Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurGuðnason fædd- ist á Eyri við Reyð- arfjörð 30. apríl 1924. Hann lést á heimili Guðmundar sonar síns og tengdadóttur á Húsavík 18. janúar 1995. Foreldrar hans voru Guðni Þorsteinsson múr- arameistari og járn- smiður og Þorbjörg Einarsdóttir hús- móðir. Guðmundur átti ættir að rekja til Reyðarfjarðar og Lóns í Austur- Skaftafellssýslu. 23. janúar 1957 kvæntist Guð- Halldór átti eina dóttur áður. 5) Ingi Vigfús, d. 16. desember 2004. 6) Guðni Þorberg, d. 17. febrúar 1981. 7) Guðrún Unnur, gift Guð- jóni Þ. Gíslasyni, þau eiga tvær dætur. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum en fór ungur að heiman. Hann nam trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík og vann við þá iðn meira og minna alla ævi. Hann stundaði einnig sjósókn í nokkur ár í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Fjóla bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan stuttan tíma á Selfossi en fluttu árið 1961 að Arnarbæli í Ölfusi og bjuggu þar til ársins 1967. Síðan fluttu þau til Vestmannaeyja og þar bjó Guð- mundur alla tíð eftir það að und- anskildu gosárinu en síðustu árin dvaldi hann á elliheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Guðmundur var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 28. janúar 1995. mundur Fjólu Guð- mundsdóttur frá Hell- issandi, f. 21. júlí 1929, d. 8. júní 1998. Þau eignuðust sjö börn, þau eru; 1) Kristín Kolbrún, gift Samúel Guðmunds- syni, þau eiga þrjú börn. 2) Valey, gift Svavari Valdimars- syni, þau eiga fjóra syni. 3) Guðmundur, kvæntur Ólínu Maríu Steinþórsdóttur, þau eiga eina dóttur, en Guðmundur á tvo syni frá fyrra hjónabandi. 4) Hall- dór, kvæntur Ingu L. Þorsteins- dóttur, þau eiga þrjú börn en Í dag eru 10 ár síðan afi minn Guð- mundur Guðnason var jarðsunginn. Afi minn var svo ljúfur og góður, svo yndislegur og hlýr. Síðasta árið sem hann lifði bjó hann hjá okkur á Húsavík. Afi minn var sterkur og sjálfstæður maður og vildi ekki vera upp á neinn kominn enda sjálfstæðismaður af lífi og sál, kallaður „Gvendur íhald“. Ég er ekki frá því að í honum hafi runnið blátt blóð. En við áttum okkur leyndarmál … við vöknuðum alltaf saman á nótt- unni og ég gaf honum að borða, oft- ast urðu niðursoðnir ávextir fyrir valinu og ef að ég átti rjóma …þá var veisla. Stundum var það samt bara osta- brauð og kakó … já eða kex og mjólk … en alltaf var eins og ég væri að gefa honum kóngafæði, hann var svo þakklátur og faðmaði mig fast og þakkaði fyrir sig. Samt var þetta svo sjálfsagt og minnsta málið í mínum huga. Tveimur dögum áður en afi lést, féll snjóflóð í Súðavík, þar sem 14 manns létust. Afi átti mjög erfitt þessa daga, honum fannst þetta allt svo sárt og sorglegt sem það var og er. Hann sagði einmitt við mig „ef að Guð er til, af hverju leggur hann þetta þá á fólkið“. Oft er veröldin skrýtin og snúin. Tveimur sólar- hringum síðar sagði ég nákvæmlega það sama „ef að Guð er til, af hverju tók hann þá afa frá mér“. Við áttum eftir að gera ýmislegt saman, hann hlakkaði svo til sumarsins því þá gæt- um við farið út í garð í góða veðrið og hlustað á fuglana syngja og legið í sólbaði. Afi sagði mér margar sögur frá sinni æsku og þegar hann var að kynnast ömmu, það var nú meira fjörið. Þó þau hefðu slitið samvistum, elskaði afi hana ennþá afar heitt og sagði hann mér það oft. Ég hugsa að maður hætti aldrei að elska, ástin breytist bara. Hann sagði mér líka hvað hann væri stoltur af börnunum sínum, þau hefðu ekki átt auðvelda æsku en stæðu öll upprétt og liði vel, væru komin með fjölskyldu og börn, sem hann dáði og dýrkaði og hann vonaði að þau yrðu mörg í viðbót. Ég sakna þín elsku afi minn, ég sakna nærveru þinnar. Ég veit samt að ykkur líður vel þarna uppi, sameinuð á ný. Guðný Þóra Guðmundsdóttir. GUÐMUNDUR GUÐNASON ✝ Ársæll Magnús-son fæddist í Hafnarfirði 13. októ- ber 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar Ársæls voru Magnús Þórðar- son, f. 1884, d. 1945, og Sigrún Árnadótt- ir, f. 1890, d. 1955, sem þá voru búsett á Móum á Kjalarnesi. Hann var tíundi í röð ellefu barna, tíu drengja og einnar stúlku. Systkini hans voru þessi, í aldursröð: Árni, f. 1911, d. 1937, Sigurður, f. 1912, d. 1933, Óskar, f. 1914, d. 1946, Þorbjörg, f. 1915, d. 2003, Helgi, f. 1916, d. 1938, Magn- ús, f. 1918, sem einn lifir systkini sín, Grímur, f. 1919, d. 1926, Hreggviður, f. 1922, d. 1954, Grím- ur, f./d. 1927, og Jóhannes, f. 1932, d. 1985. Árið 1950 kvæntist Ársæll eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu S. Nítján ára gamall hóf hann störf hjá Landssíma Íslands og vann hjá Pósti og síma allan sinn starfsald- ur. Hann byrjaði sem aðstoðarmað- ur hjá tengingamönnum en hlaut nokkuð skjótan frama innan fyrir- tækisins. Hann lauk námi í sím- smíði og símvirkjun. Einnig aflaði hann sér mikils fróðleiks og færni á námskeiðum og með sjálfsnámi. Um miðjan 8. áratuginn tók hann við starfi yfirdeildarstjóra línudeildar og annaðist í því starfi uppbyggingu sjálfvirka símakerf- isins um allt land. Árið 1976 fluttist hann til Akureyrar og tók við starfi umdæmisstjóra Pósts og síma á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði í vestri til Vopnafjarðar í austri. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1998. Ársæll var alla tíð mikill félags- málamaður. Hann lét stjórnmál mjög til sín taka, var virkur innan vinstrihreyfingarinnar á yngri ár- um en ötull fylgismaður Framsókn- arflokksins eftir að hann kom til Akureyrar. Hann gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir ýmis fé- lagasamtök og var um árabil í stjórn FSA. Útför Ársæls fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Óskarsdóttur, f. 1929. Foreldrar hennar voru Óskar Stefáns- son, f. 1907, d. 1976, og Vigdís Guðmundsdótt- ir, f. 1909, d. 1989. Börn þeirra Guðrúnar og Ársæls eru; Ósk, f. 1950, gift Kjartani Heiðberg, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn, Þorbjörg, f. 1952, gift Valdimari Sigurjónssyni, hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og þrjú barnabörn, Vigdís Sig- rún, f. 1957, gift Kristjáni Ár- mannssyni, hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Magnús, f. 1961, kvæntur Elísabetu Arnoddsdóttur, hann á tvö börn, og Hreggviður, f. 1974, unnusta hans er Rut Ingólfs- dóttir, þau eiga eitt barn. Fyrir átti Guðrún Svandísi, f. 1947, gift Jóni Einari Árnasyni, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Ársæll lauk landsprófi frá Lind- argötuskólanum í Reykjavík. Fallegan vordag fyrir um 14 árum hitti ég tengdaföður minn fyrst, hann og Guðrún kona hans tóku á móti okkur Þorbjörgu (Tobbu) fyrir utan heimili sitt að Stafholti á Akureyri. Það var eins og maður væri kominn í annan heim, hlýr blærinn, aspirnar og gróðurinn allt í kringum húsið léðu því suðrænan blæ, og það var strax eins og þau væru að taka á móti týnda syninum, þannig var viðmót þeirra. Stórsteik beið okkar á grillinu og var slegið upp veislu, þannig var það alltaf þegar við hittumst, það var alltaf veisla, og var Ársæll meistarinn í þeirri grein að laða fram góðan mat og viljugur að segja manni til. Þannig var hann í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, í golfinu, Íslend- ingasögunum, jarðfræði landsins, málefnum dagsins, og ekki hvað síst var vinnan hjá Pósti og Síma en hann vann nánast allan sinn starfsaldur hjá þeirri stofnun og talaði hann oft um árin sem hann var þar og gömlu vinnufélagana. Áhugamálin voru af ýmsum toga – hann hringdi t.d. einu sinni í mig og var að hugsa um öll þessi umferðarslys útlendinga á þjóðvegum landsins – hvort verið gæti að lofþrýstingur í dekkjunum væri of hár og veggrip því lítið. Hann var líka mjög félagslyndur, var um tíma gjaldkeri Golfklúbbs Ak- ureyrar, í stjórn Sjúkrahúss Akur- eyrar og formaður jafnréttisráðs Pósts og Síma, einnig starfaði hann með félagi hjartasjúkra á Akureyri. Í vor fór ég með honum í sumarbú- stað fyrir austan Þjórsá þar sem hann hitti frænda sinn og spunnust fjörugar umræður um Egils sögu og voru þeir ekki alveg á sama máli, og varð því að ná í bókina til að skera úr um hvor hefði rétt fyrir sér. Oft fórum við í golf, bæði hér á landi og erlendis, og er mér minn- isstæð ein vika á Akureyri fyrir nokkrum árum, þá var hitinn frá 18– 24 gráður og spiluðum við golf frá kl. 10 á morgnana til kl. 16 síðdegis og svo var farið að grilla, þessi tími er al- veg ógleymanlegur. Hann verður ábyggilega búinn að stilla upp holli í golfinu þegar við hitt- umst aftur, og er hann þá vís með að segja mér hvorum megin á brautinni er betra að vera. Á sumardaginn fyrsta 2003 fór hann að kenna þess meins sem nú hefur lagt hann að velli og var það sorglegt hvernig sjúkdómurinn lék líkamann, en andinn var óbugaður. Og þegar við heimsóttum hann um síðustu helgi var hann að fræða mig um Kóraninn, en hann hafði verið að lesa hann, til að vera upplýstur um þau trúarbrögð og þær þjóðir sem aðhyllast þau. Ársæll var mikil fjölskyldumaður, og ég held það hafi ekki liðið vika öðruvísi en Tobba og hann hefðu samband í síma, og oftar en ekki var verið að skiptast á mataruppskrift- um. Guðrún kona hans stóð eins og klettur við hlið hans í veikindunum, einnig hafa börn hans staðið þétt við hlið föður síns. Ég lít á það sem for- réttindi mín og gæfu að hafa átt Ár- sæl Magnússon sem tengdaföður og góðan vin. Hans verður sárt saknað en minningin um góðan dreng lifir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún mín, börn, barnabörn, tengdabörn og vinir, ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk og trú í þessari miklu sorg. Valdimar Sigurjónsson. Ég átti þess kost að starfa með Ár- sæli um 30 ára skeið hjá Pósti og síma og var samstarf okkar bæði mikið og gott. Ársæli höfðu snemma verið falin trúnaðarstörf hjá fyrir- tækinu og þegar ég hóf þar störf árið 1968 var hann yfirmaður allra jarð- símaframkvæmda utan höfuðborgar- svæðisins. Það starf var bæði um- fangsmikið og erilsamt enda vinnusvæðið stórt og starfsmanna- fjöldi mikill. Starfið kallaði auk þess á miklar fjarvistir frá fjölskyldunni. Þetta starf leysti hann vel af hendi eins og önnur hjá fyrirtækinu. Árið 1976 urðu miklar breytingar á högum Ársæls þegar hann tók við starfi umdæmisstjóra Pósts og síma á Norðurlandi, með aðsetur á Akur- eyri, en því starfi gegndi hann með miklum ágætum um tveggja áratuga skeið. Hann stóð fyllilega undir því trausti sem honum var sýnt með ráðningu í það starf enda var hann af- bragðsstjórnandi sem átti gott með að umgangast fólk auk þess sem hann fór vel með þá fjármuni sem honum var treyst fyrir. Í þessu starfi nýttist vel sú reynsla sem hann hafði áunnið sér í fyrri störfum hjá fyrir- tækinu. Fyrir nokkrum árum hóf Ársæll að stunda golf og eftir að hann lauk störfum hjá Pósti og síma gafst hon- um meiri tími til að sinna þessu áhugamáli sínu. Ég veit að golfið veitti honum mikla ánægju enda var hann keppnismaður í eðli sínu. Ég hafði gaman af því að spila við Ársæl í þau allt of fáu skipti sem tækifæri gafst til þess. Ég hitti Ársæl og Guðrúnu síðast síðastliðið sumar þegar við Þorbjörg kona mín áttum ánægjulega kvöld- stund með þeim hjónum í sumarhúsi í Kjarnaskógi. Fyrir þá kvöldstund er ég þakklátur. Mér var þá ljóst að Ár- sæll gekk ekki heill til skógar en hann bar sig vel eins og venjulega. Að vinur minn ætti svona stutt eftir ólif- að óraði mig þó ekki fyrir. Ég þakka Ársæli vináttuna og sendi Guðrúnu og fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson. Í dag kveðjum við símamenn góð- an dreng, Ársæl Magnússon, fv. um- dæmisstjóra Pósts og síma á Akur- eyri. Hann byrjaði ungur hjá fyrirtækinu og þjónaði því dyggilega í rúma hálfa öld. Hann var einn af „gömlu“ símamönnunum sem komu Símanum í þann sess að vera með ódýrustu símtölin og bestu tæknina í Evrópu þrátt fyrir það að Síminn væri ríkisfyrirtæki. Það tókst vegna manna með sömu viðhorf til vinnu sinnar og Ársæll hafði. Hvort sem var í vinnu eða félagsmálum var Ár- sæll ávallt til forystu valinn, enda mikill eldhugi. Með áhuga sínum hreif hann samstarfsmenn sína með sér til góðra verka. Við kynntumst Ársæli best eftir að hann varð umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi. Gott samstarf var alla tíð á milli hans og okkar. Í erfiðum málum var gott að vinna með honum þó að skemmtilegu málin séu okkur ofar í huga. Hann var höfðingi heim að sækja og gaman að koma til hans í matarboð. Ársæll var mikill sælkeri og grillmeistari góður. Við grillið kom gamli „kjötverkfræðing- urinn“ í ljós, en á yngri árum hafði hann öðlast mikla þekkingu í kjöt- vinnslu hjá bræðrum sínum í Kjöti og grænmeti. Ársæls verður sárt sakn- að af þeim sem kynntust honum. Við vottum Guðrúnu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ársæls Magnússonar. Gylfi Jónsson, Ólafur Karlsson. Þegar ég hugsa til baka má segja að Ársæll Magnússon hafi verið áhrifavaldur í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Góðviðrisdag einn í júlí 1991 hringdi hann heim til mín á Reyni- melinn í Reykjavík, talaði við Guð- nýju konu mína og bauð mér í starf- sviðtal norður. Við fluttum síðar um sumarið og ég hóf störf á umdæm- isskrifstofu Pósts og síma á Akur- eyri, þar sem Ársæll var umdæmis- stjóri yfir Norðurlandi. En áður en til þess kom hafði Ársæll skipulagt nokkurra vikna starfskynningu fyrir mig hjá Símanum í Reykjavík. Ef- laust hefur það flýtt fyrir því að ég nýttist í starfinu fyrir norðan. Ég var þakklátur Ársæli fyrir þennan und- irbúning og mér finnst kynningin lýsa hyggjuviti hans. Með henni hófst í raun samstarf okkar. Það varði allt þar til hann lét af störfum vegna ald- urs 1998. Sagt var um Ársæl, líkt og um marga stjórnendur af hans kynslóð, að hann væri af gamla skólanum. Ef- laust má það til sanns vegar færa að mörgu leyti. Hann var ákveðinn og vildi hafa hlutina í föstum skorðum, en hann hafði líka til að bera heil- brigða nýjungagirni, fylgdist vel með á sínu sviði og dró ekki af sér að koma póst- og símamálum til betri vegar á Norðurlandi. Á þessum árum átti sér stað mikil uppbygging í símakerfinu. Hliðrænar stöðvar og sambönd viku fyrir stafrænum. En það skyldi ekki gleymast, að öll ný uppbygging byggist á eldri uppbyggingu manna á borð við Ársæl. Hann var einn af mörgum ungum mönnum, sem hófu störf hjá Símanum um miðbik síðustu aldar og vann þar nær allan sinn starfsferil. Á þeim árum voru loftlín- ur allsráðandi utan stærstu þétt- býlisstaða. Flokkar símamanna fóru um landið og unnu við viðhald á þeim sem og lagningu jarðstrengja sem leystu þær af hólmi. Gist var í tjöld- um, m.a. á Oddeyrinni. Á ferðum mínum með Ársæli um Norðurland rifjaði hann oft upp ýmsar sögur tengdar þessari vinnu. Ég minnist samstarfs okkar með ánægju og hlý- hug. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar votta eiginkonu Ársæls, Guðrúnu, og afkomendum þeirra innilega samúð. Sigurjón Jóhannesson. ÁRSÆLL MAGNÚSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.