Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.04.1954, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 26.04.1954, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 26. apríl 1954 \" nætumar ímynda ég mér að hún sofi ekki vel. Maður heyrir, að hún er á gangi í herberginu, og i nótt, þvi miður, heyrði ég að hún var að gráta hljótt. Lafði Anna grátandi? hrópaði Juilien. Það virðist ómögulegt. Svo kann það að vera, en kven- íólk er undarlegt, sagði ungfrú Rignaut og andvarpaði. 20. E. PHBLEPPS OPPENHEM FRAMHALDSSAGA 22. KAFLI Anna kom kát og f jöíug niður á götu eftir fáar mínútur.. Hún var enn í látlausa svarta kjólnum og með skrautlausan hatt á höfði. En samt var hún hin fegursta á að líta, hinn ferski andlitslitur hennar, sem að eins var lítið eitt úti tekinn, hið mikla jarpa hár hennar og það hve vel hún bar sig, var þannig, að allir dáðust að henni. Því fegurð annarra stúlka þar var allt öðruvísi. Veslings mamma, sagði hún, þegar hún fór yfir Óperutorgið. Segðu mér eitt, var hún ósköp leikaraleg í framkomu, Julien? Julien brosti. Eg er hræddur um, að ég verði að játa, að hún var það, svaraði hanii. Eg hef breytt áformi mínu. Eg ætla að hafa þig með mér. Gerðu nú svo vel Julien, og yfirgefðu mig ekki, og mundu að þetta verð- ur mjög þreytandi stund fyrir mig. Eg verð að hitta reiða og þrálynda móður. Ef vinátta er nokkurs virði, þá kemdu og hjálp aðu mér. Eg verð að halda, sagði hann, að móðir þín viíji heldur tala við þig eina. Þá verður þú að gjöra svo vel að taka tilíit til. mín en ekki, móðir minnar, sagði Anna, þeg ar þau stöðvuðu yagninn fyrir framan hótelið. Hertogafrúin tók á móti þeim með- fullkominni kurteisi.*' Hún reyndi ekki að sýna neinar til- finningar. Ó, þið góðu og skyn- sömu börn, hrópaðí hún. Og Anna, hvernig dirfist þú að baka mér slíkt áfall? Anna haílaði sér að henni og kyssti hana. Mamma, sagði hún, ég ætla ekki að giftast Julieri. Hertogafrúnni brá, og glamp inn í augum hennar var áreiðan- lega ekta. Vertu ekki að þessari vitleysu Anna, hrópaði hún hvasst. Það er enginn vitleysa, sagði Anna. Eg þoli ekki að tala við fólk, sem stendur. Seztu, og á fáum minútum skal ég segja þér, hvað vonlaust það er. Það var mikill ótti í augum hertogafrúarinnar. Anna sagði hún, og stóð á önd- inni. Er þá einhver annar karl maður í spilinu? Hvaða ógnar kjáni ertu, auðvit- að er enginn í spílinu, sagði Anna. Eg get ekki imyndað mér hvers- vegna í óskþpunum þú talar strax um karlmann, þegar stúlka fer i burtu í fyrsta sinn. Seztu nú og hlustaðu. Eg kom með Julien með mér, því að hann á að fara með mig burtu, ef þú talar með of mikilli hörku við mig. Við erum beztu vinir, Julien og ég, og hann ílfrfur .vefið mjög góður við mig, ég hitti hann af hreinustu tilvilj- un og ef svo hefði ekki verið, þá er ég alveg viss um, að við hefð- um getað verið hér árum saman og aldrei fundizt. En ég hef sagt þetta hverjum manni í London, sagði hertoga- frúin. Eg hef skýrt allt málið. Eg hef sagt þeim, að þú haíir alltaf elskað Julien, og hve nærri þú tókst þér vandræði hans, og að þér hafi fundizt allt í einu, að þú gætir ekki giftst neinum öðr um manni, og að þú hafir hlaup- izt í burtu, eins og elskulegt rómantískt barn. Hertogafrúin stóð virðulega upp. Já, sagði Anna þurrlega. þetta er mjög falleg saga! Og það er eirimitt þetta, sem ég imyridaði mér, að þú mundir segja öllum, að ég væri komin hingað. Og það ér einmitt þetta, hélt hún áfram hægt, sem þú varst að berja inn í hann Julien í morgun, áður en hann kom að heimsækja mig. Julien kom, eins og skyldan bauð honum, hitti mig í þakherberginu. Nei, ég held ekki, að hann hafi beðið mín, Hann kom með uppá- stungu. s.B .Eg orðaði það svo, sagði Julien, nokkuð stuttur í spuna. Þú orðaðir það prýðilega, svar- aði Anria. En það er aðeins hitt, Julien, að mamma bauð mér ein- :mitt það, sem ég flýði frá að heim an. Eg er komin að þeirri niður stöðu hélt hún áfram, og dró pilsið niður fyrir hné sér, að það sé ósiðlegt og illa til fallið að giftast manni, sem manni þykir ekki vænt um. Hertogafrúin lét aftur augun Hvað hefurðu Verið að lesa? spurði húri. Ekki nokkurn skapaðan hlut, sagði Aanna. Eg hef aldrei lesið nándar nærri nóg. Eg breytti núna bara efti reðlisávísun. En gerðu nú svo vel og hlustaðu á mig. Eg ætla ekki að koma aftur til Énglands, ég ætla ekki að giftast Julien og ég ætla ekki að tala um hjónaband við nokkurn mann. Eg er frjáls manneskja og mér dettur ekki í hug að eyða ævinni óánægð. Eg ætla að skemmta mér, og ég ætla að fara mínu fram. Þú átt tvær dætur, og ef þær breytast ekki, þá eru þær einmitt eins og þú villt hafa þær Svo þú skalt vera ánægð. Helg aðu þeim umhyggju þína, og teldu mig sem svartan sauð. Þú getur veitt mér svolítinn styrk, ef þú villt, svo sem hundrað pund eða þar um vil. Hvort sem ég fæ þá peninga eða ekki, þá ætla ég að halda áfram að búa til slifsi hjá ungfrú Rignaut eða ég verð skrif ari hjá einstaklega indælii konu, frú Christophor. Anna, sagði hún, ég er móðir þín. Og ekki aðeins það, heldur ætla ég að biðja þig að muna hver þú ert. Konur í Englandi líta til okkar um fordæmi. Þær ætlast til að við lifum reglusömu og lög- hlýðnu lífi, séum skylduræknar konur og mæður. En þú ert nú að haga þér ^ins og þú sért úr öðrúm heimi. Þú talar opinber- lega um það, sem ég leyfi ekki að minnast á. Nú bið ég þig að hugsa þig um. Átt þú mér ekkert að þakka eða honum föður þínum eða stöðu okkar í þjóðfélaginu? Jú, heilmikið mamma, svaraði Anna, en ég skulda sjálfri mér meira, heldur en nokkrum öðr um í heiminum. Hertogafrúin missti kjarkinn. Hún leit til Juliens. Það er svo mikið um þetta heimskulega tal, sagði hún kvart- andi. Það kemur allt af því að menn eru að vingast við sósíalista og verkafólk, og láta prenta þessa hræðilegu vitleysu í tímaritun- um. Hvað eigum við að gera, Julien? Getur þú ekki talið henni hughvarf? Eg er viss um, að í rauninni þykir þenni vænt um þig.. ' . : ' Mér muridi ekki detta í hug að hafa áhrif á hana eitt augna- blik, svaraði Julien. Eg vil ekki segja neitt um það, hvort hún hefur á réttu eða röngu að standa. En yfirleitt er ég á þeirri skoð- un, að hún hafi rétt fyrir sér. Svo þú yfirgefur mig þá líka, hrópaði hertogafrúin. Ja, það er allt undir því komið, hvernig maður lítur á lífsánægj- una, svaraði Julien, en að því er til mín kemur, þá ætla ég að leyfa mér að láta þig vita, að sú hug- mynd að láta stúlku eins og Önnu giftast óþolandi drabbara eins og Harbord, einungis af þvi, að hann á milljónir punda, var nærri búin að gera mig vitlausan. Af einhverjum ástæðum varð Anna glaðleg á svipinn við þessi orð. Eg var svo fegin að heyra að þér var svona innanbrjósts, Juli- en. Þetta er í sannleika það fall- legasta, .sem þú hefur sagt við mig í allan morgun. Þessu er nú lokið núna. Mamma því gefur þú okkur ekki hádegisverð, og snýrð svo heim aftur með lestinn, sem fer kl. 4? Þetta er Calaislestin, og þú villt hana heldur en allar aðrar. Hertogafrúin hugsaði sig um augnablik. Það fylgdi því ýmis- legt gott að borða hádegisverð í Ritz, með Julien á aðra hönd sér og Önnu á hina. Hún andvarpaði létt. og lét undan. 23. KAFLI Hádegisverður á þessu fallega gistihúsi átti vel við hertogafrúna. Hún var þarria eins og heima hjá sér, og það var stjanað við hana eins og vera bar. Og ekki nóg með það, heldur stönzuðu margir við borð hennar, bæði útlendir menn og Englendingar og heilsuðu henni. Fyrir öilum þessum gætti hún þess vandlega að kynna dótt- ir sina og Julien. Þetta va rhálf þreytandi en Anna bjargaði því með því að hlæja innilega að öllu saman. Mamma heldur, að hún. sé að koma öllu í bezta lag með hinni heilögu návist sinni, sagði hún. Við höfum sézt vera að borða há- degisverð í Ritz. Hver ætli segi nú, að ég hafi strokið að heiman til að hitta tamningamann í París, eða einhvern þvílikan labbakút? Það getur verið, að menn vor kenni mér, sem stúlku er kvelst af vonlausri ást á þér Julien, en efvið sitjum hér nógu lengi, þá verð ég hvítþvegin. Hertogafrúnni var eitthvað ó- rótt. Eg verð að segja það rétt eins og það er, Anna, sagði hún, að þér virðist hafa farið býsria mikið fram í léttúð, síðustu dag- ana. Það er ekki málefm, sem menn ættu að tala um með létt- úð. Eg ætla að segja þér hver þetta er. Mjög merkileg kona, það get ég fullvissað þig um. Sún er fædd í París, en komin af vell- auðugum amerískum foreldrum. Hún giftist mjög ung prinsinum af Falkenberg, og skildi við hann innan tveggja ára. Þeir segja, að hún lifi undarlegu Bohemalífi, en hún er enn voldug persóna, þegar hún vill. Kæra prinsessa. Frú Christophor var komin og ætlaði að fara að borða hádegis- verð með einhverjum gestum. En hún stanzaði hjá hertogafrúnni og heilsaði henni, þá tók hún eftir Julien. Þetta er í sannleika mjög ó- vænt kæra hertogafrú, þér eruð alveg hætt að koma til Parísar. Er þetta dóttir yðar, lafði Aanna? Eg man varla eftir henni. Og þó — Við hittumst í gærdag, skaut Anna inn þegar í stað. Þér vitið að mig langar að verða skrifari hjá yður, frú Christophor, ef þér viljið leyfa mér það. Mamma er alveg búin að vísa mér burtu, svo það gerir ekkert til. Hertogafrúin iðaði eins og hún væri á nálum. Þetta var í raun- inni óþolandi aðstaða, en hún var ákveðin um að halda áfram að vera náðug. Kæra frú Christophor, sagði hún,þér eigið engin fúllorðin börn svo að ég gea varla mælzt til samúðar hjá yður. En þessi dóttir mín hérna, veldur mér miklum áhyggjum. Eg er að hrósa mér af því, að ég hafi nútíma skoðanir á lífinu, en hún Anna — já, ég vil ekkert um hana tala. Frú Christophor brosti. Unga fólkið er ólíkt því sem fólk var áður, hertogafrú, sagði hún. Ef lafði Anna vill endilega komast út í lífið upp á eigin spýtur, þvl þá ekki? Hún getur verið skrif- ari hjá mér, ef hún vill. Eg skal borga henni nákvæmlega eins og ég myndi borga hverjum öðr- um, og ég læt hana fara, ef mér líkar ekki við hana. Það er býsna margt ungt fólk nú á dögum, hertogafrú, hélt hún áfram, sem mjög er líkt ástatt fyrir eins og dóttur yðar og gera ýmislegt skrýtið. Eg hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að það sé betra fyrir þær að standa á eigin fótum. Sir Julien, ég þarf að tala við yður áður en þér farið. Cí Hertogafrúnni var dálítið hilt við. í hennar augum var það hrun á samkvæmislífinu eða gjald- þrot, eitthvað algjörlega óheyrt, að dóttir hennar skyldi bjóðast til að verða skrifari. En þessi kona, sem var þó vissulega á sama stigi og hertogafrúin sjálf, hafði tekið þessu, eins og það væri I alla staði eðhlegt, og hafði svo sleppt því með örfáum orðum. — Og Julien, sem hafði staðið i sömu sporum síðan frú Christop- hor kom, skildi þetta ekki heldúr fylhlega. Ætlið þér að borða hér hádeg- isverð spurði hann? Já, með frú serbneska sendi- herrans. En ég verð ekki lengi. Það er lífs nauðsynlegt að við tölumst saman, áður en þér farið. Fyrir örfáum mínútum sendi ég bréf til herbergja yðar. Eg skal vera til taks, sagði Julien. Eg býst við yður í fyrramáliji, sagði frú Christophor, og lejt brosáridi , fíl ’öririu. Komið þer ekki seinna en kl. 10. Eg er alltáf heima eftir kl. 4 hertogafrú, ef þér ætlið að dveljast nokkuiíri tíma í París. Þau horfðu á eftir henni, þegár hún gekk til fólksins, sem hún var með og beið eftir komu henn- ar. Hún var vissulega feg- usta ög bezt klædda konan í saln- um. Allir taka á móti henni, sagði hertogafrúin, því ég veit að huri heimsækir Desqhelles greifafrú, sem er ein af hinum fáu gömlu aðalsættum Parisar. En mér ér líka sagt, að hún lifi mjög út áf fyrir sig og einmana. En þó er mér sagt, að hún umgangist mikið bohema fólkið og er ég því alls ekki viss um, að það sé æskilegt fyrir Önnu að eiga samneyti við hana. Fást þú alls ekki um mig, sagði Anna. Nú skalt þú segja Perkins að láta niður farangur þinn, og svo ætla ég að fylgja þér á stöð- ina kl. 4, en Julien verður að bíða úti fyrir eftir nýja vinnuveitanda mínum. Það sem ég nú held eiginlega að verði er það, að hú»

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.