Morgunblaðið - 28.01.2005, Page 42

Morgunblaðið - 28.01.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Um þessar mundir eru liðin fjörutíu ár síð- an við Lillý kynntumst fyrst en þá höfðum við Ingibjörg systir hennar nýlega opinberað trú- lofun okkar. Er skemmst frá því að segja að hún og hennar fólk tóku mér ákaflega vel, með hlýju og glaðlegu viðmóti. Það er einmitt þessi hlýja og glaðværð ásamt bjartsýni sem ein- kenndi líf Lillýjar. Á stundum þurfti hún líka vissulega á þessum eigin- leikum að halda. Um tvítugt veiktist Lillý af skæðri lömunarveiki og var þá við dauðans dyr en það sem gerði gæfumuninn var frækilegt sjúkra- flug Björns heitins Pálssonar. Hið sama má segja um undanfarin miss- eri þegar Lillý tókst á við erfiðan sjúkdóm, þessi tími einkenndist af bjartsýni og miklum styrk. Lillý var Skagfirðingur í húð og hár, Blöndhlíðingur af bestu gerð. Það var gaman að hlusta á hana segja frá bernskudögunum heima í Sól- heimagerði, þá geislaði hún af gleði. Það var líka mikið um að vera í Sól- heimagerði á þessum árum, þar voru vinnumenn og -konur og meira að segja kennt í kjallaranum. Ekki skemmdi umgjörð náttúrunnar frek- ar en nú, samspil tígulegra fjalla, niðs vatnanna og grundanna fögru. Brott- flutt ræktaði Lillý alla tíð vel sam- bandið við átthagana, var driffjöður í ættarmótum, litlum og stórum, heim- sótti oft fjörðinn sinn kæra, til að hitta vini og vandamenn og njóta úti- verunnar. Lillý giftist Guðmundi Hansen, Gúnda, 1956 og nokkrum árum síðar reistu þau sér hús á Álfhólsvegi 70 í Kópavogi. Það þurfti bjartsýni og áræði til að byggja á þessum árum. Fjölskyldan stækkaði líka ört en syn- ir Lillýjar og Gúnda eru fjórir. Saga fjölskyldunnar á Álfhólsvegi 70 er samofin frumbyggjasögu Kópavogs, saga um þrautseigju, nægjusemi og óbilandi bjartsýni. Eftir að synirnir komust á legg fór Lillý að vinna utan heimilis, fyrst við vélritunarkennslu og síðar sem læknaritari og starfaði við hið síðar- nefnda þar til fyrir rúmu ári. Ég veit að Lillý var vel látin af vinnufélögum sínum og sjálf naut hún vinnunnar enda var Lillý bæði dugleg og sér- lega félagslynd. Lillý var mikil fjölskyldumann- eskja og hafði mikla ánægju af sam- veru við börnin og ekki síst barna- börnin sem æði oft komu til að gista eða amma og afi komu til að passa ungana sína. Minningarnar streyma fram. Við hjónin minnumst göngutúranna góðu, bæði í Heiðmörk og í Elliðaár- hólmanum. Einnig samvista með Lillý og Gúnda norður í Skagafirði, bæði heima í bæ í Sólheimagerði og í skógarlundi systkinanna, sunnan og ofan við bæinn. Þessi skógarlundur var Lillý sérlega kær og var það að vonum því lundurinn þessi er órækt vitni um hvernig breyta má rýru SIGRÚN GÍSLADÓTTIR ✝ Sigrún Gísladótt-ir fæddist í Sól- heimagerði í Blöndu- hlíð í Skagafirði 11. júlí 1935. Hún lést á heimili sínu 15. jan- úar síðastliðinn og var jarðsungin frá Digraneskirkju 21. janúar. landi í unaðsreit og ekki spillir nú útsýnið. Það var líka einstaklega ánægjulegt að fá Lillý og Gúnda í heimsókn út til Kaupmannahafnar í haust þegar við hjónin dvöldum þar um mán- aðarskeið. Þar sem ég var með rúman tíma varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að keyra þau um Kaupmanna- höfn og nágrenni. Lillý virkilega naut sín þessa daga enda var henni alltaf hlýtt til Danmerkur og hafði þar að auki ver- ið í lýðskóla þar úti á sínum ungu ár- um. Við hjónin þökkum þér allar ánægjulegu samverustundirnar og hjálpsemina í gegnum tíðina. Kæri Gúndi og fjölskyldan öll, ég votta ykkur innilega samúð. Minn- ingin um mæta konu lifir. Óli Gunnarsson. Sendu aldrei neinn til að gá hverj- um klukkan glymur, hún glymur þér. Þannig kvað enskt skáld fyrir fjórum öldum. Þegar líkhringingin kveður við hefur eitthvað horfið af lífsmynd þess sem eftir lifir. Sjaldan eiga þessi orð betur við en þegar góður granni fellur frá. Þau hjónin Sigrún og Guð- mundur, sem bjuggu í næsta húsi við okkur í rúmlega fjörutíu og fjögur ár, byrjuðu að byggja um svipað leyti og fluttu inn á sama árinu. Nú er Lillý horfin yfir móðuna miklu. Margs er að minnast í samvistum okkar og verður þó fátt eitt talið. Fyrstu árin mótuðust samskipti okkar af byggingarstússi og frágangi á lóðunum, barnauppeldi og öðru amstri hins rúmhelga dags. Okkur grunaði það snemma að Lillý hefði ung þurft að taka til hendi. Okkur er í fersku minni þegar hún var að nagl- hreinsa og skafa mótatimbrið og tveir synir þeirra hjóna vöppuðu í kring, annar á 4. ári og hinn á 3. ári, gerðu líklega minna gagn en síðar þegar þeir voru báðir orðnir bygg- ingarverkfræðingar. Sá þriðji var í barnavagni og skeytti ekki um það þótt bræður hans hrösuðu eða hrufl- uðu sig í byggingarvinnunni enda langt í að hann færi að sinna lækn- ingum sem doktor í læknisfræði. Þarna létu menn hendur standa fram úr ermum: Húsið byggt með hraði, annarri álmunni síðan skipt þannig að íbúðarhæf væri. Við höfðum verið aðeins fyrri til í framkvæmdum svo að tréverkið í heimatilbúinni eldhús- innréttingu okkar var flutt yfir í þeirra eldhús. Hún hafði verið smíð- uð úr mótatimbri og borðplatan var upphaflega hurð úr kassafjölum. Í svefnherbergi voru barnakojur og barnarúm, sem urðu brátt tvö því að fjórði sonurinn fæddist rúmu ári eftir að þau fluttu inn. Kannski hefur þeim yngsta þótt þröngt um sig, a.m.k. átti hann eftir að láta til sín taka síðar sem húsasmiður. Vinnuaðstaða hefur tæplega verið upp á marga fiska því að mikið þurfti að sauma á hina ungu sveina og húsbóndinn þurfti sem kennari að sinna heimavinnu sinni. Sá yngsti var jafngamall eldri syni okkar en aldrei urðum við vör við að neinn hængur væri á að bæta í hóp- inn báðum sonum okkar til gæslu, ef því var að skipta. Þegar þeir voru orðnir sex drengirnir gat oft verið glatt á hjalla. Sérstaklega er okkur minnisstætt þegar þeir komu á jólum yfir til okkar, gengu ásamt fleirum kringum jólatré og allir sungu, hver sem betur gat. Oft og tíðum gerðum við okkur glaðan dag saman, bæði heima og að heiman. Það gat verið í smáu eins og því að önnur frúin brá sér yfir til hinnar í kaffi eftir að hafa hengt þvott á snúru, allt upp í það að fara á árshátíð með Skagfirðingum. Fyrir síðkjólaböllin voru kjólar ekki keypt- ir úti í búð heldur saumaðir heima. Einu sinni bar svo til að sauma varð einn slíkan sama daginn og árshátíð Skagfirðinga var haldin og þótti ekki tiltökumál. Þegar árin liðu strjálaðist um sam- eiginlegt útstáelsi en þeim mun meira varð um bóklestur. Lillý hafði yndi af bókum, hún las mikið og ekki var hún í rónni fyrr en aðrir gátu not- ið góðra bóka með henni. Oft var líka skipst á bókum og um þær skrafað og skeggrætt. Þegar um hægðist fór Lillý að vinna utan heimilis, fyrst sem skóla- ritari og við kennslu í vélritun. Síðar gerðist hún læknaritari og vann í þeim geira til loka starfsaldurs. Ekki kom það okkur á óvart að hún var kjörin í forystusveit læknaritara. Oft er torvelt að tína til einstök orð og atvik í samskiptum manna en hjartahlýja og hjálpfýsi Lillýjar gleymist ekki og aldrei verður full- þakkað fyrir vináttu hennar í okkar garð í blíðu sem stríðu; þar bar aldrei neinn skugga á. Þótt mikils sé misst er það huggun að eftir lifir minning um góða manneskju og seint verða fullmetin áhrifin sem hún hafði á samferðamenn sína með hógværð sinni og æðruleysi, einnig síðustu vikurnar sem hún lifði. Við vottum Guðmundi, sonum þeirra hjóna, tengdadætrum og barnabörnum, svo og aðstandendum öllum, dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Sigrúnar Gísladóttur. Áslaug og Ólafur Jens. Það var haustið 1954 sem fjörutíu ungar stúlkur hittust í fyrsta sinn í Húsmæðraskóla Reykjavíkur á Sól- vallagötu 12 í Reykjavík. Þar voru bundin vináttubönd sem ekki hafa slitnað í fimmtíu ár. Við vorum átta sem héldum hópinn og höfum hist í saumaklúbbi tvisvar í mánuði allar götur síðan. Sigrún vinkona okkar var ein úr þessum hópi. Sigrún Gísladóttir var frá Sól- heimagerði í Blönduhlíð í Skagafirði. Skagafjörður var sveitin hennar og hún unni sveitinni sinni af heilum hug. Sigrún var glæsileg kona sem hvarvetna var tekið eftir. Hún var kletturinn sem hægt var að reiða sig á. Það var gott að þekkja hana og vera með henni. Hún hafði stórt heimili og við lærð- um allar af að sjá hvað henni fórst umönnun þess vel úr hendi. Við studdum hver aðra þegar á þurfti að halda. Hennar góði maður, synir og fjöl- skyldur þeirra eiga nú um sárt að binda, en geta yljað sér við minning- ar um góða eiginkonu og móður. Drengirnir allir bera vott um að hafa fengið gott uppeldi. Hún var stolt af þeim öllum. Við vottum þeim innilega samúð okkar. Elsku Sigrún, við þökkum sam- fylgdina í gegnum árin. Saumaklúbburinn. Kynni okkar hófust þegar Sigrún kom 15 ára gömul til Akureyrar til að stunda nám við Menntaskólann. Hún bjó hjá Gunnlaugi móðurbróður sín- um og Rósu konu hans, en Rósa var frænka mín. Við urðum perluvinkon- ur og hefur aldrei skugga borið á þá vináttu. Hún giftist ung Guðmundi Hansen kennara og síðar skólastjóra frá Sauðárkróki og byggðu þau sér framtíðarheimili í Kópavogi. Þau eignuðust fjóra syni, sem allir hafa komið sér vel áfram í lífinu. Á fyrstu búskaparárunum var Guðmundur gjarnan í vegavinnu á sumrin og fór hún þá stundum með honum sem ráðskona. Eitt slíkt sum- ar treystu þau mér fyrir Kristjáni syni sínum, sem þá var yngstur. Hún var að mestu heimavinnandi meðan drengirnir voru litlir, en gerð- ist þá skólaritari við Þinghólsskóla. Seinna varð hún læknaritari á Læknastöðinni við Marargötu, en mörg síðastliðin ár vann hún á Borg- arspítalanum. Sigrún var afburða vel gefin, eft- irsótt til vinnu og hörkudugleg til allra verka. Hún var glaðlynd, fé- lagslynd og vinmörg og ræktarleg við vini og vandamenn, hafði einstak- lega gaman af að taka á móti gestum og veitti þeim af mikilli rausn. Hún var glæsileg á velli og var ætíð vel til höfð og fallega klædd svo eftir var tekið. Fyrir nokkrum árum greindist hún með krabbamein. Eftir meðferð átti hún mörg góð ár, en fyrir u.þ.b. ári gerði meinið aftur vart við sig. Síðastliðið ár var sífelld barátta, sem hún vildi sem minnst ræða, en enginn má sköpum renna. Það verður tómlegt að hafa hana ekki lengur á Álfhólsveginum og skjótast í morgunkaffi og spjall. Ég og fjölskylda mín sendum Guð- mundi, sonunum, tengdadætrum og barnabörnum einlægar samúðar- kveðjur. Valgerður Stefánsdóttir. Bráðum er hálf öld síðan snilling- urinn sr. Sigurður Ó. Lárusson gaf saman ung hjón á heimili okkar í skólastjórahúsinu í Stykkishólmi þaðan sem útsýni er víðara og jafnvel fegurra en úr öðrum íbúðarhúsum á Íslandi. Svo vel hefur andríki pró- fastsins í Stykkishólmi ásamt mann- kostum brúðhjónanna dugað að fram á þennan dag hefur taug sú sem þá var bundin hvorki slitnað né trosnað. Unga stúlkan, sem vordag einn upp úr miðri tuttugustu öld gekk að eiga Guðmund Hansen, var Sigrún Gísladóttir frá Sólheimagerði í Blönduhlíð. Frá þeim degi hefur hún verið meðal okkar vildustu vina. Guðmundur og Sigrún áttu heima í Stykkishólmi um skeið en síðan í Kópavogi áratugum saman. Löngum stóð heimili þeirra á Álfhólsvegi 70 sem hátt stendur í brekku og sér það- an vítt yfir. Fjórir synir þeirra eru hinir ágætustu menn, tengdadæt- urnar þeim samboðnar og barna- börnin mannvænleg. Bæði voru hjónin dugmikil og vel vinnandi og því oft mikil umsvif á heimilinu meðan drengirnir voru heima og allir við nám. Heimili Sigrúnar og Guðmundar stóð okkur jafnan opið og kom sér oft vel, einkum þegar við áttum heima úti á landi. Þar réð jafnan ríkjum gestrisni og glatt viðmót. Marga veisluna höfum við setið þar, síðast á afmæli Sigrúnar í sumar sem leið. Gott var að eiga Sigrúnu Gísladótt- ur að vini. Hún var traust dugnaðar- kona, greind, glaðvær og skemmti- leg. Fróð var hún, einkum um samtíðarviðburði og samferðamenn og þá sérstaklega um menn og mál- efni í Skagafirði sem henni var að sjálfsögðu kærastur sveita. Langt er síðan brúðhjónin ungu horfðu yfir Breiðafjörðinn með von- gleði í huga. Vonirnar brugðust þeim ekki. Lífið var þeim gjöfult og gott. Þeim auðnaðist að sjá á annan tug af- komenda. Þeim tókst að sigla um lífs- ins ólgusjó án mikilla áfalla. Þau horfðu saman fram á við til bjartra daga. En svo skipast skyndilega veð- ur í lofti. Sigrún hefur haldið brott þangað sem víðsýnið er enn meira en úr húsinu góða í Hólminum. Eftir sit- ur Guðmundur umkringdur stórum hópi afkomenda og tengdabarna. Þeim sendum við öllum hugheilar samúðarkveðjur, minnumst Sigrún- ar með þakklæti og minnum á forna speki Prédikarans: „… silfurþráður- inn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn og moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs sem gaf hann.“ Björg og Ólafur Haukur. Þeir vita það, sem tala mest um trúna, að trú er von, og sá sem hana gaf, hann gaf oss bifröst lífsins, léttu brúna, sem liggur yfir efans svarta haf, gaf hægindið oss hugann fyrir lúna, í hálkum þankans traustan göngu staf; og því er hver einn bezt til ferða búinn, ef bilar hann ei vonin eða trúin. (Grímur Thomsen.) Kær vinkona er kvödd. Með hléum hefur barátta við ill- vígan sjúkdóm verið háð af æðruleysi og með reisn. Vinskapur okkar, sem aldrei bar skugga á, hófst fyrir hartnær fjörutíu árum, þegar við fluttum í Kópavog. Fljótlega urðu sameiginlegar sum- arútilegur og berjaferðir í Barða- strandarsýslu á haustin fastur liður í tilveru okkar. Í byrjun árs var bolla- lagt hvert halda ætti næsta sumar. Oftast réð veðrið för og í minning- unni er heiðríkja yfir öllum ferðum okkar. Guðmundur og Lillý voru mjög samhent í þessum útilegum og bjuggu að góðri reynslu frá vega- vinnusumrunum í Kaldalóni, þá ung og ástfangin. Aldrei gleymum við fögru sumar- kvöldi við varðeld í fjörunni í Reykja- firði. Lognaldan gjálpaði við fjöru- stein, æðarfugl vaggaði á sjónum, hnísur léku sér í fjöruborðinu, það húmaði að og Guðmundur fór með ljóð eftir föður sinn. Aldrei kveldar, ekkert húm, eilíf sýn til stranda, enginn tími, ekkert rúm, allar klukkur standa. Inn á land og út við sjó allar raddir þegja, þó er eins og þessi ró þurfi margt að segja. Lillý átti stóran þátt í að gera þess- ar ferðir svo eftirminnilegar sem þær eru okkur. Fyrir það og allar góðar stundir og vináttuna skal þakkað nú. Við sendum Guðmundi, sonum og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvin- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Lillýjar. Guðrún og Sveinn. Hún Sigrún vinkona okkar er farin og við stöndum eftir og höfum ekki áttað okkur á þeirri sorgarfregn. Við vissum um veikindi hennar en hún gerði svo lítið úr þeim sjálf og bar sig svo hetjulega að við áttum ekki von á að svo stutt væri eftir. Kynni okkar og Sigrúnar hófust fyrir nær 20 árum er við störfuðum saman fyrir Félag íslenskra læknaritara enda allar læknaritarar. Við komum sitt úr hverri áttinni, vorum á ólíkum aldri en náðum strax vel saman og höfum haldið hópinn síðan. Í fyrstu unnum við saman í kjaranefnd en síðar sát- um við allar fimm í stjórn félagsins. Sigrún sá um fjármál félagsins þau ár sem hún sat í stjórninni og fórst það afskaplega vel úr hendi og saman tókst okkur að koma fjármálunum í þokkalegt horf. Eins og þeir vita sem sinna félagsmálum þá fer drjúgur tími í þau störf. Þetta voru annasöm ár er við sátum í stjórn FÍL. Félagið stóð á tímamótum, skipuleggja þurfti nám fyrir læknaritara og huga að endurmenntun stéttarinnar. Þetta voru skemmtilegir tímar og við ferð- uðumst töluvert um landið en venjan var að aðalfundir félagsins væru haldnir til skiptis í Reykjavík og úti á landi. Á ferðalögum kynnist maður líka nýjum hliðum á samferðafólkinu og upp í hugann kemur myndbrot er hópur læknaritara er á leið af fundi á Akureyri – ekið er um Skagafjörð en þar voru rætur Sigrúnar og hún sagði okkur frá sveitinni sinni sem henni þótti svo vænt um. En samhliða félagsmálunum fannst okkur tilhlýðilegt að kynna betri helminga okkar til sögunnar. Svo skemmtilega vildi til að fjórar okkar eru giftar mönnum sem bera nafnið Guðmundur og því var ákveðið að stofna Guðmundarfélagið. Einn úr hópnum bar ekki Guðmundarnafn og hann því sjálfkjörinn formaður og þannig hefur það verið öll þessi ár. Mörg skemmtileg atvik komu upp í sambandi við nöfn eiginmannanna og skemmtilegast fannst þeim er við vorum á veitingastöðum og þeir þurftu að gefa þjóninum upp nöfn á reikningana. Árleg jólahlaðborð Guðmundarfélagsins hafa verið fast- ur liður í tilverunni í mörg ár, kaffi- húsaferðir að ógleymdum ferðum í Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, ELENÓRU JÓNSDÓTTUR, Nóu, Mjóuhlíð 8, Reykjavík. Systkinin frá Hellu og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.