Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.04.1954, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 26.04.1954, Blaðsíða 7
1195áMánudagurinn 26. april 1954 MÁNUDAGSBLAÐIÐ DYNAMIT-ACIIEN-GESELISCHAFT VORM. MFRED NOBEl & (0, NÚRNBERG 4 Einkaumboð: ÍSLENZK-ERLENDA VfltZLUN&RFÉLAGIÐ H.F. Garðastræti 2—4. Sírni 5333. Auglýsið í Mánndagsblaðinu sr-jifM i < írir, 'í • y . - ■ •. * - • , S* ' ri.: " Allir farseðiar seldir An aukagjalds Ferðaskrifsfofan 0RL0F H.F. Hafnarstræti 21 Sfmi 82265 Hedy Lamarr CLIO Framh. af 3. síðu. sína með því að neita að raka á sér efri vörina. Samkvæmt sömu heimild á Russell að hafa sagt, að fyrir 1877 þafi hann aldrei séð lækni með yfirskegg. Hann bætir því og við, að þessi djarfi brautryðjandi hafi for- dæmt yfirskegg svo sem al- gjörlega óviðeigandi fyrir stéttina, og þegar þessi mað- ur síðar var settur á geð- veikraspítala, þá hafi nágrann ar hans, læknarnir af eldri skólanum sagt, að þeir furð- uðu sig ekki á því. Af öllu þessu má sjá hvers vegna mannlegar verur hafa aldrei.tekið upp þá samkvæm- isreglu eða alþjóðareglu, sem draiunóramexm hafa látiði sig dreyma um. Þeir voru svo önnum kafnir að hugsa um annað, eins og t. d. yfirskegg- ið neðsta hnappinn á vestinu sínu, oppbrotin á buxunum og hvort það sé rétt eða rangt að éta hrísgrjónabúðing með skeið. (Endursagt). Skeggið Framhald af 5. síðu. rjómaðnum, krydduð eftir smekk og rifinn appelsínubörk urinn látinn í. (Börkurinn gef ur einmitt fínt bragð). Loks er öllu blandað varlega saman með tveim göflum, og salat- skálin skreytt með uppsnún- um agúrkusneiðum. CLIO Tilkynning um bótagzeiðslu almannatrygg- inganna áriS 1954 Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s.l. og stendur yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helm- ingi ársins 1954 eru ákveðnar til bráðabirgða með hlið- sjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1953 og endanlegur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1954 felldur, þegar framtöl til skatta liggja fyrir. Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örórkulifeyris, barnalífeyris, mæðralauna eða fjölskyldubóta, þurfa ekki að þessu sinni, að' sækja um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvænjt heimildarákvæðum ahnannatrygginganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, maka- bætur, bætur til ekkla vegna barna, svo og lífeyrishækk- anir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð Trygfeingastofnunarinnar, útfyllt rétt og greinilega eftir þvi, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðsmanni ekki síðar en fyrir 25. maí næstkomandi. Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50— 75% starfsorku sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, ’ er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. ..toí? I '' ',r ' ’ ' • ‘ ' FæðingarVottorð og önnur tilskilin vottörð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi vérið lögð fram áður. Þeir um- sækjendur, sem gjaldskyldir :eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingar- styrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri, fjöiskyldubætur eðá mæðra- laun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. íslenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, eiga nú rétt til þarnalífeyris frá Tryggingastofnuninni, þótt þær hafi misst isl. ríkisborgararétt, ef eiginmenn þeirra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með bömin hér á landi og njóti ekjri lífeyris eða meðlags annars staðar frá. Norðurlandaþegnar sem hér hafa búsetu eru minntir á, að skv. milliríkjasamningum hafa danskir, finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar ellilífeyrisrétt með til- heyrandi bamalífeyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ára búsetu þegar bótanna er leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar fjölskyldubótarétt fyrir böm sín, séu þeir ásamt bömunum skráðir á manntal hér, enda hafi þeir ásamt bömunum haft hér 6 mánaða samfellda búsetu áður en bótarétturinn kemur til greina. Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkis- borgara. íslenzkir ríkisborgarar eiga gagnkvæman rétt til ellilífeyris og fjölskyldubóta á hinum Norðurlöndunum. Athygli er vakin á að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnst að öðrum kosti. •#•■•>* Reykjavík, 10. apríl 1954 Tryggingastofnun ríkisins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.