Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.04.1954, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 26.04.1954, Blaðsíða 8
I - I 1- )* íi OREINUIANNAB Bornin m íþréflavöíliirinfi -1 Drjúnjælí A1tur- eyrínga — Laeknir e$a skaltheimlumaður! — leiknúshornið — ösryrkir veizlugestk — Nú fer að líða að því, að keppnir hef jast á Iþrótta- vellinum hér í Reykjavík. Það var oft leitt að sjá ung- lihga í f ýrrasumar, sem störðu löngunaraugum gegnum vallardyrnar, en skorti skotsilfur til þess að kaupa sig inn á leikina, sem þar voru háðir. Flest voru þetta „smápattar" fullir af áhuga, en félausir. Vissulega væri óskandi, að vallaryfirvöldin og íþróttafélögin sæu sér fært, að hieypa þessum ungu borgurum endurgjaldslaust á völlinn og hlú þannig að heilbrigðum áhuga þeirra á íþróttamálum. • Margir hafa brosað, að drjúglæti þeirra Akureyr- inga, enda skapazt margar gamansÖgur um það. Þó keyrði dagskrá þeirra í s.l. viku uni þverbak. I>á voru látin koma fram í útvarpið 7—9 ára böm og þuldu þau ýmsa speki um „þætti úr lífi skáldsins" (Davíðs frá Fagraskógi) og önnur álíka þaulhugsuð efni, sem þau hvorki skildu né höfðu áhuga fyrir, en verkefnin voru búin þeim í hendur af einhverjum af vegaleiddum „menntamönnuíri" nyrðra. Þetta er ekki hægt, jafnvel þð Norðlendingar eigi í hlut* Það slys varð, að tveggja krónu peningur hrökk ofan í barn og.lá því við köfnun. Nærstaddur maður brá við og tókst að hrista peninginn úr barninu í tæka tíð. Eftir á hafði hann orð á þyí, að hann væri senni- lega hið bezta læknisefni. Kunningi hans, sem hlustaði á, greip framm í og sagoK,,Ekki kannski góður læknir, en hreint afbragðs skatthemttarnaður-'' S, * Pjóðleikhússtjóri á nú í miklum málaferlum við starfsmenn þá, sem hann hefur vikið úr stöðu við stofnun sína. Eru hvorki meira né minna en fimm fyrrverandi starfsmenn í máli við hann, og virðast lögfræðingar hans hafa nóg fyrir stafni...... Nú er verið að æfa hið nýja íslenzka stykki Gimbill að sögn og fylgir sögunni að Gunnar Hansen sé leikstjóri .... öndin villta verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um 25. þ. m. ef allt gengur að óskum----- Fyrst hið opinbera er svo ákveðið að halda áfram veizluhöldum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu' væri ekki úr vegi, að það krefðist þess að gestirnir bæru vín sitt betur eða flyttu sig heim í bifreiðum í stað þess að veltast úr veizlusölum hins opinbera. Dagar eru nú að lengjast og óþarfi fyrir ráðherrabú- staðinn að vera í einskonar samkeppni við gaman- myndasýningar Tjarnarbíós — frítt! Mr>að á að aera i hvötd? 3KVIKMYNDAHÚS: Gamla bíó: Leiksýninga- skipið. Ava Gardner. Kl, 5, 7 og9. Nýja bíó: Svarta rósin. Tyr- one Power. Kl. 7 og 9. Páska „show". Kl. 5. Tjarnarbíó: Syngjandi stjörnur. Rosemary Cloony. KL 5, 7 og 9. Ansturbæjarbíó: Czardas- d rottningin. Marika Rökk. Ki. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Nýtt hlutverk. Óskar Ingimarsson. Kl. 5, 7 og9. Hafnarbíó: Topper. Ronald Young. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Fljótíð. Arthur Shields. Kl. 5. 7 og 9. LEIKHÚS: Þjóðleikhúsið. Piltur og stúlka. Bryndís Pétursdóttir. Kl. 20. Iðnó: Frænka Charleys. Árni Tryggvason. KI. 20. . Sjálfstæðishúsið: Kvöld- vaka. Fóstbræður. Kl. 21. SÖIGUR MR. ROY HICKMANS „Spegíímynd af TónHst- fél. eins og það er nú" Á vegum Tóniistarf él. heyrði maður enskan söngvara í Austurbæjarbíó. Mr. Hickman hefur kannski einhverntíma haft raddefni, en mjög léleg- ur „skóli" hefur gert rödd hans hrapalega ljóta og mr. Hickman virðist syngja með allri þeirri misheppnun, sem einn lélegur söngmaður hef ur. Söngskráin var löng og hvorki ensku né germönsku tónskáldin virtist hann skilja. Hið monotóna og hljómlausa raddsvið mr. Hickmahs gat heldur ekki gef ið honum tæki- færi að túlka þessi lög list- rænt. Árni Kristjánsson aðstoð- aði og gaf, því miður, þessum söngmanni litla aðstoð, en lék undirleik laganna með sínum vanalega monotónska blæ. Sig. Skagfield. KVÖLDVAKA FÓSTBRÆÐRá Ekltert lát virðist vera á aðsókn að skemmtunum Fóst- bræðra í SjáJfstæðishúsinu. Kórinn safnar nú fé til ut- anfarar að hausti o gheldur kvöldvökur í sambandi við það. Mörg.ágæt skemmtiatriði eru þar sýhd, og hljóta þau ágætustu undirtektir áhorf- enda. M. a. syngja þeir Krist- ján Kristjánssoh; og Hreinn Pálsson einsöng, en öllum til mikillar ánægju þá kemur næst á sviðið hin ágæta eftir- herma Gestur Þorgrúnsson og syngur nokkur lög „með þeirra röddu". Þá s^mgurj Gestur og gamanvísur, sem vekja mikla kátínu. Nínaj Sveinsdóttir og Lárus Ingólfs son létu sitt ekki eftir liggjaj með bráðskemmtiiegum leik-j þætti, CocktaiT-party — og kórfélagar sýndu annan þátt,' Spilakvöldið, við mikla hrifn-' ingu. Skemmtunin hófst með söng „Eigólettókórsins" (úr ^_»—•—*—?—»—.—•—»—-» » *—4—•—*---4----»---». » •—•—?—•—*—•—?—* MÁNrDAGÍSBLAÍim. * - —+- • -4 Nei, þær em ekM kinverskar, heldur ungar leikkouur dansk- i ar, sem brugðið hafa sér í kínverskan búning. óperunni) en lauk með söng allra kórmanna. Hin bezta skemmtun, sem menn ættu að sjá. i. v.ja. »*»«Ci»'«fB"<l Kvikmynd Öskars Gtslasonar: Nýftnlufverk Hin nýja islenzka kvikmynd „Nýtt Mutverk" gerð eftir sögTi Vilhjálms S. Vilhjálms- sonar og kvikmynduð af Ósk- ari Gíslasyid, var frumsýnd í Stjörnubíó 2. dag páska. Það er bezt að segja það strax, að frá tæknilegu sjón- armiði þ. e. a. s. því einu, sem við kemur starfi kvikmyndar- ans, er þetta það bezta, sem gert hefur verið í íslenzkri kvikmyndagerð, og gallarnir, þótt margir vel skiljanlegir Óskar Gíslason hefur sannað að hann getur gert mjög sæmi lega kvikmynd, ef hann f ær til þess öll tæki og húsakost, sem slíkt verk krefst. En honum er, sem öllum öðrum ómögu- legt að ljúka slíku verkefni vel, með þeim aðstæðum, sem undirritaður veit, að hann býr við. Hitt er svo annað mál, að margt er það í mynd þessari, sem hefði getað verið miklu betra, og margir gallar mynd- arinnar eru með öllu ófyrir- gef anlegir, en þar ber f yrst og fremst að gagnrýna leik- stjórn, sem víða er götótt, kvikmyiidahandrit, sem skort- ir mikið alúð og natni og leik- endaval, sem hefur mistekizt í nokkrum hlutverkum. Kvikmyndin er f remur svo- kÖIuð „documentary" en kvik mynduð lífsbarátta gamais manns og tengdadóttur hans. Hún er áherzlulítil, látlaus, dramalaus, líkust því sem kvikmyndari hafi farið í eld- hús á alþýðuheimili og spurzt ¦ fyrir um lifnaðarháttu íbú- anna og fengið ósköp litlausa lýsingu á lífi þeirra og bar- áttu. Inn í þessa baráttu er svo fléttað smáatriðum, f jöi-' skyldunagi, nágrannakrit, „heimilisvininmn". Meira er ekki fyrir hendi. Leikaramir Gerður Hjör- leíf sdóttir og Óskar Ingimars- son gera hlutverkum sínmn skil vonum f ramar. Bezta leik-. inn sýnir Emilía Jónasdóttir, en allgóðir eni þeir Guðnnmd- ur Pálsson og Einar Eggerís- son. Kvikmyndun Óskara Gísla- sonar er á köflum ágæt og talið hefiu' náðst óvenjuvel, þótt víða gæti truflana, sem óhjákvæmilegt er undir slík- um aðstæðum og hann hefur við að búa. Þegar manni .verður hugs- að til hins mikla hers manna, kvikmyndara, leikstjóra, og allra hinna f jölmörgu sem vinna að einni miðlungs-mynd útlendrí, þá furðar maður sig á, að svo vel hafi tekizt sem raim er orðin á. Óskar hefur það í sér, sem þarf tii þess að framleiða brúklega íslenzka kvikmynd, en viraiuskilyrðm buga hann enn, þvi miður. A. B

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.