Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR gjarnan. Mér rennur í grun að vinur minn hafi þá vitað að hverju stefndi og hann hafi viljað sjá sveitina sína, sem hann unni svo mjög, í síðasta sinn. Þessi ferð verður okkur Gogga dýrmæt minning og huggun nú þeg- ar við kveðjum okkar góða vin. Margar ferðir voru farnar á Bakkann og haldnar veislur sem helst er hægt að líkja við það sem lesa má um í Íslendingasögum. Þar voru sviðaveislur, þorrablót og setið fram eftir nóttu, sungið og sagðar sögur en þar var minn maður á heimavelli. Sumar sannar, aðrar hefðu getað skeð, enginn kunni bet- ur en Gaui að segja góðar sögur. Við höfum nokkrir félagar um margra ára skeið haldið úti félagsskap sem gengur undir nafninu „Svínafélagið Eiríkur“, þar sem Gaui var einn að- almaðurinn. Þessi hópur hefur farið í ferðalög innanlands og utan. Ógleymanleg er ferð sem við fórum til Bandaríkjanna og ókum um suð- urríkin. Elvis Presley var heimsótt- ur og þaðan lá ferðin til Nashville þar sem við kynntum okkur sögu sveitartónlistarinnar. Á þeirri leið urðum við að aka um Nashvillefjall- garðinn sem var ansi brattur og fannst sumum nokkuð mikið um. En allt gekk þetta vel að lokum. Minn- ingar og myndir úr þessum ferðum okkar eru gimsteinn í safn minning- anna. Mikið skarð er nú höggvið í þennan hóp sem erfitt er að sætta sig við. En hvað er meira virði í þessu lífi en minning um góðan dreng og vin? Það er stundum sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, mér hefði fundist betra ef sagt væri að þeir sem mennirnir elska fái að lifa lengi. Guðjón greindist með krabbamein fyrir rúmum sex árum. Eftir það var lífið honum erfitt. Hann dvaldist á ýmsum sjúkrastofnunum en átti allt- af sitt takmark; að útskrifast af þeim og komast í eigin íbúð. Það tókst með miklum viljastyrk og nú síðast bjó hann við Sléttuveg í eigin íbúð. Síðustu árin var hann bundinn við hjólastól. Þetta reyndi mikið á kraftmikinn dugnaðarfork sem Gaui var og því verð ég að trúa að hvíldin sé honum kærkomin. Ég kveð þig nú kæri vinur með söknuði sem engin orð fá lýst en trúi á endurfundi við þig. Og þá er víst að aftur verður gaman. Ég votta Ágústu móður Guðjóns innilega samúð mína, systkinum og öllum ættingjum og vinum. Því eitt er víst að við fráfall Guðjóns Skarphéðins- sonar verður heimurinn ekki eins. Hvíl þú í friði kæri vinur. Edvard Skúlason. Kær vinur okkar Guðjón hefur nú lokið erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm. Fundum okkar Guðjóns bar fyrst saman þegar hann vann hjá Timb- ursölu SÍS en á þessum tíma stóð ég í hesthúsabyggingu. Glaðværð hans og geislandi húmor varð til þess að ég leitaði æ oftar á hans fund, þótt ekkert erindi ætti ég í timbursöluna. Upp frá þessum kynnum leið aldrei langur tími sem við vissum ekki hvor af öðrum. Hann varð heimilisvinur í þess orðs bestu merkingu. Barngóður og hlýr var Guðjón og hafði sterkar skoðanir á barnauppeldi, þótt ekki ætti hann börn sjálfur. Mínar dætur nutu gæsku hans og glettni og oftar en ekki hélt hann uppi málsvörn fyr- ir þær í ágreiningi þeirra við okkur foreldrana. Hann hreif börnin, fékk þau til að gera alls kyns hluti með skemmtilegum leikjum og tiltækj- um. T.d. lét hann dóttur mína og frænda hennar hlaupa fram og til baka í Þórsmörk nær heila helgi og þóttist ávallt vera að taka tíma. Minnisstæðar eru ferðir okkar á aðfangadag að Eiríksbakka, hans unaðsreit, en þar heimsóttum við Huldu, móðursystur Guðjóns. Glatt var þar á hjalla og fór Hulda ávallt syngjandi kát í fjósið að heimsókn lokinni. Nokkur sumur fórum við ásamt fleirum til veiða í Selá í Vopnafirði. GUÐJÓN SKARPHÉÐINSSON Þar var Guðjón auðvitað hrókur alls fagnaðar og gullu hlátrasköll í daln- um langt fram eftir nóttu. Í einni veiðiferðinni keyptum við heilt mál- verkasafn þá nýlátins listamanns, Stefáns í Möðrudal, sem kallaði sig listamannsnafninu Stórval. Guðjóni fannst myndirnar svo magnaðar að honum tókst með sínum fádæma sannfæringarkrafti samdægurs að selja heilan kassa af óséðum mynd- um í gegnum síma. Orðið „sko“ kom að vísu ansi oft fyrir þegar hann lýsti þessum mikla snillingi þjóðar- innar. Guðjón var höfðingi heim að sækja og fannst gaman að fá gesti að Eiríksbakka. Í fersku minni er kjöt- súpuveisla, í tengslum við réttir, sem hann hélt fyrir vini sína og sveitunga á Eiríksbakka haustið 2003. Þó svo að hann hafi ekki verið nægjanlega heilsuhraustur á þess- um tíma til þess að vera á staðnum tók hann ekki í mál að fresta veisl- unni, hún skyldi haldin, ekkert til sparað og það varð úr, mikil veisla að Gauja sið. Það er erfitt að sjá á eftir honum Gauja. Minningarnar um góðan dreng, glaðlyndan og góðlyndan lifa með okkur og okkar samferðafólki um ókomna tíð. Móður Guðjóns og fjölskyldu allri vottum við einlæga samúð okkar. Jóhannes Oddsson og fjölskylda, Hamraborg. Það hefur verið sagt að dauðinn sé stærsta ævintýri lífsins. Þeir sem horfa á bak góðum vini inn í annað líf fá enga hlutdeild í þessu ævintýri. Þeirra ævintýri felst í minningunni um góðan vin og góðar stundir. Við vorum unglingar þegar við kynntumst. Lífið var gleðileikur, oft- ar en ekki í faðmi fjalla. Leiðir okkar lágu um Hellisheiði, að Skarðsmýr- arfjalli, inn í Reykjadal og á marga fleiri staði. Gleðin réð ríkjum, þú varst spaugarinn, hafðir hæfileikann til að sjá broslegu hliðarnar á lífinu. Við áttum oft síðar eftir að minnast þessara daga. Það varst ekki síst þú sem hélst saman gamla vinahópn- um. Gleðistundirnar voru endur- teknar í ríki þínu á Eiríksbakka, sveitinni þinni þar sem þú byggðir nýtt hús yfir frænku þína og varst sífellt að betrumbæta fram á síðustu daga. Lífið fór ekki um þig mjúkum höndum síðustu árin en þú gafst ekki upp. Það var eins og vítamín- sprauta fyrir þig að komast í sveit- ina og táknrænt að það skyldi vera það síðasta sem þú gerðir. Þú varst vinur vina þinna og kunnir að rækta vináttuna af alúð og næmi. Hafðu þökk fyrir. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar. Inga Jónsdóttir. Skjótt hefur sól brugðið sumri því séð hef ég fljúga fannhvítan svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum. Grátþögull harmfugl hnípir á húsgafli hverjum. (Jónas Hallg.) Kær vinur til margra ára, Guðjón Skarphéðinsson, hefur nú kvatt sitt jarðneska líf langt fyrir aldur fram eftir löng og erfið veikindi sem hann tók með miklum hetjuskap og sál- arró. Með Guðjóni er genginn mikill mannkostamaður, vinsæll og virtur. Hann vann sín verk af alúð og ör- yggi, trúmennsku og dugnaði. Alltaf jákvæður og bjartsýnn á hverju sem gekk. Það mátti svo sannarlega treysta á að hann stóð við loforð sín í hvívetna. Guðjón var mikill gleði- gjafi enda jafnan stutt í skopskynið þótt alvaran byggi undir enda hrók- ur alls fagnaðar. Það var því engin furða þó að þessi glaðsinna öðlingur yrði vinmargur þar sem hann var sannur vinur vina sinna. Ungur naut Guðjón þeirrar gæfu að fara í sveit til móðursystur sinnar Huldu Guðjónsdóttur á Eiríksbakka í Biskupstungum. Sú mæta kona bjó ein um langt árabil á Eiríksbakka eftir lát föður síns. Vissi ég að Guð- jón mat þessa frænku sína mikils og taldi sig eiga henni mikið að þakka. Hann launaði sveitadvölina enda vel og byggði íbúðarhús fyrir Huldu. Guðjón var aufúsugestur þegar rennt var í sveitina. Meðal annars til að heilsa upp á gæðinga sína þar sem hann hafði sumarbeit fyrir þá. Eftir fráfall Huldu eignaðist hann síðan jörðina og var sífellt að bæta og fegra þessa fallegu og grasgefnu jörð. Öll umgengni var til fyrir- myndar. Þegar svo var komið að heilsu Guðjóns fór stöðugt hrakandi ákvað hann að flytja á jörðina sína. Á bökkum Stóru-Laxár, sem liðast lygn og tær norður með bökkunum þar sem svanirnir syngja sinn söng um vorkvöldin fögur, undi hann sér vel. Ekki spillir að fjallasýn frá Ei- ríksbakka er tilkomumikil og fögur. Á kveðjustundu koma ótal minning- ar fram í hugann um samveru við þennan góða vin, allar bjartar og fagrar. Hvort heldur frá Heimsleik- um hestamanna þar sem við áttum oft gleðifundi eða frá öllum góðu stundunum á Eiríksbakka þar sem móttökur voru alltaf af einlægni og rausn. Það er bjart yfir minningunni um ógleymanlegan félaga og ljúfan dreng. Megi sá er öllu ræður styðja og styrkja móður hans, systkini og allt hans venslafólk á sorgarstundu. Sigurður Sigmundsson frá Syðra-Langholti. Nú er hann Gaui vinur okkar fall- inn frá eftir löng og erfið veikindi. Vinskapur okkar strákanna við Gauja hófst fyrir margt löngu en við vorum 14 ára þegar við kynntumst í skátafélaginu Dalbúum. Með skáta- sveitinni Tvíburum voru farnar margar ferðir í skátaskálann Kút á Hellisheiði. Kútur var um tíma í um- sjón okkar félaganna og var oft tekið til hendinni við viðhald eins og kunn- átta og fjárhagur leyfðu. Ekki höfð- um við félagarnir bílpróf né afnot af bíl á þessum árum og var því farið á puttanum eða Selfossrútan tekin austur og farið út á miðri Heiðinni og gengið síðan um klukkutíma upp í skála. Ekki veltum við mikið fyrir okkur veðri eða veðurspá heldur var bara farið þegar okkur langaði til, sem var æði oft eða næstum um hverja helgi. Þarna eyddum við næstum þremur árum og nutum úti- veru og góðs félagsskapar. Þegar við félagarnir komumst á bílpróf- saldur var Gaui okkar fyrstur til að eignast bíl, þegar hann keypti sinn fyrsta jeppa. Þar með varð auðveld- ara að komast á Heiðina, að skreppa í Þórsmörk og á sveitaböll austur í sveitum. Í nokkur ár var minna samband á milli okkar vinanna, á þeim tíma þegar ungt fólk er að koma undir sig fótunum og allur tíminn fór í aðra hluti svo sem nám, íbúðakaup og að eignast fjölskyldu. Á þeim tíma var Gaui límið í vinahópnum því alltaf hélt hann sambandi við okkur alla og þannig fréttum við hver af öðrum í gegnum hann. Það má líka segja að hann hafi verið driffjöðrin í að við fórum að hittast reglulega aftur. Núna seinni árin hefur miðpunktur okkar verið Eiríksbakki þar sem við höfum hist oft og mikið rætt í heita pottinum. Það var alltaf gott og gaman hjá Gauja á Bakkanum og þar voru haldnar stórar og glæsi- legar veislur. Gaui var hrókur alls fagnaðar og oft var nikkan tekin fram en Gaui sagði það vera vanda- mál að nikkan kynni ekki mörg lög þrátt fyrir að hafa verið send á nokkur námskeið. Að segja sögur og skemmta öðrum var nokkuð sem Gaui kunni betur en flestir sem við höfum kynnst. Hann sá hið spaugi- lega í ótrúlegustu hlutum og kunni að orða það þannig að hann hélt at- hygli manna tímunum saman. Gaui átti forkunnarfína hárauða lakkskó, þeir voru dregnir fram þegar dansað var á Bakkanum. Annað sem ein- kenndi Gauja, og gerði hann eflaust að þeim góða sagnamanni sem hann var, var hvað hann var minnugur á Kæri móðurbróðir og frændi, BJÖRN KRISTJÁNSSON frá Miklaholtsseli, verður jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórir Guðmundsson. Bróðir okkar, HARALDUR MAGNÚSSON, Fjarðarvegi 12, Þórshöfn, lést sunnudaginn 23. janúar sl. Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju laugar- daginn 29. janúar kl. 14:00. Helgi Frímann Magnússon, Ólöf Magnúsdóttir, Guðbjörn Magnússon, Jón Magnússon, Magnús S. Magnússon, Matthías Magnússon og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar elskulegrar frænku okkar, SIGRÍÐAR BERGSTEINSDÓTTUR, áður til heimilis á Hringbraut 28, Reykjavík. Steinunn Georgsdóttir og fjölskylda, Edda R. Níels og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, GUÐLAUGAR EINARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Eirar fyrir góða umönnun. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þórfríður Guðmundsdóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ÍSFELD, Jaðri, Hrútafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga að morgni þriðjudagsins 25. janúar. Jarðsungið verður frá Staðarkirkju, Hrútafirði, mánudaginn 31. janúar kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök þroskahjálpar. Hólmfríður Sigurðardóttir, Guðmundur Hjörtur Kristjánsson, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Einar Sigurjónsson, Sigurður Óli Kristjánsson og barnabörn. Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HEIÐAR RAFN BALDVINSSON, verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju mánu- daginn 31. janúar kl. 14.00. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.