Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 43 MINNINGAR sumarbústaði eða á heimili fé- lagsmanna, og svo margt fleira. Fyrir þessar samverustundir vilj- um við nú þakka. Við eigum aldrei eftir að horfa í fallegu brúnu augun hennar Sigrúnar eða hlæja með henni aftur. Í okkar huga var Sigrún hetja og þannig munum við minnast hennar. Við sendum Guðmundi, sonum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigrúnar Gísladóttur. Guðfinna Ólafsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Kristín Snorradóttir, Rósa Mýrdal. Mig langar til að minnast vinkonu minnar og vinnufélaga til margra ára, Sigrúnar Gísladóttur. Við Sigrún höfum unnið saman sem læknaritarar í um aldarfjórðung á nokkrum stöðum. Fyrst á Landa- koti, síðan á Læknastöðinni Glæsibæ, þá á Læknastöðinni Mar- argötu og loks á Landspítalanum Fossvogi eða þar til Sigrún varð að hætta sökum veikinda. Sigrún var ætíð kát og hress og margar skemmtilegar minningar sem hún skilur eftir. Og það var aldr- ei vol né væl ef upp komu vandamál. Það var þá tekið á þeim að skagfirsk- um sið. Ég minnist þess þegar við vorum að koma okkur fyrir á Mar- argötunni, þá hafði alveg gleymst að finna okkur stað í húsinu. Meðan á þessu stóð hrúguðust verkefnin upp. Ekki olli þetta henni neinni angist heldur þvert á móti efldist hún til muna og dró okkur hinar með sér í að taka til hendinni þegar búið var að útbúa vinnuaðstöðuna. Þetta reddað- ist með því að setja okkur bak við þil á kaffistofunni sem kom bara ágæt- lega út svona eftir á að hyggja. Við hlógum oft að þessu eftir á en ekki þá. En nú er skarð fyrir skildi. Ég sakna Sigrúnar. Í veikindum sínum hefur hún verið hetja. Aldrei heyrði ég hana kvarta, heldur hélt hún ótrauð áfram. Þegar ég sagði þetta við hana einhvern tíma á miðri meðferðarleið þá sagði hún: „Hva, ekki get ég gengið í sjóinn, ég verð bara að taka á móti þessu og berjast.“ Þetta var einhvern veginn dæmigert svar. Ekki er nema hálft ár síðan við Sigrún kvöddum hana Millu sem starfaði sem læknaritari með okkur á Marargötunni. Nú hefur sami sjúkdómur einnig lagt Sigrúnu að velli. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Á þessari sorgarstund kveð ég Sig- rúnu með þakklæti fyrir kynni okkar og vináttu innan sem utan vinnu og votta fjölskyldu hennar innilega sam- úð mína. Guðrún Björnsdóttir. Mér er sagt að ég hafi orðið skelf- ingu lostinn hvenær sem ég sá Lillý sem smábarn. Mér er líka sagt að við Gunnsteinn bróðir minn höfum neit- að að láta hana passa páfagauk okkar þegar fjölskyldan fór í frí af því að hún kallaði fuglinn skepnu. Ég hef aldrei trúað þessum sögum því að Lillý var mér ævinlega eins og besta frænka, þótt við værum ekkert skyld, þar að auki var hún glæsileg kona og glaðsinna að Skagfirðinga sið. Skemmtileg í tilsvörum og dill- andi hláturinn auðþekktur. Raunar hefur ekkert fólk mér óvandabundið verið mér nákomnara en þau hjón Guðmundur og Lillý. Foreldrar mínir og þau byggðu hús hlið við hlið á Álfhólsveginum um 1960 og á þeim tíma hnýttust bönd milli heimilanna sem aldrei hafa slitnað síðan. Þau hafa verið þátttak- endur í meðbyr okkar sem mótlæti; samglaðst okkur á góðum stundum og veitt ómetanlegan styrk þegar eitthvað hefur bjátað á. Sú hlýja og vinskapur smitaði yfir á okkur bræð- ur og hafa Guðmundur og Lillý verið sjálfsagðir og kærkomnir gestir þeg- ar fjölskyldan hefur safnast saman til fagnaðar. Nú söknum við vinar í stað. Dill- andi hláturinn þagnaður. Við syrgjum kæra vinkonu, minn- umst með þakklæti alls þess liðna og lútum höfði í þögn. Við fjölskyldan sendum héðan frá Belgíu okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Guð- mundar, sona þeirra og fjölskyldna. Pétur Már Ólafsson. Elsku Lillý. Þá er komið að kveðjustund. Þú barðist hetjulega við illvígan sjúk- dóm. Sláttumaðurinn með ljáinn hafði því miður sigur í þeirri baráttu. Ég man eftir þér síðan ég var smá- hnokki. Þú varst þá látin passa litla bróður og gekk þá stundum á ýmsu. Hefur mér verið tjáð að ég hafi verið æði handóður og hafir þú haft ærinn starfa að líta eftir mér. Þrátt fyrir þessi bernskubrek urðum við góðir vinir og entist sú vinátta alla tíð. Á unglingsárunum var ég hjá þér og Gúnda á Álfhólsveginum þegar ég var í Gagnfræðaskóla Kópavogs. Mikið var að gera hjá þér með fjóra litla drengi sem fæddust með stuttu millibili og í húsi sem var enn í smíð- um. En með dugnaði og mikilli vinnu ásamt barnauppeldi sköpuðuð þið ykkur fallegt og hlýlegt heimili á Álf- hólsveginum. Þú varst oftast kát og hress á hverju sem gekk og sagðir óhikað meiningu þína ef því var að skipta. Þú varst mjög frændrækin og hafðir t.d. mjög gaman af þegar haldin voru ættarmót í Skagafirði. Alltaf var gott að koma til ykkar og áttum við hjónin og börn okkar margar gleði- og ánægjustundir með ykkur sem við viljum nú þakka fyrir af heilum hug. Gúnda sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Einnig send- um við Gísla, Friðriki, Kristjáni og Árna og fjölskyldum þeirra hug- heilar samúðarkveðjur. Munið að lát- inn lifir. Það er huggun harmi gegn. Nú að leiðarlokum er margt að þakka og margs að minnast. Blessuð sé minning þín og megir þú hvíla í friði. Við óskum Lillý góðrar ferðar á nýjan áfangastað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Konráð Gíslason og fjölskylda. Ég gleðst af því ég Guðs son á, hann gefa vill mér himin sinn og þangað leiða þrautum frá í þreyða friðinn anda minn. (Þorvaldur Böðvarsson.) Það er komið að kveðjustund við heiðurskonuna Sigrúnu Gísladóttir. Allt hefur sinn tíma en samt finnst okkur hann oft afstæður. Kynnin við hana og mann hennar, Guðmund Hansen, hófust fyrir nær 25 árum þegar börn okkar, þau Friðrik og Ingibjörg, bundust tryggðaböndum. Þegar barnabörnin fæddust urðu samskiptin við þau sómahjón meiri og nánari því þau höfðu gefandi og þægilega nærveru. Aldrei bar skugga á allar þær samverustundir sem við áttum saman gegnum árin á heimilum okkar allra og sérstaklega við hátíðleg tækifæri hjá börnum okkar og fjölskyldu, að ógleymdum kvöldverði á gamlárskvöld í áraraðir. Það er margs að minnast og ljúft að eiga góðar minningar frá liðnum ár- um. Það voru slæm tíðindi að fá að heyra, að Sigrún væri haldin þeim erfiða sjúkdómi sem oftast lætur ekki undan síga. Hún hafði svo lengi haft betur í glímunni við hann og ávallt var vonin sterk um að hún á sinn rólega og yfirvegaða hátt næði með hjálp góðra lækna sinna að kom- ast yfir síðasta áfallið, en því miður varð svo ekki. Við þökkum henni samfylgdina Þú leiðir oss, Drottinn að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir skjól. (Óskar Ingimarsson.) Blessuð sé minning Sigrúnar. Innilegar samúðarkveðjur til eig- inmanns, sona, tengdadætra og barnabarna. Halldóra og Karló. Þú komst eins og ljóð, inn í vitund vorsins, með von í hjarta. Þú þráðir lífið í landi draumsins, og ljósið bjarta. Kristalsdögg í guðdómsbirtu táraflóðið titrar, og tónabylgjur fagna þínum fundi. Nú ertu sæll minn kæri vinur, sólargeislar kyssa þína mund. Góður Guð blessi þig um eilífð. Hrefna og Kjartan. ÞÓRÐUR JÓNSSON ✝ Þórður Jónsson fæddist íGerði á Barðaströnd 28. ágúst 1916. Hann lést á Landa- koti 5. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 12. janúar.Svartasta skamm- degið er liðið. Veiði- menn eru að yfirfara áhöldin sín. Tína óhreinindi úr netum og gildrum, hreinsa byssur og riffla eða brýna hnífa, eftir því sem tóm gefst til. Við veiðimenn þekkjum hugrenningar hver annars og eigum auðvitað ótal- margt sameiginlegt þótt skilyrðin séu ólík. Við ræðum léttilega mistök okkar og sigra í vist okkar innan ís- lenskrar náttúru og erum alltaf með hugann við veiðar, ég veit ekki af hverju. FRIÐRIK BALDVIN JÓNSSON ✝ Friðrik BaldvinJónsson fæddist á Eskifirði 29. júní 1916. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði á Hornafirði 31. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- kirkju í Hornafirði 8. janúar. Við erum oft sam- mála um margt sem lýtur að veiðum og náum sáttum um margt það sem orkar tvímæl- is. Á að gera hlutina svona eða hinsegin? Er ekki best að banna þetta eða hitt... Allir er- um við stakir einstak- lingshyggjumenn. Við lærum meira og meira, hver af öðrum, eftir því sem árin fær- ast yfir. Það kann að vera að þú, veiðimaður- inn, verðir allt í einu fullkominn – ósigrandi – drottnari umhverfisins. En þá ertu líka óðara ógæfumaður um leið. En ef þú ert heppinn þá hittir þú, kannski af tilviljun, gráhærðan glett- inn eldri veiðimann sem veit eitt- hvað, eitthvað sem þig í besta falli grunaði. Ef þú ert lánsamur eins og ég var, þá hefur þú kannski hitt mann eins og Friðrik í Hraunkoti. Sú staðfasta sálarró og yfirvegaða ein- beitta þolinmæði, virðing og þekking á umhverfinu gerði Friðrik að alger- lega sérstökum manni og sérstökum veiðimanni. Ég vil ekki fara með einhverskon- ar rökstuðning eða söguskýringu á því af hverju Friðrik var veiðimaður og af hverju hann veiddi sjálfum sér og öðrum til matar í á áttunda ára- tug. Það var einfaldlega vegna þess að hann var harðduglegur og úr- ræðagóður veiðimaður sem gekk vel um veiðislóðir sem hann gjörþekkti, af því að hann þurfti að nota þær aft- ur. Veiðisögur af Friðriki Jónssyni í Hraunkoti verða að bíða. Austur í Lóni eru nú svellalög þykist ég vita, stök strá og starir standa upp úr ísum og hjarni. Lækir eru undir svellum en vindar yfir. Rjúpur eru enn á beit við kjörr í löngum fjöllum. Hreindýr í vetrar- högum þokast yfir jökulsáraura og tún. Grár himinn með éljum þegar bjart er en tunglskin og stjörnubjart á nóttu. Friðrik í Hraunkoti er enn einu sinni lagður af stað í ferð. Guð blessi minningu þína og gæti þín á himnum eins og hann gerði á okkar eilífu veiðilendum á jörðu. Með þess- um fátæklegu setningum kveð ég hinn mikla höfðingja og veiðimann í Hraunkoti. Góða ferð. Dagur Jónsson. Elsku Dóra, ég gat eiginlega ekki kvatt þig nógu vel þegar þú varst jarðsett því það má segja að ég hafi verið í Hávarðarkoti mestallan tím- ann sem athöfnin fór fram. Eða kannski var ég bara að kveðja þig þar. Það er erfitt að setja fátækleg orð á blað þegar mann langar helst að skrifa ævisögu um allar minning- arnar um þig og Sigurbjart, því þær eru allar svo fallegar og góðar. Góð- semi þín og umhyggja fyrir fólkinu okkar í Skinnum verður seint þökk- uð. Ekki síst eftir að fólkið okkar fór að missa heilsu og getu og fór að finna fyrir öryggisleysi. Ekki það að allir í Þykkvabænum voru þeim mjög góðir, en þið mæðgur í Hávarðarkoti fylgdust svo vel með þeim. Á þeim tíma var engin neyðarlína, það var ekkert sem hét 112 sem hægt var að hringja í. En það var til býli þar sem bjó gott og hjálpsamt fólk, það hét Hávarðarkot. Það var þeirra neyð- arlína. Elsku Dóra, það verður seint hægt að segja að ég hafi verið stillt og góð stúlka, það á víst betur við að segja, hún Sonja var svo flökkótt og óþæg að það var með eindæmum. En þó krakkar séu óþekkir og flökkóttir er ekki þar með sagt að þeir taki ekki eftir hlutum og finni hvað að þeim snýr og hvað frá þeim snýr, jafnvel betur en þægir og prúðir krakkar. Þegar ég var krakki þá var ég ekki svo mikið að hugsa um það af hverju allir karlar sem komu í Þykkvabæinn voru í mat í Hávarðarkoti. Þeir komu til að vinna með stórar vinnuvélar og tæki, ýtur, gröfur og gaddatraktora, eða bara hvað sem var. Það var verið að grafa skurði, koma vatni í Þykkvabæinn eða bara gera við og laga. Ég hélt bara að þetta ætti að vera svona, það var alltaf sagt: „Þeir verða í fæði í Hávarðarkoti.“ Ég heyrði aldrei sagt að Dóra í Há- varðarkoti ætlaði að hugsa um mat fyrir þá. Kannski hélt maður að þetta ætti að vera svona af því að Sigur- bjartur var oddviti. Svo mikið er víst að það þætti ekki næg ástæða í dag, ó, nei. Ekki voru það launin sem freistuðu þín, ég er ansi hrædd um að þau hafi verið ansi lítil, jafnvel lítil sem engin. Ég held að þú hafir talið þetta vera einhvers konar skyldu. Ég má til með að slá aðeins á létta strengi. Ég, þú og Hjördís vorum að fara niður að Miðkoti. Þú gekkst með Guðjón Ólaf og varst komin langt á leið. Ég man eins og þetta hefði skeð í gær. Þú varst í dökkrauðri mussu, eins og þá var títt, með einhvers kon- ar munstri. Þú fékkst þér kaffibolla og eina sígó. Þú hallaðir þér upp að eldhúsbekknum og við stóðum fyrir framan þig. Þú fékkst þér sopa. Þú varst með hann í munninum og ég hugsaði ætlar hún Dóra aldrei að kyngja þessu kaffi. Allt í einu hnerr- aðir þú hressilega og við Hjördís í bað. HALLDÓRA G. MAGNÚSDÓTTIR ✝ Halldóra G.Magnúsdóttir fæddist í Hvammi í Vestmannaeyjum 18. nóvember 1917. Hún lést á Lundi, hjúkr- unar- og dvalarheim- ilinu Hellu, þriðju- daginn 28. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þykkvabæjar- kirkju 8. janúar. Ég hef oft hugsað hvað fólkið á þessum tíma var þolinmótt við börnin sín, eða það hlýtur bara eiginlega að vera. Við Hjördís áttum pela, sem voru appelsínflöskur með túttum. Eitt sinn fyllti ég minn af mjólk, setti túttuna á og fór með hann innan klæða heim að Hávarðarkoti. Þegar þangað kom sýndi ég Hjördísi hvað ég hafði meðferðis. Hún var snögg að sækja sinn pela, fór með hann fram til þín og kom svo hlaupandi inn í gömlu borð- stofu, þar lögðumst við upp í dívan- inn hans Tyrfings heitins. Og Hjör- dís kallaði til þín: „Mamma, þú veist, kaffi, sykur og mjólk.“ Þú komst eft- ir augnablik með ljósbrúnt glundur á pelanum hennar Hjördísar. Málin voru alltaf einhvern veginn leyst. Einu sinni báðum við þig að gefa okkur appelsín eða sínalkó. Þú sagðir að við hefðum ekkert með það að gera núna. Það kom ekki svo mik- ið að sök, þá fórum við bara til Deddu og báðum hana. Hún sagði: „Við skulum nú sjá til, greyin mín.“ Hún fór inn í búr, kom með tvær flöskur með rauðleitum vökva og rétti okkur. Þetta var appelsínið henna Deddu, ekki veit ég hvað þetta var, en rauð- leitur vökvi var það. Þegar þú fluttir suður, Dóra mín, tóku dætur þínar, Hjördís og Gíslína, við að líta eftir fólkinu okkar í Skinn- um. Voru reyndar byrjaðar með þér áður. Eins eftir að Bagga var ein eft- ir og var á Dvalarheimilinu Lundi, þá voruð þið alltaf jafntryggar, heim- sóttuð hana og styttuð henni stundir. Elsku Dóra mín, við þökkum þér og þínu fólki í Hávarðakoti og Sig- túni fyrir vináttu, tryggð og góðsemi gegnum árin. Elsku Hjördís, Ína og Guðjón Ólafur og fjölskyldur ykkar, sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að geyma ykkur. Við kveðjum þig, elsku Dóra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Sonja, Bára og Jón frá Skinnum. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.