Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU eru mörg verkin sem listakon- an Gerður Helgadóttir skildi eftir sig og bera list hennar frábært vitni. Ég held að óhætt sé að fullyrða að varla nokkur ann- ar íslenskur lista- maður hafi áork- að eins miklu á sinni starfsævi og hún gerði, þó ævi hennar hafi verið allt of stutt. Það er alltaf afar ánægjulegt þegar gert er sjónvarpsefni um íslenska myndlistarmenn en myndlistin er auðvitað upplögð til slíks. Það segir sig sjálft að sjónvarpið hlýtur að vera sá fjölmiðill sem getur gert hvað mest til þess að opna myndlist- inni dyr út í samfélagið og þyrfti tæpast mikið til, enda er áhugi al- mennings á myndlist mikill á Íslandi. Hvernig standa skal að gerð efnis um myndlist eða myndlistarmenn er síðan annað mál og sýnist þar sitt hverjum. Þó hlýtur að skipta miklu máli að gæða viðfangsefnið lífi, nýta sér möguleika miðilsins. Þetta getur verið miklum vandkvæðum bundið þegar myndefni er af skornum skammti, ekki síst þegar um er að ræða, eins og í þessu tilfelli, heimild- armynd um listakonu sem fallin er frá fyrir þremur áratugum. Andrés Indriðason hefur unnið myndina um Gerði af mikilli vand- virkni og í henni er gefin ítarleg og raunsönn mynd af verkum hennar og þróun þeirra. Einnig er leitast við að veita áhorfandanum innsýn í listaumhverfi staðar og stundar á ferli Gerðar og tekst það mjög vel, allt frá námi hennar hér heima til síðustu stundar. Sagt er ítarlega frá allmörgum verkefnum hennar og ekki laust við að maður taki andköf þegar umfangi þeirra og vinnuferli er lýst, td. þegar sagt er frá 142 fer- metrum á Tollhúsinu og þremur tonnum af mósaíkflísum – hver um sig u.þ.b. einn fersentimetri að stærð. Verk Gerðar voru nær undantekn- ingarlaust þrekvirki, andlega og lík- amlega, og augljóst að hún gaf aldrei eftir. Heimildarmyndin beinir sjón- um sínum fyrst og fremst að list Gerðar, en einkalíf hennar er í bak- grunni. Myndin er nokkuð löng og ekki laust við að hún beri keim af nokkurri upptalningu þegar líða tek- ur á og kirkjugluggunum fjölgar. Ef til vill hefði verið í lagi að leyfa sér örlítið léttari nálgun við viðfangs- efnið og viðmælendur hefðu að ósekju mátt tala blaðalaust en hinir flugmælsku og skemmtilegu list- fræðingar Guðbjörg Kristjánsdóttir og Halldór Björn Runólfsson voru hér nær óþekkjanleg er þau lásu upp texta sína. Elín Pálmadóttir náði einna helst að gæða Gerði lífi, enda sagði hún frá lífi hennar sem náin vinkona. Í myndinni er minnst einni setningu á andlegan lærimeistara Gerðar Helgadóttur, George Ivanovitch Gurdjeff, en Gerður að- hylltist kenningar hans og lagði stund á fræði hans. Gurdjeff hélt því fram að óeðlilegar kringumstæður nútímalífs væru þess valdandi að líf okkar væri ekki lengur í jafnvægi. Hann sagði að til þess að öðlast jafn- vægi ættum við að þróa með okkur nýja hæfileika – eða virkja dulda hæfileika – með því að „vinna“ með okkur sjálf. Hann setti kenningar sínar fram á þrennan hátt, í skrifum sínum, í tónlist og hreyfingum sem tengjast hugsun okkar, tilfinningum og líkama. Gerður lagði stund á þessar hreyfingar a.m.k. um tíma. Forvitnilegt hefði verið að fá að vita meira um þessa andlegu hlið lista- konunnar en hún var augljóslega mjög andlega sinnuð. Myndin er eig- inlega of vandvirknislega unnin og frjálslegri efnistök hefðu ef til vill náð að grípa áhorfandann fastari tökum, í samræmi við list Gerðar. Ég get of auðveldlega séð þessa mynd fyrir mér rúllandi sem fræðsluefni unnið fyrir Gerðarsafn, hún er bæði fræðandi og upplýsandi eins og vera ber en skortir dálítið á lífskraftinn sem áhorfandinn nær þó að geta sér til um að hafi einkennt Gerði og líf hennar. En ekki má gleyma því að myndin gefur fróðlega og glögga mynd af ævistarfi Gerðar og er þar að öllum líkindum tak- markinu að mestu leyti náð. Kennsluefni eða sjónvarpsmynd? Morgunblaðið/Sverrir Komposition (1951–52) eftir Gerði Helgadóttur, málað járn. KVIKMYNDIR Sjónvarpið Heimildarmynd um Gerði Helgadóttur myndhöggvara eftir Andrés Indriðason. RÚV 2005. Líf fyrir listina eina Ragna Sigurðardóttir Gerður Helgadóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Hrein og klár snilld“ HÖB RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fim. 03.2 kl 20 aukasýn. Örfá sæti Fös. 04.2 kl 20 UPPSELT Lau. 05.2 kl 20 UPPSELT Sun.. 06.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 11.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 12.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 18.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 19.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Tilboð til Visa-vildarkorthafa: Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb • Föstudag 28/1 kl 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS • Föstudag 4/2 kl 20 LAUS SÆTI • Laugardag 5/2 kl 20 LAUS SÆTI geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 HREINLEGA BRILLJANT! EB DV Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – NOKKUR SÆTI LAUS 3. sýning 18.feb. kl 20.00 – NOKKUR SÆTI LAUS 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20, - UPPSELT Su 6/2 kl 20, Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20, - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, Su 20/2 kl 14 - AUKASÝNING, Su 27/2 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 29/1 kl 20, Su 6/2, Fö 11/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 2. FEBRÚAR Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upphaf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800 Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 30/1 kl 20, - UPPSELT Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA gildir ekki á barnasýningar! BOUGEZ PAS BOUGER Frönsk - japönsk nýsirkussýning Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT Su 30/1 kl 14 - AUKASÝNING AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæfing fi 3/2 kl 20 - kr 1.000 Frumsýning fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning su 6/2 kl 20, Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20 - Lokasýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 LEIKHÚSMÁL: FASTRÁÐNINGAR LISTAMANNA Í samstarfi við Leiklistarsamband Íslands Frummælendur: Arnar Jónsson, Karen María Jónsdóttir, Viðar Eggertsson Lau 29/1 kl 16:00 - Öllum opið Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveitin Í Gegnum Tíðina í kvöld LAUGARD. 29. JAN. KL. 20 SÍÐASTA SÝNING MIÐAPANTANIR Í SÍMA 562 9700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.