Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Tryggvi Jónat-ansson fæddist á Litla-Hamri í Eyja- fjarðarsveit 9. sept- ember 1903. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 18. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jónatan Guð- mundsson, f. 25.10. 1861, d. 23.7. 1942, og Rósa Júlíana Jónsdóttir, f. 29.12. 1866, d. á Litla- Hamri, f. 11.6. 1921. Systkini Tryggva voru Guðmundur, f. 1896, d. 1992, Helga, f. 1897, d. 1901, Anna, f. 1899, d. 1937, Gunnar, f. 1901, d. 1980, Haraldur, f. 1907, d. 1908, og Haraldur Helgi, f. 1909, d. 1996. Hinn 8. september 1953 kvænt- ist Tryggvi Rósu Guðnýju Krist- insdóttur, f. 21.5. 1920, d. 4.11. 1986. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Kristinn Gunnlaugs- son, f. 19.10. 1886, d. 25.9. 1940, og Sesselja Þorleifsdóttir, f. 11.2. 1887, d. 25.8. 1921. Börn Tryggva og Rósu eru: 1) Þórólfur Gunnar, f. 13.3. 1953, d. 6.6. 1976, átti hann 1962. Börn þeirra Freyja Pálína, f. 15.3. 1987, Tryggvi Jón, f. 15.8. 1995. Dóttir Ástu Eygló Jóhann- esdóttir, f. 25.9. 1979, dóttir henn- ar Heiðrún Ásta Torfadóttir, f. 26.11. 1999. 4) Anna Helga, f. 13.4. 1963, maki Húni Zóphoníasson, f. 21.12. 1954. Dóttir þeirra Rósa Margrét, f. 29.10. 1982, maki Jón- björn Óttarsson, f. 6.12. 1973. Fyrir átti Rósa soninn Gylfa Kristin Matthíasson, f. 3.1. 1946, maki Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 18.1. 1947, börn þeirra Sigurður Sveinbjörn, f. 20.7. 1970, og á hann eina dóttur, Helgu Kristínu, f. 19.8. 2001, Erla Guðný, f. 21.10. 1975, maki Jón Ólafur Guðmunds- son, f. 14.4. 1971, og Þórdís Anna, f. 13.4. 1981. Tryggvi ólst upp á Litla-Hamri og átti þar heima alla tíð. Fór snemma að vinna á búi föður síns, var við nám í Hólaskóla og útskrif- aðist þaðan vorið 1926. Hann var í vinnumennsku í Eyjafirði, síðar fór hann suður í vinnu og var m.a. á Korpúlfsstöðum og í Rvk. Árið 1931 tekur hann við búi á Litla- Hamri og býr þar til ársins 1977 að undanskildum árunum 1946–50. Þá stundaði hann aðallega jarða- bótavinnu og sveitastörf. Einnig var hann grenjaskytta í sveitinni í fjöldamörg ár. Tryggvi verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. einn son, Gunnar Tryggva, f. 16.3. 1973, móðir hans Guðrún Jósteinsdóttir, f. 29.12. 1952. Börn Gunnars eru Jakob Þór, f. 20.12. 1994, móðir hans Sunna Dóra Möller, maki Gunnars er Sæunn Gunnur Pálmadóttir, f. 19.8. 1977. Börn þeirra eru Þórólfur Atli, f. 8.5. 2000, og Júlía Rós, f. 12.12. 2001. 2) Rósa María, f. 26.7. 1954, maki Ósk- ar Hlíðberg Kristjánsson, f. 10.12. 1949. Börn þeirra eru Guðmundur Kristján, f. 26.5. 1972, maki Heidi J. Mikkelsen, f. 22.2. 1974; Rúnar Helgi, f. 15.1. 1974, maki Þórhalla Franklín Karlsdóttir, f. 30.6. 1975, sonur þeirra Arnar Már, f. 15.5. 2000; Haraldur Þór, f. 7.2. 1985, unnusta Sunna Axelsdóttir, f. 1.7. 1986; Þórólfur Ómar, f. 24.4. 1987, unnusta María Bára Jóhannsdótt- ir, f. 16.8. 1987; Tryggvi Hlíðberg, f. 14.11. 1991. 3) Jónatan Sigur- björn, f. 11.7. 1956, maki Ásta Freygerður Reynisdóttir, f. 13.12. Elsku pabbi minn, nú er ertu loks allur. Ég veit þér líður vel og þú hef- ur fengið góðar móttökur. Mig lang- ar til að minnast þín, þú varst mér svo góður faðir, félagi og vinur og aldursmunur breytir engu í þeim efnum. Margar voru sögurnar sem þú sagðir mér og stundum komu frá þér vísur, þú varst vel ern og ekki varstu gleyminn. Við megum þakka guði fyrir það, þú varst búinn að strita mikið á langri ævi, gekkst í gegnum erfiðar aðgerðir en alltaf stóðstu upp aftur svo sterkur og ákveðinn, læknarnir voru held ég farnir að tala um að þú hefðir níu líf eins og kötturinn. Mig langar að minnast á ævintýrið þitt, það var um vorið 1949. Þú varst með traktor í jarðabótavinnu og fórst bæ frá bæ og vinnan erfið og þú ákveður að taka þér almennilegt sumarfrí, tekur stefnuna á Jökul- dalsheiðina. Um miðjan júlí lagðirðu upp á góðum fjallabíl aleinn. Nestið var súputeningar, kex og kaffi, annað þurfti ekki. Svo var bara veitt í vötn- unum, silungur og tínd fjallagrös. Þarna varstu í hálfan mánuð með þrjú net. Veiðin var svo mikil að þú gast engan veginn torgað þessu öllu. Þarna fannstu kyrrðina og friðinn og tengslin við heiðina voru orðin svo sterk að þú saknaðir einskis úr mannabyggð. Já, þarna fannstu þig, ævintýrinu lauk og lá við að þú yrðir útilegumaður í alvöru. Já, þú fórst það sem þú ætlaðir þér. Þegar þú varst áttræður vildir þú enga veislu, frekar valdirðu að láta keyra þig fram í fjallakofann Sesselíubæ við Grána og varst skilinn þar eftir aleinn í tvo sólarhringa. Eina utanlandsför fórstu um æv- ina, dagsferð til Grænlands með Kristínu mágkonu, líklega 83 ára með tvo stafi, nýkominn úr hnjáað- gerð. Þar sem þú varst mikil skíða- maður á árum áður, keyptir þú skíði til að liðka þig, og þegar þú varst bú- inn að þjálfa þig upp léstu þig ekki muna um það að fara yfir í Grund, einu sinni ef ekki oftar fórstu niður í Hrafnagilshverfi að heimsækja Hjörvar heitinn og eitt sinn kom strákur úr hverfinu að taka á móti þér og aðstoðaði þig því veðrið var eitthvað vont. Síðan eru líklega þrettán ár. Í maí 1995 á ég mynd af þér á skíðunum þar sem þú ert að renna þér á snjóskafli sem lá suður af fjárhúsunum. Skíðunum lagðirðu 92 ára, aldrei get ég toppað þetta. Þú gekkst í félag aldraða og varst mikill spilamaður, en þegar þú gast ekki lengur farið komu félagarnir til þín, Guðmundur heitinn, Jón og Jói, og þá var nú kátt á hjalla, mikið tekið í nefið og hlegið. Þú hafðir yndi af að rækta garðinn og gróðursetja tré og fékk ég margar góðar ráðleggingar í þeim efnum eins og allt annað sem ég lærði af þér. Manstu eftir kjötkáss- unum og sláturkássunum sem þú matreiddir? Já, þú manst, þú varst snillingur. Það eru forréttindi að hafa fengið að hugsa um þig þessi ár sem þú gast verið hér heima og Rósa dóttir mín naut góðs af. Takk fyrir það. Í júní 2002 fórstu á Hlíð, þar var hugsað vel um þig og mig langar að þakka starfsfólki á A-gangi fyrir góða umönnun. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, minningin lifir. Hvíl í friði. Þín dóttir Anna Helga. Elsku besti afi minn. Ég fæ því ekki með orðum lýst hvernig mér líð- ur innanbrjósts þegar ég skrifa þessi orð. Ég brosi þó í gegnum tárin, því ég veit að nú líður þér vel. Þú ert kominn á fallegan stað þar sem amma og Þórólfur taka vel á móti þér. Elsku afi minn, þú varst alltaf svo stór hluti af mínu lífi og ég tel mig einstaklega lánsama að fá að alast upp í húsi þínu og ömmu. Mikið var það gott, mikið var ég heppin að eiga þig að. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar á þurfti að halda, jafnt í gleði sem sorg. Ef mig vantaði leik- félaga þá varstu alltaf til í að hlaupa í skarðið og leika Ken. Ef mér leið illa eða var lasin hélst þú í litlu höndina mína þar til ég sofnaði. Ég var nefni- lega svo mikil afastelpa að ég flutti til þín í herbergið þitt og svaf þér við hlið í ömmurúmi. Það varst þú sem kenndir mér bænirnar og á kvöldin fórum við alltaf saman með Faðir vor og Jesú bróðir besti. Ég bað þig líka oft um að segja mér sögur fyrir svefninn. Stundum voru það ævintýri eins og Hans og Gréta eða Búkolla en stundum voru það einfaldlega sögur sem þú bjóst til jafn óðum og þú sagðir þær. Svo voru það allar sög- urnar af álfum og huldufólki. Upp- sprettan var ótæmandi en á hverju kvöldi vildi forvitið stelpuskott heyra meira. Snemma kenndir þú mér að tefla og stundum leyfðir þú mér að máta þig, þú vissir hvað ég þoldi illa að tapa. En þolinmæði þín virtist óþrjótandi. Elsku afi minn, þú kenndir mér svo ótal margt og gafst mér svo gott veganesti út í lífið. Fyr- ir það verð ég þér alltaf þakklát. Minningarnar eru margar og dýr- mætar og þær mun ég geyma í hjarta mínu um ókomin ár. Guð blessi þig og minninguna um góðan mann. Þín Rósa Margrét. Hann afi Tryggvi á Litla-Hamri er dáinn. Hann var mér sem afi þó ekki værum við tengd blóðböndum en Tryggvi var kvæntur Rósu, föður- ömmu minni. Frá barnsaldri fram á unglingsár var ég í sveit á sumrin á Litla-Hamri og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Afi Tryggvi á stóran þátt í þeim minn- ingum. Hann átti sinn fasta stað í sóf- anum í stofunni og á bekknum í eld- húsinu sem allir virtu. Þar sat hann með sólgleraugu ef bjart var úti og með neftóbaksdós sér við hlið. Hann var duglegur og drífandi maður, fróður um marga hluti og sá oft spaugilegu hliðina á lífinu. Hann kenndi mér að tefla, sagði mér sögur og leiðbeindi mér við úti- verkin í sveitinni. Á Litla-Hamri var blandaður bú- skapur þau sumur sem ég var þar. Öll dýrin voru í mínum huga áhuga- verð en hestarnir þóttu mér þó mest spennandi. Afi Tryggvi var fljótur að taka eftir því. Hann átti brúnskjótta hryssu sem kastaði eitt sumarið hestfolaldi. Hann sendi mig upp í hólf til að athuga hvernig folaldinu heilsaðist. Þegar ég kom til baka til að segja að allt væri í stakasta lagi, sagði hann að ég mætti eiga folaldið. Þetta var stórkostleg gjöf sem ég er afskaplega þakklát fyrir og mun aldrei gleyma. Folaldið sem var minn fyrsti hestur hefur reynst mér afar vel og er einn af mínum betri reið- hestum enn þann dag í dag, sautján árum seinna. Sumrin í sveitinni á Litla-Hamri eru mér mjög minnisstæð og afskap- lega dýrmæt og vil ég þakka afa Tryggva fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Erla Guðný Gylfadóttir. Það er orðin löng vegferð þegar menn lifa meira ein heila öld. Það af- rek vann frændi minn Tryggvi Jón- atansson frá Litla-Hamri. Maður getur hugsað sér röð slíkra aldar- göngumanna, þá þarf ekki nema ell- efu til að spanna bilið frá landnáms- öld til okkar daga. Sá sem hér um ræðir fékk þó sannarlega að sjá og reyna mestar breytingar í tækni og ytri þörfum mannlegra krafna. Tryggvi var bóndi og náttúrubarn í eðli sínu, með góða kímnigáfu í bland við hóflega gagnrýni. Hann skipti búskaparsögu sinni í tvo áfanga. Fyrst bjó hann sem efnilegur piparsveinn á hálfri föðurleifð sinni móti Guðmundi bróður sínum. Hafði hann þá oft kaupamenn eða unglinga í sumarvinnu. Líkaði þeim jafnan vistin vel og töldu bóndann jafnvígan í verkum ut- anhúss sem innan. Búið var nota- drjúgt, blandað, kýr og sauðfé, hann ræktaði harðgerðan holdþéttan fjár- stofn sem undirritaður fékk að kynn- ast gegnum hrút úr ræktun Tryggva. Sá hrútur skilaði vel sköpuðum lömbum og sérlega holdþéttum. Þessi ræktun hvarf með fjárskiptum á svæðinu. Á fimmta áratugnum brá Tryggvi á það ráð að leigja jörð sína og bú og fara í lausamennsku. Lausamennska nefndist það þegar menn réðu sig til skamms tíma í vinnu með breytilegu heimilisfesti. Það var á því harða vori 1949 að Tryggvi frændi minn reynd- ist mér betri en enginn. Ég hafði sett saman bú í félagsbúskap en gat ekki sinnt því vegna fjarveru. Þá bauðst Tryggvi til að vera hjá mér frá maí og fram í júní. Þá gerði norðanáhlaup með mikilli fannkomu og var lambfé sums staðar komið á afrétt. Var þá lögð nótt við dag að bjarga lambfé á hús. Þegar því var lokið fór Tryggvi á næsta bæ að hjálpa bónda sem átti í erfiðleikum með að bjarga fé sínu og ekki hætt fyrr en öllu var sæmilega borgið. Það var ekki mikið sofið þá sólarhringana og eftirvinnukaup aldrei nefnt. Þegar jarðarpartur Tryggva losn- aði úr leigu um 1950 fór hann að huga að búskap að nýju og hefur kannski hugleitt hið fornkveðna „að ekki sé gott að maðurinn sé einn“. Þegar hann stendur á fimmtugu festir hann ráð sitt og kvænist Rósu Kristins- dóttur. Var þá haldin góð og fjöl- menn afmælis- og brúðkaupsveisla á Litla-Hamri. Seinna búskaparskeið Tryggva og þeirra hjóna var 27 ár uns þau létu jörðina í hendur barna sinna en áttu athvarf þar áfram. Það var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni þegar Þórólfur, elstur systkinanna, fórst af slysförum 23 ára gamall, mikill efnismaður og öll- um harmdauði. Þá reyndi mikið á hugarró Tryggva. Tryggvi átti mörg spor um fjöll og dali, ýmissa erinda. Einhverju sinni lá hann á greni við annan mann í kalsaveðri, en fátt er nú kalsamara en að liggja skjálfandi á greni. Þá brá hann á glens við félaga sinn og sagð- ist finna fyrir einhverju sem hann hefði aldrei fundið fyrir áður. Hvort það gæti skeð að hann fyndi fyrir hrolli? Hann var ekki kulvís að eðl- isfari. Tryggvi var haldinn ævintýraþrá sem hann fékk best svalað á fjöllum. Eitt sinn lá hann úti á Jökuldalsheiði nær hálfan mánuð. Ekki veit ég hvort hann lifði á silungsveiði eða fjallagrösum en hann slapp heill frá ævintýrinu. Frá þessu segir í tíma- ritinu Súlum. Þá var það á sumardaginn fyrsta 1949 (fyrir vorhretin) að Tryggvi leggur upp í ferð austur á Bleiksmýr- ardal til að huga að kindum sem sést höfðu úr flugvél seint á haustdögum. Fékk hann fylgd upp Glerárdal, sem er framan við Tjarnir á Eyjafjarð- ardal, og nokkurn spöl austur á fjall sunnan Sölvadals. Skíðafæri mun hafa verið gott og veður bjart. Komst hann niður á Bleiksmýrardal eftir gildragi er Ólafsalvíða nefnist, síðan heim dalinn að hálfföllnum kofa ná- lægt Fremri-Lambá. Þá var áliðið kvölds og að baki drjúg dagleið, farin á u.þ.b. 12 tímum. Ekki er vitað til þess að þessi leið hafi verið farin milli þessara dala fyrr né síðar. Tryggvi átti hrollkalda nótt í kofanum við Lambá, gat þó eitthvað fest blund, tók svo daginn snemma og kom heim að Reykjum um hádegi. Þar naut hann góðrar gestrisni og hvíldist til næsta dags. (Frásögn í Súlum 16. árg. 1989) Tryggvi lauk sínum fjallaævintýr- um með því að halda upp á áttræð- isafmælið sitt, 9. sept. 1983, með því að dvelja einn hjá fjallakofanum Grána við Geldingsá, skammt frá þar sem hún rennur í Jökulsá-eystri. Hann hefur hlýtt á árniðinn og teyg- að fjallaloftið í kyrrð öræfanna. Þar átti hann tvær gistinætur í skálanum Sesseljubæ sem stendur einnig í hvamminum við ána. Þegar börn hans og vandamenn komu að vitja hans og flytja til byggða, þá hef ég fregnað að hafi verið veisla í farangr- inum. Nú er þessi spordrjúgi göngu- maður genginn á vit feðra sinna, saddur lífdaga og sáttur við Guð og menn. Hér á við sem skrifað stendur: „Nú er náðarstund og nú er hjálp- ræðisdagur.“ Við hjónin sendum börnum Tryggva og fjölskyldum samúðar- kveðju. Sigurður Jósefsson frá Torfufelli. TRYGGVI JÓNATANSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR J. JÓNSDÓTTIR frá Oddeyri, Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn 28. janúar kl. 14.00. Jakob Daníelsson, Þuríður Georgsdóttir, Guðríður Líneik Daníelsdóttir, Gunnar Reynisson, Lúðvík Svanur Daníelsson, Dóra Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, AÐALSTEINN GÍSLASON kennari, Kjarrhólma 14, Kópavogi, lést fimmtudaginn 13. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug. Kristín Aðalsteinsdóttir, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Vilborg Aðalsteinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, HJALTI GUÐMUNDSSON, Bæ, Árneshreppi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 26. janúar. F.h. ættingja, Guðbjörg Þorsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.