Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 41 MINNINGAR menn og málefni. Meðan á veikind- um Gauja stóð hittumst við oft hjá honum og fannst okkur undravert hvað hann gat verið léttur og kátur. Gaui minn nú ert þú farinn frá okk- ur, allt of snemma því margt áttum við eftir að gera saman. Allir eigum við stórafmæli á árinu og það hefði verið gaman að geta fagnað þeim áfanga saman í góðum félagsskap. Við eigum eftir að sakna þín mikið en traustari vin er ekki hægt að hugsa sér. Minningarnar um góðan vin munu lifa með okkur. Megir þú hvíla í friði. Þínir vinir Kristján, Sigþór og Snorri. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Til Gauja lágu gagnvegir og af hans fundi gengu margir mettir, með gleði í sál. Það hefur ugglaust verið glampi í auga Gauja þegar Stella í Kjallaran- um náði mér strákpjakknum og flengdi, en hann slapp. Æskuvinátt- an er einstök og er ég þakklátur fyr- ir það að böndin skyldu aldrei slitna þó fundir hafi verið misþéttir þessi tæp 50 árin. „Ég kem með efnið til þín,“ sagði Gaui þegar ég var búinn að kaupa efni til byggingar íbúðarhúss okkar Þórunnar. Fáum dögum seinna var hann mættur við annan mann með efnið á byggingarstað, eftir 300 kíló- metra akstur úr Reykjavík. Gaui var í brúðkaupinu okkar Þórunnar og stal af mér brúðkaups- nóttinni. Gaui nefhleypti og gomsaði svo mikið fram eftir allri nóttu að brúðurin mín grét af hlátri og fékkst ekki í rekkju fyrr en undir morgun. Því miður hittu börnin mín ekki Gauja oft. En áhyggjur þeirra af heilsu hans og veikindum sýndu að hann hafði náð til þeirra og hversu vænt þeim þótti um hann. Og fátt er eins þroskandi og að kynnast slíkri hetjulund eins og hann sýndi síðustu árin. Ég þakka vináttuna og votta að- standendum samúð. Erlendur, Seglbúðum. Í fáeinum línum vil ég minnast vinar míns Guðjóns Skarphéðins- sonar, eða Gauja Póló eins og við margir kölluðum hann frá því fyrr en nokkur okkar man eftir. Nú er langri þrautagöngu í erfiðum veik- indum lokið og nokkuð víst að flestir hefðu bugast við minni raunir en þær sem á hann voru lagðar. Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan læk- inn að ausa lofi á vin minn, en víst hljóta æðri máttarvöld að taka hon- um fegins hendi, enda má segja að það hefði verið dauður maður sem ekki gat brosað eða skemmt sér með Guðjóni á þeim stundum, mörgum, sem hann fór á kostum í góðra vina hópi. Án þess nokkurn tíma að gera lítið úr öðrum gat Gaui dregið fram svo kostulega hluti úr fari annarra, bæði vina og samferðamanna, að það verður okkur vinum hans fast í minni um langan aldur. Ég hygg að fáir eða engir sem ég þekki séu jafn vinmargir og Gaui, enda hitti maður sjaldan svo á að ekki slæddust fleiri í hópinn þegar setið var hjá honum fyrr og síðar. Margra stunda er að minnast, ekki síst frá Eiríksbakka, þar sem jafnvel gamla Hulda, meðan lifði, var stundum með í gleðskap af sinni alkunnu hógværð og alþýðleg- heitum, en ekki sparaði Gaui við hana eða okkur félaga sína glensið. Þrátt fyrir glens og gaman vógu gjafmildi og manngæska jafnvel þyngst í fari Guðjóns, sem alla jafna bar fyrir brjósti hag þeirra sem minna máttu sín og reyndist ávallt heill í samskiptum við aðra. Ég vil votta samúð aðstandendum og þeim sem næst honum stóðu í vinskap, góður drengur er genginn. Magnús Halldórsson. Vinátta okkar Guðjóns hófst í hestamennskunni fyrir 23 árum. Hún er orðin löng og hefur alltaf verið ánægjuleg svo aldrei bar þar á skugga. Það kom strax í ljós hverrar gerðar Guðjón var, hnyttinn og skemmtilegur félagi, með sterka og trausta skaphöfn og sannur vinur. Þar var sama hvar Guðjón bjó, hann var alltaf tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir félagana þegar á reyndi, hvort sem var í Reykjavík eða á jörðinni hans á Eiríksbakka. Á Eiríksbakka áttum við ásamt félögunum margar gleðistundirnar sem eru ógleymanlegar. Guðjón hafði gaman af að leysa hvers manns vanda, var greiðvikinn og lét sig ekki muna um að mæta og hjálpa félögunum við ýmis verk, svo sem að aðstoða mig sem hestasveinn á hestaflugum. Í þeim ferðum kynntist hann Dagfinni dýralækni í Billund í Danmörku og Carsten Lis- sau, sem við gistum hjá, en báðir senda þeir sína samúðarkveðju til fjölskyldu Guðjóns. Þau eru ófá uppátækin sem við Guðjón fundum upp á og brölluðum saman, m.a. að búa til sögur um sjálfa okkur í félagi við vin okkar Einsa heitinn púkk, sem þeir Guðjón og Púkki matreiddu sérstaklega of- an í Óla steypu, vin okkar. Þessar sögur gengu síðan áfram, félögunum og öðrum til skemmtunar, eins og sagan um Zimbabwe grænmetis- samningana og um belgíska bíla- leiguflotann sem varð undir gámi við lestun í erlendri höfn. Þannig varð til GPS-skammstöfunin um okkur þrjá sem skírskotun um sagnagleð- ina sem vináttu okkar fylgdi. Sögurnar byrjuðu af krafti árin sem ég bjó í Belgíu og urðu síðan Guðjóni enn meiri skemmtun og hugarfóstur eftir að hann veiktist og léttu honum stundir allt fram á síð- asta dag. Það er erfitt að kveðja góðan vin og árin hafa verið alltof fá, en það var mér heiður að kynnast Guðjóni og fá að vera vinur hans. Fjölskyldu Guðjóns sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Sigurður Jónsson. Góður drengur, Guðjón Skarphéð- insson, er látinn eftir mikla og harða baráttu við illskeytt veikindi sem hann að lokum laut í lægra haldi fyr- ir. Gauja, eins og hann var alltaf kallaður, kynntumst við félagarnir þegar hann hóf störf hjá Tollvöru- geymslunni um miðjan síðasta ára- tug. Gaui smellpassaði strax inn í hópinn. Hann var skemmtilegur maður sem auðvelt var að gleyma stað og stund með. Þegar hugsað er til baka er erfitt að muna hvert hans starf var hjá TVG. Minningin um Gauja hjá TVG er bara hlátur og grín. Stundum höfðum við félagarnir það að orði að Gaui væri fastur í góðu skapi. Hann var vinur vina sinna. Ef einhver af vinnufélögunum var beittur órétti, þá stillti Gaui sér þegar upp við hlið hans og skaut sín- um hárbeittu en föstu skotum á hvern þann er leyfði sér að taka ein- hvern að félögum hans fyrir. Fæstir leyfðu sér það aftur. Hann var stríð- inn af guðs náð en enginn okkar tók því illa að verða fyrir stríðninni, hláturinn var svo smitandi að allir hlógu, þó mest sá sem fyrir stríðn- inni varð. Oft skemmtum við félagarnir okk- ur saman og þá var nauðsynlegt að hafa Gauja með. Ógleymanleg er skemmtiferð okkar á óðalið hans fyrir austan fjall. Þar hafði Gaui bú- ið sér annað heimili í nálægð við náttúru og hesta. Þó Gaui væri oft með verk í bak- inu datt engum í hug að þessi verkur ætti eftir að verða boðberi válegra tíðinda. Það sem flestir töldu vera meinlausan bakverk eða brjósklos reyndist við athugun illvígur sjúk- dómur. Gaui tók tíðindunum af æðruleysi og yfirvegun, búinn undir baráttu. Nú er baráttunni lokið og Gauja er sárt saknað. Sambandið milli okkar dofnaði eftir því sem á baráttuna leið og þrekið hjá Gauja minnkaði. Eddi vinur hans stóð með Gauja eins og klettur fram á síðustu stundu og á hann miklar þakkir skil- ið fyrir að hafa reynst sannur vinur vinar síns fram á síðustu stundu. Móður hans, systkinum og vinum vottum við innilegustu samúð. Fyrrv. vinnufélagar hjá Tollvörugeymslunni hf. Við kveðjum nú í hinsta sinn góð- an vin okkar og ferðafélaga. Gauji fylgdi okkur árum saman um fjöll og dali í sleppitúrum að vori sem og í lengri hestaferðum að sumri. Hann kunni þá list öðrum mönnum betur að segja sögur, gæða þær glaðværð og kímni, jafnvel þó á móti blési. Enda var alltaf glatt á hjalla í áning- arstöðum og Gauji ætíð miðpunktur gleðinnar. Hópurinn okkar hafði orðið til í kring um nokkra karla sem fóru í fylgd Gauja í sleppitúr úr höfuð- borginni, austur á Eiríksbakka i Biskupstungum þar sem við höfðum hestana í hagagöngu hjá honum. Hópurinn stækkaði ár frá ári. Var nokkuð um að menn flyttu hesta til Reykjavíkur úr öðrum landshlutum og jafnvel úr Vestmannaeyjum til að geta riðið með austur. Enda var um samfellda skemmtiför að ræða og breytti þá veðráttan engu, Gauji sá um að lyfta mönnum upp er í næt- urstað kom. Seinna bættust svo við hestaferðir að sumri, þar sem ætíð var lagt upp frá Eiríksbakka og end- að þar. Fyrstu árin fór Gauji ríðandi í þessar ferðir á gæðingum sínum sem iðulega báru hin kyndugustu nöfn er á einhvern hátt tengdust því hvernig þeir komust í hans eigu. Þar voru hestar eins og Mórall og Skandall, að ógleymdum Fixernum, sem fylgdi honum hvað lengst. Það var einmitt í einum af þessum sleppitúrum sem að fyrstu einkenni veikinda Gauja komu fram. Hann lét það þó ekki stöðva sig þó hann kæm- ist ekki á hestbak lengur heldur gerðist hann yfirtrússari hópsins. Jafnvel eftir að í hjólastól var komið hélt hann áfram að stýra hópnum og skapa þetta létta and- rúmsloft í áningarstöðum sem hon- um einum var lagið. Það er hætt við að hér eftir verði erfitt að halda uppi sömu stemning- unni í ferðunum okkar og verið hef- ur. Við getum þó haldið áfram að rifja upp sögurnar sem Gauji sagði okkur, en hætt er við að þær verði ekki nema bergmál í meðförum annarra. Við vottum aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Ferðafélagar. Okkar kæri vinur Guðjón Skarp- héðinsson, eða Gaui, eins og hann var kallaður af vinum sínum, er lát- inn. Margra stunda með honum er að minnast, alltaf var stutt í húmorinn og gleðina hjá honum. Hann var sannkallaður gleðigjafi. Fyrstu árin þegar hann var að koma í heimsókn til okkar, (hann og Addi voru vinir áður), vorum við með magakrampa úr hlátri og svo með harðsperrur í maganum dag- inn eftir. Þvílíkur sögumaður. Ferðirnar í Þórsmörk, Land- mannalaugar, Fjallabak syðra og nyðra og á Hellisheiðina eru ógleymanlegar. Ekki má gleyma Jónsmessuferðunum, þá fórum við af stað eftir kvöldmat og keyrðum austur fyrir fjall, í Borgarfjörðinn eða vestur í Dali og komum heim undir morgun. Bara til að vaka og skoða landið á sumarbjartri nóttu. Sama var með haustlitaferðir, þá var gjarnan farið austur á Þingvelli eða í Borgarfjörð til að sjá litadýrð landsins, en þá að sjálfsögðu að degi til. Margar ánægjustundir áttum við hjá honum austur á Eiríksbakka sem var hans sælureitur, hann hefði átt að verða bóndi. Stuttar heim- sóknir, á leið heim úr útilegum og svo allar helgarnar, góður matur, pottur og grín. Eftir að Gaui flutti austur að Ei- ríksbakka fórum við til hans, borð- uðum og áttum kvöldstundir saman. Í nokkur ár var það fastur liður í okkar tilveru að Gaui kæmi í mat á fimmtudögum, eða þar til hann komst ekki lengur upp stigana hjá okkur. Eitt einkenndi Gauja og var það hjálpsemi. Ef einhver þurfti aðstoð eða einhverjar reddingar þá var hann klár í slaginn. Hans ær og kýr voru vílar og dílar. Hann var ómet- anlegur vinur. Undanfarin ár hafa verið Gauja erfið. Móður hans, systkinum og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng mun lifa. Hvíldu í friði, elsku Gaui. Arnar og Margrét (Addi og Magga). ✝ Steinunn Jó-hannsdóttir fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð 27. desem- ber 1918. Foreldrar hennar voru Jóhann Ísak Jónsson, f. 19. ágúst 1886, d. 2. des- ember 1933, ættaður frá Brúnastöðum í Fljótum, og Margrét Pétursdóttir, f. 21. júní 1888 á Tjörnum í Sléttuhlíð, d. 8. maí 1970 í Glæsibæ. Systkini Steinunnar voru: 1) Kristín Anna, f. 2 ágúst 1911, d. 28.12. 1990, bjó lengst af í Reykjavík og var gift Herbert Ásgrímssyni frá Tjörnum. Þau eignust sex börn. 2) Pétur, f. 12. apríl 1913, d. 12. febr- úar 1998, bjó lengst af í Glæsibæ en síðustu árin í Þorlákshöfn, kvæntur Sigríði Stefánsdóttur frá Hönnu, f. 15. júní 1954. Hanna býr í Gautaborg í Svíþjóð og er gift Helga Reyni Björgvinssyni, f. 15 maí 1953. Þau eiga tvö börn: a) Steinunni Völu, f. 8. febrúar 1977, gift Mathiasi Lindén og búa þau í Kalmar í Svíþjóð. b) Björgvin Rún- ar, f. 20. febrúar 1978, hann býr í Stokkhólmi. Stjúpsynir Seinunnar, synir Níelsar, eru: 2) Hermann, f. 1. október 1941. 3) Björn, f. 18. nóvember 1942. 4) Níels, f. 19. des- ember 1944. Steinunn og Níels bjuggu á Hofsósi frá 1954 til 1968 er þau fluttu til Reykjavíkur. Á Hofsósi vann Steinunn við verslunarstörf og einnig sáu þau hjón um Sparisjóð Hofshrepps. Eftir konuna til Reykjavíkur 1968 byrjaði Seinunn fljótlega að vinna á Hrafnistu, lengst af á saumastofunni. Eftir að Níels lést 1997 dvaldi Steinunn í skjóli Hönnu og fjöl- skyldu hennar á heimili þeirra í Gautaborg, en frá maí 1999 dvaldi hún í Hornbrekku í Ólafsfirði. Þar naut hún frábærrar umönnunar. Útför Steinunnar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Holtastöðum í Langa- dal. Þau eignuðust þrjú börn. Steinunn bjó í Glæsibæ fram á ung- lingsár en fluttist til Siglufjarðar 16 ára. Hún lærði til sauma þar, en lengst vann hún á bæjarskrifstofu Siglufjarðar. Haustið 1949 fram í lok maí 1950 dvaldi hún í Nor- egi á Riisby Husmor- skola. Þessi skólavist gaf henni mikið, henni tókst að ná góðu valdi á norskunni, nokkuð sem nýttist henni til og með þegar hún síðar dvaldist í Svíþjóð. Hinn 20 mars 1954 giftist Stein- unn Níelsi J.V. Hermannssyni, f. 27. júlí 1915, d. 5. september 1997, frá Ysta-Mói í Fljótum. Steinunn og Níels eignuðust eina dóttur: 1) Í dag kveðjum við ömmu mína Steinunni Jóhannsdóttur. Á lífsleið- inni kynnumst við mörgum einstak- lingum. Nokkrir þeirra hafa mikil áhrif á það hvernig við viljum vera og líta á lífið. Steinunn amma er einn af þessum áhrifavöldum í mínu lífi. Amma var vitur, heiðarleg, sóma- kær kona. Ég minnist þess alltaf að hún talaði við mig eins og fullorðinn, hvort heldur það var þegar ég sem sex ára gutti var búinn að stelast nið- ur á bryggju á Hofsósi og amma búin að senda afa eftir ólátabelgnum, eða þegar, ekki síst á unglingsárum mín- um, ég tróð nú stundum nokkuð erf- iða götu. Húmor hafði amma einnig nóg af og læðist bros um andlit mitt er ég hugsa um stríðnina í okkur við Níels afa. Amma var búin að berjast í mörg ár við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Núna er amma komin til Níelsar afa sem hún missti svo snögg- lega 5. september 1997. Mér finnst við hæfi að kveðja ömmu mína með kvæði eftir Óskar Þórðarson frá Haga: Er grænkar jörð og grösin spretta á ný og golan verður aftur mild og hlý, er gott að mega hvílast hægt og rótt, er húmar ei og til er engin nótt. Á kveðjustund er margt að minnast á, er móðurhjartað er hætt að slá. En fátæk orð ei mikils mega sín, á móti því sem gaf hún, höndin þín. Ég sé þig koma og signa barnsins rúm, með sömu mildi og fyrr, er nálgast húm. Hið stillta fas, svo sterk í hverri raun, þú stóðst á verði, spurðir ei um laun. Og þegar lokið lífsins ferð er hér, og læknuð þreyta vinnudagsins er, hver minning verðu máttug, heit og klökk, um móðurást og kærleik hjartans þökk. Amma þú varst best. Hanna, Helgi, Steinunn Vala, Björgvin og aðrir ættingjar. Verið sterk því nú hafa amma og afi hist á ný og eru eflaust við einhverja gjöfula veiðiá. Níels R. Björnsson og fjölskylda. Hvar á maður að byrja? Það er svo mikið sem við viljum skrifa, en það er erfitt að fá allt niður á blað. Það er einnig erfitt að lýsa þér í réttri merkingu, því að þú varst alveg ótrúleg manneskja, góð, réttlát, kát og glöð, alltaf raulandi og syngjandi, svo varstu hún amma Steina, amma okkar. Þú gast verið reið en það stóð ekki lengi. Þú sagðir okkur einu sinni frá því þegar hann Pétur bróðir þinn var að stríða þér, rétt eins og venju- lega. Þú þóttist fara í fýlu bak við hurð. En þér þótti svo vænt um hann Pétur og gaman að hann væri að stríða þér að þú framkallaðir gervitár og svo fórstu í hláturskast. Okkur finnst þetta lýsa þér vel, alltaf glöð, þótt að þú reyndir að vera reið. Ein af minningunum sem stendur upp úr er þegar þú varst að baka pönnukökur á Háaleitisbrautinni. Við sátum uppi á eldhúsbekk og biðum eftir að fá nýbakaðar pönnukökur. Þú bakaðir og bakaðir og við borðuðum og borðuðum. Núna eigum við okkar eigin pönnukökupönnu og getum bak- að sjálf. En við getum fullyrt það að þær eru ekki eins góðar og þínar. Þegar hann afi dó og þú komst til okkar í Gautaborg, þá sjarmeraðir þú alla. Vinkonur og vinir okkar skildu oft ekki orð af því sem þú sagðir, en vegna hlýju þinnar og sjarma heill- uðust allir af þér. Þín síðustu ár á Hornbrekku hafa verið erfið fyrir okkur öll í fjölskyld- unni. Langt að fara til að fara í kaffi og rabba saman, en við vissum að þú hafðir það gott og starfsfólkið gerði allt fyrir þig. Núna síðustu árin hefur þú átt erf- itt með að tjá þig, en sönginn hefurðu alltaf haft og brúnu augun þín hafa alltaf geislað frá sér hlýju. Við vitum að þú ert ekki hætt að syngja, við heyrum það bara ekki lengur. Ástarkveðja. Steinunn Vala og Björgvin Rúnar. STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.