Morgunblaðið - 28.01.2005, Page 53

Morgunblaðið - 28.01.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 53 EIN AF gróða- leiðunum sem þeir hafa dottið ofan á Disney- herrar er að gera ódýra útgáfu af vinsælum mynd- um og gefa út á sölu- og leigu- myndbandi og nú -diski. Það gaf góða raun með fram- haldi af Aladdin og Lion King og nú er komið framhaldið af Mulan. Útkoman er eftirbátur fyrri myndar í alla staði. Öll vinnubrögð ódýrari og síðri. Það sem verst er að svo virðist sem höfundar fram- haldsins hafi bara ekki horft á fyrri myndina, því persónurnar eru gjör- breyttar. Mulan sjálf er ekki sami prakkarinn og ef eitthvað barna- legri og einfaldari – þótt sagan eigi bara að gerast einum mánuði eftir að hinni lauk. Þá er smádrekinn hundtryggi Mushu skyndilega orð- inn illkvittinn og sjálfselskur. Sagan er í sjálfu sér góðra gjalda vert; togstreitan milli hefðarinnar og frelsi kínverskra kvenna til að velja sér lífsförunaut. En úrvinnsl- an er klaufaleg og ósannfærandi. Aðfinnslur sem þessar hafa samt ekkert með skemmtun hina yngstu að gera. Þeir hafa gaman að söngv- unum, „fallega“ útfærðum bardaga- atriðum og röflinu í drekanum Mushu. Og íslenska útgáfan er betri en sú enska því við fáum að halda sömu röddum; Laddi talar áfram fyrir Mushu á meðan Eddie Murphy hafði greinilega í öðru að snúast. Mulan á sig sjálf KVIKMYNDIR Myndbönd Bandaríkin 2004. Leikstjórn: Darrell Rooney, Lynne Southerland. Leikraddir: Laddi, Hilmir Snær Guðnason o.fl. Sam- film VHS. 79 mín. Öllum leyfð Mulan 2  Skarphéðinn Guðmundsson Fótboltabullur eru einhverjar ömurlegustu og sorglegustu manneskjur sem fyrir finnast í mannflóru sam- tímans. Aumk- unarverðir full- orðnir einstaklingar – hálfvitar sem líður svo illa, eru svo skemmdir á sál og heila að þeir finna sér ekkert þarfara að gera á laugardegi en að leita uppi slagsmál í algjöru tilgangsleysi – und- ir fölsku flaggi fótboltafylgjenda. Fótboltaverksmiðjan er ný bresk mynd sem byggð er á metsölubók sem vakti mikla athygli og ennþá meiri deilur er hún var gefin út fyrir liðlega áratug. Bókin gat af sér fleiri slíkar; afdráttarlausar og hrotta- fengnar sögur úr lífi fótboltabullna. Snerust deilurnar að hluta um hvort verið væri að gera sér mat úr slíkum óskapnaði, búa til óæskilega afþrey- ingu. Sömu rök gilda um myndina; það er ekkert „grátbroslegt“ við hana eins og lýst er á kápunni heldur er hún einfaldlega grátleg. Þótt ég hafi ekkert á móti því að reynt sé að taka á slíku viðfangsefni á hlutlausan máta þá hlýtur að vera hægt að gera það á áhrifaríkari máta. Hún ristir m.ö.o. ekki nægilega djúpt, þessi mynd, en maður hefur samt á tilfinningunni að það eigi eftir að vera gerð mynd um svipað viðfangsefni sem muni vekja hjá manni sterkari viðbrögð. Hálfvitar! KVIKMYNDIR Myndbönd Leikstjórn Nick Love. Aðalhlutverk Danny Dyer, Frank Harper, Neil Maskell. Bretland 2004. (93 mín.) Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. Fótboltaverksmiðjan (The Football Factory)  Skarphéðinn Guðmundsson ÞESSI nýjasta kvikmynd leikstjór- ans Chéreau er jafn tilgerðarleg og köld og mynd hans þar á undan, enska myndin Intimacy sem byggði lauslega á samnefndri bók Hanifs Kureshi. Hér segir frá tveimur bræðrum, Thomas og Luc, sem kynnast aftur og betur þegar sá eldri og fyrrnefndi fær hræðilegan blóðsjúkdóm sem er við það að draga hann til dauða. Luc, sem er samkynhneigður kennari, situr mikið hjá honum á sjúkrabeð- inum þar sem mest öll myndin ger- ist. Líkt og í Intimacy veit ég ekki al- veg um hvað myndin á að vera. Það að kynvísi bróðirinn skuli vera að berjast fyrir lífinu, er öfugt við það sem við erum vön úr sjúkratragedí- um nútímans, en það er lítil saga í því einu. Þótt myndin sé öll hin raun- sæjasta (með 10 mínútna atriði þar sem máttfarinn líkami Thomasar er rakaður fyrir aðgerð) er okkur ekki hleypt inn í huga og tilfinningar per- sónanna, svo varla er myndin heldur um viðbrögð fólks í erfiðri lífs- reynslu, um fólk andstætt dauð- anum. Mann fer að gruna að löng- unin til að mynda veika líkama í grálitu og köldu sjúkrahúsinu hafi ráðið för, enda er það allsráðandi í myndinni. Þannig tekst höfundi að gera einstaklega kalda og fráhrind- andi mynd, sem einnig er ljót, hálf dýrsleg og lætur mann alveg ósnert- an, nema helst að hún veki hjá manni velgju. Að lokum er vert að taka fram að leikstjórinn fékk silfurbjörninn í Berlín fyrir leikstjórnina, og að aðal- leikararnir Bruno Todeschini og Er- ic Caravaca standa sig vel í erfiðum hlutverkum. En hvað er að gerast í mynd þegar áhorfandinn óskar þess að aðalpersónan deyi til að geta losn- að við hana? Tilgerð dauðans KVIKMYNDIR Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói Leikstjórn: Patrice Chéreau. Handrit: Patrice Chéreau og Anne-Louise Trividic eftir skáldsögu Philippe Besson. Kvik- myndataka: Eric Gautier. Aðalhlutverk: Bruno Todeschini, Eric Caravaca, Nathal- ie Boutefeu, Maurice Garrel, Catherine Ferran, Antoinette Moya, Sylvain Jacq- ues og Fred Ulysse. 95 mín. Frakkland 2003. Bróðirinn (Son frère)  Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.