Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF DINE AID HELGINA 28.-30. JAN. Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá Óhætt er að fullyrða að þaðmæði mjög á bráðahjúkr-unarfræðingum á slysa-og bráðadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Álagið er þó mismikið eftir dögum, en þótt ótrúlegt megi virðast eru mánudagarnir annasamastir. „Mánudagar eru eitthvað svo óyf- irstíganlegir í huga fólks enda kem- ur í ljós að flestir nota þá til lækn- isheimsókna,“ segir Mette Pedersen, bráðahjúkrunarfræð- ingur í Fossvogi, sem nú er að ljúka þriggja anna sérnámi í bráða- hjúkrun við HÍ. Bráðahjúkrunarfræðingar telja sig vera í ákjósanlegri aðstöðu til að miðla fræðslu um forvarnir enda fari 150–200 einstaklingar í gegnum deildina á hverjum einasta sólar- hring. „Að mínu mati snýst hjúkrun fyrst og fremst um umhyggju og væntumþykju, en í mun víðari skiln- ingi en orðabókin segir til um. Oft er fólk í miklu uppnámi þegar það kemur og þá skapast oft einstök augnablik til að ná til fólks. Á sama tíma og við erum að fá botn í at- burðarás og meiðsl sinnum við sál- rænni skyndihjálp. Við þurfum að vera snögg að átta okkur á að- stæðum og koma hlutunum í róleg- an gír. Ekki þarf síður að halda utan um og fræða ættingja eða vini, sem fylgja gjarnan hinum slösuðu eða veiku, um gang mála svo þeir upplifi aðstæðurnar á sem þægilegastan hátt. Sami hjúkrunarfræðingur sinnir bæði aðstandendum og sjúk- lingum nema þegar líf liggur við. Þá hefur endurlífgunin forgang og aðr- ir hjúkrunarfræðingar sinna þá að- standendum. Skiptar skoðanir eru um það meðal bráðahjúkrunarfræð- inga og lækna hversu langt skuli hleypa aðstandendum. Eiga ætt- ingjar t.d. að fá að vera viðstaddir endurlífganir?“ spyr Mette. „Enn sem komið er hafa ekki verið búnar til vinnureglur um þetta efni, en hérlendis er það undantekning- arlítið þannig að aðstandendur eru ekki viðstaddir endurlífganir, sem byggist ef til vill á því að fólk biður ekki um það.“ Brotum púslað saman Fyrir leikmenn kann allt spurn- ingaflóðið, sem dynur á sjúklingum og samferðafólki við komu á slysa- deildina, að virka fráhrindandi, seg- ir Mette, en spurningarnar þjóna allar sínum tilgangi í því ferli að finna út hvað gerðist og hversu al- varlegur áverkinn kann að vera. Svörin hjálpa okkur við að púsla saman brotum í heildarmynd áður en hafist er handa við rannsóknir og meðhöndlun auk þess sem svörin nýtast í slysaskráningu. Kraftar í bílslysi skipta máli þegar metnir eru svokallaðir háorkuáverkar og þeim forgangsraðað. Leyndir skað- ar geta nefnilega komið fram eftir á þrátt fyrir að hvorki sjáist blóð né marblettir við komu. Á slysa- og bráðadeildinni í Foss- vogi er rekin neyðarmóttaka fyrir fórnarlömb nauðgana auk þess sem hjúkrunarfræðingur svarar í áfalla- hjálparsíma allan sólarhringinn. „Áfallahjálp fellur í reynd undir for- varnir því verið er að koma í veg fyrir að fólk þrói með sér áfalla- röskun eða áfallastreitu eftir meiri- háttar áföll í lífinu. Fái vanlíðan að þróast óáreitt til lengri tíma fer áfallastreita að há daglegu lífi. Verið er að fullvissa fólk um að þær til- finningar, sem það burðast með, séu eðlilegar miðað við þær hremm- ingar, sem viðkomandi hefur gengið í gegnum, og oft er verið að beina fólki í tiltekinn farveg með hvernig best sé að bregðast við tilfinningum. Þegar við skynjum að hlutirnir eiga ekki eftir að ganga eðlilega fyrir sig er beiðni send til áfallahjúkr- unarfræðings. Aðstæður metnar rétt Það skal viðurkennast að víða eru flöskuhálsar og alltaf má betur gera í að þróa upp vinnureglur og leið- beiningar,“ segir Mette. „Okkur finnst mjög leiðinlegt að þurfa að horfa upp á sjúklinga bíða eftir þjónustu, jafnvel tímunum saman, en ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekkert í kaffi og slöppum af. Því lengri sem biðin er reynir á að meta aðstæður rétt enda er það á verksviði hjúkrunarfræðinga að for- gangsraða sjúklingum. Að sama skapi lendum við mjög oft í vand- ræðum með innlagnir sjúklinga frá okkur þar sem legupláss spítalans eru fullnýtt. Sjúklingar ílengjast þá hjá okkur um tíma þótt takmörk séu fyrir því hversu lengi hægt er að bjóða upp á gangana. En hversu skrýtið sem það annars kann að hljóma ganga hlutirnir yfirleitt nokkuð vel upp þegar mest liggur við og þá leggjast allir á eitt. Það á t.d. við þegar hópslys verða, en þá er gripið til hópslysaáætlunar og greiningarsveit, sem í eru tveir bráðahjúkrunarfræðingar, fara á vettvang. Þótt álagið geti oft og tíðum verið mikið er bráðahjúkrun mjög gjöfult starf, sérstaklega þegar maður finn- ur fyrir þakklæti sjúklinga og að- standenda þeirra.“  HEILSA | 150–200 manns koma á slysa- og bráðadeildina á hverjum sólarhring Fjöldi Íslendinga situr límdur fyrir framan sjónvarpið þau kvöld sem Bráðavaktin er á dagskrá og fylgist með læknum og hjúkr- unarfólki takast á við ótrúlegustu uppákomur. En hvernig skyldu hlut- irnir ganga fyrir sig á ís- lensku bráðavaktinni í Fossvoginum? Mette Pedersen bráðahjúkr- unarfræðingur segir að starfið sé gjöfult þótt álagið sé oft mikið. Morgunblaðið/ÞÖK „Á sama tíma og við erum að fá botn í atburðarás og meiðsl erum við að sinna sálrænni skyndihjálp,“ segir Mette Pedersen, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Morgunblaðið/Þorkell Brynja Dröfn Jónsdóttir gerir að sárum á hendi. Morgunblaðið/Þorkell Það er í nógu að snúast allan sólarhringinn. join@mbl.is Mánudagar eru anna- samastir á bráðadeildinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.