Morgunblaðið - 28.01.2005, Side 37

Morgunblaðið - 28.01.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 37 MINNINGAR ✝ Sigurður ÓskarGuðmundsson fæddist á Siglufirði 29. október 1955. Hann varð bráð- kvaddur 20. janúar síðastliðinn, 49 ára að aldri. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Kjartan Guð- mundsson sjómaður á Siglufirði, f. 28. mars 1907, d. 23. ágúst 1957, og Val- gerður Þorsteins- dóttir, f. 25. febrúar 1918, d. 26. maí 1989. Síðari maður Valgerðar og fóst- urfaðir Sigurðar var Sigurður Þorvaldsson stýrimaður, f. 14. júlí 1928, d. 8. júní 2001. Systkini Sig- urðar eru Leifur Hreggviðsson (hálfbróðir sammæðra), kvæntur Kerstin Roloff; Ragnar Guð- mundsson, kvæntur Svanhildi Freysteinsdóttur; Sólborg Guð- mundsdóttir, gift Kjartani Þor- geirssyni; Kjartan Guðmundsson, kvæntur Björk Pétursdóttur; Sævar Guðmundsson, kvæntur Þóru Björgu Ögmundsdóttur; Freyja Guðmnudsdóttir; Sigrún Guðmundsdóttir, gift Sigurgeiri Mar- teinssyni; Heiðrún Guðmundsdóttir, gift Birni Matthías- syni; Þorsteinn Ingi Guðmundsson, kvæntur Jónu Lár- usdóttur, Einar Ás- grímur Sigurðsson (hálfbróðir sam- mæðra), kvæntur Stefaníu Ámunda- dóttur. Hinn 19. mars 1983 kvæntist Sig- urður eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórhöllu Guð- mundsdóttur. Bjuggu þau allan sinn búskap í Breiðvangi 16 í Hafnarfirði. Sigurður ólst upp á Siglufirði en flutti þaðan 1974 til Hafnar- fjarðar og bjó þar síðan. Hann stundaði ýmis störf til sjós og lands, en lengst af vann hann í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, alls um tíu ár, svo og í Kassagerð Reykjavíkur í rúm tuttugu ár. Útför Sigurðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Siggi minn. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í okkar 20 ára sambúð. Guð veri með þér. Guð veri með systkinum þínum og mínum. Þín elskandi eiginkona, Þórhalla. Elskulegur bróðir okkar er látinn, aðeins 49 ára. Við skiljum þetta vart enn að hann sé horfinn okkur í þess- um heimi. Hann var næstyngstur í 11 systkina hópi og fyrstur til að kveðja. Líf hans var aldrei auðvelt. Það blæddi inn á heilann í erfiðri fæðingu og hann bar þess ávallt merki. Móðir okkar háði harða baráttu fyrir að hann fengi þjálfun og kennslu til þess að hann næði sem bestum þroska. Hann var ekki vaf- inn í bómull, heldur tók þátt í öllum störfum jafnóðum og hann gat. Hann var líka ótrúlega þrautseigur og vinnusamur. Aldrei talaði hann illt orð um nokkurn mann og heiðarleiki og góðvilji til allra einkenndi hann. Þegar hann kynntist Þórhöllu 1982 sem síðan varð eiginkona hans í yfir 20 ár fann hann sitt hlutverk í líf- inu. Allt það besta vildi hann gera fyrir hana og þau eignuðust gott heimili og fjölskylda og vinir nutu nærveru þeirra við mörg tækifæri. Hann flutti frá Siglufirði tvítugur að aldri en honum þótti afar vænt um gamla bæinn sinn og fór helst þang- að á hverju sumri. Eftir að hann kom hingað suður vann hann hjá Bæjar- útgerðinni í Hafnarfirði og svo yfir 20 ár í Kassagerðinni og var mjög ánægður á þeim góða vinnustað. Þar varð hann bráðkvaddur við vinnu sína. Þórhöllu okkar sem hefur mest misst sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Við systkinin og fjölskyldur kveðjum hann með miklum söknuði og þökkum öll árin okkar saman. Guð geymi þig, Siggi minn. Systkinin. Látinn er minn góði vinur, Sigurð- ur mágur minn. Þegar hann kom hingað í heimsókn annan dag jóla ásamt Þórhöllu konu sinni og drakk eftirmiðdagskaffi hjá okkur hjónun- um grunaði okkur ekki að þetta yrði í síðasta sinn í þessu lífi sem við ætt- um eftir að tala saman. Ég man það nú að við ræddum um alla heima og geima. Okkur varð á orði að við hefð- um borðað vel um jólin, töldum upp hvað við hefðum fengið í jólagjafir o.s.frv. Ég sagði honum að mér hefði mikið þótt koma til hversu vel hann skreytti svalirnar hjá sér og stofu- gluggann, enda var Sigurður mikið jólabarn alla sína tíð. Sigurður var léttur maður í lund. Honum fylgdu alltaf bjartir straum- ar og kímni. Aldrei hefur nokkur maður orðið fyrir aðkasti af hans hálfu. Hann átti alltaf gott orð um alla og taldi aldrei neinum neitt til skuldar. En Sigurður átti ekki alltaf góða ævi. Hann fæddist ekki við fyllstu heilsu, og hafði móðir hans mikið fyr- ir að koma honum til lækna á fyrstu æviárum hans. Sem ungur maður lenti hann í vinnuslysi þar sem hann missti þrjá fingur hægri handar. Þótt slysið hafi verið öðrum að kenna, heyrðist aldrei að hann hefði kennt öðrum um. Hann bar meiðsli sín af fyllsta æðruleysi og gekk áfram til allra starfa. Honum var annt um að stunda vinnu sína af stundvísi og reglusemi, og það var hægt að telja þá daga sem hann lét sig vanta í vinnu. Það varð Sigurði að gæfu að hann átti yndislega eiginkonu, Þórhöllu. Þau giftu sig fyrir 22 árum og studdu hvort annað alla sína hjúskapartíð. Þeim varð ekki barna auðið. Sigurði og Þórhöllu þótti gaman að ferðast og fóru í langar sumarleyfisferðir á hverju sumri. Þeim var Siglufjörður einkar hugleikinn, enda eiga Sigurð- ur og systkini þar sumarbústaðinn Ráeyri austan fjarðarins. Þeim hjón- um var það ávallt hápunktur sum- arsins að komast til Ráeyrar og dvelja þar a.m.k. í viku. Sl. sumar áttum við hjónin þar einmitt góða stund saman með þeim. Þegar dvöl þeirra lauk þar þá, lá leið þeirra austur á bóginn kringum landið þar sem þau komu víða við og nutu Ís- lands út í ystu æsar. En enginn má sköpum renna. Á fimmtudaginn fyr- ir viku hafði Sigurður farið til vinnu sinnar eins og venjulega. Eftir há- degi þann dag varð hann bráðkvadd- ur á vinnustað sínum. Hann var 49 ára að aldri og hefði orðið fimmtugur í október næstkomandi. Þeir sem trúa á annað líf eftir þetta geta verið vissir um að Sigurð- ur vakir yfir okkur hinum megin við móðuna miklu. Þar bíða hans eflaust mörg verkefni sem hann mun ganga að með sömu alúð og hann gerði allt í þessu lífi. Og þegar við hin erum öll, munum við hitta hann aftur. Björn Matthíasson. Það var í Reykjadal í Mosfells- sveit, sumardvalarheimli Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, sem ég kynntist Sigurði heitnum fyrst þar sem við lékum okkur ungir drengir, en það var ekki fyrr en við urðum fullorðnir að við kynntumst aftur. Kona mín hafði í millitíðinni kynnst honum í skóla sem var á sama stað því að vinkona okkar hún Þórhalla hafði kynnst honum úti í Noregi og birtist hér með hann einn góðviðr- isdaginn. Eftir að þau komu til baka þá hélst sú vinátta alveg fram á síð- asta dag því hann hjálpaði mér hér í Hátúni 12 við kyrrðarstundir sem voru hér annan hvern sunnudag í mánuði þegar þess þurfti við og var aðstoð hans ómetanleg og fyrir það vil ég nú þakka. Okkur langar að biðja góðan guð að styðja og styrkja Þórhöllu konu hans sem nú sér á bak góðum manni. Kristinn Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir. Sigurður Óskar Guðmundsson hét hann fullu nafni og flutti hann með Valgerði móður sinni sumarið 1980 að Breiðvangi 16 í Hafnarfirði. Sama sumar flutti móðir mín Guðbjörg Ei- ríks inn í sína íbúð. Frá þeim tíma hafa þau verið nágrannar nema nú býr þar eftirlifandi eiginkona hans, Þórhalla Guðmundsdóttir. Nú þarf Þórhalla að reiða sig á einhvern annan þar sem hún er hreyfiskert og treysti alveg á hann Sigga sinn sem var hennar besti vin- ur og eiginmaður. Ég man fyrst eftir Sigga, eins og hann var alltaf kallaður, þegar hann vann hjá Bæjarútgerðinni í Hafnar- firði við löndun upp úr togurum. Þegar Bæjarútgerðin lagðist af fór Siggi að vinna í Kassagerð Reykja- víkur og vann þar til dánardags. Siggi var hvers manns hugljúfi og vildi allt fyrir alla gera. Sérlega var hann næmur og algjör hjálparhella Þórhöllu eiginkonu sinnar svo eftir var tekið. Siggi var góður félagi konu sinnar og greinilega allur þar sem hann var séður, ekki til fals eða illa þokkaður maður. Kærar þakkir flytur móðir mín þér, Siggi minn, fyrir langa og góða samveru sem nágranni og sendi- sveinn. En þær eru ófáar sendiferð- irnar út í búð og hjálpsemin með ruslið fyrir utan bílferðirnar bæði í bingó og í helgarskoðunarferðir. Ekki verða fleiri bíltúrar með Sigga og móður minni sem hann bauð svo oft í bíltúr. Sigurður var formaður hússtjórn- ar því hann vildi hafa hlutina í góðu lagi og það er svo gott að vinna með Sigga sögðu nágrannarnir. Hann sá hlutina oft í spaugilegu ljósi og hafði gaman af. Hann kom oft í heimsókn til móð- ur minnar í kaffi. Aldrei talaði Siggi illa um nokkurn mann og aldrei skeytti hann skapi þó hávaði og læti væru í kringum hann. Þegar góður maður kveður koma margar góðar minningar í hugann sem ylja okkur nágrönnunum um hjartarætur. Vitum við sem eftir lif- um að vel verður tekið á móti svona fáguðum manni. Kærar þakkir fyrir liðna tíð og alla hjálpina við móður mína. Guð blessi Þórhöllu og eftirlifandi systkinum vottum við dýpstu samúð. Magnús P. Sigurðsson, Guðbjörg Eiríksdóttir. Ég kynntist Sigurði fyrst þegar ég hóf störf á Hátúnssvæðinu fyrir nokkrum árum. Sigurður virkaði á mig sem hægur maður, sem vildi ekki mikið láta á sér bera. Það var rétt ályktað, en ætíð fann ég fyrir ná- vist hans, að hann var til staðar bæði til að vera með og til að vera til taks. Sigurður reyndist mér algjört ljúf- menni í öllum samskiptum, hjálpleg- ur og einlægur. Þegar Gospelkvöld Hátúns hófust voru þau hjón, Þórhalla og Sigurður, fastagestir og miklir stuðningsmenn alls sem þar fór fram. Þó Sigurður væri hæglátur þá var stutt í glettni og ánægjulegt var að sjá hann stíga á svið með félögum sínum og taka þátt í gamanþætti á síðasta Gospelkvöld- inu í desember sl. Þau hjón voru líka virkir þátttak- endur og sjálfboðar til aðstoðar við undirbúning guðþjónustunnar á Há- túnssvæðinu og var það vel þegin þjónusta, sem Sigurður innti af gleði og samviskusemi. Oft heyrði ég í þeim hjónum í síma, þau leyfðu mér að fylgjast með áhyggjum þeirra og gleði. Þeim var mikið í mun að beðið væri sérstak- lega fyrir vinum og ættingjum sem áttu um sárt að binda og var það ljúf bón. Vænt þótti mér um þegar Sig- urður var farinn að hafa samband sjálfur til að ræða málin og fá leið- sögn og ráð og fann ég þá hversu traustur maður og heilsteyptur hann var. Góður drengur er fallinn frá. Ég þakka Sigurði samfylgdina og alla hans alúð og hjálpsemi í gegnum tíð- ina. Ég bið góðan Guð að styðja og styrkja Þórhöllu sem misst hefur mikið og saknar mikils, sem og allt hans venslafólk. Í þér er það ljós sem lýsir langt inn í dýpstu myrkur Í þér er sá vega vísir er verður oss öllum styrkur Í þér er sá mikli máttur er mildar oss allar þrautir Í þér verður sérhver sáttur við sárgengnar harma brautir (Njörður P. Njarðvík.) Guðrún Kr. Þórsdóttir, djákni. Laust upp úr miðri síðustu öld hóf- um við árgangur 1955 skólagöngu okkar norður á Siglufirði í barna- skólanum niðri á eyrinni. Einn af þeim sem þar voru mættir til leiks var Sigurður Guðmundsson eða Siggi Gerðu en það var hann alltaf kallaður í þá daga. Sum okkar nutu sín vel í fjölmenn- inu og fóru mikinn og stundum jafn- vel fullmikinn, en önnur héldu sig meira til hlés og sem næst jaðrinum á öllu argaþrasinu á skólalóðinni. Sigurður var einn af þeim og það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar nokkuð var liðið á skólagöng- una, sem hann vakti verulega athygli okkar hinna. Það var í stafsetningarprófunum og þá sérstaklega eftir að við vorum komin í fyrsta bekk í gagganum. Einhverra hluta vegna voru strák- arnir þá hafðir í einni bekkjardeild en stelpurnar í annarri. Undarleg skipting það en þarna var Sigurður svo mikill og afgerandi stafsetning- ardúx að engum þýddi að keppa við hann. Oft þegar kom að því að okkar ágæti kennari, sem var Páll Helga- son frá Lindarbrekku, skyldi upp- lýsa bekkinn um gengi keppenda, sem vorum við nemendurnir, heyrð- ist gjarnan muldrað einhvers staðar í stofunni: „Siggi er víst örugglega efstur aftur,“ og það gekk eftir. Siggi var alltaf efstur. Að öllum líkindum var ástæðan að miklu leyti sú hve Siggi var mikill lestrarhestur því á sama tíma og við jafnaldrarnir eyddum flestum stund- um niðri á Bíóbar eða á einhverju flandri um bæinn, lá Siggi yfir bók- unum sem hann hafði sótt á Bóka- safnið þann hinn sama dag. Næsta ár á eftir var Siggi ekki lengur með okkur í bekk. Við höfðum reyndar ekki séð hann allt sumarið en þegar skólinn var byrjaður um haustið sat hann eitt sinn á girðing- unni hans Hauks á Kambi og hennar Gunnu Finna. Hann beið þarna eitt síðdegið fyrir utan dyrnar þar sem strákarnir voru vanir að koma út úr leikfimitímunum. Þarna inni hafði hópurinn svo oft og mörgum sinnum farið saman í „stikkasto“ og „hund- urinn og beinið“ hjá leikfimikennar- anum okkar honum Helga Sveins. Nú var Siggi mættur til að heilsa upp á sína menn og hann gerði það svo sannarlega þarna með stæl. Árin liðu og í hvert sinn sem eitt- hvert okkar hitti Sigurð á förnum vegi, hvort sem það var fyrir norðan eða sunnan, heilsaði hann okkur glaðlega og vildi vita hvað á daga okkar hefði drifið síðan hann sá okk- ur síðast, hvort við hefðum það ekki alveg bærilegt og hvað við hefðum svona helst fyrir stafni. Hann vildi fá sem greiðust svör við spurningum sínum og eftir svolítið spjall kvaddi hann gjarnan innilega og bað okkur að hafa það sem best þangað til hann sæi okkur næst. Síðar þegar stundir eða atburðir þeir sem hér hefur verið minnst á svo og margar aðrar voru orðnir að ljúfsárum minningum eða dauft bergmál þess sem einu sinni var, vaknaði áhuginn á ný fyrir því að hittast aftur og sjá hvert annað. All- mörg ár höfðu liðið hjá og fortíð- arþráin knúði nú dyra. Fyrir tíu árum eða á fertugasta aldursári hittist árgangur 1955 heima á Siglufirði og áttum við þar alveg ólýsanlega góðar stundir sam- an. Það var sem tími Sigurðar Guð- mundssonar væri runninn upp á ný og hann var kátastur allra og fann sér síðan góðan stað á kirkjutröpp- unum þar sem myndatakan af hópn- um fór síðan fram. Við sem ætluðum öll að hittast á Siglufirði í sumar munum víst gera það færri en ráðgert var því enn eitt skarðið er nú fyrir skildi. Siggi er fjórði bekkjarbróðirinn sem hefur nú horfið okkur sjónum til annarrar veraldar en við eftirlifend- ur fáum hvorki skilið né þekkjum ástæður þess að sumir eru kvaddir til svo snemma en aðrir svo miklu síðar. Við munum minnast þín með sökn- uð í huga og þú munt lifa í minningu okkar. Sendum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar – árgangur 1955 – Siglufirði. SIGURÐUR ÓSKAR GUÐMUNDSSON Ástkær faðir okkar, TRAUSTI BERGSSON, lést á Københavns Amts Sygehus í Glostrup fimmtudaginn 20. janúar. Útförin auglýst síðar. Elsa Bára Traustadóttir, Þór Traustason, Marta Rut Traustadóttir, Mike Lynge. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN LOFTSDÓTTIR, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Engilbert Gíslason, Bryndís Hrólfsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Stefán Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.