Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g er fréttasjúk, eins og sumir kalla það. Af þeim ástæðum læt ég mér ekki nægja að lesa fréttir í innlendum blöðum og í net- miðlum erlendra blaða, kemur Guardian Weekly vikulega inn um lúguna á mínu heimili. Ég kaupi blaðið ekki síst vegna þess að einu sinni í mánuði fylgir því vandað fréttaskýringablað Le Monde Diplomatique (LMD). Þar er und- antekningarlaust að finna ítarleg- ar greinar um mál sem eru of- arlega á baugi í fréttum og eins er þar fjallað um efni sem ekki fer hátt í hinum svonefndu meg- instraumsfjölmiðlum. Í nýjasta eintaki blaðs- ins, sem mér barst í vik- unni, er hins vegar þungt hljóðið í fram- kvæmdastjóra þess. Í grein um erfiða stöðu á dagblaðamarkaði segir hann með- al annars að salan á blaði hans hafi að líkindum dregist saman um 12% í fyrra, eftir að hafa aukist stöðugt frá árinu 1990. Töluvert hefur verið rætt um rekstr- arvanda franskra dagblaða í fjöl- miðlum undanfarin misseri. Hafa mörg þeirra þurft að grípa til að- gerða vegna þessa, fækka starfs- fólki og jafnvel selja sálu sína. Þannig er bent á í grein LMD að blaðið Liberation, sem eitt sinn var vígi maóista í Frakklandi, hafi nú selt bankamanninum Edouard de Rothschild stóran eignarhlut í blaðinu. Og minnkandi sala dag- blaða er langt frá því að vera bundin við Frakkland, heldur er hún staðreynd víða í hinum vest- ræna heimi. Á árunum 2000 til 2004 fækkaði stöðum blaðamanna í Bandaríkjunum um meira en 2.000, en þetta samsvarar um 4% stéttarinnar í heild. Þá hafa frétta- stofur sem sjá blöðum fyrir efni einnig þurft að skera niður. Ný- lega misstu um 4.500 starfsmenn Reuters vinnuna í „hagræðing- araðgerðum“ hjá fyrirtækinu. En hverjar kunna að vera helstu orsakir „blaðakrepp- unnar“? Vel þekkt er sú staðreynd að blöðum sem dreift er ókeypis hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Veita þau sölublöðunum harða samkeppni á auglýsingamarkaði. Afar misjafnt er hversu mikið er lagt í ókeypis dagblöðin, en á þeim og sölublöðunum verður þó senni- lega ávallt ákveðinn munur. Blað sem selur eintök sín á markaði er að selja lesendum innihald en dag- blað sem fæst ókeypis er í raun og veru fyrst og fremst að selja aug- lýsendum lesendur. En sölublöðin hafa auðvitað reynt ýmsar leiðir til þess að bregðast við samkeppn- inni frá blöðum sem dreift er án endurgjalds. Segir í grein LMD að mörg dagblöð og vikurit hafi meðal annars brugðist við henni með því að gera lesendum sínum ýmis gylliboð. Algengt sé að varn- ingur á borð við DVD-myndir, bækur og geisladiska sé látinn fylgja blöðunum til þess að gera þau söluvænlegri. Þetta sé hins vegar varasamt því með þessu verði skilin milli auglýsinga og upplýsinga óljósari og virðing fyr- ir viðkomandi miðlum dvíni. Þá telja ýmsir Netið verða banabita dagblaða, en vöxtur þess hefur verið afar ör undanfarin ár. Nú geta þeir sem orðið hafa sér úti um góða tölvutengingu nálgast upplýsingar hvaðanæva úr heim- inum á örskotsstundu. Fréttir eru þó raunar langt frá því hið eina sem heldur Vesturlandabúum föngnum við bjarmann af tölvu- skjánum. Margir verja þar mest- um tíma í að senda tölvupóst, hitta vini og kunningja á spjallrásum, hlusta á tónlist, blogga eða lesa annarra manna blogg. Í nýrri rannsókn sem David T. Z Mind- ich, bandarískur prófessor í blaða- mennsku, gerði á fjölmiðlanotkun fólks undir fertugu, kom í ljós að einungis 11% nýttu Netið til fréttalesturs. En hvar skyldu þá ungir Bandaríkjamenn verða sér úti um fréttir? Ekki endilega í sjónvarpinu ef marka má nýlega grein í ritinu Columbia Journ- alism Review. Þar kemur fram að þrjár af stærstu sjónvarps- fréttarásum í Bandaríkjunum hafi tapað um 44% áhorfi frá árinu 1980. Þetta gefur til kynna að dag- blöð séu ekki einu fjölmiðlarnir sem eiga við vanda að etja. Sé það rétt að fréttaefni mat- reitt af virtum fjölmiðlum eigi æ minna upp á pallborðið hjá al- menningi, er hugsanlegt að starfs- háttum þeirra sjálfra sé um að kenna? Fram kemur í umfjöllun LMD um prentmiðla að ein orsök vandans sé hugsanlega sú að margir fjölmiðlar eru núorðið í eigu valdamikilla fyrirtækja- samsteypa sem þekkja vel til ráða- manna og vilja ekki styggja þá. Þá hafa ýmis hneykslismál komið upp hjá virtum dagblöðum sem minnk- að hafa traust almennings á þeim. Nægir hér að benda á mál blaða- mannsins Jayson Blair sem skrif- aði upplognar fréttir í New York Times þar til upp komst. Þá eru sumir fjölmiðlar með öllu hættir að reyna að leggja stund á hlut- leysi en stunda þess í stað óbil- gjarnan áróður. Þetta vita allir sem séð hafa heimildamyndina Outfoxed, sem fjallar um baráttu Fox-sjónvarpsstöðvarinnar fyrir endurkjöri George W. Bush í for- setakosningunum í Bandaríkj- unum í haust. Þá er hugsanlegt að minni fréttaáhugi skýrist af breyttu þjóðfélagi. Lausnarorð samtímans er einstaklingshyggja. Sam- félagsleg ábyrgð, samkennd og jafnvel samvera eru á undanhaldi. Margir eyða stærstum hluta frí- tíma síns inni í stofu við sjónvarps- skjáinn, fremur en að stunda fé- lagsstarf eða fara í heimsóknir til vina og vandamanna og ræða mál- in. Jafnvel litlu börnin hafa sjón- varpstæki í herbergjum sínum. Það ríkir velmegun á Vest- urlöndum og fáir aðrir en elsta fólkið hefur nokkurn tíma þurft að búa við skort. Orðið verkalýðsbar- átta hljómar gamaldags á tímum þar sem hver semur sjálfur um eigin laun. Og síðast en ekki síst má nefna að lagið hans Bubba um yfirvofandi kjarnorkustyrjöld, Hiroshima, er löngu hætt að vekja hroll með fólki. Frétta- þreyta? Blað sem selur eintök sín á markaði er að selja lesendum innihald en dagblað sem fæst ókeypis er í raun og veru fyrst og fremst að selja auglýs- endum lesendur. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is UNDANFARIÐ hafa birst í fjöl- miðlum fréttir er varða falsanir á merkjavörum og ólöglega niðurhlöðun tónlistar, kvikmynda og tölvuleikja. Það sem vekur athygli þegar slík brot ber á góma, þ.e. brot á hugverka- og auðkennarétti, er afstaða almennings til þessara brota. Oft telur fólk að ekki sé um neitt ólöglegt að ræða eða þá það lætur sér í léttu rúmi liggja hvort verið sé að ganga á réttindi annarra. Því er vert að benda á nokkur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar tekin er afstaða til þessara brota og þá sérstaklega atriði er varða falsanir á merkjavöru. Eftirlíkingar og fals- anir á merkjavöru varða lög um vörumerki og hönnun. Í vörumerkja- rétti, sem stofnast með skráningu hjá Einkaleyfastofunni en getur einnig stofnast með notkun, felst að eigandinn öðlast svokallaðan einka- rétt á vörumerki. Í þessum einkarétti felst að eigandi vörumerkis getur bannað öðrum að nota vörumerkið í atvinnustarfsemi og eftir atvikum hindrað að aðrir noti vörumerki sem séu það lík að hætta skapist á ruglingi. Merkjavörur geta einnig notið hönn- unarverndar og er því oft brotið gegn hönnunarvernd vörunnar samfara vörumerkjavernd. Misskilnings hefur gætt á þá vegu að það sé bara ólöglegt að framleiða falsaðan varning og því séu það ein- hverjar verksmiðjur í Asíu sem beri ábyrgð en ekki við sem sýslum með hann hér. Þetta er alrangt því auk þess að framleiða falsanir er ólöglegt að setja merkið á vöru eða umbúðir hennar, undirbúa markaðssetningu, markaðssetja eða bjóða falsaðar eft- irlíkingar til sölu og einnig flytja fals- aða vöru inn eða úr landi. Því hefur jafnvel verið haldið fram að sé kaup- endum fullkunnugt um að um falsaða vöru sé að ræða þá sé ekkert at- hugavert né ólöglegt við það, því fer fjarri og jafnvel má færa rök fyrir því að slíkt sé enn vítaverð- ara brot. Hver er ástæða þess að fölsuð merkjavara er keypt? Gróflega má skipta kaupendum í þrjá viðskiptahópa. Í fyrsta lagi þeir sem eru blekkt- ir og halda að um ekta vöru sé að ræða og einn- ig þeir sem þekkja ekki merkið og átta sig ekki á að varan er fölsuð. Í öðru lagi eru það þeir sem kaupa vöruna og þá í þeim tilgangi að hún sé jafn góð ekta vörunni. Þeir vilja ekki láta hafa sig að „fífli“ með því að borga mikið fyrir ekta vöru þegar sú falsaða er sambærileg og gorta sig jafnframt af góðum kaupum. Í þriðja lagi eru það þeir sem kaupa fölsun af þeirri ástæðu að þeir hafa ekki efni á ekta vörunni en vilja þó reyna að ná ákveðnum „status“ þar sem merki eru oft einhverskonar stöðutákn. En skipta falsanir einhverju máli svo heitið geti? Jú, með fölsun er verið að notfæra sér á ólögmætan hátt eign annarra, misnota verðmæti sem felst í vörumerki og eigendur hafa skapað, oftast á löngum tíma. Falsanir draga úr sölu á varningi frá ekta merkinu bæði með því að einhverjir kaupa föls- uðu vöruna í stað hinnar upprunalegu til að spara en einnig getur frægt merki orðið svo útbreitt vegna föls- unar að kaupendur fá leiða á merkinu eða finnst ekki eins sérstakt og áður að skarta þessu tiltekna merki og sala dregst saman fyrir vikið. Þá geta fals- anir kastað rýrð á orðspor merkis þar sem gæði falsaðra vara eru oftast langt um minni og í sumum tilvikum geta vörurnar verið beinlínis hættu- legar. Ábyrgð eða skilaréttur er eðli- lega enginn á fölsuðum vörum. Áætlað er að árlega velti viðskipti í heiminum með falsaða vöru um 450 milljörðum bandaríkjadala. Það er því ansi stór hluti af hagkerfi heimsins sem viðskipti með falsaða merkjavöru nær til. Þetta er ekki tilviljunarkennd sala heldur að miklu leiti þaul- skipulögð framleiðsla og markaðs- setning og tengist oft öðrum alvar- legum afbrotum. Það er einkenni þessara viðskipta að það eru einungis þeir sem selja vöruna sem hagnast (áætlað fimm til tíu sinnum útlagðan kostnað) því oftast falla engir skattar eða álögð gjöld á slíkar vörur. Ríki verða því af háum upphæðum í glöt- uðum skattgreiðslum. Auk þessa tap- ast fjöldamörg lögmæt störf vegna áhrifa sem brask með falsaða vöru hefur á verslun og viðskipti. Höfum þetta í huga þegar við veg- um og metum gildi þess að kaupa ósvikna vöru. Vörumerki og falsanir Steingrímur Bjarnason fjallar um falsanir á vörumerkjum ’Eftirlíkingar og fals-anir á merkjavöru varða lög um vörumerki og hönnun. ‘ Steingrímur Bjarnason Höfundur er lögfræðingur og starfar á Einkaleyfastofunni. Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleið- ingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á hel- vítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar TVÆR efnahagsmálafréttir í Morg- unblaðinu, með fárra daga millibili, voru ógnvekjandi. Annars vegar frétt- in í dag um að íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu hefði hækkað um þriðjung í fyrra. Hins vegar frétt frá því á fimmtudag í síðustu viku um að inn- an Íbúðalánasjóðs væri rætt um það í fúlustu al- vöru að búa til aðferðir við að lána út meira fé til íbúðakaupa. Það væri óviðunandi og óðs manns æði að blása í verðlagsglæðurnar með þeim hætti. Slíkt væri í hróplegri andstöðu við efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar og atlaga að stöð- ugleika og hagsmunum útflutnings- greina og þar með landsbyggðinni. Verðbólguna á síðasta ári má að 40 prósentum rekja til verðhækkana á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Allir eru sammála um að aukið aðgengi að ódýru fjármagni eigi þar mikinn hlut að máli. Vissulega hefur Íbúðalána- sjóður orðið að laga sig að þeim veru- leika. En engin rök standa til þess að hann gangi lengra en gert hefur verið. Það er búið að hækka lánshlutföll og hámarksupphæðirnar og lengra á ekki að ganga. Mesta ógnin við stöðugleikann nú er hin hrikalega hækkun á gengi íslensku krónunnar. Seðlabankinn hefur verið að hækka vexti til þess að draga úr innlendri eftirspurn og sporna gegn verðlagshækk- unum innanlands. Það hefur leitt til þess að gengi krónunnar hefur rokið upp. Afleiðingin er stórháskaleg fyrir út- flutnings- og samkeppn- isgreinarnar. Fyrirtæki á þeim sviðum eru að komast í gífurlegan vanda. Fréttir berast af fyrirtækjum sem eru að flytja starfsemi sína úr landi og öðrum þar sem reksturinn hefur stöðvast eða er í miklu basli. Allt þetta stafar af því að Seðla- bankinn er að hækka vexti, til þess að berjast við verðbólgu sem mestan part stafar af hækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, sem aftur á ræt- ur sínar að rekja til framboðs á ódýru lánsfjármagni. Þetta kristallar ástand- ið. Með annarri hendinni er verið að dæla út fé sem fer til húsnæðiskaupa á höfuðborgarsvæðinu og skapar þar þenslu, verðhækkanir og eignamynd- un. Með hinni hendinni er verið að reyna að damla á móti með vaxta- hækkunum Seðlabankans sem hækk- ar svo gengið. Á landsbyggðinni drag- ast seglin saman vegna þess að þetta þrengir að fyrirtækjum í útflutningi og öðrum samkeppnisgreinum. Finnst mönnum eðlilegt að opinberum lána- sjóði sé beitt til þess arna í frekari mæli? Opinber lánasjóður, bakkaður upp af ríkisábyrgðum, getur ekki tekið þátt í þannig leik. Við getum ekki hald- ið áfram að leika okkur svona að eld- inum. Það er einfaldlega komið nóg. Nú er þýðingarmikið að skilaboðin séu skýr. Í húfi er atvinnusköpunin sjálf. Það er gott og vel að vilja auka um- svif sín og bregðast við öllum heimsins óskum. En nú háttar einfaldlega þann- ig til í okkar efnahagsumhverfi að við megum ekki við því að opinber lána- sjóður ýti undir verðlagsþrýsting og stuðli þannig að vaxtahækkunum og gengishækkunum. Menn tala stundum um ruðningsáhrif af stóriðju. En ruðn- ingsáhrifin eru greinilega helst nú af völdum íbúðalánasprengingarinnar, sem bankakerfið hefur verið að magna upp. Hinn opinberi húsnæðis- lánasjóður á að ganga á undan og minnka þennan þrýsting. Nú er komið nóg Einar K. Guðfinnsson fjallar um efnahagsmál ’Allt þetta stafar af þvíað Seðlabankinn er að hækka vexti, til þess að berjast við verðbólgu sem mestan part stafar af hækkun íbúðar- húsnæðis á höfuðborg- arsvæðinu, sem aftur á rætur sínar að rekja til framboðs á ódýru láns- fjármagni.‘ Einar K. Guðfinnsson Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.