks skipta aðsókn- artölur safn eins og Listasafn Reykjavíkur máli af nokkrum ástæðum, meðal annars vegna þess að það sannar að safnið er áberandi og fólk hefur áhuga á því að nýta sér það. „Það sýnir okkur líka að sú að- ferðafræði sem við erum að nota, að hafa opið alla daga vikunnar, hafa frítt inn einn dag í viku og frítt inn fyrir börn innan átján ára, er að skila árangri. Ég veit ekki hvort það eru mörg borgarlistasöfn í ná- grannalöndum okkar sem geta stát- að af viðlíka aðsóknartölum, að 1,5 sinnum íbúafjöldi borgarinnar sæki þau heim,“ segir Eiríkur. Hann bendir líka á að aðsókn- artölur skipti máli fyrir aðila utan safnsins, til dæmis borgaryfirvöld. „Þessar tölur segja þeim að þau eru að ná einhverjum af markmiðum sínum í þjónustu við borgarana með því að reka svona stofnun, og að þau gætu nýtt sér það tækifæri betur eða með öðrum hætti til að ná til þessa fólks og þjóna því betur. Þetta gæti líka sagt fjölmiðlum að beina kastljósi sínu í auknum mæli að menningarstofnunum eins og Lista- safni Reykjavíkur, sem fólkið fer á.“ Eiríkur segist telja að þær að- sóknartölur sem Listasafn Reykja- víkur geti státað af séu þær hæstu sem gerast hérlendis, þó hann efist ekki um að aðsókn í önnur söfn hafi einnig verið góð að undanförnu. Hann viðurkennir fúslega að það eigi sér vissulega að hluta til skýr- ingar í viðamiklum húsakosti safns- ins. „Við erum auðvitað stærsta listasafnið í landinu, með mest sýn- ingarhúsnæði og þar af leiðandi mesta möguleika á sýningarfjölda og -fjölbreytni. Fyrir vikið getum við spannað mjög vítt svið mynd- listar og einskorðum okkur hvorki við samtímamyndlist, íslenska myndlist eða erlenda myndlist, svo dæmi séu tekin, heldur beinum at- hyglinni að mjög víðu sviði. Með því móti þjónum við stærri hópi en ella.“ Aðsókn ekki sama og gæði En segja aðsóknartölur eitthvað um gæði myndlistarinnar sem þarna er sýnd? Stundum er sagt að besta og framsæknasta myndlistin sé sýnd á stöðum sem miklu færri sækja, til dæmis í litlum galleríum. Hins vegar mætti segja að myndlist sé einskis virði nema einhver hafi áhuga á henni. Hvað segir Eiríkur um þetta? „Ég held að það ætti alls ekki að setja neitt samasemmerki milli aðsóknar og gæða. Við höfum oft sett saman sýningar sem við vit- um að mikill listrænn metnaður er lagður í og er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt í að koma á framfæri, en höfðar kannski til fremur þröngs hóps. Á hinn bóginn höfum við gert verkefni sem eru auðveldari í fram- kvæmd en við vitum að ná til breiðari hóps af fólki. Síðan eru auð- vitað til verkefni sem ná hvoru tveggja, eru bæði listrænt séð mjög spennandi og ná til margra, eins og sýning Ólafs Elíassonar í fyrra,“ segir Eiríkur. Hann segist telja ljóst að fjöl- breytni af þessu tagi sé nauðsynleg fyrir opinbera stofnun eins og Lista- safn Reykjavíkur. „Ef um er að ræða einkasöfn eða sjálfseign- arstofnun, geta menn ákveðið sínar eigin áherslur útfrá hagsmunum sínum. En við erum fyrst og fremst þjónustustofnun, sem hefur ákveðnum skyldum að gegna fyrir hönd Reykjavíkurborgar.“ Gerjun í íslenskri myndlist Eiríkur á von á góðri aðsókn í safnið á þessu ári einnig, ekki síst vegna þess að Listahátíð í Reykja- vík verður í ár helguð myndlist. Meðal þeirra verkefna sem eru á dagskrá á árinu er flaggskip Listahátíðar í Reykjavík í ár; stór yfirlitssýning á verkum Dieter Roth sem mun standa frá því í maí og út sumarið, og verður haldin á þremur stöðum samtímis hér í Reykjavík: Í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur. Viðamikil kynning á hátíðinni og sýningunni mun fara fram meðal annars í New York, London, Berlín og Kaupmannahöfn á næstu mánuðum, þannig að von er á miklum fjölda erlendra gesta á árinu. Önnur stærri verkefni fram- undan eru alþjóðleg sýning helguð myndasögunni og sýning í tengslum við 120 ára afmæli Jóhannesar Kjar- vals næsta haust. „Einnig verður boðið upp á fjölda annarra sýninga, þrjár voru opnaðar í Hafnarhúsinu nú í janúar og 4. febrúar verða tvær til viðbótar opnaðar á Kjarvals- stöðum. Ég held að það ætti að vera nægilegt við að vera fyrir fólk sem vill sækja myndlistarsýningar á þessu ári, bæði hér í safninu og ann- ars staðar,“ segir hann. „Það er gerjun í íslenskri myndlist, nýjar kynslóðir að koma fram og öflugur hópur listamanna á besta aldri að sýna bæði hérlendis og erlendis. Ég held að það sé kominn einhver sá tíðarandi að myndlistarmenn fái að njóta sín með svipuðum hætti og tónlistarmenn og leikhúsfólk hefur gert. Ég held að flest horfi til betri vegar fyrir myndlistarlífið og þessi áhugi sem við finnum í aukinni að- sókn, bæði í þessu safni og öðrum hér á landi, endurspeglar það.“ Ákvarðanir um framhaldið Eiríkur segist að lokum vilja benda á að ekki sé hægt að halda dampi af þessu tagi nema eiga fyrir því. „Því miður hefur fé til starfsem- innar ekki aukist neitt í hlutfalli við aukna aðsókn eða gildi þessara stóru sýninga. Ég held að það sé mikilvægt viðfangsefni næstu ára hjá borg og ríki að leggja sér línur og ákveða hvort koma eigi til móts við þetta. Ef það verður ekki gert, þarf væntanlega að skera niður og setja sér mörk og ákveða að það sé einungis framkvæmt það sem efni standa til. Eða þá er hægt að nýta sér þetta tækifæri og setja örlítið meiri peninga í þetta, sem um leið ætti að vekja athygli annarra stuðn- ingsaðila á að setja aukið fé í verk- efni af þessu tagi. Þetta vinnur allt saman, og það er alveg komið að þanmörkum þess sem hægt er að gera fyrir núverandi fjárveitingar. Kannski höfum við verið að gera meira heldur en hægt er með góðu móti til framtíðar, og þá er bara að vona að menn sjái tækifærin í þessu og noti sér þau áfram.“ Áhuginn endurspegl- ast í aðsókn Morgunblaðið/Jim Smart Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur: „Ég held að flest horfi til betri vegar fyrir myndlistarlífið og þessi áhugi sem við finnum í auk- inni aðsókn, bæði í þessu safni og öðrum hér á landi, endurspeglar það.“ Aðsókn að Listasafni Reykjavíkur hefur farið vaxandi undanfarin ár og í fyrra komu þangað tæplega 160.000 gestir, sem er sögulegt há- mark. Í samtali við Ingu Maríu Leifsdóttur ræðir Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður safnsins, ástæður þessarar góðu aðsóknar og hvers vegna hún skiptir máli. ingamaria@mbl.i.s Morgunblaðið/Einar Falur Frost activity, sýning Ólafs Elíassonar sem sett var upp í Hafnarhúsinu á þessum tíma árs í fyrra, er ein vinsælasta myndlistarsýning hér á landi fyrr og síðar. Hana sáu um 40.000 manns. ÞAÐ sveif finnskur stórsveitarandi yfir Tjörninni á tónleikum Stór- sveitar Reykjavíkur og finnska hljómsveitarstjórans og tenórsax- istans Eero Koivistoinens. Finnsk- ur stórsveitardjass með UMO- stórsveitina í fararbroddi hefur getið sér gott orð um heim allan og stendur sú sveit stórsveit danska útvarpsins ekki að baki eft- ir að stórveldistíma hennar lauk er Thad Jones hætti að stjórna á þeim bæ. Eero var frækinn fram- úrstefnublásari hér á árum áður en er nú hefðbundinn Coltrane-isti í blæstri sínum og heldur þótti hann mér litlaus í Coltrane- söngvunum Naima og Equinox, þótt útsetningar hans fyrir bandið væru fínar, sér í lagi á Equinox þarsem dúndrandi göngubassi Gunnars Hrafnssonar réð ríkjum. Þar blés Sigurður Flosason í altó- inn sérdeilis fínan sóló nær vestur- en austurstrandardjassi. Tónleik- arnir hófust á tveimur klassískum stórsveitarópusum eftir Eero: Lat- ely, markað voldugum þykkum hljómi, og Artic blues, þarsem fönkaður ryþmi réð ríkjum þar til Ólafur Jónsson tók við af Edda Lár og spann léttilegan sveiflusóló. Útsetning Eero á All blues Miles Davis var í sama stíl og Artic blues og þar blés Stefán S. Stef- ánsson sérdeilis skemmtilegan barrýtonsóló með skothendu stak- katói á köflum og var hann ram- maður inní kraftmikla sólóa þeirra Jagúarbræðra, Samúels Jóns og Kjartans Hákonarsonar. Sveitin lék verk eftir Eero nefnt 2000 og var það ekki spennandi áheyrnar þótt hann notaði brassdemparana skemmtilega í tónalituninni – svo var eitt senegalskt stef sem minnti helst á ópusa Abdullah Ibrahim. Þar blés hinn ungi Ívar Guð- mundsson tíðindalítinn tromp- etsóló. Lokaverkið var Tvísöngur, svíta í þremur þáttum er Eero byggir á íslenskum þjóðlögum. Fyrsti kafli, byggður á Ó mín flaskan fríða, einkenndist af brokk- gengum húmor blásaranna og síð- an hljómaði Stóðum tvö í túni, þar- sem Sigurður Flosason spann mjúktóna á altóinn. Lokakaflinn, Krummi krunkar úti, var magn- aður og Jóel alþjóðlegur í fínum tenórsóló og Snorri blés síðan fal- lega uppbyggðan sóló á flyg- ilhornið. Þessu lauk svo á kórónu íslensks tvísöngs: Ísland farsælda frón. Það hefði mátt halda að Eero væri alinn upp við íslensk þjóðlög, svo vel tókst honum að nýta þau í þessa stórsveitarsvítu. Aukalagið var einnig þjóðlag – að sjálfsögðu finnskt, en hefði eins getað verið sænskt – í það minnsta sveif Vermalandið yfir vötnunum. Það var fengur að heimsókn Eero Koivistoinens og stórsveitin lék með glæsibrag. Hrynsveitin var fautagóð þótt á stundum nyti hún sín illa í hljómlausum Tjarn- arsalnum og bitnaði það sér- staklega á sólóum Kjartans Valdi- marssonar. Þúsund- vatna- djass DJASS Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjart- an Hákonarson og Ívar Guðmundsson trompeta; Oddur Björnsson, Samúel Jón Samúelsson og Stefán Ómar Jakobsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Ólafur Jónsson, Stefán S. Stefánsson, Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Vil- hjálmur Guðjónsson saxófóna, klarinett- ur og flautur, Kjartan Valdimarsson pí- anó, Eðvard Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa, Jóhann Hjörleifsson trommur og Pétur Grétarsson slagverk. Stjórnandi: Eero Koivistoinen sem einnig blés í tenórsaxófón. Miðvikudagskvöldið 26.1. 2005. Stórsveit Reykjavíkur Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.