Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.03.1954, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 29.03.1954, Blaðsíða 8
i I I fi r* i OREINUIANNAD Til bæjaryfirvalda — Ölgerðin L.J. — Listaverk til Danmerkur .— Leikhúshornið ¦.— Afgreiðsla Lands- bankans — Sjálfstæðishúsið — Matbarinn, Lækjargötu Furðulegt má heita, að viðkomandi aðilar skuli ekki hafa látið malbika eða steypa veginn í Öskju- hlíðfhni, sem t^ngir saman Hafnarf jarðarveg og Mikla- torg. Spotti þessi hefur orðið alveg útundan, og er jafnframt nær ófær bifreiðum þegar votviðri eru. Svona smávægilegar yfirsjónir eiga ekki að henda bæjaryfirvöldin; þessi vegur er einna fjölfarnastur allra, jafnframt því, sem honum er haldið mjög illa við Væntanlega verður þetta til athugunar í sumar. Bjórunnendur (sbr. Listunnendur, lysthafendur etc). setja nú alla von sína á undirskriftir bæjarmanna, enda ganga nú áskriftarlistar ljósum logum. Flestir forustumenn okkar í bjórbaráttunni eru ákaflega bjartsýnir og í hrifningu sinni yfir væntan- legum bjór vilja þeir endilega kalla hina nýju ölgerð Ölgerðin Lárus Jóhannesson — og þakka þannig ötula baráttu. Maður kom að máli við oss í sambandi við sendingu listaverka á sýningu í Danmörku og taldi óráð að senda slíka dýrgripi á þann vettvang. Telur hann ekki með öllu víst að Danir vilji skila listaverkunum, að lokinni sýningunni, og má vera að hann hafi nokkuð til síns máls. VilUöndin hans Ibsens er nú æfð af fullu kappi Þjóðleikhúsinu. Stór hlutverk í leikritinu hafa Katrín Thors, Jón Aðils' Gestur Pálsson og Indriði, Valur Regina, Arndís og Lárus PálsSon.......Leikfélag Kéyttjavfktlí æfir nú Frænku Chárleys, hinn kunna skopleik, og leikúr Árni Tryggvason aðalhlutverkið ICinar Pálsson verður leikstjóri. Þetta er úrslitatilraun L.R. til þess að bæta f yrir tapið sem það beið er Alf reð Andrésson veiktist í vetur og hætta varð sýningum á Skóla fyrir skattgreiðendur, þegar þær voru í full- um gangi. Félag einsöngvara Það, ér ekki ný bóla, að menn stofni með sér félagsskap. Nýjast af nálinni er svo nef nt Félag einsöngvara, sem einsöngvarar, konur og karl ar, undirbúa nú stofnun að. Tilgangur? Jú, að vernda hagsmuni ein söngvara, vstyðja að viður- kenningu þeirra; standa sam- an gegn óvinum og illindis- mönnum (t. d. dægurlaga- söngvurum, sem fá ekki að vera með) sem á félagsmenn kunna að leita. Aðalhvatamaður og f orkólf ur stofnunarinnar er Bjarni Bjarnason læknir, en áhugi er mikill meðal allra einsöngvara um að koma þessu nauðsyn- lega félagi á laggirnar sem fyrst. MÁNIIDAGSBLAIIIÖ Fósf bræður utan í Kvöldvökur og happdrœtti, - sumarhús og skekta - útikonserfar i sumar Þeir Hreinn Pálsson og Ágúst Bjarnason, atkvæðamemi í karlakórnum Fóstbræður, ræddu við blaðamenn í s.l. viku um væntanlega söngför kórsins til meginlandsins og Bret- lands. TIL 6 LANDA í ráði er, að fara söngför að hausti komanda til Þýzkalands, Hollands, Belgíu, Frakklands, London, Glasgow og Edinborgar eitoiéttif f i* Það er undarlegt, að Landsbankinn skuli ekki haf a hinn daglega afgreiðslutíma lengri en raun er á. Þessi banki, sem einna mestu þarf að anna, hefur stytztan af- greiðslutíma, mestan fjölda starfsfólks, en þó er af- greiðsla þar engu betri en í öðrum bönkum, nema síður sé. * Skyldu forráðamenn Sjálfstæðishússins gera sér ljóst hversu mjög þeir tapa á því, að hafa ekki opið reglulega á kaffitímum daglega og láta undir höfuð leggjast að tilkynna þegar lokað er. Forstöðumaðurinn sem er umbrotamaður í veit ingahúsmálum, ættí að brjótast í að halda fyrirtækinu opnu eða tilkynna þegar lokað er. S** Matbarinn við Lækjargötu telur sjálfsagt að not færa sér það að ekki er hámarksverð á vöru þeirri sem þar er seld, enda maturinn mjög dýr. Óskandi væri, að forstöðumenn barsins eyddu einhverju af gróðanum í að siða afgreiðsludömur sínar. Mánudagsblaðið — Blað fyrir alla — vill að sjálfsbgðu, flytja eithvað efni fyrir yngri kynslóðina, og byrjar því t þessu tölublaði, að flytja smáfrétir frá kvikmyndaleikurum. Blaðið flutti þennan þátt um skeið, en hætti við hann sökum — að oss var þá fortalið — áhugaleysis. Nú berast oss þær fréttir, að þessa þáttar hafi verið meira saknað en haldið var, og teljum því sjálfsagt að halda honum áfram a. m. k. fyrst um sinn. I og halda þar konserta og syngja í útvarp. í ferðinni verða um 40 sóngmenn; einsöngvari Kristinn Hallsson, undirleikari Carl Billicn, en söngstjórinn er Jón Þórarinsson. Þá er og gert ráði fyrir að eitthvað af konum kór- manna fari með. ' Ágúst Bjarnason fór utan í vor og undirbjó þá að mestu væntan- lega ferð. KVÖLDVÖKUR í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU Til þess að hafa eitthvað upp í væntanleg útgjöld hefur kórinn efnt til kvöldvöku í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld (sunnud.) og vænt anlega nokkur fleiri kvöld í vik- unni. Hefur vel verið vandað til kvöldvökunnar, söngur og Framhald á 2. síðu. Hvað á að gera í hvöld? KVIKMYNDAHtJS: Gamla bíó: Teresa. Pier Augeli. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Heimt úr helju. Claudette Colbert. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Unaðsómar. Kl. 7 og 9. Flughetjurnar. Kl. 5. Austurbæjarbíó: Hans og Pétur í kvennahljómsveitinni. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Kvenholli skip stjórinn. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Heitt brenna æskuástir. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Völundarhúsið. Richard Carlson. Kl. 5, 7 og 9. LEIKHUS: Þjóðleikhúsið: Sasterkastí. Haraldur Björnsson. KL 20. Sjálfstæðishúsið: Kvöld- vaka Fóstbræðra. Ava Gardner og Frahk Sinatnt virðast nú sammála um að „neist- inn" sé horfihn úr hjónabandi þeirra, enda þótt þau séu ennþá gift ----- Það ku vera útilokað, að Gene Tierney verði nokkurn- tíma prinsessan hans Aly Kahns, eins og Rita Hayworth varð á sín- um tíma. Aga gamli, faðir Alys er sagður hundleiður á leikkon- um í ættinni, auk þess, sem hann má ekki sjá Tierney án þess að komast í illt skap. Hjónaband er því útilokað meðan Aga gamli lifir, en í millitíðinni rignir gull- djásnum og veðreiðahestum yfir Gene frá Aly. Ansi þægilegt með- an biðtíminn varir..... June Haver, sem hlaut frægð fyrir dansmyndir og gekk í klaustur til að friða sál sína, er nú komin út aftur og farin að taka þátt í hinu erfiða samkvæmislífi. Hún kynntist Fred Mac Murray í June Haver. partíi, og síðan hafa þau dinglað saman eins og ástfangnir skóla- krakkar. Ást og væntanlegt hjóna band segja sérfræðingar Holly- woodborgar ...... Clark Gable Framhald á 7. síðu. Gerður Hjöreifsdóttir í myndinni Nýtt hlutverk. r i$íi!íw J) t Nýtt Mirtverk" eftir VSV frmumsýnd í apríl Leikstjóri: Ævar Kvaran Kvikmyndun: Óskar Gislason ÓSKAR GÍSLASON frumsýnir í næsta mánuði nýja kvikmynd sem nefnist Nýtt hlutverk og er byggð á sam- nefndri smásögu VILHJÁLMS S. VILHJALMSSON, sem f jallar um alþýðufólk. Unnið hefur verið við kvikmynd þessa í vetur og er tökunni um það bil að Ijúka. Þeir VSV og ÞORLEIFUR ÞORLFJFSSON hafa unnið saman að kvikmyndahandritinu og gert smávægilegar breyt- ingar á frumritinu í sambandi við krofu myndarbmar. Miklir erfiðleikar Ævar Kvaran, sem er leik- stjórinn, ræddi við blaðamenn ásamt þeim Óskari og V. S. V. í s.l. viku. Taldi hann miklum örðugleikum búið að taka slíkar myndir hér, engir kvik- myndatökusalir fyrir hendi, veðrátta stopul, auk þess Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.