Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 51 MENNING ÞAÐ kemst enginn safnstjóri á Ís- landi með tærnar þar sem Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, hefur hælana þegar kemur að því að blása upp sýn- ingar í fjölmiðlum svo manni finnst hver heimsviðburðurinn reka annan fyrir norðan. Hannes hefur líka til þessa dags haft vit á hvaða sýningar hafi nógu sterkan grunn til að bera þær væntingar sem skapast við upp- blásturinn og hvenær sé best að hægja á og láta sýningarnar bara tala sínu máli. Ég verð þó að játa að áður en ég heimsótti sýninguna Stríðs- menn hjartans, sem nú stendur yfir í safninu, óttaðist ég að Hannes hefði nú gengið yfir strikið og blásið í inn- antóma bólu. Búið til eitthvað „hype“ í kring um sniðuga hugdettu að sýna 100.000.000 krónur í listasafni. Og það sem meira er þá virtist mér blessaður listamaðurinn, sá sem á hugmyndina og ljósmyndirnar, gleymast í allri kynningu og ég sá ekki betur en að Hannes Sigurðsson væri að sýna 100.000.000 krónurnar. Margt bendir reyndar til þess að Hannes eigi talsvert í útfærslu þess- arar hugmyndar íranska listamanns- ins Ashkan Sahihi. Í texta Hannesar í sýningarskránni segir t.d.: „Hann (listamaðurinn) sagði mér frá þeirri hugmynd sinni að sýna milljón doll- ara (...). Að öðru leyti var hugmynd Sahihis ómótuð.“ Uppáhalds- setningin mín er þó; „Sýningin er unnin í nánu samráði við listamann- inn...“. Ashkan Sahihi er Írani, búsettur í Bandaríkjunum. Hann hefur fengist við ljósmyndun af ýmsu tagi og af texta Jóns Proppé í sýningarskránni að dæma er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir þess háttar „kons- eptverk“. Vangaveltur um gildi og meiningu peninganna er í sjálfu sér efni í heilmikil skrif og vísa ég þá í áð- urnefnda grein Jóns Proppé og í Les- bók Morgunblaðsins 15. janúar síð- astliðinn. Einbeiti mér frekar að sýningunni sjálfri. Efasemdir mínar um innantóman uppblástur voru jarðaðar á fyrstu sekúndunni er ég gekk inn í fyrsta sýningarsalinn þar sem þungamiðju sýningarinnar er að finna, 100.000.000 krónur sem dreif- ast á stöplum undir gleri hér og þar í safninu og 11 ljósmyndir í yfirstærð- um af hversdagslegu fólki undir áhrifum ýmissa vímuefna. Þetta eru ósköp venjulegar portrettmyndir þar sem manni er einfaldlega kynnt að módelið sé á LSD, heróíni, kókaíni o.s.frv. og þá þykist maður kannski sjá það í augunum á því. En annars efast ég um að maður færi að spá í slíkt. Þessar myndir hafa með skynj- un og upplifun einstaklingsins að gera og snerta mann þá dýpra en inn- antómir peningar undir gleri. Þar þykir mér vanhugsað hjá listamann- inum að raða sumum seðlabúntum í formalísk mynstur. Tatlin turn, Judd einingar o.s.frv. sem minnir mann á módernismann. Seðlarnir taka þá hlutverk skúlptúr-efnis sem skiptir hugmyndina engu máli. Einfaldir staflar, stórir og smáir, virka mun sterkar fyrir heildarmyndina og standa sem skúlptúr hvort sem er. Samspil á sér svo stað á milli mynd- anna og peninganna sem gefur sýn- ingunni vissa óræðu en undirstrikar jafnframt samtal á milli þess ytra og innra sem í raun á sér stað í ljós- myndunum einum og sér. Það verður einfaldlega áþreifanlegra þegar pen- ingarnir koma inn í spilið. Hannes og Sahihi hafa þó ekki látið þar við sitja og bæta við tíbeskum munkasöng, alheims Om, sem glym- ur í hátalarakerfi safnsins og er að mínu mati óþarfa viðhengi sem bend- ir á þessa þverstæðu sem er þegar til staðar í ljósmyndunum og pening- unum. Ef eitthvað er tekur munka- söngurinn þá ánægju frá áhorfanda að geta fundið hana (eða þær) upp á eigin spýtur og kæfir hann. Sjúkra- rúmin í vestursalnum er annað við- hengi og segir manni að þótt maður eigi 100.000.000 kr. deyr maður eins og aðrir eða það tekur hinn venjulega mann alla ævi að þéna 100.000.000 kr. eða ef maður neytir eiturlyfja fer maður á spítala o.s.fv. Og ef það er ekki nóg þá rúllar myndband í einu herbergi safnsins þar sem kitsch- málarinn Bob Ross heitinn, sýnir áhugamönnum hvernig á að mála landslagsmynd og fyrir framan skjá- inn stendur auður hjólastóll. Á þeim tímapunkti yfirferðar minnar var ég alveg kominn að því að skella upp úr. En sem betur fer voru viðhengin ekki fleiri og þungamiðja sýningarinnar hélt þar af leiðandi velli. Sýningin Stríðsmenn hjartans er langt frá því að vera gallalaus og er á mörkunum að drukkna í fram- kvæmdagleði. Engu að síður er hún áhrifarík, tilfinningalega sem/og hug- myndalega, og gefur tilefni til um- ræðna. Þykir mér Hannes sýna mik- inn hetjuskap og dug að hafa tekið bláeygður við hugmynd Sahihis, reddað 100.000.000 króna og búið til úr þeim sýningu, í samráði við lista- manninn. Um vímu og viðhengi Morgunblaðið/Kristján Krónur á stöpli og kona í vímu. Frá sýningunni Stríðsmenn hjartans í Listasafninu á Akureyri. MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið alla daga nema mánudaga frá 12– 18. Sýningu lýkur 6. mars. Blönduð tækni – Ashkan Sahihi Jón B.K. Ransu Þeir eru ófáir tónlistarmennirnir sem sest hafa að á Ís-landi, af einni sök eða annarri, á umliðnum árum ogáratugum og sett svip sinn – í mörgum tilfellum sterk- an svip – á tónlistarlífið í landinu. Einn þessara listamanna er pólska mezzósópransöngkonan Alina Dubik sem gefur að heyra á einsöngstónleikum í Salnum á morgun kl. 16. Margir eru þeirrar skoðunar að hún sé í allra fremstu röð söngvara í samtímanum hér á landi. Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins í áratugi, er þess sinnis. „Það sem gerir söng Alinu sérlega áhrifamikinn, auk afburða raddtækni hennar, er að hún bók- staflega talar, „syngur og lifir textann“,“ skrifaði hann eftir tónleika sem Alina hélt við píanóundirleik Gerrits Schuils í Ými fyrir tæpum þremur árum. Jón heldur áfram, og á þá við níu söngverk Rakhm- anínovs, sem Alina söng á tónleikunum: „Flutningur Alinu Dubik á þessum viðamiklu söngverkum var hreint út sagt frá- bær. Gerrit Schuil átti sinn þátt í þessum glæsitónleikum með frábærum leik sínum, tónleikum, sem telja verður meðal há- punkta í tónleikahaldi vetrarins.“ Það er ekkert annað.    Annar nestor í íslensku tónlistarlífi, Jónas Ingimundarson,sem leikur með Alinu á tónleikunum í Salnum, tekur ekki síður stórt upp í sig. Raunar flýgur honum fyrst eitt orð í hug þegar til hans er leitað um álit á sönghæfileikum Alinu: „Frábær!“ segir hann með þungri áherslu og gerir hlé á máli sínu, þannig að orðið fái notið sín. „Alina er yndisleg söng- kona,“ heldur hann áfram, „sem hefur sönginn á valdi sínu og veit upp á hár hvað hún er að gera. Röddin er guðsgjöf og hún kann að nota hana. Alina syngur þannig að það skiptir máli – bæði fyrir hana og aðra. Hún er listamaður!“ Að dómi Jónasar er aðeins einn ljóður á ráði Alinu – það heyrist of sjaldan í henni á tónleikum.    Sjálf hlær Alina þegar hún heyrir þetta. „Það er alveg rétt,ég syng ekki oft á tónleikum og enn sjaldnar á einsöngs- tónleikum.“ En þarf þá ekki að bæta úr því? „Það er hægara sagt en gert, ef ég á að vera alveg hrein- skilin. Ég er að kenna söng við Nýja tónlistarskólann og Tón- listarskólann í Reykjavík og hef mjög mikið að gera. Það er með öðrum orðum ekki auðvelt að láta þetta tvennt fara sam- an, mikla kennslu og tónleikahald. En þá sjaldan ég kemst á svið er það mjög skemmtilegt.“ Og Alina ætlar að njóta augnabliksins til hins ýtrasta enda í góðum félagsskap Chopins, Karlowitz, Tsjajkovskíjs og Bjarna Böðvarssonar. „Ég ætla að syngja lög slavneskra tón- skálda sem ég held mikið upp á og heyrast sjaldan á tón- leikum hér á Íslandi.“ En Bjarni Böðvarsson, það er ekki sérlega slavneskt nafn? „Þetta er Bjarni Bö, pabbi hans Ragga Bjarna. Mig langaði að hafa eitthvað íslenskt á efnisskránni líka og Jónas Ingi- mundarson benti mér á þetta. Ég hafði aldrei heyrt þessi lög áður en þau eru alveg hreint frábær. Smellpassa með hinu. Þessi lög kalla á mikla túlkun, mikla tilfinningu. Ég er alveg steinhissa á því að þau heyrist ekki oftar. Vonandi verður nú breyting þar á.“ Eins og á öllum söngtónleikum í Tíbrá þýðir Reynir Ax- elsson alla texta efnisskrárinnar, að þessu sinni úr pólsku og rússnesku. Því fer fjarri að Alina og Jónas fari hvort í sína áttina að loknum tónleikunum á morgun, því í næsta mánuði liggur leið þeirra í hljóðver, þar sem þau hyggjast hljóðrita öll sönglög Chopins. „Ef allt gengur að óskum kemur platan út síðar á þessu ári,“ segir Alina og bætir við að það sé frábært að vinna með Jónasi. „Það er svo mikil tilfinning í því sem hann gerir.“    Nú er hálfur annar áratugur síðan Alina flutti búferlum tilÍslands en bóndi hennar, Zbigniew Dubik fiðluleikari, hafði skömmu áður gengið til liðs við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. „Upphaflega ætluðum við bara að vera í eitt ár en dvöl- in hefur undið upp á sig. Við erum hér enn.“ Og það er ekkert fararsnið á fjölskyldunni. „Ætli það. Börnin okkar eru orðin svo miklir Íslendingar. Dóttir okkar var á öðru ári þegar við komum hingað og báðir synir okkar eru fæddir hér á landi. Þegar við förum í sumarleyfi til Pól- lands líður ekki á löngu áður en þau byrja að spyrja: Hvenær förum við heim til Íslands.“ Dóttirin sem Alina getur um, Magdalena, er nú orðin þriðji fjölskyldumeðlimurinn til að troða upp í íslenskum tónleika- sölum, lék meðal annars einleik með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands fyrr í vetur, sautján ára að aldri. Hljóðfæri Magdalenu er fiðla og leggur hún stund á nám hjá Guðnýju Guðmunds- dóttur í Listaháskóla Íslands. Það er ekki ofsögum sagt með eplið, það fellur sjaldan langt frá eikinni. Að færa sér guðsgjöfina í nyt Morgunblaðið/Þorkell Alina Dubik og Jónas Ingimundarson: Gagnkvæm virðing. ’Röddin er guðsgjöf og hún kann að notahana. Alina syngur þannig að það skiptir máli – bæði fyrir hana og aðra. Hún er listamaður!‘ AF LISTUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.