Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðjón Skarp-héðinsson fædd- ist í Reykjavík 25. október 1955. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 18. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ágústa Guðjóns- dóttir, f. 1. nóvember 1921, og Skarphéð- inn Kristjánsson, f. 17. maí 1922, d. 7. september 1984. Guðjón var næst- yngstur í hópi sex systkina. Þau eru: Ingibjörg, f. 16. september 1942, Sigvalda Lóa, f. 27. september 1948, d. 6. febrúar 1949, Sig- finna Lóa, f. 19. júlí 1951, Dan- fríður Kristín, f. 3. mars 1953, og Kristján, f. 10. október 1957. Guðjón stundaði nám í Voga- skóla og á verknámsbraut Ár- múlaskóla. Að námi loknu hóf hann störf hjá verktakafyrir- tækinu Véltækni hf. en síðar starfaði hann hjá Bygginga- vörudeild Sambandsins, ÁHÁ byggingum, Tollvörugeymsl- unni, Ísgötu hf. og loks sem verkstjóri í Áhaldahúsi Seltjarn- arnesbæjar. Guðjón var skáti og starfaði í skátafélögunum Skjöldungum og Dalbúum, síðar lagði hann stund á hesta- mennsku og tók ríkan þátt í fé- lagslífi hestamanna. Guðjón að- stoðaði móðursystur sína, Huldu Guðjónsdóttur, við búskap á Eiríks- bakka í Biskups- tungum og byggði íbúðarhús fyrir hana. Hulda lést árið 1995 og eign- aðist Guðjón Ei- ríksbakka eftir hennar dag. Ei- ríksbakki varð sjálfsagður við- komustaður fjöl- margra hesta- manna. Jafnframt hafði Guðjón hesta í hagabeit á Ei- ríksbakka fyrir vini og kunn- ingja. Sumarið 1998 greindist Guð- jón með krabbamein í baki. Í kjölfar aðgerðar skertist starfs- geta hans mjög. Hann hóf þó störf hjá Seltjarnarnesbæ og starfaði þar meðan heilsa leyfði. Í ársbyrjun 2002 flutti hann að Eiríksbakka og bjó þar þangað til í ársbyrjun 2003 er hann lam- aðist fyrir neðan mitti. Frá þeim tíma dvaldist Guðjón ýmist á Landspítalanum við Hringbraut, Sjúkrahúsinu á Selfossi eða Grensásdeild. Síðastliðið haust fluttist hann í íbúð á vegum Ör- yrkjabandalags Íslands við Sléttuveg. Útför Guðjóns verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Guðjón sonur minn lést á Land- spítanum við Hringbraut að kvöldi 18. janúar síðastliðins. Hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða í tæp sjö ár. Lát hans kom því ekki á óvart. Guðjón var heljarmenni að burð- um og gekk greitt til allra verka, fullur af athafnaþrá og starfsgleði. Ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tíma verið frá vinnu vegna veikinda allt þar til hann greindist með krabbamein í baki árið 1998. Hann hafði alla tíð ríka þörf fyrir að takast á við verklegar fram- kvæmdir. Á Eiríksbakka í Biskups- tungum, þar sem hann var búsettur hin síðari ár, var hann í essinu sínu og fékk útrás fyrir framkvæmda- gleði sína. Um árabil hafði hann hesta í hagabeit fyrir vini og kunn- ingja og verkefnin við að dytta að og búa betur í haginn fyrir hestana voru óþrjótandi. Guðjón var höfðingi heim að sækja. Á réttardegi bauð hann öll- um í sveitinni í kjötsúpu og gilti þá einu þótt hann lægi sjálfur helsjúk- ur á sjúkrahúsi. Vinir hlupu í skarð gestgjafans og hin árlega kjötsúpu- veisla var haldin. Létt lund, hæfi- leiki til að koma auga á hinar spaugi- legu og bjartari hliðar lífsins voru meðal þess sem hjálpaði Guðjóni í þrautagöngu liðinna ára. Síðast en ekki síst ber að nefna einstakan vinahóp Guðjóns sem reyndist hon- um með eindæmum vel í veikindum hans. Tryggð vinahópsins og stuðn- ingur hefur meðal annars birst í daglegum heimsóknum til að fylgj- ast með heilsu hans og líðan, aðstoða hann við að komast um og þá ekki síst austur í sveitina sem átti hug hans allan. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að sjá hvernig vinirnir hafa í orðsins fyllstu merkingu borið hann á hönd- um sér undanfarin ár. Fyrir þeirra stuðning verð ég ævinlega þakklát. Systkini Guðjóns og fjölskyldur þeirra reyndust honum einnig afar vel. Loks vil ég þakka starfsfólki þeirra heilbrigðisstofnana þar sem hann dvaldist fyrir hjúkrun og um- hyggju. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Guðjónsdóttir. Dugnaður, framkvæmdagleði og atorkusemi voru aðalsmerki Gaua bróður eins og hann var oft kallaður á mínu heimili. Hann var mjög orð- heppinn og fljótur að hugsa og koma með skemmtilegar tengingar í sam- tölum. Einnig var hann einstaklega mannglöggur og minnugur á menn og málefni. Hann var atorkusamt barn og unglingur með mjög sjálf- stæðan vilja. Hugurinn var alltaf á fullu, mótorhjól var komið í bílskúr- inn áður en tilskildum aldri var náð til að aka því og sama var að segja um fyrsta bílinn. Guðjón var svo mikið fyrir að drífa í hlutunum og ekki bara hugsa, heldur líka fram- kvæma. Guðjón var mikil félagsvera og hélt vinatenglum við samferðamenn sína í gegnum tíðina. Þessir mörgu vinir hafa líka ræktað hann á ein- stakan hátt eftir að hann veiktist fyrir tæpum 7 árum. Guðjón og vinir hans höfðu frábæran húmor og höfðu alltaf gaman af lífinu og gerðu margt til að lífga upp á tilveruna. Það lifnaði yfir heimilinu okkar hér í Eyjum þegar Guðjón kom, hann var bæði hress og skemmti- legur og fólk laðaðist að honum. Hann vann hér tímabundið og einn- ig var hann alltaf tilbúinn að koma og taka þátt í skemmtilegum uppá- komum t.d. var skötukvöld Hrekkjalómanna ómissandi á með- an hann hafði heilsu til. Hér eign- aðist hann líka góða vini eins og alls staðar sem hann kom. Hans bestu stundir voru á Eiríks- bakka í Biskupstungum þar sem hann átti jörð, var með hesta, reið út, fór í réttir, tók á móti gestum, mætti á mannamót og lifði lífinu lif- andi. Eftir að hann hætti að vinna vegna veikinda flutti hann í sveitina um tíma og fann sér ýmislegt til skemmtunar og uppbyggingar. Það var áfall fyrir þennan atorku- sama og hrausta mann að veikjast af krabbameini í beinmerg sem bjó um sig í hryggnum, þannig að hrygg- urinn var spengdur og eftir það þurfti hann oft að líða miklar kvalir í baki. Fyrir tveim árum fór æxlið síð- an að þrýsta á mænuna sem olli löm- un fyrir neðan mitti og hjólastóll varð óumflýjanlegt hjálpartæki. Næsta áfall varð nýrnabilun sem þýddi skilun í nýrnavél þrisvar sinn- um í viku. Spítalalegur á Landspít- ala við Hringbraut, Selfossi og á Grensásdeildinni urðu hans hlut- skipti, þar til nú í haust að hann gat flutt í íbúð með hjúkrun og þjónustu, sem byggðist þó mikið upp á vinum hans og fjölskyldu. Guðjón veiktist heiftarlega laugardaginn 8. janúar og varð sú barátta sú síðasta í veik- indastríði hans. Guðjón skilur eftir sig mikið tómarúm og söknuð í hjörtum okkar sem þekktum hann. Við erum þakk- lát fyrir að hafa átt hann, og lært mikið af æðruleysi hans og aðlög- unarhæfni við erfiðar aðstæður. Fjölskyldan þakkar öllum sem hafa hugsað um hann í veikindum hans og öllum hans frábæru vinum fyrir ómetanlegan stuðning og tryggð í gegnum allt ferlið. Ég bið góðan Guð að styðja mömmu, fjölskylduna og vinina í gegnum sorgarferlið og tómarúmið sem nú skapast hjá okkur öllum. Kæri bróðir, far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Lóa systir. Það er sagt að maður deyi eins og hann hefur lifað. Það átti svo sann- arlega við um lífsglaðan mág minn, Gauja, þar sem hann var umkringd- ur vinum og vandamönnum allt til hinstu stundar. Hann unni svo lífinu að það þarf enginn að vera hissa á því að hann hefur barist fyrir góðu lífi þrátt fyrir veikindin um árabil. Hann hefur alla tíð verið því fylgj- andi að lifa lífinu í gleði og innan um fólk. Það var því táknrænt að á spít- alanum fylltist líka allt af fólki. Til hans var stöðugur straumur enda var hann mannblendinn. Gaui ávann sér trúnað án þess að hafa nokkurn hlut fyrir því annað en að bera eðl- islæga virðingu fyrir fólki. Einn vin- ur hans orðaði það svo að hann væri skemmtilegur án þess að þykjast. Og þá var sko allt í standi, sko, gætu sko verið hans orð um það, enda víl- aði hann ekki fyrir sér að skjóta inn skoum hér og þar og oft voru það mörg sko í einni setningu. Alls stað- ar sótti að honum fólk, vinir og vel- unnarar, af því hann vildi fólki vel. Þannig var hann gerður innst sem yst. Um þetta snúast minningabrotin sem hrannast nú upp er ég lít yfir farinn veg, allt frá því að við Lóa, systir hans, fórum að stinga saman nefjum í tilhugalífinu fyrir 37 árum eða svo. Og við þetta bætast minn- ingar barnanna okkar en Gaui var nær þeim en margur annar í fjöl- skyldunni, þar sem hann kvæntist ekki um ævina og eignaðist ekki sjálfur börn. Það var stór stund þeg- ar Héðinn Karl og Donna fóru stolt til Gauja að tilkynna honum að Donna væri með barni. Þá komst Héðinn þannig að orði að þau Donna ættu von á erfingja. „Og hvað á hann svo sem að erfa?“ spurði þá Gaui. Á vissan hátt var hann náttúru- barn eða eiginlega andans maður. Hann lagði sig ekki mikið niður við smáatriði eins og fjármál enda var hugur hans stór og hjartað vonar- hýrt. Í huga hans var meira vert að leggja drög að athöfnum en afborg- unum. Í þeim efnum átti hann enda vísan stuðning í föður sínum meðan hans naut við og aðrir komu honum til halds og trausts síðar, en þeir fengu allir margfalt til baka í lífs- gleði vináttunnar. Og algjört nátt- úrubarn var hann þegar kom að skepnum. Lífsyndi hans var að ann- ast hrossin. Segja má að hestar og menn á hestum hafi verið hans ær og kýr. Hann var natinn um þarfir skepna sinna, eins og segir í Orðs- kviðum Salómons, og fer það minn- ingunni um Gauja einkar vel að sækja í það spekirit í Helgri bók. Í þessari lífsspeki þroskaðist Gaui og dafnaði alveg sérstaklega vel eftir að hann flutti austur í Eiríksbakka til frænku sinnar hennar Huldu og bjó þar síðar einn. Það er ánægja okkar nú og hugg- un að minnast þess hversu innilega hann unni lífinu alla tíð. Hann var varla kominn með bílpróf er hann festi kaup á flottum Chevrolet-jeppa og var óðara farinn að ferðast um fjöll og firnindi með stæl. Frjáls eins og fuglinn. Hann var meira að segja frjálslegur í orðatiltækjum sínum og átti sín eigin, eins og þegar hann sagði gjarnan á góðri stundu: „Þyngjum drykkjuna!“ Og þegar hann hafði snætt góða máltíð var hann „alveg troðfullur“. En þegar hann gekk sem oftar rösklega að verki var „allt klappað og klárt“ áð- ur en nokkur vissi af. Hann var ein- staklega vinnusamur og verklaginn, en ef sko-in urðu ótæpilega mörg og tíð var það merki þess að hann var að tala sig í gegnum verkin. Það var alltaf gott að koma til Gauja og persónuleikinn lýsti af meðfæddum höfðingsskap. Hann var nógu stór sál til að fylgja eig- inlega engu í blindni. Það var honum líkt að bera ekki trú sína á torg eða láta það sjást ef hann baðst fyrir. Og þar var hann sannarlega að breyta eftir því, sem Frelsarinn sagði um bænina og trúarlífið: „Þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir.“ Á einhvern undar- legan hátt lét hann sem honum þætti ekki mikið til um kirkju eða kristna siði, en átti samt góða og trausta vini meðal presta og annarra kirkjunnar manna. Hann átti sitt ljós, sem lýsti honum í lífinu. Það vissu allir, sem þekktu hann vel. Og hann gæti hafa haft það í huga að faðir vor á himnum veit hvers við þurfum, áður en við biðjum hann. Viljastyrkur hans og persónugerð voru þannig að hann lét á engu bera, fyrr en fyrirvaralaust í sleppitúr fyrir hartnær sex árum. Þá sáum við að allt í einu lagðist hann fram á klárinn af kvölum. Það var fyrsta vísbending um þau alvarlegu veik- indi, sem herjuðu á þennan hrausta mann. Þá voru hryggjarliðir að tær- ast upp af krabbameini. En þetta at- vik gæti eins hafa verið fært í letur í fornsögunum okkar, sem lýsing á þeim hrausta manni er vill heldur mæta örlögum sínum sitjandi uppi í hnakknum en liggjandi heima í fleti. Lífsvilji hans hefur verið slíkur í þessu stríði að ekkert hefur bugað hann, og síst af öllu veikindin. Atvik- ið í sleppitúrnum reyndist síðar vera táknrænt fyrir það hvernig hann var að kveðja hestana og samferðamenn sína. Hann var að sleppa hestunum frjálsum út í sumarhaga og sjálfur að kveðja lífið á miðju sumri ævi sinnar. Það er okkur sárt, sem eftir stöndum, en annað er ekki í boði. Það er okkar huggun við þessa erf- iðu saknaðarstund að hann er nú genginn til móts við ljósið. Ég bið góðan Guð að styrkja Ágústu tengdamömmu, fjölskyldumeðlimi og vini hans. Magnús Kristinsson, Vestmannaeyjum. Baráttan er búin og Guðjón hefur fengið hvíld. Eftir sitja skemmtileg- ar minningar sem alltaf geta fengið mann til að brosa. Sem barn fannst mér Guðjón alltaf vera ákaflega fyndinn maður. Ég sat yfir honum þegar hann spjallaði við fólk og reyndi að telja hversu oft hann segði „sko“ og hlustaði vandlega eftir nýj- um frösum, en eins og allir sem um- gengust Guðjón vita hafði hann ein- stakt lag á því að koma orðum að hlutunum. Það var ekki leiðinlegt fyrir lítinn gutta eins og mig að koma á Eiríks- bakka til Gauja frænda og á ég margar skemmtilegar minningar þaðan. Ein minning stendur þó upp úr og er það þegar ég var um það bil ellefu ára gamall og Gauja fannst kominn tími á að ég lærði á bíl. Svaka grobbinn renndi ég úr hlaði með Gauja með mér í farþegasæt- inu. Þegar við höfðum keyrt um stund sagði Gaui mér að taka vinstri beygju sem lá að bæ einum og þegar þangað var komið sagði hann mér að flauta nokkrum sinnum. Út úr hús- inu kom maður og hrökk hjartað alla leið niður í buxur þegar Gaui glotti og sagði: „Jæja, þetta er lögreglu- stjórinn í hreppnum!“ Þegar ég fluttist til Reykjavíkur fyrir rúmum tveimur árum kynntist ég Gauja betur í heimsóknum mín- um til hans á spítalann. Guðjón var góður frændi sem gaman var að spjalla við og mun ég án efa sakna þeirra góðu stunda sem ég átti með honum. Ég bið guð að vera með ömmu og fjölskyldunni og vinum Guðjóns, sem voru honum svo góðir. Magnús Berg. Að skrifa minningarorð um hann Guðjón frænda, það óraði okkur ekki fyrir að yrði næstum því strax, maður sem átti allt lífið framundan, og fullur af fjöri. Aldrei var logn- molla í kringum Guðjón. Síðan var eins og fótunum væri kippt undan honum þegar hann fékk krabbamein fyrir um sjö árum. Okkur systkinun- um fannst alltaf svo gaman þegar Guðjón kom til Eyja, hann var mjög duglegur að koma, ýmist á þjóðhá- tíð, með vini sína og eitt sinn kom hann til að hjálpa til við að byggja hesthús fyrir hestana hans pabba, einnig var Guðjón mjög duglegur að koma þegar eitthvað stóð til í fjöl- skyldunni. Guðjón var alltaf í góðu skapi, og hann átti sína frasa sem mun ylja okkur um hjartarætur að rifja upp. Eins og þegar við spurð- um hann hvernig honum liði þá var það, „ja bara svona þokkó“. Eitt sinn er við vorum í sumarbústaðarferð að hausti renndum við við á Eiríks- bakka, þar var margt um manninn og heljarfjör, fullt út úr dyrum, hestar í hlaði, kjötsúpa á hlóðunum og hlátrasköllin ómuðu um alla sveit. Síðan fundum við Guðjón inn- an um allt fólkið og mikið var hann glaður að sjá okkur, og auðvitað bauð hann okkur upp á kjötsúpu, þannig vildi Guðjón hafa það, mikið fjör. Elsku amma, mamma, Kristján, Danný, Imma og fjölskyldur, mikill er missirinn og biðjum við algóðan guð að styðja ykkur í sorginni. Elfa Ágústa Magnúsdóttir, Héðinn Karl Magnússon og Þóra Magnúsdóttir. Í dag fylgjum við Guðjóni Skarp- héðinssyni æskuvini mínum til graf- ar. Árið 1963 gerðust merkisatburð- ir, gos hófst í Surtsey, Kennedy var myrtur og undirritaður kynntist Gauja Skarp. Þegar ég flutti í Voga- hverfið í Reykjavík gat ég ekki leynt vonbrigðum mínum er ég var kynnt- ur fyrir bekkjarsystkinum mínum í átta ára bekk Vogaskólans því þarna sátu eingöngu englabörn. Ég hugs- aði með sjálfum mér að ekki myndi ég passa inn í þennan bekk þar til mér var vísað til sætis við hliðina á búlduleitum og þybbnum strák með spékoppa. Ég þurfti ekki annað en að horfa í augu þessa drengs til að sjá að þarna var grallari á ferð. Ég tók gleði mína aftur. Þennan dag hófst vinátta sem varað hefur í hart- nær 42 ár. Æskuheimili Gauja var í Sólheim- um 32, en þangað var alltaf gott að leita þegar á móti blés. Allir voru au- fúsugestir á heimili Ágústu og Skarphéðins. Þetta er í þriðja sinn sem sorgin bankar upp á á heimili þeirra. Fyrst lést Sigvalda Lóa árið 1948, fjögurra mánaða, þá Skarp- héðinn árið 1984, 62 ára að aldri, og nú Gaui minn, aðeins 49 ára. Eftir verknámið í Ármúlaskóla fór Gaui út á vinnumarkaðinn. Það vakti athygli í vinahópnum að hann var alltaf fyrstur til að fjárfesta í mikilvægum hlutum eins og skelli- nöðru og bíl og auðvitað eignaðist hann sína fyrstu íbúð á undan okkur hinum. Ég hygg að forsjálni í pen- ingamálum hafi verið meðal þess nestis sem hann tók með sér úr for- eldrahúsum. Þá hóf hann skóla sinn úti á vinnumarkaðinum undir leið- sögn föður síns en þeir störfuðu báð- ir hjá Sambandinu og má nærri geta að Skarphéðinn hafi brýnt fyrir ung- lingnum að láta verða eitthvað úr kaupinu sínu. Gaui bjó að þessu alla tíð. Hann fór gjarnan frjálslega með peninga en átti samt alltaf aur. Það var óhjákvæmilegt að vina- hópur Gauja yrði stór enda var hann bæði félagslyndur, skemmtilegur og góður vinur. Þegar árin liðu og menn fóru hver í sína átt gætti hann þess vel að vinatengslin rofnuðu ekki. Ef honum fannst menn ekki standa sig í samskiptum átti hann það til að hringja og segja: „Heyrðu Goggi sko, það á bara að sniðganga mann sko,“ og á eftir fylgdi góðlát- legur hlátur. Gaui hafði alveg sér- stakt lag á því að koma skoðunum sínum og aðfinnslum á framfæri í skoplegum búningi enda var hann sérfræðingur í spaugi. Gaui aðstoðaði móðursystur sína við búskap á Eiríksbakka og byggði meðal annars íbúðarhús fyrir hana sem hún bjó í svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Hann eignaðist Ei- ríksbakka eftir hennar dag. Félagi GUÐJÓN SKARPHÉÐINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.