Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 27 DAGLEGT LÍF „ÞÆR VILDU ekki sleppa henni við að halda klúbbinn, enda gefa þær ekkert eftir og eru í stöðugu sam- bandi til að minna á hver sé næst í röðinni,“ segir Gunnhildur Stef- ánsdóttir þegar saumaklúbb tengda- móður hennar ber á góma. „Það kemst enginn undan því að halda saumaklúbb og þegar tengda- mamma slasaðist bauð ég þeim í fyrstu heim til mín og eldaði fyrir þær, en svo vildi hún fá þær heim til sín og nú fer ég þangað og sé um matinn þar. Ætli það sé ekki svona tvisvar til þrisvar yfir veturinn sem röðin kem- ur að henni og hef ég mjög gaman af að geta aðstoðað. Þær eru ynd- islegar.“ Gunnhildur segist, að ósk Krist- ínar, yfirleitt vera með fiskrétt og styðst við uppskriftir úr Veislubók Hagkaupa, sem hún segir að sé frá- bær eins og reyndar allar uppskrift- arbækur frá þeim. „Þetta eru ein- faldir og góðir réttir sem meistarakokkar gefa uppskriftir að, góðar leiðbeiningar og myndirnar fallegar,“ segir hún. „Í næsta klúbb ætla ég að bjóða upp á lúðu í ofni með camembert-osti og eplaköku í eftirrétt, en þá uppskrift rakst ég á í einhverju blaði sem ég man ekki lengur hvað heitir. Ég er ekki ein af þeim sem bý til eigin uppskriftir. Þær eru yfirleitt fengnar að láni og stílfærðar.“ Stórlúða með camembert Fyrir 6 6 stk (200 g) stórlúða í sneiðum 1 camembert-ostur salt og pipar sítróna Meðlæti: Tómatrjómi 1 dós tómatmauk með kryddjurtum og hvítlauk (Hunt’s) 1½ dl rjómi salt og pipar Meðlæti: 200 g belgbaunir Skerið vasa í lúðusneiðarnar og fyll- ið með sneiðum af ostinum. Raðið á smurða ofnskúffu og kreistið safa úr sítrónu yfir. Kryddið með salti og pipar. Bakið í 180°C heitum ofni í 15 mín. Lagið sósuna á meðan. Setjið sósuna á disk og leggið fiskinn ofan á. Skreytið með fersku basil. Gott er að bera fram soðnar belg- baunir sem meðlæti. Tómatrjómi: Sjóðið saman tómatana úr dósinni og rjómann. Kryddið með salti og pipar. Belgbaunir: Snöggsjóðið baunirnar í söltu vatni í um 2 mín. Epladesert með rjóma 5 epli 2 dl sykur 100 g súkkulaði, smátt skorið 1 dl haframjöl 1 dl kókosmjöl 100 g smjör, brætt Afhýðið eplin og skerið í helminga og síðan í bita og sjóðið þau í potti með ½ dl af sykri þar til þau eru að- eins mýkri. Setjið eplin í botninn á eldföstu móti og stráið smátt söxuðu uppáhalds- súkkulaði yfir. Stráið síðan hafra- mjöli, kókosmjöli og því sem eftir er af sykrinum yfir eplin og súkkulaðið. Bræðið að lokum smjörið og hellið því varlega yfir allt. Bakið svo í ofni við 170°C í um það bil 20 mínútur. Epladesertinn er borinn fram með þeyttum rjóma.  MATARKISTAN | Eldað fyrir tengdamömmu Býður alltaf upp á fisk Það var svo góður maturinn í saumaklúbbnum hjá Kristínu í gær … Snillingurinn hún Gunnhildur Stefánsdóttir, tengdadóttir Kristínar Árnadóttur, sá um matseldina eins og hún hefur gert síðan Kristín handleggsbrotnaði fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Þorkell Lúða með camembert-osti. Morgunblaðið/Þorkell Gunnhildur Stefánsdóttir býður saumaklúbb tengdamóður sinnar, Krist- ínar Árnadóttur, iðulega upp á fiskrétti. Morgunblaðið/Þorkell Í SVÍÞJÓÐ eins og víða annars staðar verða matvörur sem merktar eru viðkomandi verslun æ vinsælli og lýsa fáir neytendur neikvæðni í þeirra garð, að því er kemur fram í Dagens Nyheter. Ica-súkkulaðikex, Hemköp- maísbaunir og Coop-haframjöl eru dæmi um sænskar vörur undir „eigin“ vöru- merki en líka ákveðin lág- vöruverðsvörumerki eins og t.d. Euroshopper. Slíkar vörur eru nú 15% af öll- um matvörum í sænskum mat- vöruverslunum og búist er við því að árið 2006 fari hlutfallið upp fyrir 20%, að því er ný könnun leiðir í ljós. Í Sviss og Bretlandi eru eigin vörumerki í mat- vöruverslunum hvað algengust eða yfir 40% af matvöruúrvalinu. Í Belgíu er hlutfallið 38% og í Þýskalandi 35%. Greiningarfyrirtækið Movement Research & Consulting gerði könnunina í Svíþjóð og í henni kemur einnig fram að neytendum þykja eigin vörumerki versl- anakeðjanna alveg eins og aðrar vörur þar sem gæði og verð er metið. Lægra verð og meiri hagnaður Það er hagkvæmt fyrir versl- unarfyrirtæki að láta framleiða vörur undir eigin vörumerki. Þannig sparast einn liður í keðj- unni og hægt er að kaupa beint af framleiðanda. Hagnaðurinn verð- ur meiri en einnig er hægt að bjóða neytendum lægra verð. Þeir sem hugsa mest um mat- vöruverð og að spara við innkaup eru þeir jákvæðustu úr hópi neyt- enda gagnvart eigin vörumerkjum matvöruverslananna, samkvæmt könnuninni. Ef gæðin myndu minnka, myndi áhugi á eigin vöru- merkjum einnig minnka. Í könnuninni var rætt við 8.600 viðskiptavini 70 verslana í allri Svíþjóð um við- horf þeirra til eig- in vörumerkja. Í ljós kom að níu af hverjum tíu geta nefnt eitt eða fleira eigið vörumerki matvöruverslana og flestir gera sér grein fyrir að eig- in vörumerki eru mismunandi, t.d. vörumerki ákveðinna verslana og lágvöruverðsvörumerki eins og t.d. Euroshopper.  NEYTENDUR Jákvæðir í garð vara sem merktar eru verslunum Í Sviss og Bretlandi eru eigin vörumerki í mat- vöruverslunum hvað al- gengust eða yfir 40% af matvöruúrvalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.