Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA birtist í New York Times grein með þessari fyrirsögn eftir Keith Humphreys (dósent í geðlækningum við Stanford) og Sally Satel (ólaunaðan ráðgjafa stjórnar vímuefna- og geð- heilsu stjórnsýslustofn- unar Bandaríkjanna) um hvernig eigi að for- gangsraða lækn- isfræðilegum rann- sóknum. Starfsmenn National Institute of Health (NIH) í Banda- ríkjunum munu takast á við forgangsröðunina er þeir úthluta milljörðum dollara til vísindarann- sókna á þessu ári. Humphreys og Satel byggja grein sína á hug- myndum tveggja þekktra erfðafaraldsfræðinga við NIH, dr. Merikangas og dr. Risch, um forgangsröðun erfðafræðilegra rann- sókna sem þau birtu í Science í októ- ber 2003. Þau bentu á að vænlegast væri að eyða fé í erfðarannsóknir á sjúkdómum sem ekki er hægt að hafa áhrif á með breytingum á hegðun eða umhverfi, t.d. sykursýki 1 og Alzheim- ers-sjúkdóm. Umhverfissjúkdómar Neðar í forgangsröð við erfðafræði- rannsóknir eru sjúkdómar sem að miklu leyti er hægt að koma í veg fyrir með breyttri hegðun og neysluvenjum. Sjúkdómar sem hægt er að hafa áhrif á með fræðslu, lögum og reglum, t.d. sykursýki 2, og áfengis- eða tóbaks- fíkn. Sykursýki 2 er hægt að koma í veg fyrir með hreyfingu og með því að léttast, og unglingar (og raunar allir) kaupa minni bjór ef skattar á áfengi eru nógu háir, sem aftur leiðir til minni áfengissýki og annarra áfengisvandamála. Gæti erfðafræðileg skimun komið í veg fyrir fíkn? Ákveðin lyf gætu haft áhrif á viðtaka í miðtaugakerfi og slík þekking gæti nýst til að meta hvort bjóða ætti tilteknum sjúklingum meðferð með þeim. En framfarir í erfðarann- sóknum eru taldar ólík- legar til að hafa mikil áhrif á fíkn. Yfirlitsrann- sókn á vegum National Institute of Alcohol Abuse and Alco- holism (NIAA) í Bandaríkjunum sýndi að þrír fjórðu þeirra, sem höfðu verið alkolhólistar en voru það ekki lengur, höfðu aldrei farið í meðferð. Dr. Merikangas og dr. Risch leggja áherslu á að hægt sé að hafa áhrif á fíkn við réttar aðstæður með breyttum viðhorfum og umhverfisaðstæðum. Mikið af þeim skaða sem áfengis- og önnur vímuefnanotkun veldur lýð- heilsunni kemur fíkn lítið við. Betri meðferð við alkóhólisma bætir ekki umferðaröryggi að ráði. Flestir 32 milljóna Bandaríkjamanna, sem við- urkenndu að hafa ekið undir áhrifum, voru ekki alkóhólistar. Þeir höfðu tekið ranga ákvörðun eftir of mikla drykkju. Meiri neysla – fleiri vandamál Áfengisneyslan hefur meira en tvö- faldast síðan 1969 hér á landi, enda hafa áfengisvandamál stóraukist. Til dæmis hafa líkur karla til að verða áfengismisnotkun að bráð tvöfaldast og líkur kvenna tífaldast, þ.e. nú má gera ráð fyrir að einn af hverjum fjór- um körlum þurfi að leita sér aðstoðar vegna áfengisvanda einhvern tíma á lífsleiðinni og ein af hverjum tíu kon- um. Ólikt rannsóknum á sjúkdómum, sem ekki orsakast fyrst og fremst af umhverfisaðstæðum, verður ekki dregið verulega úr þeim skaða sem áfengis- og önnur vímuefnanotkun veldur með erfðarannsóknum. Úr þeim skaða verður ekki dregið nema með ákveðinni stefnumörkun hins op- inbera og skynsamlegu vali borg- aranna. Sumar erfðarannsóknir eru ekki peninganna virði Tómas Helgason fjallar um læknisfræðilegar rannsóknir ’Mikið af þeim skaðasem áfengis- og önnur vímuefnanotkun veldur lýðheilsunni kemur fíkn lítið við. ‘ Tómas Helgason Höfundur er prófessor, dr. med. Heimildir: Keith Humphreys og Sally Satel. New York Times 18. jan. 2005. Kathleen Ries Merikangas og Neil Risch. Science vol. 302, 24. okt. 2003 UMFJÖLLUN leiðarahöfunda um málefni dagsins vekur til um- hugsunar og skerpir sýn á lyk- ilatriði. Það gildir til dæmis um frábæran leiðara í Morg- unblaðinu í dag, 26. janúar, sem ber yf- irskriftina Þegar góðir menn hafast ekkert að og leggur út af orðum Kofi Annans fyrr í vikunni. Hið sama á því miður ekki við um leiðara þriðjudagsins 25. janúar. Sá leiðari gerir miklu heldur að villa sýn og rugla fólk í ríminu. Í leiðaranum, sem ber yfirskriftina Foreldrum van- treyst og er framhald af forsíðu- grein deginum áður, er býsnast yfir eftirfarandi setningu í bréfi Náms- matsstofnunar til foreldra barna í 4. og 7. bekk grunnskóla í tilefni af töku samræmdra prófa: „Ekki er ástæða fyrir foreldra að undirbúa börnin sérstaklega fyrir prófin enda eru þau hluti af hefðbundnu skólastarfi.“ Umfjöllun Morg- unblaðsins í umræddri forsíðugrein og leiðara byggist á misskilningi á markmiðum og hlutverki sam- ræmdra prófa í 4. og 7. bekk. Ólíkt prófum við lok 10. bekkjar sem geta haft úrslitaáhrif við inn- ritun nemenda í framhaldsskóla eru samræmd próf í 4. og 7. bekk einungis könnunarpróf og eiga ekki að hafa áhrif á námsferil nemenda. Niðurstöður prófanna eiga að veita kennurum og foreldrum upplýs- ingar um það hversu vel gengur að ná kunnáttu- og færnimarkmiðum sem skilgreind eru í opinberri nám- skrá. Séu þessar upplýsingar skýr- ar, geta þær verið mikilvægt tæki við að ákveða áherslur í kennslu og námsstuðningi við nemendur í framhaldinu. Þannig ætti t.d. barn sem ekki kann að leggja saman eða draga frá á stærðfræðiprófinu í 4. bekk skýlaust að fá sérstaka þjálf- un til að ná þeim markmiðum eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hið sama gildir um les- og orðaskilning í íslensku í 4. bekk eða stafsetningu í 7. bekk, svo dæmi séu tekin. Það er fyllilega í samræmi við þann rökstuðning sem færð- ur var fyrir samræmd- um prófum í 4. og 7. bekk við setningu grunnskólalaga 1995 að Námsmatsstofnun segir í bréfi sínu að ekki sé ástæða til að búa börn sérstaklega undir þessi próf. Vissulega er sjálfsagt að gæta þess að börn- in mæti vel úthvíld til prófsins. En próflausnir eiga ekki að vera af- rakstur tveggja vikna maraþonsetu með foreldrum yfir stafsetning- aræfingum, lesskilningstextum, reikningsdæmum eða mál- fræðiatriðum á gömlum prófum. Að ná kunnáttu og færni í móðurmáli og stærðfræði er langvinnt ferli. Foreldrar, sem hafa lesið fyrir börnin sín daglega frá unga aldri, tala mikið við þau, hlusta á þau og segja þeim frá ýmsu, mega eiga von á því að börnin þeirra komi vel út í lesskilningi á samræmdu prófi í 4. bekk. Hið sama gildir um for- eldra sem hafa í langan tíma notað tækifæri sem gefast til að leika að tölum og stunda hugarreikning með börnum sínum. Kennarar eiga heldur ekki að hlaupa upp til handa og fóta og kenna sérstaklega undir þessi sam- ræmdu próf. Vissulega geta þeir búið nemendur sína undir próf- aðstæðurnar, jafnvel sýnt þeim með dæmum hvernig prófin eru upp byggð, í þeim tilgangi að létta á álaginu við próftökuna. En það ýtir undir streitu að vera með sam- ræmdu prófin á dagskrá í margar vikur fyrir próf. Hverjum er verið að þjóna með því? Eru þar hags- munir nemenda eða hagsmunir skólans í forgrunni? Það sem skiptir megin máli fyrir kennara og foreldra er hvers konar upplýsingar lesa má úr prófnið- urstöðunum. Það er verkefni Námsmatsstofnunar, eftir ítarlega greiningu á hinni opinberu nám- skrá, að búa til mælitæki sem mæla hvort settum markmiðum sé náð og að setja niðurstöðurnar þannig fram að hægt sé að nýta í kennslu og stuðningi við nemendur. Þetta er flókið viðfangsefni sem við hljótum öll að gera kröfu um að sé vel af hendi leyst. Ef Morgunblaðið vill veita hinum opinberu stofn- unum aðhald, sem málsvari al- mennings, ætti það að beina sjón- um að framsetningu upplýsinga úr samræmdum prófum og fá máls- metandi aðila til að segja hvort þær séu nýtilegar til þess hlutverks sem þeim er ætlað. Spyrja þarf hvort niðurstöður prófanna hjálpi kennurum og foreldrum í ákvarð- anatöku um áherslur í námi og kennslu barna. Sjálf bíð ég spennt eftir að fá niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk sem sonur minn mun gangast undir 3. og 4. febrúar næstkomandi. Satt að segja veit ég ekki að hve miklu leyti kunnátta hans og færni uppfyllir markmið aðalnámskrár grunnskóla. Um samræmd próf í 4. og 7. bekk Guðrún Hrefna Guðmunds- dóttir fjallar um markmið og hlutverk samræmdra prófa í 4. og 7. bekk ’Það sem skiptir meginmáli fyrir kennara og foreldra er hvers konar upplýsingar lesa má úr prófniðurstöðunum.‘ Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Talnataka og var ritari nefndar um mótun menntastefnu sem undirbjó m.a. grunnskólalögin 1995. UM MIÐJAN áttunda áratug síð- ustu aldar var haldinn fundur á Ak- ureyri þar sem fjallað var um frekari uppbyggingu iðnskólans. Þar var reynt að fá svör við því hvað dveldi að efla þann ágæta skóla þannig að hann væri sæmandi iðnaðar- og mennta- bænum Akureyri. Á fundinum upp- lýsti fulltrúi frá menntamálaráðu- neytinu að í tvö ár hefði verið eyrnamerkt fjár- framlag til uppbygg- ingar skólans en heima- menn hefðu ekki gert neitt til að nýta þá fjár- muni! Vegna þessarar deyfðar væri talað um það í ráðuneytinu að beina fénu í eitthvað annað. Eftir fundinn var vakin athygli á þessari einkennilegu stöðu í ræðu og riti og við það vöknuðu bæjaryfirvöld af værum blundi og skipuð var bygg- ingarnefnd sem síðan skipulagði og byggði Verkmenntaskólann. Þannig fór sú skriða af stað sem leiddi síðan til þess að heimamenn fóru að hafa frumkvæði að því að koma upp há- skóla á Akureyri en biðu ekki eftir því að eitthvað kæmi af himnum ofan. Þetta frumkvæði og samstillt átak þingmanna, bæjarstjórnar og ann- arra sem lögðu hönd á plóginn hefur nú borið þann ávöxt sem allir þekkja. Árangurinn helgaðist af því að sýna frumkvæði og samstöðu, þekkja vel til í bænum, lifa þar og finna fyrir væntingum bæjarbúa milliliðalaust og hika ekki við að fylgja málum eftir þegar þörf er á. Spurningin er ekki einasta sú hvað hægt er að fá frá öðr- um heldur hvað viljum við gera sjálf og hvernig fylgjum við því eftir. Við það leysist úr læðingi áður óþekkt afl og jafnvel finnast peningar hér og þar! Menntun skili arðvænlegum störfum Undanfarið hefur talsvert verið rætt hér á Akureyri um þingmenn okkar og hvort og þá hvernig þeir beita sér í hagsmunamálum bæjarbúa. Auðvit- að hafa þeir gert marga góða hluti í áranna rás. Þeir báru t.d. gæfu til að taka á með okkur að efla skólana og sjúkrahúsið og bæta samgöngur austur, vestur og suður. Eflaust verður áfram haldið að bæta þessa þjónustu á næstu árum og áratugum. Það breytir þó ekki því að næsta stóra verkefni er að nýta þau tæki- færi sem þessi staða býður upp á til verulegrar eflingar atvinnulífsins. Það er ekki ásætt- anlegt að hafa góða skóla á svæðinu, sem útskrifar vel menntað og hæft fólk ef stærstur hluti þess þarf að leita sér að atvinnu á öðrum stöðum en Eyjafjarð- arsvæðinu. Staðreyndin er t.a.m. sú að aðeins brot af þeim sem út- skrifast úr háskólanum hér sest að á Akureyri. Við þurfum að nýta þetta fólk og þá sem lært hafa til verklegra starfa og tryggja að út úr öllum þess- um lærdómi verði til framleiðsla eða þjónusta sem hægt er að selja á al- þjóðamarkaði eða hér innanlands. Með því móti verður þetta landsvæði samkeppnishæft, getur boðið góð og vellaunuð störf og unga fólkið flæm- ist ekki annað. Atvinnuuppbygging er því stóra verkefnið framundan og ekki seinna vænna að fylkja liði með forystumönnum sem skynja þetta með beinum hætti og án fyrirvara um þetta eða hitt. Virkir þingmenn og óvirkir Stjórnmálamenn eiga að vera fulltrú- ar fólksins og enduróma vilja þess og vonir í störfum sínum. Eftir því sem þeir eru meðvitaðri um þessar vonir eru meiri líkur til að þeim verði eitt- hvað ágengt. Þessi meðvitund bygg- ist á því að þeir séu gagnkunnugir að- stæðum á þeim stað sem þeir vilja vinna fyrir. Þeir þurfa m.ö.o. að þekkja vel til og taka upp merkið hvenær sem tækifæri gefst á grund- velli þekkingar á aðstæðum og hug fólksins. Það er alkunna að þingmenn frá Áfram Akureyri! Ragnar Sverrisson fjallar um sérstakt Akureyrarframboð Ragnar Sverrisson Í BYRJUN janúar bárust boð frá Heims- samtökum matreiðslu- manna til veit- ingastaða- og matreiðslumanna um allan heim um að leggjast á árar vegna endurmenntunar fólks í veitingagreinum á þeim svæðum sem urðu verst úti í ham- förunum í Asíu annan jóladag sl. Búið er að safna miklu fé til upp- byggingar á þessum svæðum enda gríð- arleg þörf fyrir hendi eftir þessa miklu eyði- leggingu. Stór hluti fólksins, sem þarna býr, starfar við þjón- ustu ferðamanna og er brýnt að unnið verði að endurmenntun fólksins á meðan enga atvinnu er að hafa og er það markmið þess- arar DINE AID söfn- unar. Dagurinn 29. janúar hefur ver- ið útnefndur sem DINE AID dagurinn víðs vegar um heim en ís- lenskir veitingamenn ætla að útnefna helgina 28.–30. janúar nk. Klúbbur mat- reiðslumeistara, Sam- tök ferðaþjónustunnar og MATVÍS ákváðu að taka höndum saman um þetta verkefni og stýra því. Eitt hundrað ís- lenskir veitingastaðir taka þátt í söfnuninni hér á landi með því að gefa hlutdeild af hverj- um reikning þessa helgi og getur fólk aflað sér upplýsinga um þátttak- endur með því að skoða auglýsingar í blöðum fimmtudaginn 27. jan- úar svo og á heimasíð- um framkvæmdaaðila. Með því að fara út að borða hjá þátttak- endum næstu helgi rétta Íslendingar fólki í neyð hjálparhönd. „DINE AID“- dagurinn Erna Hauksdóttir fjallar um samfélagshjálp Erna Hauksdóttir ’Með því aðfara út að borða hjá þátttak- endum næstu helgi rétta Ís- lendingar fólki í neyð hjálp- arhönd.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.