Morgunblaðið - 28.01.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.01.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 39 MINNINGAR minn var orðinn heimagangur á öll- um helstu bæjum í sveitinni og leit á hin helstu baráttumál héraðsins sem sín eigin. Gaui átti sínar hamingju- ríkustu stundir á Eiríksbakka og fengum við vinir hans að njóta gest- risni hans þar. Eftir að Gaui greindist með krabbamein í júlí 1998 læddist oftar en ekki að manni sú hugsun að nú gæti Gaui dáið hvenær sem er. Á árabilinu 2001–3 var stórt skarð höggvið í vinahóp Gauja. Þá létust sjö af vinum hans: Hjónin Þóra og Dóri Ystabæ 5, Guðmundur frá Kíl- hrauni, Rut hans Kidda, Bryndís hans Reynis, Ómar hennar Guðnýj- ar, Einsi Púkk (maðurinn með ætt- arnafnið). Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Föstudaginn 7. janúar sl. var hið árlega baðstofukveld haldið á Flúð- um en Gaui hafði beðið eftir þessu kveldi með nokkurri eftirvæntingu. Þegar dagurinn nálgaðist var hann hins vegar kominn með hita og auðsjáanlega orðinn fárveikur. Þrátt fyrir úrtölur okkar vinanna tók hann ekki í mál að hætta við ferðina og dáðumst við að þraut- seigju hans er hann tók á sínu síð- asta til að komast heim í sveitina sína. Daginn eftir fékk hann bráðal- ungnabólgu og hjartastopp í kjölfar- ið sem dró hann til dauða fáeinum dögum síðar. Eftir á að hyggja var ferðin heim í sveitina, sem var hon- um svo kær, svanasöngurinn hans Gauja. Hann var hrókur alls fagn- aðar meðal vina og var meðal annars kvaddur af sveitungum sínum með fögrum fjöldasöng. Nú er komið kvöld í lífi besta vin- ar míns. Um leið og ég þakka fyrir innihaldsríka vináttu sem entist nær allt líf okkar beggja bið ég góðan guð að styrkja fjölskyldu og vini í sorg sinni. Georg Theodórsson (Goggi). Mjög kær vinur og félagi Guðjón Skarphéðinsson er fallinn frá eftir löng og erfið veikindi og síðustu tvö árin var hann bundinn við hjólastól. Gaui eins og við félagarnir kölluðum hann var ekkert á því að gefast upp og tókst hann á við veikindi sín með æðruleysi og hetjuskap alveg fram á síðasta dag. Við Gaui kynntumst fyrir hartnær 40 árum er við gengum í skátafélag- ið Dalbúa. Þar myndaðist ákveðinn kjarni sex stráka sem alla tíð síðan hafa haldið hópinn. Minningarnar frá þessum tíma eru enn í dag ljóslif- andi í huga mínum. Margar helgar- ferðir voru farnar upp í Kút. Kom það fyrir að við strákarnir vorum að berjast uppi á Hellisheiði í vitlausu veðri, þá var Gaui gjarnan í stutt- buxum og í ekta föðurlandi innan undir, alltaf syngjandi og kátur. Gaui var vinur vina sinna og var ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd ef eitthvað var í gangi, enda hand- laginn og hörkuduglegur. Þegar við hjónin keyptum okkar fyrstu íbúð og var verið að múra og vinna í íbúð- inni mætti Gaui fyrstur til að að- stoða og handlanga í múrarann. Við hjónin vorum ánægð með þennan vinargreiða þar sem ég var að vinna úti á landi en þrátt fyrir það vissi ég að þetta var allt í góðum höndum vinar míns. Þegar fram liðu stundir og við strákarnir fórum að eignast fjöl- skyldur var Gaui óþrjótandi að halda hópnum saman og kom oft í heimsóknir og ræktaði vinsemdina. Það var hann sem boðaði skáta- fundi eins og við gjarnan kölluðum það að koma saman. Hann stóð fyrir þorrablótum og öðrum stórveislum. Efst í huga mínum eru matarveisl- urnar sem haldnar voru á Eiríks- bakka undir nafni Svínafélagsins þar sem hvert ár hafði ákveðið þema, eins og t.d. Svið ’95, Svín ’97 og Naut ’98. Undirbúningur var oft mikill fyrir þessar veislur, matseðill- inn var í bundnu máli, myndskreytt- ur, og allir félagar fengu húfu merkta þessu tilefni. Ég vil einnig minnast þorrablótanna sem hann stóð fyrir. Þangað bauð hann þess- um litla skátakjarna og mökum, þar var borðað, dansað, farið í heita pottinn og þá skipti ekki máli hvað klukkan var. Haustið var hans tími, að fara ríð- andi í Skeiðarétt eða Hrunarétt, það var toppurinn. Eftir á bauð hann stórum hópi fólks í kjötsúpu á Ei- ríksbakka. Vina- og kunningjahópur Guðjóns er orðinn býsna stór og veit ég að hans verður sárt saknað, en minn- ingin um þennan frábæra félaga dansandi á rauðu bítlaskónum á stofugólfinu á Eiríksbakka syngj- andi „Hvítir máfar“ mun lifa. Að endingu vil ég votta Ágústu móður Guðjóns og systkinum hans mína dýpstu samúð. Björgvin Magnússon. Fyrstu kynni mín af Guðjóni voru þegar við vorum 13 ára strákar og unnum saman í fiski. Við bjuggum í nágrenni hvor við annan í Voga- hverfinu. Það var síðan árið 1979 að við hjónin fluttum ásamt eldri dótt- ur okkar í Spóahóla 4 og vissum við ekki þá að Gaui bjó á hæðinni fyrir neðan. Samgangur varð strax mikill milli íbúða og var Gaui aufúsugestur á heimili fjölskyldu okkar alla tíð síðan. Gaui hafði það fyrir venju að banka ekki heldur tók hressilega í húninn og gekk inn og sagði háum rómi: Er einhver heima? Hesta- mennsku stundaði Gaui allt þar til veikindin settu strik í reikninginn. Hann var í mörg ár með okkur í hesthúsi með hesta sína en hestar hans fengu frumleg nöfn eins og Fixi, Mórall og Skandall. Frá árinu 1984 vorum við með hesta okkar yfir sumartímann á bænum Eiríksbakka í Biskupstungum hjá móðursystur Gauja, Huldu. Frá þeim tíma varð Eiríksbakki Gauja hjartfólginn og árið 1985 réðst hann í miklar fram- kvæmdir þar er hann hóf að byggja nýtt íbúðarhús handa Huldu með þægindum sem öðrum þóttu sjálf- sögð. Þær urðu margar stundirnar sem við dvöldum ásamt Gauja á Bakkanum, þar sem riðið var út, hugað að girðingum og öðrum mannvirkjum og haft gaman af hlut- unum, en það var nokkuð sem Gaui átti auðvelt með alla tíð. Eftir fráfall Huldu tók Gaui við Eiríksbakka þótt engan búskap hafi hann stundað annan en hestamennsku og var með hesta í hagagöngu þar. Á Eiríks- bakka var Gaui sem höfðingi heim að sækja og komu margir þangað við á ferð sinni um landið eða gagn- gert til að heimsækja hann. Fastir liðir voru Bakkahátíðir sem voru um verslunarmannahelgi. Þá kom fjöldi vina á Bakkann og áttu góðar stund- ir með Gauja sem skipulagði hátíð- arnar eins og honum einum var lag- ið. Á réttardegi Skeiðamanna haust hvert bauð Gaui fjölda fólks í kjöt- súpuveislu sem stóð frá hádegi til kvölds. Við fráfall höfðingja eins og Gauja getum við ekki annað en þakkað þau forréttindi að telja hann til vina okk- ar. Við sendum móður Gauja og systkinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan vin lifir. Sigurþór Jóhannesson og Árný Ásgeirsdóttir. Gaui var góður vinur okkar systra en hann var æskuvinur föður okkar. Veikindi höfðu hrjáð hann undanfar- in tæp sjö ár og á undanförnum misserum fór heilsa hans stöðugt versnandi þar til hann tapaði barátt- unni að kveldi 18. janúar. Það kom, þrátt fyrir langan aðdraganda, sem mikið reiðarslag þegar við fréttum að Gaui okkar væri dáinn. Hann var prýddur mörgum góðum kostum, var ávallt hress og sá oftar en ekki spaugilegu hliðina á hlutunum. Frásagnarstíll Gaua var magnað- ur og oftar en ekki þegar hann kom í heimsókn sátum við systurnar og hlustuðum á sögur af fólki sem við ýmist þekktum eða þekktum ekki. Það var ekki aðalatriðið, það var alltaf eins og maður væri bara að heyra skemmtilega gamansögu með góðum persónum. Aldrei aftur mun- um við heyra eins mörg sko og komu af vörum Gauja. Jóhannes Bjarki, þriggja ára son- ur Erlu, hafði á orði þegar honum var sagt að Gaui væri dáinn að núna væri hann stjarna á himninum og nú væri honum batnað og gæti gengið um. Við vottum móður Gauja og systk- inum okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan vin mun lifa áfram. Unnur og Erla Sigurþórsdætur. Þegar ég sit hér og minnist vinar míns Guðjóns Skarphéðinssonar þá kemur óhjákvæmilega margt upp í hugann. Ég kynntist Guðjóni eða Gauja eins hann var alltaf kallaður þegar ég kom til starfa hjá bygging- arvörudeild Sambandsins fyrir ald- arfjórðungi. Ég hafði verið starfandi hjá verslunardeild Sambandsins en vissi alltaf af Guðjóni í byggingar- vörudeild. Það var nefnilega þannig í verslunardeildinni að þegar vant- aði vörur frá byggingardeild þá sögðu yfirmennirnir ,,hringdu í Gauja“ og málið var klárt. Þessu átti ég eftir að kynnast betur þegar ég kynntist honum fljótlega eftir að ég fór að vinna hjá byggingarvöru- deildinni. Alla tíð síðan tel ég það eitt mitt mesta gæfuspor að hafa átt hann að vini. Eftir að við kynntumst leið ekki dagur án þess að ég heyrði í eða hitti Gauja. Á þessum tíma átti byggingarvörudeild Sambandsins undir högg að sækja, bæði vegna staðsetningar og vaxandi sam- keppni. Það var því lagt til við okkur að efla sölu og afkomu deildarinnar. Þá komu hæfileikar Gauja best í ljós. Hann hafði þann einstæða hæfileika að kunna að tala við fólk. Hann virtist þekkja alla og fólk lað- aðist að honum. Óhætt er að fullyrða að árangur deildarinnar, sem var mikill, var að mestu leyti honum að þakka. Það var síðan kaldhæðni ör- laganna að keppinautar keyptu byggingarvörudeildina og lögðu þar með af hina óþægilegu og vaxandi samkeppni sem stafaði frá henni. En það er nú önnur saga. Að fá að umgangast Gauja dag- lega voru forréttindi sem ég hefði ekki viljað missa af. Skemmtilegri félaga er ekki hægt að hugsa sér. Gaui var í eðli sínu félagsvera og leið best í hópi. Hann var einstaklega orðheppinn, sagði vel frá og gæddi sögur sínar einstökum húmor, þá var hann mjög fróður um menn og málefni. Gaui þekkti vel til manna og var ættfróður og glöggur. Hann var meðan heilsan leyfði mikill hesta- maður og kunni vel með þá að fara. Gaui var í eðli sínu maður sveitar- innar og átti jörðina Eiríksbakka í Biskupstungum. Þar dvaldi hann þegar hann gat og undi sér vel með- an heilsan leyfði. Það var því engin tilviljun að viku áður en hann lést lagði hann mikið að okkur Gogga að við færum með honum á ,,Bakkann“ til að sjá sveitina sína og hitta góða vini. Guðjón var þá orðinn mjög veikur. Þarna áttum við yndislega kvöldstund í góðra vina hópi. Og ekki skemmdi að „sveitin skartaði sínu fegursta“, eins og Gaui sagði Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR HERMÓÐSSON, Mánagötu 16, Reyðarfirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað fimmtudaginn 20. janúar, verður jarð- sunginn frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14:00. Sigrún Jónsdóttir, Herbert Harðarson, Steinar Harðarson, Elfa Harðardóttir, Örvar Þór Einarsson, Magnús Þór Snorrason, Elín Einarsdóttir og afabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrepphólum, Hrunamannahreppi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hvera- gerði, fimmtudaginn 20. janúar, verður jarð- sungin frá Hrepphólakirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Rútuferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30 og frá Fossnesti, Selfossi, kl. 12.30. Elín Jónsdóttir, Ámundi Elísson, Sigurður Jónsson, Guðrún Sólveig Guðmundsdóttir, Stefán Jónsson, Katrín Ólafsdóttir, Guðjón Jónsson, Guðmunda Ólafsdóttir, Kristján Jónsson, Ásta Gottskálksdóttir, Gunnar Jónsson, Sigríður Karlsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Ake Jonsson, Anna Jónsdóttir, Sigurður Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kær systir okkar og mágkona, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, áður til heimilis í Hvassaleiti 20, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 6. janúar sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðalsteinn Helgason, Signý Óskarsdóttir, Björn Helgason, Jóhanna Hjaltadóttir, Ólöf Helgadóttir, Jóhanna D. Jónsdóttir, Jóna Sveinbjarnardóttir og fjölskyldur. Kær bróðir okkar og mágur, KARL ÞÓRÐARSON, Háeyrarvöllum 44, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Anna M. Þórðardóttir, Ágúst Stefánsson, Ársæll Þórðarson, Eygló Karlsdóttir. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN ODDSSON SIGURÐSSON verkstjóri hjá Vegagerðinni, Holtateigi 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 31. janúar kl. 11.00. Ester Bára Sigurðardóttir, Sólveig Sigurjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Hildur Nielsen, Sævar Geir Sigurjónsson, Heiðdís Björk Helgadóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs föður okkar, EDWARDS PÁLS EINARSSONAR, 3630 Centerview Avenue, Wantagh, New York. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Kristín Einarsson, Eirik Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.