Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 49 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14 ýmsar uppákomur eru á föstudögum, bað- stofan er opin alla morgna frá kl. 9. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, smíði/ útskurður kl. 13–16.30, bingó kl. 13.30. Borgfirðingafélagið í Reykjavík | Fé- lagsvist á morgun laugard. 29. jan. kl. 14 að Síðumúla 37, 3 h. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 30. jan- úar kl. 14, fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14 opin handavinnustofa, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í kvöld, í Gjábakka kl. 20.30. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slök- unarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Fótaaðgerðastofa Hrafnhildar tíma- pantanir í s. 899 4223. Garðaberg op- ið frá kl. 12.30 til 16.30. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Fundir fyrir spilafíkla eru alla föstu- daga í Laugarneskirkju, safnaðarheim- ilinu kl. 20. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, útskurður, hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíllinn, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb, frjáls prjóna- stund og kaffi frá kl. 9, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Leikhúsferð 17. feb., „Híbýli vindanna“, innritun stendur yf- ir. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–12 postulínsmálning, frjáls að- gangur. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Listasmiðja og Betri stofa kl. 9–16. Handverk, myndlist o.fl. Gönu- hlaup kl. 9.30. Brids kl. 13.30. Miðasala á þorrablótið 4. febrúar. Skráning í morgunverðarveislu Göngu-Hrólfa laugardag kl. 10. Hárgreiðslustofa 568–3139 Fótaaðgerðarstofa 897– 9801. Uppl. í s. 568–3132. Krabbameinsfélagið | Styrkur samtök krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra halda þorrablót laug- ardaginn 29. janúar kl. 19 í Skógarhlíð 8, 4. h. Jóhannes Kristjánsson skemmtir, happdrætti og fleira. Hljóm- sveitin Capri leikur fyrir dansi. Veislu- stjóri Margrét Sigurðardóttir. Miðasala í s. 896 5808. Allir velkomnir. Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin hárgreiðl- ustofa, kl. 9–12, myndlist, kl. 10 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sig- urbjargar, kl. 14.30–16 dansað við laga- val Sigvalda, eplakaka með rjóma í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Allir vel- komnir. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. „Uppáhaldskvæðið mitt“ laugardag kl. 17. Lesið úr verkum sr. Hallgríms Pét- urssonar í suðursal kirkjunnar. Guð- mundur Andri Thorsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, o.fl. lesa og fjalla stuttlega um kvæði að eigin vali eftir Hallgrím Pétursson. Kaffiveitingar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- koman kl. 19.30. Bænastund kl. 19 – fyrir samkomu. Þorkell Héðinn Har- aldsson talar, Þóra Gísladóttir leiðir lofgjörð. Allir velkomnir. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru kirkjuskólans laugardaginn 29. janúar í Víkurskóla frá kl. 11.15–12. Nýj- ar bækur og myndir. Rebbi refur og fleiri heimsækja brúðuleikhúsið. Bibl- íusögur, söngur og litastund. Bjóðið vinum með. Hittumst öll hress og kát. Sóknarprestur og starfsfólk kirkju- skólans. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Við elskum að koma hingað tilÍslands. Íslendingar erugjarnan svo hissa á því að við viljum koma hingað, en málið er að við eigum fjölmarga vini út um allan heim, listamenn og alls konar fólk sem þykir landið ótrúlega spennandi og vilja koma hingað, svo við erum í raun öfundaðir fyrir þessi forrétt- indi,“ segir Robin Nolan, sem með sanni má kalla Íslandsvin, en hann hefur komið hingað til lands um margra ára skeið, bæði til að kenna franskan sígaunadjass og leika á Django-hátíð á Akureyri. Með Rob- in í för er bróðir hans Kevin Nolan, sem sér um hryngítar og kontra- bassaleikarinn Simon Planting. Þá er með þeim í för Kanadamaðurinn Daniel Lapp, sem leikur á fiðlu og trompet, sannur töframaður á bæði hljóðfæri. „Það er að myndast skemmtilegt sígaunadjasssamfélag hér á landi og það hefur verið virki- lega gaman að fylgjast með því þróast síðustu átta árin.“ Sveitin verður á mikilli ferð næstu daga og er dagskrá þeirra þétt- skipuð. „Það er ótrúlega gaman að fara út á land, dálítið afskekkt og spila fyrir fólkið þar,“ segir Robin. „Það myndast eitthvað svo innileg stemmning, fólk mætir með allt aðr- ar forsendur á tónleikana og hlustar allt öðruvísi, sérstaklega þegar það hefur t.d. ekki heyrt tónlist eins og sígaunadjass áður. Ferðalög skipta okkur ótrúlega miklu máli, að fá að ferðast og hitta nýtt fólk og leika tónlist fyrir það. Það er líka frábært með Ísland að við eigum svo marga vini hér sem bjóða okkur að gista, svo það eru aldrei nein dauð- hreinsuð hótel, heldur bara góð ís- lensk gestrisni og heimilismatur.“ Hlýleg og innileg tónlist Kevin segir sígaunadjassinn afar heillandi og innilegt tónlistarform. „Ég held að það sem ég hreifst mest af við hann sé það að maður getur einhvern veginn bara sveiflað sér í hann fyrirhafnarlaust,“ segir Kevin. „Þetta er svona eins og að vera inn- an um fjölskyldu og vini, ótrúlega hlýleg tónlist að flytja. Maður djammar bara saman og getur setið og djammað tímunum saman, sér- staklega af því það eru engar trommur, svo hávaðinn er algerlega stýranlegur. Það þarf ekki að magna nein hljóðfæri upp nema maður vilji. Það myndast líka svo skemmtileg orka þegar maður leik- ur þessa tónlist.“ Þessu samsinnir Robin og bætir við að sígaunadjass- inn njóti líka sífellt aukinna vin- sælda hjá stærri og breiðari hópi fólks. „Það er alveg frábært að ferðast á milli landa og fylgjast með því hvernig þessi bylgja fer vax- andi,“ segir Robin. „Meðal margra áhrifaþátta sem hafa gert þessa tón- list vinsæla er myndin Sweet and Lowdown eftir Woody Allen, þar sem Sean Penn leikur annan besta gítarleikara heims á eftir Django Reinhardt. Þessi mynd er í senn óborganleg og stórgóð heimild um þessa tónlist.“ Á þriðjudag munu Robin og fé- lagar hans halda námskeið, svo- nefndan „Master Class,“ á Café Rósenberg, en þeir leika þar nú á laugardag, þriðjudagskvöld og mið- vikudagskvöld. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynnast betur sígau- nadjassinum og læra nýja tækni og aðferðafræði í flutningi og útfærslur á laglínum og hljómum. „Við reyn- um að kenna þetta blaðalaust og meira með því að láta fólk hlusta og taka þátt,“ segir Robin. „Þá erum við vissir um að fólk tekur meira með sér heim en einhverja pappíra. Það að prófa hluti skilur miklu meira eftir.“ Meðal nemenda Robins og félaga hans má nefna tríóið Hrafnaspark, en þeir munu leika með tríói Robins á tónleikum í næstu viku. „Það var virkilega gaman að fylgjast með þeim læra hjá okkur, þeir eru miklir hæfileikamenn“ segir Robin og bæt- ir við að hann vonist til að sjá þá á námskeiðinu, því lengi geti menn bætt við sig þekkingu þó þeir séu klárir. Tónlist | Tríó Robins Nolan fer um landið með sígaunadjass Innileg og hlý tónlist Djasstríó Robins Nol- an er mætt hingað til lands og mun það leika þétta tónleika- dagskrá á komandi dögum víða um land auk þess sem þeir kenna sérstakt „Mast- er class“-námskeið. Svavar Knútur Krist- insson ræddi við þá fé- laga á Café Rósen- berg, bækistöðvum tríósins í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Robin Nolan er sannkallaður Íslandsvinur, en hann hefur heimsótt landið árlega undanfarinn áratug. ROKKHLJÓMSVEITIN Douglas Wilson verður með tónleika á Grand Rokk í kvöld kl. 23 ásamt Jan Mayen og Ceres 4. Douglas Wil- son er nú undir smásjánni hjá hol- lensku útgáfufyrirtæki en að sögn hljómsveitarmeðlima fulltrúi frá Hollandi var sendur til landsins til að ræða við meðlimi hljómsveit- arinnar og sjá tónleikana. Douglas Wilson fór síðastliðið sumar tónleikaferð um Ísland með félögum sínum í færeysku rokk- sveitinni Týr. Hollenska útgáfufyr- irtækið hefur, að sögn meðlima, viðrað það við meðlimi hljómsveit- arinnar að hún fari í tónleikaferð um Evrópu og þá með þekktu bresku bandi sem er á vegum útgáf- unnar hollensku. Douglas Wilson rokkar á Grand Rokk í kvöld Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.