Morgunblaðið - 28.01.2005, Page 54

Morgunblaðið - 28.01.2005, Page 54
NÝJASTA mynd leikstjórans Mart- ins Scorsese ber nafnið Flugmað- urinn (The Aviator). Myndin hefur hlotið góða dóma og umtal en hún er tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna og 14 BAFTA-verðlauna. Í myndinni er farið aftur á gullöld Hollywood og saga Howards Hughes sögð en hann er einn af helstu frum- kvöðlum 20. aldarinnar í Bandaríkj- unum. Leonardo DiCaprio er í hlut- verki þessa sérvitra milljónamærings en í myndinni er lögð áhersla á ævi hans á áratugunum milli 1920 og 1950. Á þessum tíma var Hughes hvað framtakssamastur í flug- og kvikmyndaheimi. Hughes leikstýrði dýrustu mynd er nokkru sinni hafði verið gerð þegar hann var aðeins 25 ára gamall en myndin er frá árinu 1930 og ber nafnið Hell’s Angels. Á sama tíma verður Hughes þekktur sem mikill kvennabósi og leggur lag sitt við ekki ómerkari konur en Jean Harlow (Gwen Stefani), Ava Gardner (Kate Beckinsale) og Katharine Hepburn (Cate Blanchett). Um miðjan fjórða áratuginn fór Hughes að einbeita sér að flugiðn- aðinum þar sem hann varð fljótt þekktur fyrir að brjóta bæði hraða- og lengdarmet. Á sama tíma þurfti hann að kljást við áráttusjúkdóm en Hughes gekk ekki heill til skógar og fór versnandi eftir lífshættulegt flug- slys. Myndin endar á því að Hughes er kallaður fyrir öldungadeildina á Bandaríkjaþingi. Þar þarf hann að verjast ásökunum þingmannsins Owen Brewster (Alan Alda), sem ásakaði Hughes fyrir að hafa tekið peninga frá Bandaríkjastjórn á stríðstímum. Robert Richardson er aðaltöku- maður myndarinnar og þykir hafa tekist vel upp í þessu nærri þriggja tíma langa drama. DiCaprio þykir líka sýna snilldarleik en hann er líka titlaður framleiðandi í myndinni. Þrátt fyrir að Blanchett komi fyrir í minna en þriðjungi myndarinnar hef- ur hún fest sig enn betur í sessi sem ein besta leikkona samtímans í þessu hlutverki. Ekki ætti að koma á óvart að DiCaprio og Blanchett eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Frumsýning | The Aviator Flugmaður og kvennabósi DiCaprio og Blanchett sem Howard Hughes og Katharine Hepburn. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 77/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 80/100 New York Times 80/100 Variety 60/100 (metacritic) 54 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8. 10 og 12 á miðnætti. kl. 3.45 og 8. B.i. 10 ára VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   SIDEWAYS kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára WWW.BORGARBIO.IS   „Sideways er eins og eðalvín með góðri fyllingu. Hún er bragðgóð, þægileg og skilur eftir sig fínt eftirbragð“ Þ.Þ. FBL    Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit il f i r til . . . t , l i tj ri rit Óskarsverðlauna  „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. 5 T.V. Kvikmyndir.is Ó.Ö.H. DV “Þetta er stórkostleg kvikmynd sem virkar fyrir alla…” tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit7 Sýnd kl. 8 og 11.10. Sýnd kl. 6, 8, 10 og powersýning 12 á miðnætti B.i. 14 ára Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Frá þeim sem færðu okkur X-Men kemur fyrsta stórmynd ársins Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner l l i i i j i i Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Sýnd kl. 6. Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Frá þeim sem færðu okkur X- Men kemur fyrsta stórmynd ársins i f - f i Svakalega flott ævintýraspen numynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 10.10 og 12.20. B.i. 14 ára POWERSÝNING KL. 12.20 eftir MIÐNÆTTI POWERSÝNING KL. 12 á MIÐNÆTTI Sýnd kl. 5.50 og 10.15.  MMJ kvikmyndir.com  Ó.Ö.H. DV „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ SV Mbl. JENNIFER Garner lék hetjuna Elektru í fyrsta sinn í myndinni Daredevil en núna er hún komin með sína eigin hasarmynd. Elektra er byggð á teiknimyndasögu frá Marv- el og fjallar um baráttu góðs og ills. Það leit út fyrir að Elektra væri búin að syngja sitt síðasta en hún jafnar sig á ótrúlegan hátt af því sem virt- ust vera lífshættuleg meiðsl. Hún hefur slitið öll tengsl við umheiminn og lifir aðeins fyrir næsta verkefni. Blindur bardagameistari, Stick, spilar stórt hlutverk í því að Elektra jafnar sig af sárum sínum. Aðrir sem koma við sögu í lífi hennar eru feðg- inin Mark (Goran Visnjic) og Abby Miller (Kirsten Prout). Þau eru á flótta frá öflugum glæpasamtökum, Höndinni, en meðlimir samtakanna leggja stund á hina hættulegu bar- dagalist, ninjitsu. Garner æfði lengi og mikið til að geta barist eins og Elektru sæmir. Þetta þurfti hún að gera þrátt fyrir að vera æfð í ýmsum bardagaaðferð- um vegna sjónvarpsþáttar síns, Launráð (Alias). Elektra á sér áreiðanlega marga aðdáendur sem verða fegnir að vita að í myndinni klæðist Garner rauð- um búningi, líkt og í sögunni. Frumsýning | Elektra Garner er hasarhetja Hún er rauðklædd og hættuleg. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 34/100 Roger Ebert 1/2 Hollywood Reporter 30/100 New York Times 40/100 Variety 50/100 (metacritic) Í GAMANSÖMU ádeilumyndinni Team America: World Police eru brúður í aðalhlutverkum en ekki teiknimynda- fígúrur eins og áður hjá Trey Parker og Matt Stone, höf- undum South Park. Myndin segir sögu nokkurra hetja sem fara um heiminn til að vernda lýðræði og frelsi gegn hryðjuverkum. Í leiðinni eyðileggja þær fræga staði og minnismerki á borð við Eiffelturninn í París, Sfinxinn í Egyptaland og Panama-skurðinn. Þetta er sumsé sann- kallað fyrirmyndarfólk og sambönd þeirra einkennast af ást, afbrýði og svikum. Helsta verkefni þeirra er að stöðva friðarráðstefnu norður-kóreska leiðtogans Kim Jong Il. Ráðstefnan á að vera kænskubragð hans til að fá tækifæri til að ráðast á heiminn með gereyðingarvopnum. Hetjuklíkan verður síðan að fara gegn samtökum leikara, sem styðja ráð- stefnuna en þar eru framarlega Alec Baldwin, Tim Robb- ins, Susan Sarandon, Sean Penn og George Clooney. Eins og þekkt er úr öðrum myndum þeirra einkennist Team America af lögum með djörfum textum þar sem farið er á ystu mörk velsæmis í nafni húmorsins. Meðal annars má sjá Kim Jong Il taka sóló. Það tók á höfundana Parker og Stone að gera myndina en mikil vinna fólst í þessari brúðumynd, meiri en þeir Frumsýning | Team America: World Police Brjálaðar brúður Enginn er óhultur fyrir hetjuklíkunni sem vill verja lýðræðið gegn hryðjuverkum. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 64/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 70/100 New York Times 80/100 Variety 70/100 (metacritic) gerðu sér grein fyrir. Það sauð upp úr í samskiptum þeirra og hafa þeir í kjölfarið heitið því að vinna aldrei aftur saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.